Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. Júli 1961 MORCVNBLAÐIÐ 13 Lélegu miðilssam- bandi að kenna? 1 A dögunum var að því vikið S Reykjavíkurbréfi, hvernig hin um nytsömu sakleysingjum í prestastétt, sem nú ganga er- inda kommúnista hér á landi, hefði orðið við að lesa þau um- mæli Fúrtsevu, að kommúnismi og kristin trú, þ.á.m. sannfær- ing um framhaldslíf, væri ósam- rýmanleg. Enginn úr þessum hópi hefur enn látið í sér heyra af þessu tilefni, né hefur þess heldur orðið vart, að þeir drægju úr kommúnistaþjónustu einni. Hins vegar hefur ritstjóri Kirkjuritsins, sér Gunnar Árna- son, sem enginn grunar um að vera handbendi kommúnista, gert yfirlýsingu Fúrtsevu að um ræðuefni í Kirkjuritinu. Þar birtir hann ýmsar skynsamleg- ar bollaleggingar af þessu til- efni, en kemst þó að þeirri nið- urstöðu, að sennilega séu um- mælin rangt höfð eftir Fúrtsevu. í>au muni að kenna lélegu mið- ilssambandi, og ekki komizt „ó- brjáluð leiðar sinnar“. Röng tilgáta Þessi tilgáta hins ágæta klerks hlýtur að vekja furðu. Orð Fúrt- sevu voru afdráttarlaus. Þau birtust hér í blaðinu nokkrum REYKJAVÍKURBRÉF Laugard- 8. júlí ymmmmmmmmm dögum áður en hún hvarf úr landi. Að sjálfsögðu hefur sendi- náð Rússa jafnskjótt þýtt þau fyrir hana. Engin leiðrétting var gerð hvorki af sendiráðinu né frúnni sjálfri. Við því var heldur ekki að búast. Fúrtseva lýsti engri einkaskoðun sinni, heldur einni af meginkenning- um kommúnista frá upphafi. Við þeirri kenningu hlýtur hver að bregðast eftir sinni sann færingu. Hitt er með öllu óleyfi- legt að hugga sig við, að hún sé rangt eftir höfð, þegar hún er hér á landi afdráttarlaust boð- uð af einum allra valdamesta foringja kommúnista um heim allan. Eitt af því, sem þjakar islenzkt þjóðlíf mest nú, er til- hneigingin til að láta svo sem óþægilegar staðreyndir séu alls ekki til. Enginn er laus við þennan annmarka en öllum ber að forðast hann eftir föngum. Neita afleiðingum eigin verka Tít yfir tekur, þegar forystu- menn þykjast ekki sjá hin brýn- ustu viðfangsefni né óhjákvæmi legar afleiðingar eigin athafna. Sumir, jafnvel reyndir stjórn- málamenn, neita þvi t. d. nú, að hinar gífurlegu kauphækkan- ir, sem þegar allt kemur til alls nema á þessu ári h.u.b. 20% hjá sjávarútvegnum, hljóti að hafa í för með sér verðhækkan- ir, sem geri þær lítils eða einsk- is virði. Ekki er um að villast, að slíkir menn tala gegn betri vitund. Eins er, þegar því er haldið fram, að efnahagsráðstaf- anirnar vorið 1960 hafi ekki leitt til aukinnar sparifjársöfnunar. Sú fráleita fullyrðing er annars vegar studd með því, að miða við allt árið 1960 en ekki þann hluta þess, sem eftir var, þegar efnahagsráðstafanirnar voru gerð ar. Hins vegar með því að blanda saman sparifjárinnstæð- um og veltifé á hlaupareikningi. Allir, sem til þekkja, vita þó, að þar er um tvennt gerólíkt að ræöa. Prestar mega ekki skjótast undan vanda Þessi dæmi eru tekin úrstjórn málaþrætum þessa dagana, ekki vegna þess að þau séu einstæð eða merkilegri en mörg önnur, heldur af því að sams konar synjun staðreynda eða afbökun þeirra má daglega heyra og lesa í stjórnmálaumræðum. Fjarri fer að afsakanlegra sé að fara með rangt mál eða hliðra sér við að viðurkenna staðreyndir í umræðum um stjórnmál en trú- mál. Þetta er hvarvetna fordæm anlegt. En prestar víta oft með réttu, m.a. í Kirkjuritinu, stjórn- málamenn fyrir þrætugirni og skort á þreki til að viðurkenna sannleikann. Þegar á reynir má höfuðmálgagn prestastéttarinnar á Islandi ekki skjóta sér und- an að svara þeirri hreinskilni, sem lýsti sér í ummælum Fúrt- sevu, með því að gefa í skyn, að þau hafi verið rangt eftir höfð. Með þeim viðbrögðum er fyrir- fram flúið af hólmi og hinum, sem hiklaust gengur til verks, gefinn sigur. Af hverju ræddi hún um Berlín? Allir þeir sem hittu Fúrtsevu hér eru sammála um að dáðst að hreinskilni hennar, hikleysi í orðum og myndugleika í svör- um. Þar talaði sú, sem vissi hvað hún var að segja og bað ekki fyrirgefningar á sannfær- ingu sinni. Einmitt þess vegna er