Morgunblaðið - 31.08.1961, Page 2

Morgunblaðið - 31.08.1961, Page 2
2 MORGVTSBLAblÐ Fimmtudagur 31. ágúst 1961 Rússar stórefla herinn Herskyldan framlengd um óákveðinn fima MosTcvu, 30. ágúst — RÚSSAR tilkynntu í dag, að þeir mundu enn auka herafla sinn. í sameig- inlegri tilkynningu frá miðstjóm kommúnistaflokksins og ríkis- Stjóminni sagði, að ákveðið hefði verið að fyrst um sinn mundi þeir sem á þessu ári hefðu þjónað í hernum skyldutímann, og ættu að fara í varaliðið, ekki verða leystir frá störfum. Ekki var tilgreint um hve marga menn hér er að ræða. — Þetta þýðir i rauninni, að herskyldan er fram Merkjasola Hjólpræðis- hersins Á FÖSTUDAGINN hefst hin ár- lega merkjasala Hjálpræðishers- ins í Reykjavík og stendur í tvo daga. Er venjan að halda hana alltaf fyrsta föstudag og laug- ardag í september. Merkin verða seld á götum Reykjavíkur og í nágrenni bæjarins. Ágóðinn af merkjasölunni gengur að mestu leyti til líknarstarfsemi á vegum Hjálpræðishersins. T. d. starfræk ir hann sumardvalarheimili fyrir börn frá efnalitlum heimilum og heimilishjálp, ef veikindi Og aðra erfiðleika ber að garði. Merkin verða tvenns konar Og kosta fimm og tíu krónur. lengd um óákveðinn tíma hjá viðkomandi hermönnum. Ásteeðan fyrir þessari ákvörð- un var sögð „ógnanir og styrjald arundirbúnihgur‘, vesturveld- anna. Efni tilkynningarinnar var allt á sömu lund og birtu öll rúss nesku blöðin hana á forsíðu í morgun. Ýmis blaðanna birtu og marga dálka af „bréfum frá les- endum“ þar sem flokksforystan var hvött til þess að láta hvergi undan „heimsvaldasinnum" og sýna þeim í tvo heimana. í Prav- da voru þessi bréf birt undir fyr- irsögninni „Ofbeldisárásin verð- ur brotin á bak aftur“. ★ Þessi tilkynning um aukningu herafla Ráðstjórnarinnar er önn- ur í röðinni á skömmum tíma. Þann 8. júlí tilkynnti Krúsjeff, að hernaðarútgjöld yrðu aukin um nær þriðjung. í byrjun síð- asta árs sagði Krúsjeff í ræðu, að 1960-61 yrði herafli Ráðstjórn arinnar skorinn niður um 1,2 millj. manna. Síðan hefur her- inn þvert á móti verið aukinn stór lega. T vö innbrof á Suður- eyri - 7 þús.kr. stolið AÐFARAN ÓTT sunnudags var brotizt inn hjá tveimur fyrir- tækjum á Suðureyri við Súg- andafjörð. Fyrst hafði þjófurinn komizt inn í kaupfélagshúsið með því að mölva rúður. Þegar inn kom reyndi hann við rammgerðan peningaskáp án árangurs. í af- greiðslunni náði hann á þriðja þúsund krónum og nokkru af tóbaki. Þá hafði hann og á brott með sér eitthvað af áhöldum, þ. á m. nýtt skrúfjám. Þaðan lagði þjófurinn leið sína að húsi hraðfrystihússins — íslendingar Framhald af bls. 1. fundarstjóri frá landi, sem hefur þekkingu og reynslu í virkjvm jarðhita og einnig valinn fram- sögumaður. Hann átti að gefa yfirlit yfir þær greinar sem fram hafa komið og ræða helztu niðurstöður. En á eftir ræðu hans voru almennar umræður. Á fyrsta fundinum var fundar- stjóri frá Nýja Sjálandi og fram sögumaður frá Mexikó. Á öðrum fundinum var fundarstjóri frá Bretlandi og framsögumaður frá Nýja Sjálandi og á þriðja fund- inum var fundarstjóri frá Ítalíu og framsögumaður frá íslandi (þ. e. Gunnar Böðvarsson). Og á lokafundinum var fundarstjóri frá ítaliu og 3 framsögumenn, þeir sömu og á hinum. Ástæðan fyrir þessu vali er auðvitað sú, að sérstaklega ítal- ir og Ný-Sjálendingar hafa virkjað jarðhita í stórum stíl til raforkuvinnslu og við íslending- ar höfum, sem kunnugt er, virkj að