Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 11
Sunnudagur 9. júlí 1961 MORCVNBLÁÐIÐ 11 Páll V. G. Kolka: Jón Guðmundsson kennt afstöðu ýmissa danskra ráðamanna gagnvart íslandi en harðneskja eða illmennska. Sá smásálarskapur bitnaði á Jóni Guðmundssyni en aftur á móti naut Jón Sigurðsson virðulegrar stöðu og sæmilegra lífskjara við Eyrarsund og hefði fáum þjóð- um farizt svo vel við kröfuharð- an fulltrúa þjóðernisminnihluta, hvorki þá né jafnvel nú. Það dásamlegasta við stjórn- málabaráttu Jóns Sigurðssonar Jón Guðmundsson, alþingis- maður og ritstjóri. Þættir úr ævisögu. Sögurit XXX. Eftir Einar Laxness. Reykjavík ’60. Jón Guðmundsson ritstjóri var 8á maður, sem lengst og bezt barð ist fyrir sjálfstæði Islands við ihlið Jóns Sigurðssonar og var boðberi kenninga hans um ára- tuga skeið. Enginn fórnaði sem Ihann framtíðarhorfum og frama- voum fyrir málstað íslands. Hing eð til hefur verið vanrækt að greiða jafnvel hóflega vexti af þ(': ri þakkarskuld, sem þjóðin etendur í við minningu hans, en *neð bók Einars Laxness er ráðin ó þessu bót. Laxness rekur þar elóð Jóns frá vöggu lil grafar, ón þess að falla í þá nokkuð al- gengu freistni að tefja um of á bæjunum meðfram brautinni eða jafnvel langt úr leið til þess að rabba um hluti, sem koma erindi hans lítið við. Að vísu er ekki hægt að skrá sögu Jóns ritstjóra ón þess að það snerti alla sögu samtíðarinnar, því að svo mjög var hann við Lana riðinn, en höfundurinn og lesandinn missa aldrei sjónar á sögupersónunni í þeim jóreyk, sem hlaut að þyrl- est upp í kringum mann, er svo igeist fór. Hér hefði verið tæki- færi til að skrifa bók í mörgum bindum, fulla af tilvitnunum í þingræður og blaðagreinar Jóns, og hefðu þá fáir enzt til að lesa hana, en af þessu er sýnt frekar van en of og þarf því enginn að felja eftir sér að lesa bókina né iðrast þess að lestri loknum. Jón ritstjóri hefur hingað til staðið í þeim skugga, sem risinn Jón forseti varpaði á ^amhérja sína, en með hækkandi sjálfstæð- issól styttist sá skuggi, þótt minn ing forsetans sjálfs minnki ekki. Mjög voru kjör þeirra nafna ó- lík í lifanua lífi. Pórsetinn var fæddur á myndarlegu prestsheim ili, mótaðist í æsku af einum mesta menntamanni þjóðarinnar, sat alla sína ævi við þær fræði- lindir. sem íslendingar áttu bezt ar, bjó við það sæmilega afkomu, að höfðingslund hans fékk notið sín og dvaldi í hæfilegum fjarska frá argþrasi og aurslettum dag- iegrar umgengni í lítilmótlegu umhverfi. í viðbót við meðfædd- ar gáfur staðgóða menntun, vís- indalega þjálfun og viljaþrek, ótti hann ytri glæsileik, sem var höfðingja samboðinn, og þá ó- sjúku meðvitund um yfirburði, sem vörpuðu tign á fas hans og framkomu. Jón ritstjóri var að vísu fríður maður og svipprúður, en hann var heldur lágur vexti og bæklað ur eftir sjúkdóm í æsku, senni- iega berkla í mjöðm. Hann var fæddur á- aumu grasleysukoti í Reykjavík, alinn upp í örbirgð, étti slitróttan og langsóttan náms feril, varð að vinna baki brotnu ella ævi, fórna öruggum embætt- isferli fyrir baráttu sína í þágu lands og þjóðar, búa við ónáð hefnigjarnra og smásmugulegra yfirvalda. Þrátt fyrir þetta var hann gæfumaður, þegar dýpra er ekyggnzt en samtíðin sá og jafn- vel hann sjálfur á stundum. Hann átti frábært starfsþrek, þrátt fyrir líkamlega bæklun, gáfaða og mikilhæfa eiginkonu, heimili, þar sem blómi íslenzkr- ar æsku þáði góðan beina, bæði í líkamlegum og andlegum skiln ingi, en fegraði líka þeim frjó- ikrafti, sem æskunni einni er fært að leggja á borð með sér. Auk þess átti hann tryggan hóp les- enda, sem er hverjum blaða- manni nauðsyn, og þótt sambýl- ið við skorpnaða embættisstétt og rislágan kotungslýð í fiskiþorp inu, sem var höfuðstaður íslands, væri oft ekki sem ánægjulegast, naut hann vináttu ýmissa góðra manna, eins og sýndi sig í þvi, að bæði