Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 20
20 MO* r FMV B f, 4 fíjf) Fimmtudagur 31. ágúst 1961 „HvaS var ég að segja?“ Sagði hann. „T fer hún að reyna að hleypa af stað vandræðum. Hún hlýtur að vera augafull." í næsta skipti, sem óeirðir urðu í Detroit, frétti ég, að þessi staður hefði verið tættur í sund- ur. Eftir að ég fór að syngja, skildi ég eftir minningar um flest tíma bil ævinnar á plötum. Árin með Artie eru þó undantekning. Ástæðan er sú, að við lentum í íklemmu milli tveggja plötu- merkja. Ég hafði samninga við Columbia. Plöturnar voru gefn- ar út undir Vocalion-merkinu, og seldar á fimmtánkall fyrir síðuna. Artie var hjá Victor, og hans plötur voru gefnar út ,undir þrjátíu krónt merki. Þegar við ætluðum að leika nokkrar síður inn saman, samþykkti Columbia, af því að Victor myndi gefa þær út undir 30-króna merkinu. Það var ekki skoðað sem samkeppni. Við lékum svolítið inn, en þeg ar komið var að því að gefa plöturnar út, ákvað Victor að gefa þær út undir 15-króna merk inu, Bluebird.' Columbia um- hverfðist þá að sjálfsögðu. Hvers vegna ætti fólk að fara að kaupa Billie Holiday fyrir fimmtán krónur, þegar það gat fengið Holiday og Artie Shaw að við- bættri allri hljómsveitinni fyrir sama verð? Við Artie lentum því í klemmu milli risanna. — Ég hef tekið eftir því að þú ferð ekki með lyklana þína þeg- ax þú ferð í dýrastíurnar Davíð! Columbia lét Victor innkalla allar plöturnar — þær þeirra, sem enn voru í verzlunum. Nokkrar þeirra höfðu þó selzt eitthvað. Allir voru gramir. Eftir nokkurra mánaða ferða- iag, þegar við vorum komin aft- ur til New York, og ég bjó á Plymouth Hotel, kom Artie upp og bað mig að koma niður, ég skyldi verða steinhissa. HÍann ■tók með sér alla, sem hann gat náð i. Þegar niður kom, sýndi hann okkur gamian Rolls-Royce, sem hann var búinn að kaupa sér. Það má vel vera, að Rolls- Royce sé stórfenglegasta tæki, sem á hjólum veltur, en óneitan- lega leit hann skringilega út þarna við gangstéttarbrúnina. Þaðan í frá ók Artie ávallt á undan í Rollsinum, Og alltaf heimtaði hann, að ég væri þar með sér, ásamt Max og Tony, og stundum Benny, ferðastjóranum okkar. Ég get ekki sagt, að hrifn ing mín yfir þessu hafi ekki verið blandin. Þessi bíll er smíð- aður til skemmtana. Það er stór- fínt að geta kallað á bílstjórann sinn og saigt: „James, gjörið svo vel að fara með mig í ökuferð um Central Park.“ Það er ágætt að koma í honum í leikhús og láta hann bíða eftir að fara með sinn svarta skrokk heim. En annað mál er að nota hann til að þeytast mörg hundruð kíló- metra til að troða upp. Sé hon- um ekið hraðar en með fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund, verður farþeginn í aftursætinu að kjötfarsi. Sætin eru eins og kirkjubekk- ir, og þau eru algerlega Óhæf fyr ir elskendur. Þau eru óþægileg, hvemig sem setið er í j eim. Rollsinn er aðeins nothæfur til eins: til að sýnast. Ég varð sem sagt að skakast í bílnum með Artie, meðan hann skemmti sér við að keyra, þang- að til hann var orðinn örþreytt- ur. Hin söngkonan varð svo enn- — Ó, ég hef falið aukalykla í trjábolum og staurum víða um- hverfis stíurnar og girðingarn- þá fúlli útaf þessu, því að hún varð að sitja í hljómsvéitarbíln- um, og