Morgunblaðið - 29.07.1961, Side 6

Morgunblaðið - 29.07.1961, Side 6
6 MORCZJNBL 4 ÐIÐ Laugardagur 29. júlí 1961 I Slysœ/arnakoaur frá Akureyri á ferðatagi F1MMTUDAGINN 6. júlí sl. heim sóttu 83 konur úr kvennadeild Slysavarnafélags' Akureyrar Reykjavík og Suðurland. Formað ur deildarinnar er frk. Sesseija Eldjárn. — Sama dag komu 23 feonur úr kvennadeild Slysavarna félagsins „Unnur“ á Patreksfirði, en formaður hennar er frú Þor- unn Sigurðardóttir. Dvalið var sunnanlands í þrjá daga og voru feonur beggja deildanna gestir Kvennadeildar Slysavarnafélags ins í Reykjavík. Stórum hluta feomugesta var komið fyrir til gistingar í húsi S.V.F.Í. við Grandagarð en þar starfræktu fconur úr Kvennadeildinni í Reykjavík mötuneyti meðan á heimsókn stóð, en nokkrar kon- ur frá Akureyri og allar Patreks- fjarðarkonurnar bjuggu hjá kunn ingjum út um bæ. Heimsóttar voru ýmsar merkar stofnanir í bænum. Á iaugardag var farið um Suðurland og bætt- ust þá við í hópinn konur úr Kvennadeild Siysavarnafélagsi.is í Reykjavík og voru í þeirri ferð 236 konur. Farið var í Múlakot, Skálholt og til Þingvalla. Á sunnudag var ekið um Reykjanes, komið að Garðskagavita og hann skoðaður undir leiðsögn frú Helgu Þor- steinsdóttur og frú Ásdísar Kára dóttur. Þaðan var haldið til Kefia víkur Og tóku þar á móti þeim feonur úr Kvennadeild Slysa- varnafélagsins í Keflavík, en for maður hennar er frú Jónína Guð- jónsdóttir. Á sunudagskvöldið var svo sam eiginlegur fundur í húsi Slysa- varnafélags íslands. Þar voru samankomnar ca. 200 konur frá Afeureyri, Patreksfirði og úr Reykjavík. Þar voru rædd ýmis áhugamál slysavarnakvenna. Mánudaginn 10. júlí íóru báð- Bifreiðarslys ir hóparnir heim aftur. En komið var og farið með hópferðabílum. Heimsóknir í milli deilda SVFÍ sem þessar, eru nauðsyn og verð- ur öllum gestum sem heimafé- lögum til mjög mikillar ánægju og hvatningar og flestum ógleym anleg. Persónuleg kynning félaganna sjálfra er mikill styrkur í þjóð- nýtu starfi Slysavarnafélags ís- lands. — G.V. Jafnað niður útsvörum í Borgarnesi BORGARNESI, 24. júlí — Út- svarsskrá Borgarneshrepps var lögð fram fyrir síðustu helgi. Alls var jafnað niður 2.208.000 kr., þar af 1.514.000 á 300 einstaklinga 694.000 á 15 fyrirtæki. Hæstu út- svör einstaklinga bera Einar Ingimundarson málarameistari 50 þús., Eggert Einarsson, héraðs læknir, 19700 og Sigurður Gísla- son, húsasmíðameLstari 19.500. Af fyrirtækjum er hæst Kaupfélag Borgfirðinga 358 þús., Verzlunar félag Borgarfjarðar 66 þús. og Verzlunarfélagið Borg 62 þús. Jafnað var niður skv. útsvars- stiga Reykjavíkur, eins og hann er í 5. grein útsvarslaga frá al- þingi 1960, þó þannig að útsvör einstaklinga voru lækkuð um 25%. Veltuútsvar á fyrirtæki voru 1% af veltu þeirra, að und- anskildum olíuverzlununum, en á þær var lagt 1.3%. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar voru 3.2 millj. þar af til menntamála 570 þús. til hreppa- vega, skolpræsa og varanlegrar gatnagerðar. 