Árnesingar og Húnvetn ingar sendu honum stundum Jón Guðmundsson sauði. til frálags að haustlagi til þess að létta afkomu hans Þá héldu skaftfellskir kjósendur hans lengi tryggð við hann, þótt hann afrækti þá sem þingmaður, og þingmennska stóð honum víða annarsstaðar opin, ef hann hefði viljað nýta. — ★ — Jón ritstjóri var of heilsteyptur og sjálfstæður í hugsun til þess að lúta ávallt og í öllu drottin- valdi síns dáða vinar og leiðtoga, forsetans, og fór honum þar eins og fleiri mikilhæfum mönnum samtíðarinnar, svo sem Arnljóti Ólafssyni, Benedikt Sveinssyni og Grími Thomsen, en enginn þessara manna gekk út úr ágrein ingi við forsetann með ein hrein- an skjöld og hann. Engan mun heldur hafa bitið sárar sá skort- ur á sanngirni, sem Jón Sigurðs- son átti til að sýna óþjálum liðs mönnum sínum, sjálfur vanur því eftirlæti að það var skoðað goðgá næst að standa uppi í hár- inu á honum. — ★ — A Einar Laxness er nokkuð ung æðislega örlátur á lof og last í bók sinni um Jón Guðmundsson og þó ekki til verulegra lýta. Sögulegar persónur má aldrei dæma eftir því, hvort þær falla eins og naglar af fyrirfram á- kveðinni stærð í mótin á Ijúfri löð ævisögusmiðsins, því að hver maður er sérsteett fyrirbrigði, hafandi sína eigin efnasamsetn- ingu, herzlumark og vankanta. Þá er það eteki nóg að lýsa sögu persónunni eingöngu eins og hún lítur út frá sjónarhóli síðari tíma í fjarvídd sögunnar, heldur verður að skoða hana frá öllum hliður/i í þverskurði þess tíma, sem hún lifði á. Þ„ð fyrrnefnda tekst ágætlega hjá Laxness, svo langt sem sjónarmið hans nær, en það er varla nógu vitt, eða þá að verkinu hefur verið skor- inn heldur naumur stakkur. Þeir nafnarnir Jón forseti og Jón rit stjóri lifðu á miklum umrótstím um, þegar „öll Evrópa logaði“. Atburðirnir, sern gerðust erlend is frá Þingvallafundinum 1848 fram til Þjóðfundarins 1851, hlutu mjög að vekja ugg þeirra manna hérlendis, sem voru gætn ir að eðlisfari eða vegna embætt isaðstöðu sinnar og þekktu varla annað form fyrir gæzlu laga og réttar en einveldi og embættis- mannastjórn. Blóðug uppþot höfðu víða orðið samfara frelsis hreyfingunum, sem fylgdu í kjöl far febrúarbyltingarinnar frönsku, hásæti höfðu riðað til falls og keisarinn í Vínarborg hafði orðið að fá hjálp kósakka- hersveita Nikulásar I. til þess að kefja uppreisnina í Ungverja- landi í blóði og tárum Sú breyt- ing ,sem varð á afstöðu Péturs biskups til dæmis frá Þingvalla- fundinum, þegar hann skrifaði undir frelsiskröfur, og til Þjóð- 'fundarins, þegar hann skipaði sér við hlið Trampe greifa, fer því skiljanleg — miklu skiljanlegri en afstaða ýmissa svokallaðra friðarvina og frelsisvina til svip aðra atburða í Ungverjalandi rúmri öld síðar. Því ættu nútíma menn, sem vanir eru því að sjá og heyra þingmenn fylgja flokki sínum til hverskyns óhæfuverka, ekki að kasta allt of þungum steinum að þeim, sem þótti var- legra að fylgja ekki Jóni Sigurðs syni í kröfum hans, enda þótt eiginhagsmunir hafi sjálfsagt komið að nokkru leyti til greina. Því betri verður og hlutur hinna, sem þorðu að taka á sig áhætt- una. — ★ — í raun og veru hafa íslending- ar ekki mikla ástæðu til að bera sig mjög aumlega undan Dönum í sjálfstæðisbaráttunni. Hið ,,upp lýsta einveldi" átti hvergi jafn víðsýnum og göfugum stjóm- málamönnum á að skipa eins og í Danmörku undir lok 18. aldar, og sýndi það sig m.a. í því, að Danir urðu fyrstir einveldisþjóða til að létta af bændaánauð og átthagafjötrum. Friðrik VII. sveik ekki loforð sitt um frjáls- legra stjórnarfar, eins og ýmsir stéttarbræður hans í öðrum lönd um Trampe greifi var heldur ekki sá ógnarkarl, sem íslending um hefur löngum virzt, heldur hugdeigt meðalmenni, sem pant- aði sóldáta til vamar sér, en þorði ekki að beita þeim, þegar íslendingar létu sem þeir sæju þá ekki. Smásálarskapur og gróm