Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. ágúst 1961
Í>AÐ ER fagurt og búsaeldarlegt
um að litast í Skaftártungunni,
sveitinni, sem liggur milli Hólms
ór Og Eldvatnsins. Tungufljót lið
ast eftir sveitinni miðri, — baggja
vegna lágir bungumyndaðir ásar
með mýrasundum og dældum á
milli. í hlíðunum er kjarr með
fjðlbreyttum gróðri. Framundir
ihæðunum standa reisulegir bæ-
ir, sem brosa mót bjartri sól. Já,
sannarlega er þetta búsældarleg
sveit með góðu beitilandi og gild
um bændum. Efnamenn í Tung
unni, bæði leikir og lærðir.
En þetta er kannske óþarfur
Heimsókn í Sknftárdol
formáli. f þetta sinn ætla ég ekki
að koma á neinn bæ í Skaftár-
tungu. Ferðinni er heitið annað.
Við ætlum að koma að Skaftár
dal, yzta bænum á Síðu.
Við beygjum út af þjóðvegin-
um austan við Tungufljótsbrúna
og ökum upp Búlandsveg, fram
með Eldvatninu, framhjá
Hvammi Og Búlandi. Við hittum
Gíála bónda, þar sem hann er
með fólki sínu að hamast í að
taka saman sílgræna töðuna og
setja hana í bólstra. En við tefj
um þau ekki. Það er svo skúra-
legt. Hann getur vel komið á.
• Brúargerð á stórvatni.
Skaftá aðskilur Síðu og Skaft
ártungu. Þar er hún nefnd Skaft
árdalsvatn. Hér er í smíðum mik
ið og nauðsynlegt mannivirki, brú
argerð undir verkstjórn Valmund
ar Björnssonar frá Svínadal, hins
kunna og dugmikla brúarsmiðs
okkar Vestur-Skaftfellinga. Það
er mikið lán fyrir okkar vatna-
ríka hérað að eiga slíkan mann.
Við brúarstæðið fellur áin í
tveimur frekar mjóum álum.
Milli þeirra er allbreiður rimi af
Eldhrauninu, úfnu Og karga-
þýfðu, vöxnu gráum mosa. Yfir
vestari álinn er brúinn fullgerð.
Það eru tveir menn að leggja á
hana slitgólfið. Yfir austari álinn
er farið í kláf. Aldrei höfðum við
notað slíkt farartæki fyrr. Það
er gaman að svífa yfir fyssandi
strenginn í ánni, og það er eng
inn hræddur, því allir geta treyst
öruggum útbúnaði Valmundar og
manna hans.
Það er lokið við að steypa
stöplana á báðum bökkunum. Á
eystri bakkanum eru brúarsmið
imir í óðaönn að reisa háan turn
úr sverum trjám. Það á að nota
hann, þegar brúin verður dregin
yfir ána í heilu lagi og komið fyr
ir á stöplunum. Þessi brú var
áður á þjóðveginum á Tungu-
fljóti. Nú er verið að ryðhreinsa
hana og mála, svo að hún sómi
sér vel í hinu nýja sæti.
• Eldflóðið eins og vatn
í leysingu
Enginn mun koma svo á
þessar slóðir að honum verði ekki
hugsað til Skaftárelda. Hér erum
við eiginlega á miðju leiksviðinu
í þeim stórkostlegu náttúruham-
förum. — Það er gott að lofa síra
Jóni Steingrímssyni að lýsa því,
sem hér gerðist 12. júní 1783: Þá
var sunnangola og heiðríkja. —
„Kom nú eldflóðið fram úr Skaft
árgljúfri með ógna framrás,
brestum, undirgangi og skruðn-
ingum, svo þá eldurinn datt ofan
í vatnskvikumar eða rennsli,
urðu svo harðir smellir, sem mörg
um fallstykkjum væri senn af
hleypt!“ — Þann 16. júlí var
sama veðrátta og kom þá „ógnar
legur eldgangur fram úr Skaftár
gljúfri, að allt gljúfrið sýndist
fullt af honum“. Og nú sýndist
bóndanum á Skaftárdal ekki leng
ur vært á bakka þessarar eld-
móðu, og þarf enginn að lá hon
um það. Þeir voru „mátavinir“,
hann og síra Jén, „og Dað hann
mig hjálpa sér að komast þaðan“.
