Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 23
/ Sunnudagur 9. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 Konurnar klæða húðkeypinn. Karlinn situr hinn rólegasti hjá. — Kulusuk Framh. af bls. 10. viðbótar. Kaupmaðurinn sagði okkur að heilsufar hefði verið ssemilegt þar í vetur. íbúar gizka ég á að séu 150—200 manns. — Og hvernig gekk ykkur að tala við fólkið? — ★ — — Það var erfitt, því þetta fólk skilur ekkert nema græn lenzku. Við pötuðum út í loft ið og fettum okkur og brett- um. Þannig var tungumálið. Við fengum að mynda það bæði við bústaði sína og störf og myndir voru teknar af okk ur þar sem við stóðum hjá því. Mig langaði til þess að taka mynd þar sem konur voru að klæða utan húðkeyp. Mér gekk illa að koma þeim í skilning um að þær ættu að vera að vinna á meðan ég tæki myndina. Þær stóðu bara og brostu. Síðan tók ég nálina og spottann og byrjaði að sauma og þá skyldu þær hvað ég átti við. eða kannske hafa þœr haldið að ég myndi eyði leggia handverkið fyrir þeim. Hvað um það. Þær hófost handa og ég tók myndina. Ég gaf þeim síðan sinn vindlínga pakkann hvorri fyrir verkið og þá sá ég að önnur steytti pakkann sinn framan í karl- inn sinn þax sem hann sat í makindum og tottaði pípuna sína og skyldist mér á öllu látbragði hennar eins og hún vildi segja: „Þú skalt ekki fá 'hann þennan letidraugurinn þinn.“ Okkur virtist karlarnir fremur værukærir. Annars voru það fyrst og fremst börn og hundar sem einkenndu þennan stað. — Já, þeir eiga mikið af börnum Grænlendingar? — Já. Hvað eiga mennirnir að gera allan þennan langa vetur. Engin bíó og fátt til dægradvalar, varla komandi út úr þessum kofum fyrir kulda. — ★ — — Fleiri æfintýri sem henti ykkur í Kulusuk? — Ekki er hægt að segja það. Okkur þótti kirkjugarð- urinn kindugur. Við vorum að taka myndir yfir þorpið og klifraði þá einn okkar upp á steinhrúgu mikla. Er að var gáð reyndist þetta léiði. Kist- au er sem sé lögð á grundina og síðan borið á hana grjót. Við sáum í hornið á henni. — Svo glataði ég veskinu mxnu og varð það all söguleg- ur viðburður Ég varð ekki var við tjónið fyrr en ég kom til flugvallarins í bakaleið. Mér brá heldur illa því í vesk inu var talsvert af peningum auk ýmissa persónulegra muna, sem hefði komið sér bölvanlega fyrir mig að glata. Við héldum því tveir til baka og frestað var brottför. Við gengum í slóð okkar en fund- um ekki veskið. 1 búðinni, þar sem við keyptum minjagripi var það ekki heldur. Ég fékk nú fimm Grænlendinga til hjálpar við leitina og spurði kaupmanninn hvað ég ætti að greiða þeim fyrir. Hann sagði kaupið vera 50 aura danska á tímann. Við röðuðum nú lið- inu upp eins og um dauðaleit væri að ræða og örkuðum svo á stað og gengum slóð ókk - ar og spildur út frá henni. Eftir svo sem 10 mínútur fund um við veskið og lá það þá í slóðinni beint fyrir framan mig. Þar hafði ég farið úr j akkanum á leiðinni til flug- stöðvarinnar, því heitt var í veðri og sólskin. En Græn- lendingarnir voru harðánægð- ir með kaupið sitt fyrir þessar 10 mínútur. — Og hvernig líkaði þér svo Grænlandsvistin? — Hún var svosem ágæt. Viðurværi er