Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. Júlí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MILLJÓNAÞJÓÐ LÍFSMÖGULEIKAR FYRIR jC'NDA þótt við íslendingar eigum í dag við marg- víslega erfiðleika að etja, sem flestir eru heimatilbúnir, og okkar eigin skammsýni að kenna, þá er þó óhætt að full yrða að við getum litið björt- um augum til framtíðarinn- ar. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, sem Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, benti á í ræðu sinni á lands- móti ungmennafélaganna á Laugum, að land okkar er ríkt af ónýttum möguleikum. Við eigum nær ótæmandi orku, sem ekki hefur verið beizluð, ógrynni af órækt- uðu landi, gjöful fiskimið og dugmikið fólk. Um þetta komst landbúnaðarráðherra m. a. að orði á þessa leið: „Hér eru lífsmöguleikar fyrir þjóð, sem telur milljón- ir íbúa. Ýmsar þjóðir hafa áhyggjur af því að lönd þeirra eru svo þéttbyggð, að ekki eru önnur úrræði fyrir hendi en að flytja úr landi meginhlutann af fólksfjölg- uninni. Þær áhyggjur erum við íslendingar lausir við, sem betur fer. 1 stað þess blasa við verkefnin ótæm- andi fyrir nútíðina og kom- andi kynslóðir.“ ★ Þetta er vissulega vel mælt og réttilega. En það er auð- vitað ekki nóg að þessir mögu leikar séu fyrir hendi. Þjóð- in verður að haga sér þann- ig, að hún verði þess um- komin að hagnýta þá. Ef Is- lendingar leiða yfir sig efna- hagslegt öngþveiti hlýtur það að hindra eða tefja hið nýja landnám um lengri eða skemmri tíma. Heimurinn stendur í dag á vegamótum. Hin nýja tækni bíður upp á óteljandi mögu- leika. Vísindin gera jörðina mannkyninu stöðugt undir- gefnari. í því væri þess vegna hinn mesti háski fólginn ef Islendingar gerðust einmitt nú slíkir ógæfusmiðir að þeir byndu sér bagga upplausnar og óreiðu langt fram í fram- tíðina. Slíkt má ekki henda. Þjóðin verður að nota þá möguleika sem bíða hennar, ráðast gegn erfiðleikunum og sigra þá, leysa verkefnin, sem bíða og skapa sér farsæla og hamingjuríka framtíð. ★ Á þessu hefur núverandi ríkisstjórn glöggan skilning. Þess vegna hefur hún hafizt handa um gerð framkvæmda áætlunar og fengið ágæta sérfræðinga frá Noregi til þess að vinna það verk. Takmark þeirrar vinnu er fyrst og fremst að kom- ast að niðurstöðu um það, hvaða framkvæmdir eru nær tækastar og líklegastar til þess að bæta hag þjóðarinnar á næstu áratugum. Við höf- um rætt um, að við þurfum að hagnýta vatnsafl og jarð- hita, halda áfram uppbygg- ingu stóriðnaðar, byggja hafnir og leggja vegi um landið. Allt eru þetta nauð- synlegar framkvæmdir. En við verðum að leggja niður fyrir okkur, hvernig skyn- samlegast og hagkvæmlegast verður að þeim unnið. Full- víst er, að við höfum ekki bolmagn til þess að vinna þær án erlends fjármagns. En ef íslenzkir bjargræðisvegir eru reknir á heilbrigðum grund- velli og gjaldeyrir okkar nýt- ur trausts, er fullvíst að við eigum kost erlends fjár- magns. Við megum heldur ekki hika við að fara nýjar leiðir í þeim efnum, eins og margsinnis hefur áður verið bent á hér í blaðinu. Það verk efnið, sem nú kallar mest að, er að koma í veg fyrir að ný bylgja dýrtíðar og verðbólgu kaffæri athafnalíf þjóðarinn- ar. Jafnvægi verður að nást að nýju í íslenzkuín efna- hagsmálum. Síðan verðum við að halda ótrauðir áfram upbyggingu landsins á grund velli þeirrar framkvæmda- áætlunar, sem nú er verið að undirbúa. FRELSi OG AGI ¥ EINNI af hinum merku skólasetningarræðum sín- um ræðir Þórarinn Björns- son, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, um aga- leysi sem oft minni ónota- lega á hirðuleysi. Kemst skólameistari síðan að orði á þessa leið: „Ríkjandi stefna í uppeld- ismálum hefur og ýtt hér undir. Þar hefur frjálsræði verið æðsta boðorðið. Börnin eiga ekki að. vera bæld. Allt verður að fá útrás, allt verð- ur að njóta sín. Annars getur öllu slegið inn og hvers kon- ar sálarmein orðið til. Hér voru áhrif frá Freud, en ann- ars voru amerískir uppeldis- fræðingar mestir talsmenn hinnar frjálsu stefnu. Því miður virð’ist hún hafa gefizt verr en vonir stóðu til. Þann- ig