Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. ágúst 1961 MORGUNBLAÐltí 13 Kosningasvik kommúnista enska Rafvirkjasambandinu f 35 þús .orða löngum dómi' úrskurðaði Winm dómari við „Royal Court of Justice", að kommúnistar í forystu Raf- virkjasambandsins hefðu með ómenguðum svikum við kosn- ingarnar um aðalritara sam- bandsins í desember 1959, tekizt að koma þar að einum manna sinna, hinum sanirtrúaða kom- múnista Frank Haxell. Mál þetta var höfðað eftir að úrslit kosninganna höfðu verið kunngerð í febrúar 1960. Máls- höfðendur voru hinn andkomm- úníski andstæðingur Haxells, John Byrne og Frank Chapple, sem var í framboði sem vara- ritari sambandsins. Chapple var Ejálfur ikommúnisti áður fyrr, en yfirgaf Kommúnistaflokkinn eftir atburðina í Ungverjalandi 1956. Án hinnar miklu þekking- ar hans á vinnubrögðum kom- múnista hefði málið aldrei feng izt upplýst. Málið hefur vakið feikilega athygli í Englandi, en hefur vafalaust mikla þýðingu víðar en þar vegna þess, hve góða inn sýn það gefur í starfsaðferðir kommúnista um allan heim. Kommúnistar hafa 1%. Rafvirkjasambandið (Elec- trical Trades Union) er meðal þýðingarmestu stéttasamtaka í Englandi, og telur 240.000 fé- laga, sem skiptast niður í ein- stök félög á hverjum stað. All- ir meðlimirnir hafa svo kosn- ingarrétt við kjör formanns, að- alritara og vararitara. 2000 af félögum rafvirkjasam- bandsins eru kommúnistar, eða tæplega 1% af meðlimafjöldan- um. En í raun skipa kommúnist- ar þó meirihluta í langflestum nefndum og ráðum. Við kosningar til aðalritara- starfsins neyta jafnaðarlega 20% meðlimanna kosningarrétt- ar síns. Til sigurs nægir því frambjóðanda að fá um 20 þús. atkvæði. Frambjóðandi komm- únista getur reiknað með hin- um 2000 atkvæðum kommún- ista sem öruggum, auk nokkurs persónufylgis þar fyrir utan. En hvað sem öðru líður hlýtur kommúnistum að hafa verið það Ijóst fyrir kosningarnar, sem fram fóru innan Rafvirkja- eambandsins í desember 1959, að þeir höfðu þar engar sigur- vonir með heiðarl. starfsaðferð- um. Engu að síður lauk kosn- ingunum svo, að frambjóðandi kommúnista, Frank Haxell, hlaut 1034 atkvæða meirihluta. Málaferlin leiddu í ljós, hvern- ig á því stóð og hvaða ráðum var beitt til þess að fá þann meirihluta. Hvers vegira lögðu konunún- Istar áherzlu á að vinna kosningarnar? Það kemur fram f einum kafla úrskurðar Winn dómara, hvers vegna kommúnistar lögðu svo mikla áherzlu á að fá sigur f kosningunum hvað sem það kostaði. Það er sá kaflinn, sem fjallar um John Handy, einn ákafasta undirróðursmann komm únista. t Rafvirkjasambandinu gekk Handy undir nafninu ,,'heiðarlegi John“, Hann er vel gefinn og gæddur ríkri ábyrgð- artilfinningu. Winn dómari seg- ir um Handy: „Hann er maður, sem er hald- inn þeirri brennandi trú, að hin kommúnísku trúarbrögð séu hinn algildi sannleikur, sem hafi að geyma hið rökrétta svar við sérhverri spurningu um heiðar- lega ráðabreytni — svo heiðar- legur, að hann mundi aldrei gera neitt, sem honum þætti óréttlátt — nema því aðeins að tryggð við kennisetningar kom- múnismans eða möguleikanum á því að vinna Kommúnistaflokkn um gagn, krefðist annars. Að mínu áliti gætu ekki skyldur gagnvart Rafvirkjasambandinu eða nokkrum öðrum félagsskap eða mönnum fengið hann til að breyta gegn þeirri ófrávíkjan- legu skyldu, sem Kommúnista- flokkurinn og hugsjónir hans leggja honum á herðar.