fannst gert upp á milli okkar. Ein ai ást ðunum fyrir því að Artie vildi hafa mig með sér, var að hann talaðl oft við mig, þó hann yrti ekki á nokkurn annan, ekki einu sinni Wiliard Alex- ander, stórlaxinn, sem kom hljómsveitinni að á skemmti- stöðum. Stundum gat ég séð á honum um leið og ég kom inn til hans, að hanh værí Herra Shaw, og vildi hafa frið fyrir öllum. Aðra daga var hann „Gamli minn“ eða „Artie“. Stundum vilii hann fara heim á búgarð sinn, og halda sig þar mánuðum saman, án þess svo mikið sem raka sig, eða skipta um samfesting. Þann- ig var ástatt með hann, þegar hann samdi „Back Bay Shuffle". Ég vissi ætíð, hvernig lá á honum, og hagaði mér sam- kvæmt því. Mér fannst það koma honum einum við, og hann vissi það. Hann var eins og ég, hann gerði engum mein, nema sjálfum sér. Loks, er ég hafði lifað af margra mánaða ofsóknir af hálfu lögreglustjóra, þjónustustúlkna, afgreiðslumanna og allskonar Suðurríkjamanna, átti ég það ar.. . . Það gerði ég vegna þess að stundum þegar ég fór þangað niðureftir gleymdi ég að taka versta eftir í New York, sjálfri heimaborg minni. Við áttum að skemmta í Bláa salnum í Maria Kramer’s Lin- coln við 43. götu. Að vísu hafði Lincoln ekkf verið góður staður fyrir hljómsveitir, en þaðan var útvarpað um alít land, og á þess- um árum skipti útvarpið öllu máli. Þarna fékk ég tækifæri til að syngja í útvarp fyrir öll Bandaríkinu á hverju kvöldi. Sérhver hljómsveit, og sérhver söngvari gat öðlazt frægð á þessu eftir nokkrar vikur. Ég hefði átt að vita, að eitt- | hvað var í bígerð, þegar hótel- stjórnin lét mig hafa íbúð. Ég þarfnaðist alls ekki húsnæðis. Ég bjó með mömmu. Ég þurfti ekki einu sinni búningsherbergi, því að ég gat komið fullklædd á hverju kvöldi, og auk þess vildi Artie hafa mig til skrauts á pall- inum hjá hljómsveitinni, meðan hún lék. Artie var þröngvað af öllum aðilum, hótelinu, umboðsskrif- stofunum og útvarpsstöðvunum, en hann gat ekki fengið af sér að segja mér frá því. Ástæðan fyrir því, að mér var látin þessi íbúð í té, var að ætlazt var til, að ég héldi mig þar, þangað til ég ætti að fara að syngja og kæmf hvergi nálægt gestunum. Næst vildi hótelstjórnin láta mig koma inn um bakdyrnar. Þegar smástaður í Boston hafði reynt þetta, hafði öll hljómsveit- in risið upp á afturfætuma. En Artie og strákarnir voru búnir að þola vosbúð og erfiði mánuð- um saman til að komast þarna að, og enginn hafði aðstöðu til að segja hótelhring og útvarps- kerfinu fyrir verkum. Ég varð því að koma inn um bakdyrnar. Ég veit ekki, hvers með mér lyklakippuna með öll- um lyklunum... .Ég er að verða gamall og utan við mig Markús! vegna eg gekk ekki út þá þegar, nema þá það hafi verið af því, hvað mömmu þótti ósaplega gam an að hlusta á mig í útvarpinu. Hún lá yfir tækinu meðan á sendingunni stóð. Svo kom að því, að ég fór að syngja minna. Sum kvöldin söng ég ef til vill aðeins eitt lag, og þá helzt fyrir eða eftir útvarps- tímann. Þegar ég á endanum fékk ekki að koma fram í útvarpinu, sagði ég pass, og sagði sjálfri mér upp. Ég sagði Artie, að hann hefði átt að segja mér, þegar stórlaxarnir fóru að gera honum lífið erfitt. Ég gat þolað svona lagað í Suð- urríkjunum, en ekki í New York. Lögreglustjórinn í Kentucky var að minnsta kosti heiðarleg- ur. Góður Suðurríkjamaður seg- ir: „Ég kæri mig ekki um negra,“ og þar með basta. Sumir segja kannski aðeins: „Ég vil ekki um- gangast negra.