Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. ágúst 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 5 Nú eru komin á sjónarsviðið í Bandaríkjunum teiknimynda hefti með nýrri aðalpersónu. en j>að er Caroline hin 3ja ára dóttir forsetahjónanna. — Heftin fást í öllum bókasöl um, kosta 10 sent. Þau eru 36 síður og segja ævisögu litlu telpunnar. Fyrirsagnirnar eru t.d. Carolina í dansskólanum. ... Caroline talar við blaða- menn . . . Caroline og gestirn ir í Hvítahúsinu o.s.frv. Það hafa komið út 30 þús. eintök af þessum myndaheftum, en þau hafa alls ekki vakið hrifn ingu í Hvítahúsinu. Var reynt að stöðva útgáfu þeirra, en án árangurs. Frú Kennedy reynir að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að börn hennar fái líkt uppeldi og al mennt gerist og gott þykir, en þessi teiknihefti verða henni ekki til aðstoðar hvað það snertir. Útg. heftanna segir, að þau muni hljóta miklar vinsældir og að engin geti neitað því, að Caroline Kennedy sé vinsælasta barn Bandaríkjanna siðan Shirley Temple var á barnsaldri . . . ★ Hin 73 ára Guiseppina Persi chetti, móðir ástmeyjar Musso lins Clöru Petacci, sem var drepin um leið og hann, hefur nú fengið sem svarar l'/2 millj kr. í skaðabætur frá ítalska ríkinu. Koma skaðabæturnar fyrir skemmdir, sem orðið hafa á húsi er dóttir hennar átti og ríkið lagði löghald á. ★ Hertogafrúin af Windsor var fyrir skömmu í Feneyjum, en þar keypti hún inniskó með háum hælum og innbyggðri spiladós. t hvert sinn sem hertogafrúin fer í skóna, spila þeir lítið lag . . . ★ Þessi litla saga er frá Búda pest: Kommúnistleiðtoginn Janos Kadar heimsótti fyrir skömmu fangelsi, en kvartað var und an því að aðbúnaður þar væri mjög slæmur og þyrfti endur bóta með. Kadar tiltók álitlega upphæð, sem hann sagðist myndi veita til úrbóta. Daginn eftir heimsótti hann skóla og þar var einnig kvart að undan fjárskorti til við- gcrða og viðhalds. Þar kvaðst Kadar einnig myndi veita fé til þessa, en upphæðin var ekki nema ein hundraðshluti af þeirri er veita skyldi fang^ elsinu. — Af hverju veitum við skól anum svona miklu lægri upp hæð? spurði einn af fylgdar mönnum Kadars. Hann svaraði: — Vegna þess að við vitum, að til þess kem ur aldrei að við þurfum að setjast aftur á skólabekk . . . ★ Fidel Castro, einvaldur á Kúbu, er mjög sjóndap ur á öðru aug anu og er far inn að ganga j með einglymi Til að fyrir- byggja alla gagnrýni seg- ir hann: — Karl Marx not aði líka einglyrni . . . Þetta virðist því vera í samræmi við hinar beztu marxistku venjur. ★ Eftir þriggja daga ráðstefnu sem Varsjárbandalagið hélt um Þýzkalandsmálið í Moskvu fyrir skömmu, gaf Krúsjeff hverjum fulltrúa gullarm- bandsúr. Á úrin voru grafin nöfn viðtakendanna og dagur inn, sem ráðstefnan hófst. Læknar fjarveiandi Arinbjörn Kolbeinsson til 1. sept. (Bjarni Konráðsson). Arni Björnsson um óákv. tíma. — (SLefán Bogason). Árni Guðmundsson til 10. sept. — (Björgvin Finnsson). Axel Blöndal til 12. okt. (Ölafur Jóhannsson) Björn 1». Þórðarson til 1. sept. (Victo-r Gestsson). Bergsveinn Ólafsson til 27. ágúst. (Pétur Traustason. Eggert Steinþórsson óákv. tíma. (Kristinn Björnsson). Erlingur Þorsteinsson til 4. septem- ber (Guðmundur Eyjólfsson). Gísli Ólafsson frá 15. apríl í óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðjón Guðnason frá 28. júlí til 10. okt. (Jón Hannesson). Gunnar Benjamínsson ' til 17. sept. (J^nas Sveinsson). Gunnar Guðmundsson frá 2. jan. í éákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson í óákv. tíma. (Karl S. Jónasson). Hulda Sveinsson til 1. okt. (Magnús Þo.