“ Þetta eru alvarleg orð í munni ensks dómara. Menn verða að Frank Haxell, sem ásamt fjór- um öðrum var dæmdur sekur um kosningasvik til þess að tryggja sér aðalritarastöðuna. minnast þess, að í Englandi, eins og hér á landi, er Kommún- istaflokknum tryggð sömu rétt- indi til þess að starfa og öðrum flokkum. Kommúnisti hefur ekki fyrirfram verri aðstöðu en aðrir, hvorki pólitískt né frammi fyrir dómstólunum. Orð Winn dómara geyma því kjarna þess lærdóms, sem fylgjendur vestrænna lýðræðishugsjóna geta dregið af því, sem upplýst- ist í málinu, um það, hvernig kommúnistum heppnaðist að ná andir sig aðalritarastöðunni við kosningarnar í Rafvirkjasam' bandinu. Hvernig fóru svikin fram? Tökum aðeins nokkur dæmi úr þessari umfangsmikla máli: Fyrir hverjar kosningar í Raf virkjasambandinu panta félög- in á hverjum stað atkvæðaseðla hjá aðalskrifstofunni. Oftast er pantað fyrir alla í einu, enda þótt félagsmenn, sem skulda fé lagsgjöld fyrir meira en 5 vik- ur, hafi ekki atkvæðisrétt. Rétt fyrir kosningarnar eru þeir svo taldir nákvæmlega, sem kosn- ingarrétt hafa, og þeir atkvæða seðlar eyðilagðir, sem um- fram eru. I aðalskrifstofunni er svo út- búinn bráðabirgðalisti fyrir prentsmiðjuna á grundvelli fyrstu upplýsinga félaganna í sambandinu. Við kosningarnar 1959 útbjó starfsmaður einn úr röðum komúnista þennan lista. Skömmu eftir að listinn var útbúinn og sendur til prentsmiðj unnar komu hinar endanlegu upplýsingar frá félögunum. Munurinn á fjölda atkvæðis- bærra manna samkvæmt hinum fyrri upplýsingum annars veg- ar og hinum endanlegu upplýs- ingum hins vegar var 26.883. En í stað þess að tilkynna prent- smiðjunni, eins og venjulega hafði verið gert, að umfram- seðlarnir skyldu sendir beint til félaganna, sem svo myndu sjá um að eyðileggja þá, skipaði þessi starfsmaður, sem áður er nefndur, svo fyrir, að hinir 26.883 atkvæðaseðlar skyldu afhentir á St. Pancras stöðinni í Man- chester, og þangað sótti hann þá Winn dómari — í dómi sínum úrskurðaði hann, að Byrne væri hinn löglegi aðalritari sambands ins og að kommúnistar hefðu falsað kosningaúrslitin. sjálfur. Hann ók svo með þá til aðalskrifstofu sambandsins og læsti inni í herbergi, sem hann einn hafði lykil að. Afgangurinn af atkvæðaseðl- unum var sendur til hinna ein- stöku félaga og þaðan voru þeir sendir til félagsmanna. Ritari rafvirkjafélagsins í Southamp- ton, sem er andstæðingur kom- Formaður Rafvirkjasambands- ins Frank Foulkes var einn hinna fimm, sem hlut áttu að svikunum. múnista, setti seðlana í póst kl. 10,50 fyrir hádegi laugardaginn 12. desember, en kvöldið áður hafði hann skrifað utan á um- slögin. Ásamt bréfunum til ann arra félagsmanna lagði hann bréfið til sjálfs sín, til þess að fylgjast með því, hvenær fé- lagsmenn fengju seðlana. Bréfin með atkvæðaseðlunum voru ekki borin út á sunnudeg- inum, þar sem póstur er ekki borinn út á helgidögum í Eng- landi frekar en t. d. hér á landi. Atkvæðaseðill ritarans sjálfs komst til skila