“ Þeir eru ekkert að fara í felur með það, það er ekkert leyndarmál. Þeir vilja bara láta negrana hugsa um krakkana fyrir sig og hreinsa húsin sín, svo mega þeir fara norður og niður. Þegar þeir móðga okkur, gera þeir það upp í opið geðið á okk- ur, það er eina leiðin fyrir þá að gefa til kynna, að þeir séu æðrí kynþáttur. Þeir gætu dáið og arfleitt þig að öllum eignum sínum, en einhversstaðar í erfðai skráni stæði með fínu letri, að það væri vegna þess, að þú sért góðu nigger, en nigger skal það vera. ÍBtltvarpiö Fimmtudagur 31. ágúst. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tórt leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurff, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Strengjakvartett í g-moll op. 10 eftir Debussy —• (Janacék-kvartettinn leikur). 20:25 Norður Noreg, fyrrihluti, ferða-, þáttar (Vigfús Guðmundáson gest gjafi). 20:50 Frá tónlistarhátíðinni í Schwetz ingen í júní s.l.: Gloria Davy syngur spænsk þjóðlög og negra sálma; Jean Jalbert leikur með á píanó. 21:20 Erlend rödd: Nathanael West —• Kafka Bandaríkjanna, eftir Jac- ques Cabau (Halldór I>orsteins- son bókavörður). 21:45 Einleikur á píanó: Walter Gies- king leikur tónaljóð eftir Mend elssohn. 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Kvöldsagan: ,,Smyglarinn#* eftir Arthur Omre; II. (Ingólfur Krist- jánsson rithöfundur flytur). 22:30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 6 í D-dúr op. 60 eftir Dvórák (Tékkneska fílharm oníuhljómsveitin leikur. Karel Sejna stjórnar). 23:10 Dagskrárlok. Föstudagur 1. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna*': Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar: Þjólög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 „Gosbrunnar Rómaborgar**, sin- fónískt ljóð eftir Respighi (NBC- sinfóníuhljómsveitin í New Yorlg leikur; Arturo Toscanini stjórn- ar). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Einsöngur: Kenny Baker synguf lög úr bandarískum söngleikjum 21:00 Upplestur; Þorsteinn Gunnars- son les ljóð eftir Hannes Sigfújf son. 21:10 Tónleikar: Tilbrigði í As-dúr op. 35 eftir Schubert (Paul Badura- Skoda og Jörg Demus leika fjór hent á píanó). 21:30 Útvarpssagan: .Gyðjan og uxinn# eftir Kristmann Guðmundssonj VI.. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftir Arthur Omre; in. (Ingólfur Krist jánsson rithöfundur flytur). 22:30 Islenzkir dægurlagasöngvarar: Al freð Clausen syngur. 23:00 Dagskrárlok. Og hérna er ’61 árgerðin, sem við munum geta af- ;itt eftir tvö ár. a r k / u á Artie Shaw náði fyrst veruíegri frægð, þegar piaia hans „Begin the Beguine“ kom á markaðinn árið 1938, og ári síðar var hann kjörinn „konungur svingsins". En Arthie Shaw varð ekki eingöngu þekktur fyrir klarinettleik sinn, fleiri könnuðust við hann sem eiginmann frægra kvikmyndadísa. Lana Turner var i eina tíð gift honum og Ava Gardner aðra, svo einhverjar séu nefndar, en auk þess var hann orðaður við fjölmargar aðrar fagrar og frægar konur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.