Morgunblaðið - 29.07.1961, Page 20

Morgunblaðið - 29.07.1961, Page 20
Bátar altur i vað- andi síld ENGIN SÍLDVEIÐI var í fyrrinótt og gær, því bræla var á miðunum og ekki veiði- veður. Skipin biðu inni, en um hádegið, þegar fór að hægja, byrjuðu þau að fara út. Seint í gærkvöldi þeg- ar blaðið hafði samband við Síldarleitina á Seiðisfirði, voru flest skipin búin að kasta og öll að fá sild á svipuðum slóðum og áð- ur, á Héraðsflóanum, í Seyðis f jarðardýpi og austur af Glett ingi. Var orðið vindhægt, en nokkur ókyrrð enn á sjónum. Voru nokkur skip búin að til- kynna síld í söltun a.m.k. til Vopnafjarðar og Seyðisfjarð- ar. Fréttaritarar blaðsins á nokkr- um stöðum símuðu í gær: Raufarhöfn, 28. júlí — Um há degi í dag var lokið við að landa úr síðasta sildarskipinu, Og upp úr hádeginu fóru skipin að halda út, því þá var að lægja. í storm inum höfðu þau brðið vör síldar norðan Langaness, og munu hafa ætlað að athuga hvort síld væri þar enn á leið austur. — Einar Tvö síldarflutningaskip Siglufirði, 28. júlí ENGRI síld hefur verið landað hér síðan í gær, því bræla var á miðunum og engin veiði. í dag er logn og sólskin, en kaldi á mið- unum. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa tekið á leigu 2 norsk skip til síld arflutninga frá austurmiðunum. Skipin heita Jolitha og Una. Er Jolitha væntanleg á laugardag til Seyðisfjarðar, og tekur þá þegar til við flutningana. En hitt skipið er væntanlegt litlu síðar. í gær var búið að lar.da hér bræðslusíld hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins sem hér segir: hjá SR á Siglufirði 203863 mál, Raufarhöín 140.597, Húsavík 5.382, Skagaströnd 5,636, alls Borgfirðingar kveðja vinsœlan sýslumann 355,478. Síldarúrgangur ekki tal- inn með. Og hjá Síldarverksmiðj- unni Rauðku á Siglufirði 52.000 mál, úrgangur ekki meðtalinn. Frá 19. júlí og þangað til í gær hafa verið losuð hér hjá SR á Siglufirði 118.172 mál. Mest af þeirri síld er veidd austan Langa ness. — Guðjón. Norðfirði, 28. júlí ÞEIR 40—50 bátar, sem hér hafa legið undanfarna daga, eru nú sem óðast að fara út aftur, enda er veðrið gengið niður og hér inni á firði er komið logn og heið- ríkja. Þrír bátar hafa komið hing að. Sennilega verður að hætta síldarbræðslu í verksmiðjunni á mánudag, þar eð síldargeymar eru allir orðnir fullir. Mun meira lýsi fæst nú úr síldinni en í fyrra. Fréttist af Norðmannabátun- um, sem stefndu í Reyðarfjarðar- flóann. — S. - ^ ^ ^ ^ Borgarnesi, 28. júlí I DAG fór hér fram minningar- athöfn í Borgarneskirkju um Jón Steingrímsson sýslumann, sem lézt hinn 22. þ.m. Athöfnin hófst með húskveðju að heimili hans Og flutti séra Leó Júlíusson bæn Og kirkjukór Borgarness söng. í kirkju báru hinn látna löggæzlu menn og ættingjar, Rotaryfélagar og sýslunefndarmenn Borgar- fjarðarsýslu. Úr kirkju báru sýslunefndarmenn Mýrasýslu. — Mikill mannfjöldi var við athöfn ina. Mikill fjöldi héraðsbúa fylgdi hinum látna yfir sýslumörk Mýra og Borgarfjarðarsýslu (suður yf- ir Hvítá) og þar söng kirkju- kór Borgarness sálm og flutt var þakkarávarp frá ekkju Jóns, Karitas Guðmundsdóttur, til hér- aðsbúa. Jarðarförin fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst kl. 10,30 f.fa. — H. Maður drukknar á Bíldudal BÍLDUDAL, 28. júlí. — A mánudagskvöld varð það slys hér að mann tók út af vélbátnum Freyju frá Bildudal, er hann var að dragnótaveiðum í mynni Amarfjarðar, og drukkn- aði hann. Þetta var ungur maður og ókvæntur, Helgi Magn- ússon, formaður Slysa- varnadeildarinnar hér. Ferð um Suðurnes í DAG, laugardag, kl. 13.30 verð ur farin skemmtiferð um Suð- umes og lagt af stað frá Bif- j reiðastöð