strax á mánu- dagsmorgun og lá í bréfa- kassanum, þegar hann kom heim frá vinnu %inni. En sér til mikillar undrunar fann hann að auki fjögur önn* ur bréf með atkvæðaseðlum, sem þegar höfðu verið fyljtir út, og voru þeir allir stimplað- ir „Southampton kl. 18,45 13. desember (sunnudag)“. Þóttist hann þá strax vita, að þessir seðlar gætu ekki hafa verið með al þeirra, sem hann setti í póst á laugardeginum, því að þeir komust ekki til félagsmanna fyrr en á mánudagsmorgun. Rannsókn réttarins leiddi i Ijós, að eftir „bráðabirgðalistan- um“ höfðu 387 atkvæðaseðlar verið pantaðir fyrir félagið í Southamton. Samkvæmt hinum endanlega lista voru 306 á kjörskrá. Þessir 306 atkvæða- seðlar voru sendir frá prent- smiðjunni til félagsins, en um- framseðlarnir 81 voru meðal þeirra, sem læstir voru inni í aðalskrifstofu sambandsins. Með einhverju móti höfðu þeir ver- ið teknir þaðan. fluttir til Southamton, útfylltir með nafni frambjóðanda kommúnista og sendir til ritara SouthamptoD- félagsins. Starfsmaður 1 „erindrekstri." Nær því hið sama gerðist f Woolston og Belfast. Það hefur þó verið nokkur ráðgáta, hvern- ig umframseðlarnir komust út til félaganna frá aðalskrifstof- unni. f Belfast-málinu upplýst- ist það þó, að komúnistinn Ro- bert McLennan, sem var settur vararitari sambandsins, flaug frá London til Belfast hinn 8. desember til þess að reka þar erindi . sambandsins. Og um- framseðlarnir, sem sendir * voru til Belfastfélagsins, voru allir sendir frá sama stað á sama tíma — þ. e. a. s. frá Belfast hinn 8. desember. Winn dómari úrskurðaði því á þessari forsendu, að McLennan hefði gert sig sekan um kosn- ingasvik. f samþykktum Rafvirkjasam- bandsins er mælt svo fyrir, að kosningaúrslitin frá hinum ein- stöku sambandsdeildum skuli hafa borizt aðalskrifstofunni í síðasta lagi með fyrsta pósti á fimmta degi eftir fund í félag- Frh. á bls. 17. Landabréf dagsins Vandamálið um það, hver eigi að vera fulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur árlega skotið upp kollinum á Allsherjarþingi SÞ. Meirihluti þingsins hefur hingað til ver ið fylgjandi tillögum Banda- ríkjanna um að fresta umræð um um þetta vandamál. Jafn framt því sem þátttökuríkj um SÞ hefur fjölgað, hefur þessi meirihluti minnkað og við atkvæðagreiðslu um þetta efni í fyrra voru 42 ríki hlynnt því að fresta málinu, 34 á móti en 22 sátu hjá. Að undanförnu hafa komið fram upplýsingar, sem benda til þess, að Banda rikin íhugi nú endurskoðun á afstöðu sinni til aðildar Kína. Slík breyting væri eðlileg af leiðing af því, að útlit er fyrir, að ýmis hinna 22 ríkja, sem hjá hafa setið, muni styðja aðild Rauða-Kína. Þetta hefur vakið ótta í Bandaríkjunum um að meirihluti Allsherjar- þingsins muni í september styðja aðild Rauða-Kína. — Bandaríkjamenn minna á, að er Kóreustyrjöldin skall á, réðust hermenn Rauða-Kína gegn liðssveitum SÞ, auk þess sem Rauða-Kína hefur ávallt átt í landvinningastyrjöldum við friðsöm nágrannaríki. — (Tíbet, Indland, Indó-Kina og fleiri). Þar að auki er sannað að kommúnistastjórnin í Rauða-Kína lætur framleiða eiturlyf í stórum stíl og smygl ar þeim til nágrannaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.