-steinsson). Karl Jónsson frá 29. júlí til 2. sept. (Jón Hjaltalín Gunnlaugsson). Kristin Jónsdóttir 1. ágúst til 31. égást (Björn Júlíusson). Kristjana Helgadóttir frá 31. júlí til 30. sept (Ragnar Arinbjarnar, Thor- valdsensstræti 6. Viðtalst. kl. 11—12. Símar: heima 10327 — stofa 22695). Kristján Jóhannesson, 3 vikur frá 28. júlí. (Olafur Einarsson). Kristján Hannesson til 4. sept. (Björg vin Finnsson). Kristján Sveinsson til 1. september. (Sveinn Pétursson). Kristján Þorvarðsson til 12. sept. (Ofeigur J. Ofeigsson). Ólafur Helgason frá 8. ágúst til 4. fept. (Karl S. Jónasson). Ólafur Jónsson frá 15. ágúst til 31. égúst (Björn Júlíusson, Hverfisg. 106 ®ími 1-85-35, viðtalstími 3—4) Páll Sigurðsson til septemberloka. (Stefán Guðnason sími 19300). Páll Sigurðsson, yngri til 25. sept. (Stefán Guðnason, Tryggingast. Rík- isins kl. 3—4 e.h.) Pétur Traustason til 3. sept. (Guðm. JJjörnsson). Richard Thors til septemberloka. Sigurður S. Magnússon 1 óákv. tími. (Tryggvi Þorsteinsson). Skúii Thorddsen frá 29. maí til 30. fept. (Guðmundur Benediktsson, heim ilisl., Pétur Traustason, augnl.). Stefán Björnsson til 4. sept. (Jón Hannesson). Stefán Ólafsson frá 10. ágúst í óákv. tíma. (Ölafur Þorsteinsson). Tryggvi Þorsteinsson frá 15.—29. ág. (Halldór Arinbjarnar). Valtýr Albertsson til 17. september. (Jón Hjaltalín Gunnlaugsson). Víkingur Arnórsson frá 21. febr. í éákveðin tíma (Björn Júlíusson) Þórður Möller til 17. sept. (Ölafur Tryggvason). Aldrei hikar, er sem kvikur straumur. L.ánar mikið lífi manna. beiður þykir nafni hans. Dufgus. — Ungi maður, sagði læknir- inn, þér eigið hinn skjóta bata að þakka umhyggju eiginkonu yðar. — Gleður mig, að þér skulið segja það, læknir, sagði ungi maðurinn. Fyrst því er þannig varið, þá SKrifa ég ávísun handa henni. ÁHEIT OC GJAEIR Strandakirkja: IÁF og SG 50 MJ 100 frá gamalli konu 50 GSÞ 5 GAA 30 gamalt áheit EJ 500 NN 200 NN 100 frá tveim 50 EJ 100 gamalt áheit NN 50 ónefndur 100 gamalt áheit frá Huldu 100 FG 50 HR 25 Jaxa 100 KS 210 DS 100 nafnlaust áheit 100 Jón Jóhanns son 200 F og L 200 HP 100 ÞE 50 7D 20 4 ferðafél. 100 ÞÞ 10 JOS 50 AS 50 OF 45 frá ónefndri konu í Grindavík 20o SS 50 GK 40 SJ 50 frá Sigurjóni F 25 PS 5.00 G st G 50 HL 40 frá Nonna 100 MH 100 Guðmunda 100 Gústa. 50 3 gömul áheit frá F 250 frá Helgu 100 VG 50 KJ 100 Jósep 100 Helga 25 MGJ 1000 GSB 600 SÖ 30 HÞ 100 Chris 50 x/2 25 JB 30 gömul áheit frá konu 100 NN 20 NN 50 Magga 150 frá Sig rúnu 50 SA 50 MÞ 100 gamalt áheit 250 HS 200 GB 100 Þóra 20 gamalt áheit SA 10. Fjölskyldan á Sauðárkróki: — S.S.Z. kr. 100,00. Lamaða stúlkan: — N.N. kr. 100,00. Sólheimadrengurinn: — Frá A kr. 200,00. Lamaða stúlkan, afh. Mbl.: — G.E.K. 200 krónur. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — O.R. kr. 150; G.J. 10; H.H. 50; L.