íslands við Kalkofsveg. i Þ E S S A R myndir tóku tveir skipverja á Jóni Gunn laugs, sem fyrstur kom á staðinn, eftir að Talis sendi út neyðarkallið. — Þeir eru Jón Guðmunds- son og Karl Einarsson. Var þá mikil slagsíða á stjómborða á skipinu og 7 vindstig. Komu skipverjar á Talis, 10 Norðmenn og einn ís- lenzkur leiðsögumaður, yf- ir í Jón Gunnlaugs, í björgunarbáti, þar eð nokk ur sjór var kominn í skip- ið og það hallaðist svo mikið. Engin skilriím í Talis brotin Síldin hefur kastazt yfir skilrúmin M arkaðsmálin skýrast á mánudaginn Genf, 28. júlí (NTB-Reuter) RÁÐHERRANEFND evrópska fríverzlunarbandalagsins, EFTA, ákvað í dag, að opinber yfirlýs- ing um afstöðuna til markaðs- bandalags sexveldanna skuli gef- in út n.k. mánudag. • Bretar í markaðsbandalagið í stuttri yfirlýsingu, sem ráð- herrarnir gáfu að fundinum lokn- um var greint frá því, að mál þessi yrðu kunngerð eftir að Macmillan forsætisráðherra Breta, hefði lýst áformum stjórnar sinnar varðandi aðild að markaðsbandalaginu fyrir neðri málstofu brezka þingsins. Mun hann flytja ræðu sína þar síðdeg- is á mánudag. Er almennt talið, að hann muni þá skýra frá því, að brezka stjórnin hyggist sækja um upptöku í markaðsbandalag- ið. Að öðru leyti segir einungis frá því í yfirlýsingu ráðherranna, að þeir hafi á fundinum í dag rætt vandamál í sambandi við afstöðuna milli fríverzlunar- bandalagsins og markaðsbanda- lagsins. Þá er vitað, að brezku fulltrú- arnir, þeir Edward Heath, inn- siglingsvörður og varautanrík- isráðherra, og Reginald Maudling Viðskiptamálaráðherra, gerðu á fundinum grein fyrir ýmsum at- riðum í verzlunarstefnu brezku ríkisstjórnarinnar í Evrópu. í forsæti á ráðherrafundinum var formaður ráðherranefndar- innar, Bruno Kreisky, utanríkis- ráðherra Austurríkis. Lét hann þess getið eftir fundinn, að um- ræður hefðu farið fram með vinsemd. Fulltrúarnir munu hins vegar hafa orðið ásáttir um, að skýra ekki opinberlega frá um- ræðum að svo stöddu. Akureyrl, 28. júlf SÍLD ARFLUTNIN GASKIPIÐ Talis, sem lenti í erfiðleikunum aðfaranótt fimmtudagsina í stormi, og var dregið inn til Vopnaf jarðar, er þar enn. Er ætl« unin að reyna að fá að losa all» síldina úr skipinu þar. Hitt síld- arflutningaskipið, Aska, sem áttl að takia við síld úr Taiis, gæti þá haldið beint tii Seyðisfjarðar og farið í síldarflutninga, en nú er aftur að byrja að veiðast síld og verður að batna. • Skipið óskemmt Við athugun á Talis kom í Ijós að ekki eru brotin nein skilrún* í skipinu. Hinsvegar er svo hátt- að að miðrúm fremst í framlest er ekki fyllt af síld, sökum þesa að þá er skipið ofhlaðið. Þar að auki ná skilrúmin í lestunum ekki upp í dekkhæð. Þegar skipið sigldi þarna I 7—8 vindstigum og sjó, mun síld« in hafa ýmist kastast yfir s^ilrúm in eða pressast í gegnum þau og það mun hafa orsakað hallann á skipinu. Skipið er allveg ó- skemmt og getur farið aftur I síldarflutninga, þegar búið er að losa það. • Gleymdu íslendingnum? Til gamans má geta þess, að sú saga gekk á öllum síldarflotanum í gær, talstöð úr talstöð, að þeg« ar Norðmennirnir yfirgáfu Talis; hafi þeir gleymt íslenzka leið* sögumanninum, sem steinsvaf, og vaknaði ekki fyrr en Ægismeru* komu um borð. Þá hafi hann rok* ið upp með andfælum og spurt hvað væri á seyði. En þetta mun aðeins vera skopsaga, samin af einhverjum gamansömum ná« unga. Siglufirði, 28. júlí: — '7f f DAG komu þrír norskir ráðu« nautar ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál til Siglufjarðar, tit að kynna sér rekstur ríkisfyrir- tækja hér. Þeir fara tii Akur« eyrar í kvöld. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.