tekið skilningsleysi hefur meira en hundrað ár miklu fremur ein var það, að hún var hvorki reist á metafysiskum og þokukennd- um fræðikenndum upplýsingar- stefnunnar né á hástemmdu lýð- skrumi og fjasi rómantísku stefn unnar. en þetta hvorttveggja hef ur tröllriðið mannkynið í tvær aldir og ekki hvað sízt Samein- uðu þjóðirnar. Jón hélt fram sögulegum rétti íslendinga, studd um vísindalegri rannsókn. Því gat hann ekki aðeins gert frelsis kröfur á hendur Dönum, heldur og fjárkröfur, sem þeir urðu að viðurkenna. Þar fylgdi Jón Guð- mundsson honum fast eftir og ást íslendinga á sögu sinni gerði þeim mörgum bæði ljúft og skylt að fylkja sér undir merki slíkra leiðtoga. En því hefur verið veitt lítil eftirtekt, að hagsýni þeirra nafnanna brást í eitt skipti og það var á sjálfum Þjóðfundinum 1851. Sá fundur átti aðeins að fjalla um þrjú mál og Trampe greifi hafði lýst því yfir í upp hafi hans, að hann mætti ekki standa nema fimm vikur. Tíminn fór eins og oft vill verða á slíkum samkomum í þóf um aukaatriði, svo að fundarmenn komust í tímaþröng með það, sem var kjarni máls, og gáfu Trampe með því þann höggstað á sér, sem honum var kærkominn. Fullyrð- ing hans um léleg vinnubrögð fundarins virðist hafa við meiri rök að styðjast en Einar Laxness og aðrir hafa viljað viðurkenna Það var aðeins að þakka snar- ræði og hörku Jóns Sigurðssonar í fundarlokin, að fulltrúarnir fóru ekki þaðan sneyptir og nið- urlútir, heldur haldnir eldmóði og hrópandi: Vér mótmælum all- ri. Ósigrinum var á síðustu stundu breytt í upphaf nýrrar sóknar. Það lýsir vel því hTutskipti, sem hugsjónamönnum er oft bú- ið, að síðar eða í fjárkláðamál- inu, var bæði Jóni forseta og Jóni ritstjóra brigslað um það, að þeir væru að sleikja sig upp við Dani í eiginhagsmunaskyni. Þetta mikla hitamál og hagsmunamál bænda olli ekki aðeins trosnun á vináttutengslum þeirra nafna, heldur og tortryggni í þeirra garð hjá mörgum fyrrverandi fylgis- mönnum þeirra. Kláðamaurnum tókst það, sem konunsfulltrúa auðnaðist aldrei. Það er sjálfsagt rétt, að sá kali, sem í bili kom á milli þeirra nafna í sambandi við þetta mál, hefúr verið ein bitrasta raunin í lífi Jóns Guðmundssonar, sem í raun og veru hafði verið hlekk urinn milli Jóns Sigurðssonar og íslenzks almennings um áratuga skeið. Þessi hlekkur var .allt of traustur til þess að bresta, tryggð Jóns ritstjóra til leiðtoga síns og þess málstaðar, sem hann barðist fyrir, nógu haldgóð og sterk. Of mikið ryð hefur safnazt á þenn- an hlekk í vitund almennings. en Einar Laxness hefsir á mjög myndarlegan hátt sorfið ryðið burtu, svo að nú blasir við hreint stálið, spegilfagurt og óbrot- gjarnt. Höfundur á því þakkir ekilið fyrir þessa bók, sem varla er vanzalaust fyrir góðan Islend ing að láta ólesna. Ein mjög meinleg villa hefur slæðzt inn í bók þessa í prentun- inni, því að hausavíxl hafa orðið á myndunum af síra Hannesi Stephensen og Rosenöm stiftamt manni Þetta er hvergi leiðrétt og skekkjan helzt í röð myndaskrár innar. Éigendur bókarinnar ættu að leiðrétta þetta, því að það var ólíku saman að jafna fyrir hundr að árum að vera íslenzk siálfstæð ishetja eða danskur stiftamtmað- ur P. V. G. Kolka Málf lutningsskrif s tof a JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934, Árni GuÖjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 Forstöðukonuslaða í Hlíðaborg (Leikskólin við Eskihlíð) er laus til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar fyrir 20. júlí n.k. Staðan véitist frá 25. ágúst að telja. Stjórn Sumargjafar Studebaker Lark 1959 lítið keyrður, til sölu og sýnis að Flókagötu 11. ítJWtN Verð pr. fyrsta m. kr. 200.— hver viðbótarm. — 120.— pl. sölusk. RENN I BRAUTI N - FVRIR AMERÍSKA UPPSETNINGU. 5ÍMI 13743 LINDARGÖTU 2.5 Setium upp — IViælum upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.