500 þús., til trygg- ingarmála 400 þús. og til fram- fevæmda í vatnsveitu 200 þús. — H. J. Fyrsta verkið — að skipa nýja stjórn — segir Kasavubu, er hann setti Kongóþing Leopoldville, 27. júlí (NTB-Reuter). KASAVUBU Kongóforseti setti í dag formlega þing landsins — en það hefir ekki komið saman um tíu mánaða skeið. — I setningarræðu sinni sagði Kasavubu, að fyrsta verkefni þingsins væri að koma sér saman um nýja ríkisstjórn sambandsríkis Kongó — og síðan að setja ríkinu sem fyrst nýja stjórn- arskrá. ★ 1 gær voru haldnir deildar- fundir í þinginu fyrír lokuðum dyrum, fyrst og fremst til þess að kjósa deildarforseta og aðra starfsmenn þingsins. Vakti það athygli, hve miklu fylgi Lum- umbasinnar virtust eiga að fanga meðal þingmanna. — Meira en þúsund hermenn úr liði SÞ standa vörð um þing- staðinn — og bar Kasavubu fram þakkir til samtakanna fyr- ir að „verja þannig öryggi þings ins“. Katangaþingmenn hafa ekki mætt til fundar — en Tsjombe hefir krafizt þess, að haldinn yrði nýr leiðtogafundur í Kon- gó, áður en þingið hæfi störf. Kasavubu sagði í dag, að ef Katangastjórn léti ekki af þess- ari stefnu sinni, bæri þinginu að láta í ljós eindregna van- þóknun sína. Margir hafa leltað tll Bllaskoð :j unarinnar eftir að hún tók til j starfa. Sérstaklega hafa þeir, sem keppt hafa bíla, viljað fá mnisögn hennar um ástand þeirra. — Á myndinni sést bíll j Bskoðaður. 1 t Franska fréttastofan AFP hef- ir það eftir ótilgreindum heirn- ildum, að Joseph Ileo, forsæt- isráðherra í Leopoldville hafl sagt af sér á þingfundinum í gær. Ekki er ljóst, hvort hann hefir beiðzt lausnar, eða hvort þingið hefir lýst vantrausti á hann. En að sjálfsögðu er það eðlilegur gangur mála, að Ileo segi af sér, um leið og þinginu er falið að skipa nýja ríkis- stjórn. — ★ — Fulltrúar stjórnar Lumumba- sinna í Stanleyville (Gizenga- stjórnarinnaí1) hafa krafizt þess, að þegar hin nýja ríkisstjórn biðji um traust þingsins, skuli atkvæðagreiðsla verá leynileg. Kasavubu tjáði sig í dag sam- þykkan því, að svo yrði. við Isafjörð UM kl. 21 í gsérkvöldi varð það slys á veginum frá Súðavík til ísafjarðar, að bifreiðin í-656 frá ísafirði fór út af veginum og slösuðust tveir bræður, sem í henni voru. Bifreiðin í-656, sem er fjögurra manna fólksbifreið, var að koma innan úr Súðavík, og ók Arnar G. Hinriksson frá ísafirði bílnum, en í aftursætinu var bróðir hans, Sigurjón. Þegar bifreiðin var komin nokkuð inn fyrir Selja- brekku, sem er rétt ofan við flugvöllin á Skipeyri, missti Arn ar vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum, að hún fór út af veginum og valt tvær veltur, áð- ur en hún stöðvaðist niðri í mýri. Sjúkrabifreið og læknir komu fljótlega á vettvang, og voru þeir bræður fluttir í Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði. Arn- ar hafði fengið heilahristing og skrámur í andliti, en Sigurjón bróðir hans hafði aðeins hlotið smáskrámur. Líður þeim báðum vel eftir atvikum. Bifreiðin er mikið skemmd. AKS. •jRóIegúthverfi í gær var í blaðinu sagt