fer um margt sem fallegt er í keningunni, að árangur er í kenningunni, að árangur Forseta- dótturinni bjargaÓ NEW YORK: — Eitt af blöð- unum í Washington sagði frá því á fimmtudaginn, að Carol- ine litla Kennedy, dóttir for- setahjónanna, hefði nærri ver- ið drukknuð í sundlaug einni í sl. viku, en telpan hafði stokkið út í laugina, án vit- undar barnfóstrunnar, sem með henni var. Caroline er ósynd. Ung kona, sem á von á barni í september n.k. stakk sér þegar til sunds, í öllum f fötum, og bjargaði forseta-f dótturinni til lands. Eftir að frásögn þessi kom fram, var fréttin staðfest í Hvíta-húsinu, nema hvað dreg ið var úr þvL að Caroline litla hefði verið verulega hætt kom in, enda hefði allmargt fólk f| verið í sundlauginni, þegar þetta gerðist. Nánari tildrög um var annars lýst þannig. Það var ekki aðalbarnfóstr- an, sem var með Caroline, heldur aðstoðarstúlka hennar. Hún brá sér inn í klefa til þess að klæðast sundfötum sínum og sagði telpunni að bíða sín við laugina á meðan — en Caroline var þegar kom- in í sundbolinn sinn. Mun henni hafa þótt langt að bíða eftir barnfóstrunni, smeygði á sig útblásnum gúmmíhring, og stökk í laugina. Allt gekk vel til að byrja með, en skyndi lega missti hún af sér hring- inn — og fór í kaf. Unga kon- an, sem fyrr er nefnd stóð á lagarbakkanum og Ieit upp rétt í þessu. Stakk hún sér um svifalaust í vatnið, náði telp- unni og synti með hana að bakkanum. Sagði hún á eftir, að Caroline hefði ekki virzt spurt sig, hvers vegna neitt hrædd — hún hefði bara væri í öllum fötunum! hún Aldrei Gyðingahatari Jerúsalem, 7. júlí (Reuter) ADOLF Eichmann játaði í dag að hann „finni til sektar sem maður“ vegna óbeinnar á- byrgðar á morðum milljóna sama skapi. Slíkt uppeldi virðist skapa of mikinn los- arabrag, og allar horfur á að það hafi lifað sitt fegursta. Ameríka er að kippa að sér hendinni, að ég hygg. Agi, hæfilegur agi, er nauðeyn- legur, agi, sem temur án þess að kúga, sem beinir orkunni braut án þess að stöðva hana. Kraftarnir þurfa viðnáms til þess að breytast í frjóa orku, líkt og beizla verður villiorku vatnsins, til þess að hún verði að verm- andi ljósi. Frelsi og agi verða að haldast í hendur, frelsið til að leita möguleikanna, ag- inn til að gera eitthvað úr þeim. Samstilling þessa tvenns er meginvandi alls uppeldis. Frelsið eitt elur formleysi, það er menningar- leysi, og aginn einn lamar og Gyðinga á styrjaldarárunum. Hann lagði þó áherzlu á það, að hann væri lagalega saklaus af morðunum, þar sem hann hefði ekki gert annað en hlýðn ast skipunum yfirboðara deyfir. Sameinað skapar það lifandi menningu.“ Þessi ummæli hins merka skólamanns eiga vissulega brýnt erindi til íslendinga. Frelsi og agi verða að hald- ast í hendur. Það er ekki nóg til þess að gera æskuna hamingjusama og líklega til þess að verða góðir íslend- ingar að gefa henni gersam- lega lausan tauminn. Hún verður að kunna að hlýða og gera sér ljóst, að einnig hún ber skyldur við þjóðfélag sitt. Takmarkalaust frelsi leiðir til óstjórnar, sem síðan skapar hættu á einræði og ófrelsi. Foreldrar og kennarar ættu þess vegna að hafa fyrr- greind ummæli hins ágæta skólameistara í huga í hinu þýðingarmikla uppeldisstarfi. segir Eich,mann sinna. „Ég var aðeins verkfærl í höndum þeirra“, sagði Eich- mann. Þetta voru fyrstu yfirlýsing- ar sakborningsins, þegar ísra- elski saksóknarinn, Gideon Hausnes, hóf yfirheyrslur sín- ar — en búizt er við, að þær standi a. m. k. vikutíma. Það var mikið hlegið í rétt- arsalnum, þegar Eichmann lýsti því yfir með hátíðlegum alvörusvip, að hann hefðá „aldrei verið Gyðingahatari". Hann kvaðst hafa verið „ein- dreginn þjóðernissinni“, sem hefði „verið óheppinn“. Iíuldar og lítil spretta STRÖNDUM, 7. júlí. — Fjallfoss kom hér í gær með stauia í bryggju á Djúpuvík. Hér fer að byrja sláttur upp úr 10. þ. m. Þó hafa flestir bænd ur hér um slóðir meiri trú á að byrja slátt seinni hiluta viku, Annars er langt frá að komin sé góð spretta, því vorið hefur verið kalt. — Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.