eftirtektarvert að í kveðju- hófi, sem menntamálaráðherra hélt henni lagði hún í ræðu sinni meginþunga á að leysa yrði Berlínarmálið svo sem Rússum líkaði. Sumum þótti í fyrstu sem þetta væri einkenni- legt efni í kveðjuræðu rússnesks menntamálaráðherra, stuttu áð- ur en hann færi frá íslandi. Þetta kemur þó allt heim. í fyrstu ræðu sinni hérlendis hafði Fúrtseva sagt, að ef stórstyrjöld brytist út, varðaði það alla heimsbyggðina, jafnt stórum sem smáum væri hætt. Þetta eru orð að sönnu. Hlutleysi mundi ekki gagna neinum, ef til slíkra óskapa kæmi. Nú er berum orð- um um það talað í heimsblöð- um, að hætta sé á, að stórstyrj- öld kunni að brjótast út vegna Berlínardeilunnar. Ekki vegna þess að aðilar stefni af ásettu ráði í slíka styrjöld, heldur kunni mismat annars hvors að- ila á fyrirætlunum hins að leiða til þess, að hún brjótist út, þótt hvorugur aðili vilji. Sagnfræð- ingar eru nú nokkurn veginn sammála um, að styrjöldin 1914 —18 hafi orðið með þeim hætti. Það er því alveg rétt hjá Fúrt- sevu að íslendingum er meiri þörf á að hugleiða eðli Berlínar- deilunnar en hlusta á faguryrði um land okkar og þjóð. Um hvað er deilt í Berlín? Rússar halda því fram, að með öllu sé ótækt, að ekki séu gerðir friðarsamningar við Þýzkaland, nú þegar liðin eru meira en 16 ár frá uppgjöf naz- ista. Þetta er út af fyrir sig óvéfengjanlegt. Það er og rétt, að klofningur Þýzkalands í aust- ur- og vesturhluta er með öllu óeðlilegur og gagnstæður vilja þjóðarinnar. Þá er staða Berlín- ar, hinnar fornu höfuðborgar Þýzkalands, með eindæmum. Sjálf er bergin klofin milli aust- urs og vesturs, austurhlutinn er hersetinn af Rússum en vestur- hlutinn af Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum. Öll er borgin langt innan marka Aust- ur-Þýzkalands. Þegar skipting landsins var gerð „gleymdist" að semja um opnar samgönguleiðir frá Vestur-Þýzkalandi til Ber- línar. Sumir telja, að af veru Vesturveldanna í Berlín hljóti að leiða frjálsan samgöngurétt þeirra þangað. Og hvað sem því líði hafi sá réttur verið tryggð- ur með siðari samningum, eink- um þegar Rússar vegna loftbrú- ar Bandaríkjamanna hurfu frá því að svelta Berlínarbúa til hlýðni á sínum tíma. Eins og til háttar eru árekstr arefnin mörg. Lífskjör Vestur- Berlínarbúa eru miklu betri en samborgara þeirra í Austur- Berlín, svo að ekki sé talað um nágrannahéruð. Til Vestur-Ber- línar liggur stöðugur straumur flóttamanna, sem þaðan kemst með flugvélum vestur yfir járn- tjald. Rússar telja, að Berlín sé áróðursmiðstöð gegn sér, eins konar opið sár, sem verði að eyða. Af hverju fær fólk ekki. að kjósa? Ekki er um það að villast að nauðsynlegt er að eyða þessari deilu. Úrlausnin sýnist og vera einföld: s ú að láta almennar þingkosningar fara fram í öllu Þýzkalandi og semja síðan við þá stjórn, sem mynduð verðúr samkvæmt úrslitum kosning- anna. Með eftirliti Sameinuðu þjóðanna hlýtur að vera hægt að tryggja, að þvingun verði ekki viðkornið, heldur sé það frjáls vilji þjóðarinnar sem ráði. Á þessa sjálfsögðu og sann- gjörnu tillögu mega Rússar ekki heyra minnzt. Þeir vísa til þess, að stjómirnar í Austur-Þýzka- landi og Vestur-Þýzkalandi geti samið sín á milli. Þar er sá hængur á, sem allir vita, Rússar ekki síður en aðrir, að stjórnin í Austur-Þýzkalandi er hrein leppstjóm. Þess vegna er ógern- ingur að telja hana jafnréttháa stjórn, sem kosin er á lýðræðis- legan hátt. Eins vilja Rússar láta stofna „frjálst borgríki" í Berlín. En „frelsið“ á ekki að ná til þess, að borgarbúar megi sjálfir kveða á um það, hvort borg þeirra verði hluti af Vest- ur-Þýzkalandi. Hið „frjálsa borg- ríki“ á um samgöngur að vera háð duttlungum leppstjórnarinn ar í Austur-Þýzkalandi. Hún á að geta kreist frelsisviljann úr fólkinu, svo að það smám sam- an samlagist eymdinni umhverf- is sig. Frelsi Berlínar Með sama hætti og Rússar nú setja stolt sitt í að leysa Ber- línarmálið á þann veg, sem þeim þóknast, þá hafa Vesturveldin hvað eftir annað lýst yfir, að þau muni ekki yfirgefa Berlín- arbúa, heldur tryggja frelsi þeirra. Þær yfirlýsingar eru svo margar og skýlausar, að lýðræð- isríkin gætu ekki orðið fyrir meiri hnekki við neinn einn at- burð heldur en þann, ef þau gengju á bak orða sinna gegn Berlínarbúum. Eðlilegt er þó að reynt sé að semja við Rússa. Þá kemur að því hvernig líklegast sé, að samn ingum verði komið á. Fáir hafa meiri reynslu í skipt um við Rússa en Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. 