frá nýju einbýlishúsahverfi, sem Garðahreppur hefur látið skipuleggja sunnan við Vífil- staðaveginn, og fyrir skömmu var einnig sagt frá skipulagn inu Arnarnessins, þar sem á að rísa annað einbýlishúsa- hverfi. Þetta gefur okkur hug mynd um hvernig höfuðborg framtíðarinnar ætlar að verða í framtíðinni. Hún mun byggj ast upp svipað og aðrar stærri borgir úti í heimi, enda hljóta óskir borgarbúa um lifnaðar- hætti óhjákvæmilega- að verða nokkuð svipaðar. Þeir vilja hafa ról«g íbúðahverfi með lítilli umferð, sem þeir geta snúið til úr ysnum og þysnum, að dagsverki loknu. í öllum stærri borgum, eru því úthverfi, sem notuð eru eingöngu sem íbúðarhverfi, þar sem hægt er að fá nokkuð rúmar lóðir fyrir garða og einbýlishús. Um leið og slík hverfi byggjast batna samgöngur, strætisvagnaferð- ir verða tíðari, og fólki finnst það litlu muna, ef það þarf að stíga upp í bíl eða strætisvagn á annað borð, þó það aki 10— 15 mínútum lengra. Á þess- um hverfum er öll áherzla lögð á að þar verði lítill háv- aði og ró. • Fyrir framtíðina Það er lífea auðséð, að Garðahreppur gerir sér grein fyrir því að hann á eftir að tengja saman byggð í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði og að hreppurinn mun nú alveg á næstunni breytast í bæ. Hreppurinn hefur stórhug til að fara ekki út í bráða- birgðaframkvæmdir, sem strax verða of litlar, heldur búa í haginn fyrir framtíðina. Nú t. d. að hefja vatnsveitufram- kvæmdir fyrir 8000 manna bæ. Og hverfin eru skipulögð til fulls fyrirfram, • Meira fyrir minna meðjítboði. Athyglisvert er það, að Garðahreppur hefur tekið þá stefnu, sem einnig er að verða ríkjandi í Reykjavík, að bjóða út slík verk. Á s.l. ári var sorphreinsun í hreppn um og viðhald gatna fengið lægstbjóðanda. og sama er íppi á teningnum núna. Lagn ing vatnsveitunnar var boðin út. Munaði nærri hálfri milljón á því sem lægstbjóð- andi og sá hæsti treystu sér til að gera verkið fyrir. En munurinn á þeim lægsta og næstlægsta var 20 þús. kr, Sumum finnst það e. t. v. ekki há upphæð, en ef maður fengi þessa upphæð ofan á út- svarið sitt, mundi muna vel um hana. Sveitarstjórinn í Garða* hreppi Ólafur Einarsson tjáði blaðamönnum, um leið og skýrt var frá nýjustu fram- kvæmdum, að með því að bjóða þannig út verkin í stað þess hreppsnefndin sæi um þau sjálf, fengist meira fyrir minna. Þetta hefði reynzt þannig, bæði hvað vegagerð- ina snerti og einnig hefði fengizt betri sorphreinsun fyr ir minna fé. Útboð sparaði hreppnum mikið skrifstofu- hald og mannahald, og virtist ætla að gefast betur. Það verður gaman að fylgj- ast með uppbyggingunni á svæðinu í Garðahreppi. Þar eru hverfin skipulögð til hlít- ar áður en nokkrar bygging- ar hefjast og hafa öll skilyrði til að verða með fallegustu einbýlishúsahverfum i ná- grenni Reykjavíkur. Enda er það haft eftir mönnum. sem um skipulag fjalla, að feg- ursta bæjarstæði í nágrenni Reykjavíkur, sé frá Kópavogi að EneidaL ________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.