jarðhita til upphitunar. í þessu sambandi má geta þess, að á Nýja Sjálandi starfa jarðgufu rafstöðvar með 70 þús. kw. afli og skv. áætlun á að stækka þær upp í 250 þús. kw. Á Ítalíu eru þegar komnar rafstöðvar með yfir 300 þús. kw. Hér hefur kom ið til mála að byggja 15 þús. kw. rafstöð í Hveragerði, en ekki hef ur verið tekin endanleg ákvörð- un um það. Mikill og merkilegur fróðleikur — Um umræður er í sjálfu sér lítið að segja í blaðaviðtali, sagði Gunnar Böðvarsson. Um- ræður vóru mjög tæknilegar og eins og oft vill verða, þegar svo margar þjóðir koma saman, þá voru þær ósamstilltar. Hins veg- ar var lagður fram mikill fjöldi greina, um 200 held ég, þar af 80 um jarðhitamál. í þessum 80 greinum hefur komið fram mjög mikill fróðleikur víðsvegar að úr heiminum. En svo miklum og merkilegum fróðleik hefur aldrei áður verið safnað saman, og í því liggur aðalgildi ráð- stefnunnar. íslendingar lögðu fram 8 greinar um jarðhita. Auk þeirra sem ráðstefnumar sóttu áttu Þorbjöm Karlsson og Bald- ur Líndal þátt í þeim. __ Hvað hafa íslendingar upp á að bjóða á þessu sviði? — Sérstaða okkar liggur í því að við höfum einir þjóða virkjað jarðhita til húsa í svo stórum stíl og að staða okkar er jarðfræði- lega öðmvísi en í öðrum jarð- hitalöndum. Við höfum því upp á ýmsan fróðleik að bjóða. Ég held að Sameinuðu þjóðirnar hafi efnt til þessarar ráðstefnu til að gefa vanþróuðum þjóðum svokölluðum kost á að kynnast þesum fróðleik. En ráðstefnan varð að sjálfsögðu meira vís- indaleg. Jarðhitaþættinum lauk svo með ferð til Lorderello-héraðs, þar sem skoðaðar voru jarðhita- rafstöðvar. Hinir fslendingarnir þrír fóm þangað, en þar eð ég hefi séð þessar jarðhitarafstöðv- ar, hélt ég beint heim. Sólarljós í raforka — Þér voruð sem sagt ekki á seinni hluta ráðstefnunnar, sem fjallaði um sól og vindorku. — Sá hluti var byrjaður, en ég kom ekki nálægt þeim um- ræðum og get ekkert um þær sagt, annað en að mikill áhugi virðist ríkja fyrir þessu. sér- staklega fyrir nýtingu sólar. Á síðari tímum hafa komið fram tæki, sem breyta sólarljósinu beint í raforku og þessi tæki em notuð í gervihnöttum til að reka senditæki þeirra. Ef tekst að gera svona sólarrafala ódýra og handhæga, mun það hafa mjög mikla þýðingu fyrir mörg þau lönd, sem liggja í hitabelt inu eða annars staðar, þar sem mikillar sólar gætir. — En verða ekki vatn, gufa, vindur og jafnvel sól úreltir orkugjafar, vegna kjarnorkunn ar? — Nei, það er rangt að halda að kjarnorkan verði eina orku- lindin. Hún verður aðeins ein af mörgum og tekin í notkun þar sem það hentar. Þessir orkugjaf ar bæta hver annan upp, eftir því sem aðstæður eru fyrir hendi. fsvers hf. Þar komst hann upp á skúrþak og notaði síðan skrúf- járnið illa fengna til þess að brjótast inn um glugga. Skrúf- jáminu gleymdi hann svo á skúr þakinu ásamt einum vindlinga- pakka. í ísveri hirti hann pen- ingakassa, sem hafði að geyma á fjórða þúsund krónur auk alls konar skjala, sem bagalegt er fyrir fyrirtækið að missa. Málið er nú | rannsókn, og m. a. voru fingraför tekin í gær á skrúfjáminu og öðrum hlut- um, sem þjófurinn hafði snert á. James Scett og Roger Robinson (Ljósm. Mbl. KM) Skðgræktarmenn frá Alaska staddir hér Munu kynna sér skógrækfarmál íslendinga og gefa ráð HINGAí) til lands eru komnir tveir skógræktarmenn frá A1 aska, Roger R. Robinson yfir- maður skógræktarinnar þar og James W. Scott, báðir frá