Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. águst 1961 MORGUiyBL AÐIÐ 3 NÝLEGA voru fréttamenn | blaðsins á gangi vestur á. Melum og brugðu sér þál upp í Bændahöllina til þess \ að sjá hvernig þeiirri miklu I byggingu miðaði áfram. —I Auðvitað hafði hún tafist á mikið vegna verkfallanna * eins og allar framkvæmdiri hér í höfuðstaðnum. Þar er | allt á eftir áætlun. Verið er nú að leggja alls konar leiðslur en lítið unnið að tréverki. Við komumst alla leið upp á efstu hæð hússins. Nýlega var lyfta sett í húsið og létti það okkur mikið. Karl arnir höfðu líka orð á því að þetta væri mikill munur frá $ því að þurfa að plampa upp og Ég var lausamaður ,sem kallað er. Mæðiveikivðrður handlangar í niður stiga margar ferðir á dag. Á efstu hæð hússins verður mikill glersalur í stálumgerð og var einmitt verið að leggja í loftið á þessurn glæsilega sal er við komum þar upp. Við gefum okk-ur á tal við eldri mann, sem þar er að handlanga og halar upp hverja fötuna af annarri af mi-klum móði. Hann gefur sér þó tíma annað slagið til þess að tala við okkur. Það er hið sérkennilega skegg og hviku hreyfingar, er beina athygli okkar að honum. Við komumst að því að hann heitir Húnbogi Hafliðason og ættaður úr Laugardalnum. Hann hefir unnið við bygging una hér frá því að byrjað var á henni. Ljósmyndarinn spyr Hún- boga hvort hann hafi ekki ver ið við sauðfjárveikivarnir. — Jú, ég var norður á Kili í tvö ár við vörzlu. Þá kynntist ég Sæmundi Friðrikssyni, sem er forstjóri þessarar bygging ar. — Og það er kannske í gegn um þann kunningsskap, sem þú vinnur hér? — Nei, ekki er það nú. — Stundaðirðu búskap í Laugardalnum? — Ekki getur það kallast. Eg var lausamaður, sem kall- að er, átti kindur og hesta og heyjaði fyrir þeim en vann svo hjá hinum og þessum. ið stundum, en hún er stöðug og ekki þessi þeytingur úr einum stað í annan. Ragnar Finnsson húsbóndi minn hér er ágætismaður og það er gott að vinna hér. Já, já, menn una sér við þetta. — Það eru mörg handtök þar til þessari byggingu er lokið. — Já, það má nú segja, þau eru mörg. Það þarf að gera allskonar teikningar og hér vinna verkfræðingar og hvers konar sérfræðingar, segir Hún bogi. — Hvernig líkar þér svo að vinna sem handlangari? .— Það er skemmtileg vinna. Að vísu nokkuð sóðaleg og erf — Við höfum orð á þvi að við séum lofthræddir og spyrj um hvort menn séu það ekki hér. — Kannske sumir, en þetta kemst upp í vana. Ljósmyndarinn arkar út á brún og sýnir engin hræðslu merki. Eg voga mér ekki á eftir honum. — Þér er óhætt að senda strákinn hvert sem er, hann er sýnilega ekkert hræddur, — Já, vatn í fötu, en hvar er fatan? segir Húnbogi við mig. Nokkrir strákar eru að vinna við handlöiigun úti á húsbrúninni. Þeir láta sér hvergi bregða. — Þið hafið nokkra stráka í vinnu, segjum við. — Já, það er talsvert af þeim. Þeir koma á sumrin, en svo fara þeir aftur í skólana sína með haustinu. Þei-m er snúið eins og snældum. Strák arnir geta verið glettilega dug legir, já ég er nú hræddur um það, segir Húnbogi. — Það er alltaf líf í krinum þá. Þeir eru svolitlir prakkarar en það fylg ir þeim líf og fjör. Við höfum oft gaman af þeim. Nú er kallað ofan af þakinu: — Er ekki blaðamannafund urinn að verða búinn? Við svörum um hæl að það geti verið eins og verkast vill. — Kannske við getum þá fengið vatn í fötu, Húnbogi, segir röddin að ofan. — Já, vatn í fötu, en hvar er fatan? — Þessa þarna, segir röddin og bendir. Húnbogi fer að sækja vatn í fötuna en við kveðjum og höldum af stað. Við heyrum að strákarnir kalla til Húnboga hver í kapp við annan. — Það verður gef ið út au-kablað á morgun, Bogi. — Getum við ekki fengið við tal við þig líka, Bogi? — Nú kemurðu í blöðunum, Bogi. Ha! —vig. að fella Vorið 1958 Fiskimálaráðherra Noregs segir: Afdrifaríkt fyrir norskan fiskidnað — ef við ákveðum að standa ufan Efnahagsbandalag Evrópu Húnbogi í sæluvímu