Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. júlí 1961 Þorleifur Þorleifsson Hóli >ANN 21. maí sl. andaðist I>or- leifur í>orleifsson. óðalsbóndi, Hóli á Upsaströnd, tæplega sjö- tugur að aldri. Fór útför hans fram frá Dalvíkurkirkju 27. sama mánaðar að viðstöddu miklu fjöl menni. Þau fáu orð, sem hér verða sögð ber ekki að skoða sem ævi- minning Þorleifs á Hóli, til þess brestur mig alla getu, en mér finnst það naumast vanzalaust fyrir okkur sveitunga hans og samferðamenn, að þess manns sé ekki að neinu getið opinberlega, að loknu æviskeiði, sem tví- mælalaust má telja í fremstu röð svarfdælskra bænda, það sem af er þessari öld. Þorleifur var fæddur 11. júlí 1891 á Hóli á Upsaströnd, þar sem foreldrar hans Þorleifur Jó- hannsson og Kristjana Jónsdóttir bjuggu fyrirmyndarbúi og talin vel efnum búin. Þorleifur var vel gerður maður, bæði til lífs og sálar, fríður sýnum, meðal- maður á hæð en svaraði sér vel, óvenjulega. kvikur og léttur í spori og fjaðurmagnaður í öll- um hreyfingum, var skygn á og skynjaði ýms fyrirbæri í nátt- úrunni, er fóru fram hjá öðrum, einkum var það líf og lifnaðar- hættir fugla, bæði á sjó og landi, er alla ævi vöktu áhuga hans Og eftirtekt, trúmaður var hann í bezta skilningi þess orðs, und- irhyggjulaus og óhlutdeilinn í öllum samskiptum sínum við ná- ungann. Ekki naut Þorleifur neinnar menntunar í æsku umfram það, sem almennt var krafizt til ferm- ingar auk nokkurrar fræðslu í harmoniumleik, því hugur hans mun allmjög hafa hneigzt í þá átt, enda hljómlistargáfa rík í ætt hans, en hann lærði snemma að taka til hendinni — sem kall- að var — við almenn nytjastörf, og hafði þroskazt og þjálfazt í hinum stranga skóla aldamóta- kynslóðarinnar, þar sem ekki varð á annað treyst en handaflið við öll framleiðslustörf bæði til sjós og lands. Sú fræðsla, sem menn öðluðust þar hefur enzt mörgum til gæfu og gengis í líf- inu, og svo varð einnig um Þor- leif, sem meðal annars var alinn upp í þeirri barnlegu trú — frá sjónarmiði nútímamannsins, að guð hjálpaði þeim, sem hjálpaði sér sjálfur, en það hygg ég að hafi verið meginkjarni í lífsskoð- un hans og honum varð að trú sinni, þess mun Hóll bera vitni um ókomin ár, ekki aðeins hvað ræktunarframkvæmdir snertir, heldur og einnig í miklum og góð um húsakosti. Eins og áður er getið, rak Þorleifur einnig vél- bátaútgerð um langt skeið, síð- ast í félagi við tengdason sinn Björgvin Jónsson, skipstjóra. Var þá jafnan mikið að starfa á Hóli langur vinnudagur og lítil hvíld, einkum að sumrinu til, þegar margt kallaði að í einu, sinna varð heyskap á daginn og nýt- ingu sjávarafla að nóttum. En Þorleifur var jafnan þeim vanda vaxinn að stjórna svo umfangs- Erh. á bls. 23 SÍÐASTA dag júnimánaðiar mældist hitinn í París 32 gráður í skugganum, og lög- régluforingjamir gáfu undir- sátum sínum leyfi til að gegna skyldum sínum j ak'kalausum — einnig þeim sem stóðu vakt snemma morguns fyrir utan Versailles-fiangelsið. Þar var sýnilegt að stórat- burðir voru á næsta leiti, því fyrir framan fangelsisdyrnar vair hópur fréttamanna, sem beið eftir því að danska sýn- ingarstúlkan Lísa Bodin og franska nektardansmærin Rol ande Niemezyk yrðu látnar lausar. Þær voru, eins og kunnugt er, tekinar höndum, ásamt japönskum dansmeyj- Lísa Bodin og móðir hennar ióldu sig bak við svört Gretu Garbo-gleraugu. Þær voru glaðar 3 yfir því að hittast á ný, þó að Lísa væri þreytt eftir fangelsisvistina. Lisa Bodin látin laus unni Miksouko, fyrir að hafa tekið þátt í að ræna 4ra ára gömlum syni Peugeots bíla- kóngs. Miksouko var sleppt úr haldi fljótlega, en þær Lísa og Niemezyk hafa dúsað inni í fjóna mánuði og sökum ó- nógra sannanna fengu þær að yfirgefa fangelsið 30 júní s.l. Lísa Bodin fær þó ekki' að kveðja París um óákveðinn tíma. Trúlofuð bamsræningjanum Lísia Bodin var trúlofuð Raymond Rolland sem rændi Eric Peugeot, ásamt vini sín- um Pierre Larcher, og fengu í lausnargjald um 4 millj. kr. Þeirri fjárhæð höfðu þeir nær eytt, með hjálp vinstúlkna sinna, þegar þeir voru hand- teknir ári eftir ránið. Barnsránið vakti að vonum gifurlega athygli um heim WILTON verbsmiðja okkar verður lokuð frá 24. júlí, fram til 12. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólksins, en þá verður aftur hafin framleiðsla á hinum vinsælu og vönduðu góiftepp- um, gólfdreglum, gólfmottum okkar, en þrátt fyrir að starfsfólk verksmiðjunnar fer í . . . SUMARFRÍ getið þér snúið yður til skrifstofu okkar að EINHOLTI10 REYKJAVlK, SlMI 14700 eða til hinna mörgu umboðs- manna okkar víðsvegar um landið: Reykjavík Gólfteppagerðin, Skúlag. 51 Kjörbúð SÍS, Austurstraeti 10 Markaðurinn, híbýladeild, Hafnarstræti 5. Akranesi Haraldur Böðvarsson & Co. Borgarnesi Kaupfélag Borgfirðinga Patreksfirði Verzlun A. B. Olsen Bolungarvík Verzl. Einars Guðfinnssonar ísafirði Húsgagnaverzlun ísafjarðar Verzl. Helgu Ebenezersdóttur Sauðárkróki Árni Daníelsson Ólafsfirði Kópaskeri Kaupfélag N.-Þingeyinga V estmannaey jum Marinó Guðmundsson Keflavík Verzlunin Kyndill. Brynjólfur Sveinsson Akureyri Vefnaðarvörudeild KEA Kristján Aðalsteinsson Húsavík Kaupfélag Þingeyinga VEFARINN allan og fylgzt hefur verið af áihuga með yfirheyrslunum yfir barnsræningjunum og stúlkunum þremur. Á kreik komust allskyns sögux, og orð rómurinin hermdi m. a. að Rolland hefði verið í „óeðli- lega“ nánu . sambandi við Peugeot-fjölskylduna, bæði fyrir og eftir ránið, en engar sannanir hafa á því fengizt. Notaði tækifærið Þolinmæði fréttaritaranna var nær þrotin, þegar dökkblá Renault Fregatte bifreið renndi upp að fangelsimu rúm lega fjögur um eftirmiðdag- inn og keyrði inn í fangelsis- garðinin. Þeim hafði verið sagt að þær stöllurniair yrðu leystar úr varðhaldinu kl. 9 uim morguninn, só'lskinið var að steikja þá lifandi, og það eina fréttnæma sem gerzt hafði, var að japanska dans- mærin Mitsouko hafði stytt þeim stundir tímakom. Mitso- uiko er ein þeirra, sem þráir að komast í blöðin, og notaði nú tækifærið. Hún er mjög fögur og hefur leikið í nofckr- um 2. og 3. floklks kvikmynd- utm. Þennan dag heppnaðist henni að komast í sjónvarpið og segja þar noktour orð, og daginn eftir birtust myndir af henni fyrir framiain fangelsið í dönsfcum og frönskum dag- blöðum. Með svört gleraugu í áðumefndri bifreið var ræðismaður Dana í Fra/kk- landi, Aage Arukersen, og glæsileg kona á miðjum aldri, sem bar svört Gretu Garbo- gleraugu. Það var móðir Lísu, sem komin var til Parisar í fyrsta sinn tiil að tafca á móti dóttur sinni, þegar hún losn- aði úr haldi. Um klukkan 5 keyrði lög- reglubíll út uim hiliðið og í gliugga hans sást andlit Lísu, einnig hulið með stórum, svörtum glerauguim. Bíllinn stanziaði fyrir fráman dómhöll ina, þar sem skrifað var undir síðustu pappírana. Og Lísa Bodin var laus, hún kyssiti móður sínia grátandi og ók síð an til dansks prests, föður Orth, og átti við hann stutt sarntal. Bíður unnustans Nokkur skrif hafa orðið um Mitsouko notaði tækifærið til að komast í blöðin. framtíð Lisu Bodins. Frönsk blöð 'hafa það eftir henni, að hún ætli að bíða unruusta sins, sem vafalaust hlýtur þungam dóm. Þá hefur það kvisazt út, að lögfræðingur hennar, Ma- itre Floriot, hafi tekið á móti mörguim tilboðuim, þar sem henni er boðið altt að 5 milljónuim frönkum fyrir að rita um dvöl síma í fangelsinu. Kunmugt er að Lísu leið mjög illa meðan á fangavistinni stóð. Hún vann þar við sauma og kom illa saman við aðra fanga. Timann drap hún með því að gráta og bíða og hlaut háðsglósur frá öðrum kven- fönguim. Þó hún hafi nú fengið frelsi á ný, veit hún ekki hvað tekur við. En eitt er víst: „La dolce vita“ Lísu Bodins er lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.