a-llt fyrsta flokks og aðbúð ágæt. Reynt er að gera manni lífið eins þægilegt og kostur er, en við getum sett innan sviga (að raunar er það hundleiðinlegt). t Þetta hús er í Syðra-Straumfirði og er að bvi Ieyti merki- legt að frystitæki halda því á grunni. Þarna er ekki hægt að byggia hús nema á freðinni jörð, en á sumrin er mjög heitt, oft 18—20 stig og þá bráðnar yfirborð jarðvegsins, en hann er þarna leirkenndur og verður að leðju. Mundi þá húsið raskast á grunni ef undirstöðunni væri ekki haldið frosinni með frystitækjum. Minningarorð Framh. af bls 14. mikilli búsýslu, studdur af sín- um trausta lífsförunaut. Árið 1913 gekk Þórleifur að eiga Svanhildi Björnsdóttur frá Selaklöpp í Hrísey, (sonardótt- ur hins landskunna hákarla-Jör- undar) hina. mestu myndar konu, dugmikla og stjórnsama í allri búsýslu, eins og hún átti kyn til. Var það almæli að með þeim hjónum væri jafnræði hvað dugn að snertir, rausn og ráðdeild. Má því óhætt fullyrða að Svanhildur hafi átt ríkan þátt í velgengi bónda síns, sem varð áður æv- inni lauk, vel efnum búinn, um áratugi meðal hæstu útsvars- greiðenda í hreppnum og því ein af styrkustu stoðum síns sveitafélags. Þau hjón Svanhildur og Þor- leifur eignuðust 8 böm, sem öll komust á fullorðins aldur. Af þeim eru nú 7 á lífi, 3 synir og 4 dætur, öll búsett hér á Dalvík og nágrenni og hafa reynzt hin< ir nýtustu þegnar. í fardögum sl. ár brá Þorleifur búi og seldi það í hendur yngsta syni sínum Karli, sem raunveru- lega hafði haft bústjórn á hendi hin síðustu ár. Ekki settist þó Þorleifur í helgan stein, þótt ald urinn færðist yfir, það hafði aldrei verið hans háttur að sitja auðum höndum, þegar verk var að vinna. Einn þáttur í búrekstri hans hin síðari ár hafði verið allumfangsmikil hænsnarækt. Þetta hænsnabú rak hann áfram og annaðist það að öllu leyti sjálf ur, með þeirri hirðusemi, natni og nærgætni, sem honum var eiginleg, þegar dýrin áttu í hlut, og því starfi var hann að gegna, þegar dauðann bar að. Og nú hefur þú Þorleifur, fengið hvíldina, hina sælu hvíld hins vinnulúna manns, sem leggst til svefns að loknu miklu Og vel unnu dagsverki. Svo kveð ég þig og þakka bér langa og góða viðkynningu. Far þú í friði Guðs. Samferðarmaður. Skjalaskápur og peningaskápur óskast til kaups. — Uppl. í síma 37157 KKISTlN ÓLAFSDÖTTIR sem andaðist á Elliheimilinu Grund 5. júlí verður jarð- sett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 10,30. Anna Helgadóttr, Pálmar Sigurðsson Hjartkær móðir okkar, fósturmóðir og tengdamóðir, MARGRÉT O. JÓNASDÓTTIR frá Eyjólfsstöðum, til heimilis að Bergstaðastræti 64, sem andaðist þann 4. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. þ.m. kl. 13,30 e.h. — Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins Unnur Þorsteinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Magnús Hannesson, Kristín Þorsteinsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Konráð Þorsteinsson, Steinunn Vilhjálmsdóttir, Hannes Þorsteinsson, Jóhanna Thorlacius, Margrét Jósefsdóttir, — Guðmundur Jóhannesson, Anna Gísladóttir, Kristín Hannesdóttir. Elskuleg móðir okkar og