neftóbaksmannsins. (Ljósm. Mbl. KM) ÞRÁNDHEIMI, 24. ágúst (NTB) — Meðal þeirra mála, sem rædd hafa verið á landsfundi „Norges Fiskarlag“ er hugsanleg aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu og þau áhrif, sem það mundi hafa fyrir fiskiðnaðinn, ef Norðmenn gengju í banda- lagið — og ennfremur, ef þeir gerðu það ekki. Fiskimálaráð- herrann, Nils Lysö, lýsti því m. a. yfir á fundinum, að það gæti orðið afdrifaríkt fyrir norsk an fiskútflutning, ef ákveðið yrði að standa utan bandalags- ins. Aðeins efnahagssjónarmið Fiskimálaráðherrann skýrði frá því til svars við fyrirspurn- um, eftir að hann hafði flutt er- indi sitt á fundinum, að það væri ekki aðild Noregs að At- lantshafsbandalaginu — heldur einungis efnahagssjónarmið, sem mundu ráða því, hvort landið gerðist aðili að Efna- hagsbandalaginu eða ekki. Róm- arsamninginn bæri að túlka þannig, að fiskveiðilöggjöfin gæti áfram haldið gildi sínu, aðeins með einstaka breytingum til samræmis við hin nýju við- horf. Fiskveiðitakmörkin sagði hann að væru ákveðin af þjóð- inni sjálfri og mundu þau halda sér áfram. Uppbótagreiðslum Frarah. a bls. 8 STAKSTEIMAR Framsókn og gengislækkanir Málgögn Framsóknarflokksíns láta nú eins og flokkur þeirra hafi alltaf haft megna viður- styggð á gengislækkunum. Af því tilefni er ómaksins vert að athuga lauslega staðreyndirnar i þessu efni. Það er þá fyrst, að árið 1939 beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir gengislækkun íslenzkrar krónu. Hin fyrsta vinstri stjórn Hermanns Jónas F' sonar hafði þá • leitt atvinnuleysi og fjármálaöng-1 iveiti yfir þjóS-1 « ina. Árið 1950 áttil Framsókn-* arflokkur- i n n einnig sæti I stjórn og tók þá þátt í því g e n g i krónunnar. höfðu Framsóknarmenn forystu í liirmi síðari vinstri stjórn. Þá var framkvæmd stórfelld geng- islr kkun íslenzkrar krónu, að vísu dulbúin í formi stórfelldra nýrra skatta og útflutningsupp- bóta til stuðnings framleiðslunni. Síðar á árinu 1958 lögðu leiðtog- ar Framsóknarflokksins fram tillögur um það innan vinstri stjórnarinnar að gengið yrði hreint til verks og gengi krón- unnar opinberlega lækkað. En vinstri stjórnin var þá komin að fótum fram og átti fáa daga eftir ólifað. Þessi stutta saga sanirar og sýnir, að Framsóknarmenn hafa síður en svo verið mótfallnir gengislækkunum. Síðast á þessu sumri tóku þeir þátt í því með kommúnistum að fella gengi ís- lenzkrar krónu með því að leggja þær byrðar á útflutningsfram- leiðsluna, sem óhugsandi var að hún gæti risið undir. Sleggjuhaus á axarskafti!! Fyrir nrokkrum árum orti eiMI af þáverandi ieiðtogum Fram- sóknarflokksins eftirfarandi vísu um mann, sem þá var í Alþýðu- flokknum en nú er einn af framámönnum kommúnista: Angurgapi að illu kunnur, ætti að vera í tjóðri og hafti. Danasleikja. slúðurmunrrur, sleggjuhaus á axarskafti. Hver er maðurinn ? Þeir eru ekki trausts verðir f ræðu, sem Bjarni Benedikts- son, dómsmálaráðherra, hélt s.I. Iaugardagskvöld, á héraðsmóti Sjálfstæðismanna á Dalvík, komst hann m.a, að orði á þessa leið: „— Lítum á, hvernig flokkun- um hefur tekizt að ráða við að- steðjandi vanda. Á mesta aflaári, sem hér hefur orðið, 1958, gafst V-stjórnin upp, hljóp frá vand- anum, af því að húnr kom sér ekki saman og réði ekki við neitt. Nú eru sömu menn bálreiðir yf. ir því, að núverandi stjórn skuli ekki fara eins að og flýja frá vandanum. Hún mun ekki gera það. Þvert á móti mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til að leysa þannr vanda, sem hún tók við sem arfi frá V-stjórninni og stjórnarandstæð- ingar reyna nú að magna. Þeir, sem taka á sig ábyrgð en hlaup- ast frá henni í miðjum klíðum, eru ekki trausts verðir.“ Þessi umraæli dómsmálaráð- herra hafa vissulega við fyllstu rök að styðjast. Það væri frá- leitt, ef núverandi rikisstjórn fylgdi hinu vesalmamrlega for- dæmi vinstri stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.