1949—1953. Hann var einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bandaríkjanna 1941 á meðan Roosevelt var við völd. Þá og lengi síðan var allt gert til að þóknast Rússum og reyna að hafa þá góða. Fróðlegar endurmiimingar Varúðin gegn Rússum var þá svo rík, að eftir Fulton-ræðu Churchiíls, sem hann hélt 1946 til að vara við hættunni af kommúnistum og járntjaldi þeirra yfir þvera Norðurálfu, á- kvað Acheson, sem þá var næst æðsti maður í utanríkisráðuneyt inu að sitja ekki heiðurssamsæti fyrir Churchill. Hann var þá að vísu í stjórnarandstöðu og hef- ur það einnig haft sín áhrif. Frá þessu og mörgu öðru fróðlegu segir Acheson í endurminninga- bók, sem hann nýlega hefur birt. og nefnir: „Myndir úr líf- inu af mönnum, sem ég hefi þekkt.“ Eins og oft vill verða ^gefa þær lýsingar ekki síður glögga hugmynd um manninn sjálfan en þá sem hann dregur upp myndir af. Fer ekki á milli mála, að Acheson er einn at- kvæðamesti og merkasti stjórn- málamaður eftirstríðsáranna. — Hann er hreinskilinn, eins og sést af því, að hann skuli minn- ast á þetta atvik um samsætið fyrir Churchill. Er auðsætt, að Acheson hefur eftir á þótt það því leiðara, sem fram kemur, að hann hefur veitt því athygli, að sumir erlendir valdamenn létu sér ekki mjög dátt um hann sjálfan eftir að hann lét af völd- um. Færir hann Adenauer sér- staklega til lofs, að hann sé ekki í þeirra hópi heldur hafi til að bera þá tryggð, að hann gleymi ekki vinum sínum, þó að þeir séu ekki lengur við völd. Margar geðfelldar mannlýs- ingar eru í bók Achesons. Eft- ir lýsingu hans gefst mönnum e.t.v. bezt að Robert Schuman, forsætisráðherra og utanríkisráð herra Frakka. Mun og flestum, sem honum hafa kynnzt, þótt hann vera sérstakt göfugmenni. Til annarra þykir Acheson minna koma og þó sennilega einna minnst til Eisenhowers og segir t. d., að Eisenhower hafi eitt sinn haldið ræðu, sem hafi látið kröftuglega og hvetjandi í eyrum, en „efnið var hin meg- ursta andlega fæða“. Meta valdið eitt Með þolinmæði, dómgreind og skilningi átti Acheson meiri hlut að því en nokkur annar að eyða ágreiningsefnum lýðræðisríkj- anna eftir síðari heimsstyrjöld- ina og skapa það traust og góð- vild, sem er undirstaða sam- vinnu þeirra nú og þá ekki sízt þátttöku Þýzkalands í vestrænu samstarfi. Mjög er því athyglis- vert það sem þessi reyndi stjórn málamaður segir um samninga- gerð við Rússa. Hann sýnir fram á, að oft vaki alls ekki fyrir Rússum að ná neinni lausn með samningum, heldur n'ota þá til að tefja fyrir að í odda skerist og til að veikja viðsemjanda og draga dug úr honum. Þó fæst stundum niðurstaða og vitnar Acheson um það til orða Sir Williams Hayter, fyrrverandi sendiherra Breta í Moskvu: „Samningar eru öðru hvoru gerðir við Rússa, en til þeirra þarf ekki sérstaka snilli. Rússar láta ekki telja sér hughvarf með mælsku eða eru sannfærðir með skynsamlegum röksemdum. Þeir byggja á þvi, sem Stalin var vanur að kalla hinn rétta grund völl alþjóða stjórnmála, mat á því sem fyrir hendi er. A sama stendur hversu vel mál er flutt, hversu glögglega sannað er að það sé óhrekjanlegt, það fær þá ekki til að hverfa frá því, sem þeir hafa áður ákveðið að gera; eina leiðin til að fá þá til að breyta um stefnu er að sanna þeim, að þeir eigi ekki annars hágkvæman kost, að það, sem þeir vilja gera, sé ekki mögu- legt.“ Hér leiðir allt til hins sama. Frelsisunnandi menn verða að sýna í verki, að þeir telji frels- ið einhvers virði. Ef þeir gera það, skapa þeir þann styrk, sem líklegastur er til að sanna of- beldismönnum, að fyrirhuguð ævintýri séu óráðleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.