Og ekki stendur á síra Jóni frek
ar en endrahær. Hann safnar sam
an hestum og mönnum, og held
ur út yfir heiðar. „Flutti ég hann
svo með fólki sínu, stórgripum
og öllu því er á hesta varð kom
ið, burt þaðan á heimili mitt
(Prestsbakka) og hýsti hann í
5 vikur . . . Þá var að sjá milli
Árfjalls og Skaftártunguháls-
anna eitt logandi bál. . . Eg gekk
með samferðamönnum mínum út
að gljúfrinu. Var þá eldflóðið á
svo höstugri framrás, sem þá
rennandi stórvötn eru í ísaleys
ingum á vordag. Mitt í eldflóðinu
framrunnu og byltust svo stórir
klettar og bjarghellur sem stór
hvelir væri á sundi, eða því um
líkt, allt glóajidi, og nær þeir rák
ust á eitthvað hart, sem fyrir
varð í framrásinni . . . flaug og
tindraði úr þeim svo stórir neist
ar og eldglossar hingað og þangað
að hræðilegt var á að horfa!“.
Þannig lýsir síra Jón þessum
mesta hamagangi náttúruaflanna
sem um getur í íslandssögu.
• „elfar harðstjórn hrundið“.
Hraunrennslið fyllti gljúfr
ið, og þegar áin kom aftur fram
kvíslaðist hún um hraunið, og þar
sem hún er brúuð rennur hún í
tveim álum eins og fyxr er sagt.
Þegar fram dregur slær hún sér
meira út og kvíslast þá milli
margra hólma, stórra og smárra.
Þar var hún farin áður fyrr, með
an þjóðleiðin lá út Síðuheiðar
út í Skaftártungu áður en vegur
inn kom yfir Eldhraunið. Mun
þá oft hafa verið slarksamt og erf
itt að komast yfir Skaftárdals-
vatn, ekki sízt með stóra fjár-
rekstra á haustin. Reyndi það
mjög á þrek rekstrarmanna, út-
sjón þeirra, dugnað og harðfengi.
Einn stærsti rekstur, sem yfir
Skaftárdalvatn hefur farið er
sjálfsagt þegar Árni sýslumaður
Gíslason flutti frá Klaustri suður
í Krýsuvík 1880. Þá átti hann
1300 fjár og var hæsti framtelj-
andi lausafjártíundar á landinu.
Hin síðari ár hafa ekki aðrir
þurft að fara yfir Skaftárdalsvatn
en Skaftárdalsbændur og þeirra
fólk. Hefur þeim aldrei hlekkzt.
þar á, þótt oft hafi þurft að tefla
á tæpt vað. — Eg efast um að þeir
hafi nokkru sinni misst þar kind.
Síðan trukkarnir og jepparnir og
önnur svaðilfarar-tól komu til
sögunnar hefur vatnið oft verið
farið á bíl. Og
„nú er loksins elfar harðstjórn
hrundið,
hennar einvald föstum skorðum
bundið“.
• Ný hús ungrar kynslóðar
Eftir fárra mínútna gang frá
vatninu erum við komin heim
að Skaftárdal. Gamall, vinalegur
burstabær stendur í miðju, stóru
túni þar sem dökkgræn háin bær
ist í landnorðan golunni. En þar
sveit. Hér búa hjónin Þorbjörg
Jónsdóttir frá Skál og Kristján
Pálsson frá Jórvíkuhryggjum i
Álftaveri. Og synir þeirra ætla að
búa í nýju húsunum, Böðvar er
kvæntur Guðlaugu Þorbergsdótt
ur frá Hraunbæ, Oddsteinn er
kvæntur Sigurrós Gunnarsdóttur
frá Borgarfelli.
Það var árið 1918, sem þau Þor*
björg og Kristján hófu búskap á
Skaftárdal. Það er eins og allir
vita, stórmerkilegt ár. Árið, sem
heimsófriðnum fyrri lauk, árið,
sem fsland varð fullvalda ríki,
árið, sem spanska veikin geisaði.