Þ. 100. I — Hvað takið þér fyrir að draga úr tönn?, spurði sjúkling- urinn. — 150 kr, svaraði tannlæknir- inn. — 150 kr. fyrir það, sem þér eruð aðeins nokkrar sekúndur að gera? — Ja, svaraði tannlæknirinn, ég get gert það mjög hægt, ef þér óskið eftir því. Söfnin Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug- ardaga og sunnudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 aíla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, I Atvinna Yngri kona óskast til starfa 1 sælgætisverzlun, una 6 vikna skeið. Vinnutími frá 1—7. — Biðskýlið Suður- götu og Fálkagötu. Kennari óskar eftir stórri íbúð til árs leigu sem fyrst. Tilboð um stað, stærð og verð, send- ist Mbl., merkt Rúmgóð 5967“. Borðstofuborð og 4 stólar, .'legt, til sölu. Verð kr. 5500,00. Uppl. í síma 35892 til kl. 5 í dag. 3—4 herbergja íbúð óskast til leigu ;.em fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 33441. Kópavogur Hjón með 2 börn óska eftir 2ja 3ja herb. íbúð í Kópavogi fyrir 1. okt. — Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 15645. 1 herbergi og eldhús . eða eldhúsaðg. óskast tíl leigu fyrir eldri hjón. Hús- hjálp eða barnagæzla á kvöldin kemur til greina. Sími 37508 kl. 7—9 e. h. Barngóð kona óskast til að gæta ársgam- als barns á daginn. Uppl. í síma 37175. Píanó til söiu Gott, vel með farið píanó til sölu að Grenimel 4, 1. hæð. — Sími 12469. íbúð Barnlaus hjón óska eftir 3ja—4ra herb. íbúð. — TTppl. í síma 19042 eftir kl. 6 e. h. Bíll Lítill bíll, má vera sendi- ferðabíll óskast gegn skil- vísun mánaðangreiðslum. Uppl. í síma 22864. íbúð ( 2ja—3ja herhergja íbúð óskast frá 1. okt. Skilvísi. Góð umgengni. Uppl. í síma 12626. Áreiðanleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sælgætisverzlun, 4—5 tíma á dag. Tilboð sendisit afgr. Mbl., merkt: „5969“. Hjón með tvö böm óska eftiv 1—3 henb. íbúð til leigu sem fyrst. Tilboð merkt: „fbúð — 5968“ send ist Mbl. fyrir 5. sept. Til sölu Hvolpur, smáhundakyn, — Þvottavél. Vandaður skáp- ur Fatnaður ódýr. — Sími 33752. Stúlka óskast til afgreiðslu í veitingasal að Hótel Tryggvaskála, Selfossi. Uppl. á staðnum. Rauðamöl fín rauðmöl, steypumöl, einangrunarmöl. — Sími 50146. Vespa 150 til sölu. Uppl. í síma 15049 eftiir kl. Q. Útvarpstæki til sölu. Uppl. í síma 33248. 3—4 herbergja íbúð í, óskast til leigu sem fyrst. ' Einhver fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 37410 f. h. og eftir kl. 18 föstudag og laugardag. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar 1IS9I tuns BgenrefijefTT Afgreiðslustúlka Okkur vantar góða og ábyggilega afgreiðslustúlku nú þegar. Vogaver, Gnoðarvogi 44—46 — Sími 35390. Verzlunarfélagi óskast Heildsölufyrirtæki með góða viðskiptamöguleika óskar eftir félaga, sem gæti lagt fram dálítið rekstr- arfé. Æskilegt að viðkomandi gæti starfað við fyrir- tækið. Væntanleg tilboð, sem farið verður með sem algert trúnaðarmál, leggist inn á afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 3. september n.k. merkt: „Verzlunar- \ félagi — 5965“. Maður eða kona vön sniðningum óskast í nokkra daga upp úi miðjum september. Tilvalin aukavinna t. d. fyrir klæðskera. Til greina getur komið að við útvegum skurðhníf og borð. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Vandvirkni — 5544“. Ráðning á síðu 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.