fósturmóðir GRÓA STEINUNN BJARNADÓTTIR lézt í Landspítalanum þann 27. f.m. — Jarðarförin hefur farið fram. Egill Halldórsson, Svanhildur Halldórsdóttir, Guðni Steinar Gústafsson. Maðurinn minn og faðir okkar — Billinn Framh. af bls. 17. reynd í Norður Svíþjóð þar sem frostið komst niður í 25 stig. Stóðu tilraunir í sam- bandi við bifreiðina yfir í um tvö ár. Þetta virðist orð- in venja stóru verksmiðjanna að láta ekki frá sér nýjar gerðir nema að hafa þaul- reynt þær á allan hátt og ætti það að vera mikið öryggi fyr ir væntanlega vkaupendur. Vélin í Consul 315 er 56,5 Ihestöfla og það sem verk- smiðjurnar kalla „over- square". En oversquare mun þýða það að þvermál strokk anna hefur verið aukið, en Ihins vegar diregið úr slag- lengdinni. Á þetta að tryggja betri endingu vélarinnar. Samkvæmt tilraunum, sem gerðar hafa verið af hlútlaus tiffl aðilum, virðist Consul 315 afar sparneytinn. Verk- smiðjurnar gefa upp að bif- reiðin noti 7,8 lítra af benzíni é 100 km, en tilraunirnar I sýna að á 60 km meðalhraða I úti á vegum kemst eyðslan jafnvel niður fyrir 7 lítra. Sömu tilraunir sýna að það tekur aðeins 15,4 sekúndur að koma Consul 315 úr kyrrstöðu upo í 80 km. hraða á klst. Útlínurnar eru afveg nýjar, mjúkar og falleaar. Afturrúð an hallar inn að neðan, eins og fyrst var tekið upp hjá Anglia bifreiðunum frá sömu verksmiðju. Munu skiptar skoðanir um það hvort aftur- rúðan er til fegurðarauka og þykir það þó mörgum. Um hitt verður ekki deilt að hún er til mikilla hagsbóta. Á hana sezt hvorki regn né snjór og geymslurými í „skotti" nýtist mun betur. Fyrstu bifreiðimar af þess ari gerð munu væntanlegar hingað á næstunni. Kosta þær, gegn nauðsynlegum leyf um, frá kr. 126 þús. til kr. 142 þús. án aukaútbúnaðar. (Umboð: Kr. Kristjánsson h. f. og Sveinn Egilsson h. f.). ★ Upplýsingarnar hér að ofan eru flestar frá fram- leiðendum bílanna, og því ekki á ábyrgð blaðsins. skólans á Flateyri FLATEYRI, 6. júlí. — Nýlokið er niðurjöfnun útsvara. Niður- stöðutölur fjárhagsáætlunar eru kr. 2.585.00 Þar af mest til nýja barnaskólans 1.200.00. Jafnað var niður kr. 970 þús. á 136 gjald endur. Hæstu útsvör bera Kaupfélag Önfirðinga með 115 000. ísfell hf. 45.000, Esso 37.000. Hæsti einstak lingur er Björn Ögmundsson með 23.900. Notaður var Reykjavikur skallinn óbreyttur. Við það fækk aði gjaldendum úr 165 í 136. 1 fyrra var jafnað niður kr. 1.020 00 — Fréttaritari LOFTUR ht. LJÓSMYNDASTOFAN Pantið tíma í síma 1-47-72. Mest fé til barna- ÞÓRÐUR GEIRSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júlí kl. 13,30. — Blóm vinsamlegast afbeðin. Unnur Albertsdóttir og börn öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför föðuf okkar, tengdaföður, afa og langafa GUÐLAUGS BJARNASONAR Skipasundi 4 færum við hér með okkar innilegustu þakkir og biðjum þeim öllum er sýndu honum vinsemd á lífsleiðinni bless- unar guðs. Börn, tengdabörn og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns TYRFINGS TYRFINGSSONAR Lækjartúni Drottinn blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna: Kristín Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.