En engan af þessum atburðum
þarf að nefna í sambandi við bú-
skap hinna ungu hjóna á Skaftár
dal. Ráðherrann lýsti sjálfstæðinu
á Stjórnarráðströppunum, höfð-
ingjarnir sömdu Versalafriðinn
Og Gísli Sveinsson stöðvaði
spönsku veikina við Fúlalæk. En
það var annar stórviðburður, sem
í bókstaflegum skilningi kom inn
fyrir vallargarð unga bóndans á
Skaftárdal. Það var Kötlugosið,
sem hófst 12. október 1918.
Sumarið „fyrir Kötlu“ var’ ó-
venjulegt grasleysi. Þó gat Krist
ján skafið 25 hesta upp úr hræ-
snöggu túninu á Skaftárdal. Það
var allur töðufengurinn. Rúma
Ungu bændurnir á Skaftárdal — Oddsteinn t.h. og Böðvar t.v.
* Skaftárdalsvatni
Hjónin á Skaftárdal — Þorbjörg Jónsdóttir og Kristján
Pálsson — ásamt dótturdóttur sinni.
er engu líkara en dagar þessa
bæjar séu senn taldir. Arftakar
hans standa þarna hjá honum og
láta allmikið yfir sér. Austan við
bæinn stendur nýtt, hvítmálað
steinhús með rauðu þaki. Fram
an við hann er annað hús í bygg
ingu, stærðar skúr með snarhöllu
þaki og gluggum eins og í tísku
búð. Það kemur sér að glerið er
tvöfalt og vel er séð fyrir úpphit-
un. Þessi hús eru hús framtíð
arinnar, — hús ungu kynslóðar
innar. Það er líka auðséð á þeim.
Þau eru ung Og djarfleg eins Og
hún, og hafa brotið allar venjur
og allar reglur, sem ríkjandi hafa
verið í húsagerð í íslenzkum sveit
um í þúsund ár.
• 25 hesta töðufengur
En sleppum því. Vikjum að
fólkinu, sem á heima hér á þessu
stórbýli. Það er fólkið, sem setur
svip sinn á hvern bæ, hverja
100 hesta reýtti hann saman af
útheyi úr heiðinni. Á þetta setti
hann kú og 30 kindur. SvO dundi
gosið yfir um haustið. Strax á
öðrum degi þess — 13. okt. —
var jörð orðin svört af sandi um
alla Út-Síðu. Tók þá strax fyrir
alla beit og hlzt svo allan vetur
inn, því hvergi sást á stingandi
strá nema þar sem lækir þógu
bakka sína í leysingum og norðan
kyljan skóf öskuna ofan af hæstu
rofum. Næsta sumar voru þykkir
sandskaflar á Skaftárdalstúninu
og slétt milli allra þúfnana í mýr
unum, þar , sem útslægjurnar að
allega eru. Þess var því ekki að
vænta að heyskapur yrði mikill
heima. Þá fór Kristján með fólk
sitt inn á Lauffellsmýrar, inn und
ir Síðumannaafrétti og heyjaði
þar og flutti heyið fram í Eintúna
háls. Það er efsti bær á Síðu, sem
þá var í byggð. Þar kom hann svo
fyrir nokkrum kindurn um vetur
inn.
Þannig hóf þessi mikli búmað
ur búskap sinn á Skaftárdal. En
það sannast á honum, að það er
„hollari húsbruni en hvalreki á
fyrsta ári“.
• 1500 hesta heyskapur
Þegar við komum að Skaftár
dal voru þeir feðgar að hirða,
Traktorinn bar sætið heim á
heyklónni og blásarinn sópaði þvx
inn í hlöðu. Það þarf varla að
snerta það hendi frekar en heyið
á Oddatúni forðum daga. Nú er
allur heyskapur á Skaftárdal tek
inn á ræktuðu landi. Túnið er yf
ir 30 ha., og mest mun hafa heyj
ast um 1500 hestar, en það verð
ur nú alltaf sjálfsagt nokkur á-
gizkun, síðan hætt var að binda
nokkurn bagga, Á Skaftárdal hef
ur lengi verið margur fénaður,
líklega fleiri en á flestum bæjum
öðrum hér um slóðir, þótt ég
viti það ekki. Þá var heyfengur
inn ekki nema lítið brot af því
sem hann er nú. En það var al
Framh. á bls. 16.