Anch orage. Koma þeirra hingað er á Fiskur hœkkar íbúðum Verðlagsnefnd hefnr ákveðið verulega hækkun á fiski í fisk búðum. Er þessi hækkun gerð samkvæmt tillögum verðlags stjóra. Er þar fyrst og fremst um að ræða mikla leiðrétt- ingu á álagningu fisksala en jafnframt tekið tillit til áhrifa kauphækkananna í sumar. Taldi verðlagsstjóri og verð- Iagsnefnd fullsannað, að af- koma fiskverzlana væri þann- ig, að enginn leið værl annað en hækka álagninguna, enda eru nú gerðar vaxandi kröfur til hreinlætis og umgengni í fiskverzlunum, sem útheimta allmikinn kostnað. Þorskur slægður og hausað- ur hækkar úr 2,70 í 3,50, ýsa úr 3,60 í 5,00 kr. Bæði ýsu- og þorskflök voru áður seld á 6,20. Þorskflök kosta nú 7,50 en ýsuflök 9.50. Eins og kunnugt er hafa ýsuflök verið illfáanleg í fisk- búðum, vegna þess að þau átti að selja á sama verði og þorskflök. Taldi verðlags- nefnd, að breyting yrði að verða á því. 1 NA /5 hnú/ar | SVSOhnútar - * *r 17 Skúrir K Þrumur W%, KuUoaki/ Hitaski/ H Hmt 1 L v Lmgi 1 LÆGÐIN fyrir nörðan land- ið veldur útsynningi og skúr- um sunnanlands og vestan. Loftið, sem leitar norður í lægðina, þurrkar sig þannig, svo að norðanlands og austan er bezti þurrkur í suðvestanátt inni. Þar hefur brugðið tli hins betra með höfuðdeginum, a. m. k. í bili. Veðurhorfur næsta sólar- hring: SV-land til Breiða- fjarðar og SV-mið til Breiða- fjarðarmiða: SV-kaldi, skúr- ir en bjart með köflum. —- Vestfirðir og Vestfjarðarmið: Breytileg átt, skúrir. N.-land til A.-fjarða, N-mið og NA- mið: Breytileg átt og skúrir á stöku stað í nótt en SV- kaldi og léttskýjað á morgun. — SA-land, Austfj.mið og SA mið: SV-stinningskaldi, skúr- ir. — Austurdjúp: Hvass sunnan og SV, skúrir. vegum bandaríska utanríkisráðu neytisins, og muiru þeir athuga skógræktarmál Islendinga, og gefa góð ráð þar um. Þeir Robinson og Scott komu hingað sl. sunnudag, og munu þeir dvelja hér næstu þrjár til fjórar vikur. Á þessum tíma munu þeir ferðast víða um land- ið, og mimu Hákon Bjamason, skógræktarstjóri verða með í förinni. Ætlunin er að bera sam* an skilyrði til skógræktar hér og í Alaska, og ætla Alaskamenn- firnir að kynna sér hvaða hlutar íslands hafa mest sameiginlegt með heimafylki þeirra. Skógræktin hefur haft mikið saman við þessa menn að sælda á undanförnum árum, og nær 70% af öllu fræi, sem skógræktin notar hefur komið frá þeim. Er það því ekkert vafamál, að Skóg- ræktin þarf að hafa sem nánast samband við hina bandarísku skógræktarmenn. Þess má einnig geta að Mr. Robinson mun sennilega sá skóg ræktarmaður, sem yfir mestu landi hefur að ráða af öllum skógræktarmönnum heims. Sameiginleg herstjórn Dana og V-þjóðverja Kaupmannahöfn, 30. ágúst DANIR munu fallast á að herir Dana og Vestur-Þjóðverja verði settir undir sameiginlega stjórn innan NATO. Berlingske Tidende skýrði frá þessu í dag. Ennfrem- ur, að yfirlýsing um málið væri væntanleg frá stjórninni innan skamms. Þingflokkur jafnaðarmanna hefur fjallað um málið og þar var þetta samþykkt með aðeins einu mótatkvæði. Róttækir, sem eru i stjórnarsamvinnu með jafnaðar- mönnum, eru hins vegar klofn- ir í málinu og er búizt við löng- um umræðum milli forystumanna jafnaðarmanna og róttækra um málið áður en yfirlýsing stjórn- arinnar sér dagsins ljós. fhaldsmenn hafa hins vegar heitið jafnaðarmönnum fullum stuðningi á þingi í þessu málL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.