Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur 80 svifu milli heims og helju En hugdjarfir meiin bjorguðu ollum Chamonix, Frakklandi, 30. ágúst. ÁTTATÍU MANNS svifu í gær milli heims og helju í vögnunum á línubrautinni yfir Mont Blanc, eftir að frönsk >ota flaug á drátt- artaug vagnalestarinnar og sleit hana, varð sex farþeganna að bana og skildi hina 80 eftir Hefja kjarn- orkutil raunir . ■ a ny FKÁ því var skýrt í frétt- um í nótt, að Rússar hefðu tilkynnt, að þeir ætluðu að hefja kjarnorkutilraun- ir á ný, i r París, 29. ágúst (Reuter) AÐ minnsta kosti þrír menn lét- ust og 27 særðust í dag er hrað- lestin París—Röscoff fór út af sporinu eftir árekstur við litla diesellest. Atburður þessi varð í Bretagne. „strandaða" í 500 metra hæð yfir jöklinum, á strengnum milli tveggja f jallstinda „ítaliumegin“ brautarinnar. — ♦ — Björgunarstarfið var geysileg þrekraun. Björgunarmennirnir hættu lífi sínu, en allt heppnað- ist vel — og síðustu farþegunum var bjargað fyrir hádegi í dag eftir 20 stunda björgunarstarf. Þotan flaug á milli burða- strengsins og dráttartaugarinnar. Annar vængendi hennar rakst í dráttartaugina og sleit hana — og benzíngeymir á vængendanum rifnaði af þotunni. Flugmannin- um tókst að lenda, en þrír öftustu vagnarnir slitnuðu af burðar- strengnum vegna hins geysimikla hnykks, sem kom á vagnalest- ina. Tveir menn voru í hvorum vagnanna og biðu allir bana. *— ♦ — „Við sáum þotuna koma,“ sagði einn farþeganna, sem bjargað var í dag. „Við fundum, þegar hún flaug á strenginn. Það var geysi- legt högg, vagnarnir sveifluðust á strengnum eins og róla. Þá hélt ég að öllu væri lokið. Eg beið þess bara að vagninn slitnaði af. Framhald á bls. 23. Erlander og Krag ræða 6 og 7 KAUPMANNAHÖFN, 30. ágúst. — Tage Erlander, forsætisráð- herra Svía og Jens Otto Krag, utanríkisráðherra Danmerkur, hittust í dag til þess að ræða afstöðuna til efnahagssamvinnu Evrópu og þau nýju viðhorf, sem skapazt hafa. Sagði Krag m. a., að hann væri þeirrar skoðunar, að þátttaka Norðurlanda í þess- ari samvinnu þyrfti alls ekki að hafa nein slæm áhrif á sam- starf Norðurlandanna innbyrðis. Erlander lét svo um mælt að fundinum loknum, að Svíar væru mjög hlynntir evrópsku samstarfi á efnahagssvæðinu, en í afstöðu sinni mundu Svíar halda fast við hlutleysi sitt. Svífandi milli himins og jarðar í línu er hér einn af ferðamönnunum í kálfunum. — Hann komst örugglega niður í f jallshlíðina. Stríðsvagnar á vettvang „Alþýðulögreglan44 varpaði táragassprengjum yfir markalínuna Berlín, 30. ágúst. I hamsi í dag, er a-þýzkir verðir VESTUR-Berlínarbúum hitnaði í stöðvuðu bandarískan herbil aust an megin markalínunnar «g héldu honum þar í 70 mínútur. Þegar fréttist, að för bílsins hefði verið heft var skjótt brugðið við. Fjórir herbílar og þrír brynvarð- ir vagnar með vélbyssur óku upp að múrnum, sem A-Þjóðverjar hlóðu á dögunum á markalínunni. V Nokkuð rýmkað um verðlagshöftin „Hinir miklu ágallar þeirra hafa komið í Ijós að undanförnu44 VERÐLAGSNEFND hefur nú ákveðið að undanþiggja nokkra vöruflokka verðlags- ákvæðum og jafnframt að nokkur hækkun verði á á- lagningu einstakra annarra vörutegunda. —<• Ákvörðun þessi var tekin eftir langar viðræður við fulltrúa kaup- mannasamtakanna í Reykja- vík, SÍS, KRON og kaupfé- laganna í Hafnarfirði og Akranesi. Töldu allir þessir aðilar aðstöðu verzlunarinn- ar algjörlega óviðunandi og hefur nú nokkuð verið geng- ið til móts við óskir þeirra. „Með þessum nýju ákvæð- um er að því keppt,“ sagði Jónas Haralz, ráðuneytis- stjóri, formaður verðlags- nefndar, er Morgunblaðið átti tal við hann í gær, „að sem flestar og helzt allar grein- ar verzlunarinnar fái nokkra leiðréttingu sinna mála.“ Slæmur hagur verzlunarinnar Jónas Haralz skýrði Morgun- blaðinu frá því, að verðlags- nefnd hefði haldið marga fundi og átt langar viðræður við full- trúa kaupmannasamtakanna í Reykjavík, SÍS, KRON og kaup- félaganna í Hafnarfirði og á Akranesi, áður en ákvörðun var tekin í þessu efni. Meirihluti verðlagsnefndar komst að þeirri niðurstöðu ,að augljóst væri að afkoma verzlunarinnar væri slæm og að enginn greina henn- ar hefði haft bolmagn til að stánda af eigin rammleik undir kauphækkunum þeim, sem urðu í sumar. Og í sumum greinum hennar hefði raunar verið óhjá- kvæmilegt að bæta aðstöðuna frá því sem var fyrir hækkan- irnar. Meginatriði hinna nýju reglna eru þau, að álagningin er að hundraðshluta sú sama og hún var áður, en til viðbótar eru gerðar eftirfarandi ráðstafanir: Álagning er hækkuð á vörum, sem kaupmenn selja sundur- vegnar í eigin umbúðum. Það hefur mikið farið í vöxt, að verzlanir seldu verksmiðjupakk- aðar vörur, en þær eru talsvert dýrari en þær vörur, sem kaup- menn pakka sjálfir. Hafa þeir því, ve'gna þeirra reglna, sem í gildi voru, haft meira upp úr að selja verksmiðjupakkaðar vörur. Þeir fengu fleiri krónur Framh. á bls. 8 — • — Stóðu hertækin þar með gín* andi byssur andspænis varðstöð- inni, sem stöðvað hafði fyrrgreind an bíl — og voru Bandaríkja- mennirnir aðeins einn metra frá múrnum. Eftir að bíllinn fékk að halda förinni áfram inn í V estur-Berlín hurfu stríðsvagnarnir Og mönn- um varð hugarhægra. í bílnum voru fjórir foringjar, en þeir vildu ekkert segja um skipti sín við a-þýzku verðina. Síðar í dag söfnuðust Vestur- Berlínarbúar saman meðfram markalínunni. A-þýzka „alþýðu- lögreglan“ kastaði þá táragas- sprengjum yfir markalínuna á fimm stöðum, en með litlum ár- angri — vegna vindáttarinnar. Sagði lögreglan í Vestur-Berlín, að fólkið, sem safnazt hefði þarna saman, hefði aðeins verið frið- samir áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.