Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUl\BLAÐlÐ Fimmíudagur 31. agúst 1961 Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: /Vðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MIKIL HERNAÐARÞÝÐING ÍSLANDS 1? Y R IR skömmu skýrði^ Morgunblaðið frá grein í nýútkomnu rússnesku tíma- riti, þar sem rætt er um breytingu þá, sem orðið hef- ur hjá varnarliðinu á íslandi og síðan segir orðrétt: „Þetta sýnir hina hernað- arlega þýðingu íslands, sem liggur við mikilvægar sam- gönguleiðir á sjó, sérstaklega kafbátaleiðir." Þetta sýnir að Rússar gera sér enn sem fyrr fulla grein fyrir hinu hernaðarlega mikil vægi íslands. Það hjálpar vafalaust til að minna þá á þetta eyland, að sjálfur Len- in benti á mikilvægi íslands hernaðarlega árið 1920. En enn er blaðað í skræðum hans sem kunnugt er. Rússar eiga nú gífurlegan kafbátaflota, og kafbátar eru einmitt taldir meðal skæð- ustu vopna í dag. Hið rúss- neska tímarit bendir rétti- lega á, að lega íslands hefur við tilkomu kafbátanna orð- ið þýðingarmeiri hernaðar- lega en ekki dregið úr henni. Hinn mikli áhugi, sem Rúss- ar hafa nú á íslandsmálum, byggist auðvitað á hinu hern- aðarlega mikilvægi landsins. Þess vegna er það, sem þeir verja geysifjárhæðum til áróðurs hérlendis, stofna hverja friðarsamfylkinguna af annarri með mismunandi skrautlegum nöfnum, senda hingað listamenn og áróðurs- fólk, þar á meðal sjálfan menntamálaráðherrann, sem talinn er með valdamestu einstaklingum í Ráðstjórnar- ríkjunum og hlynna dyggi- lega að sérhverjum þeim sak- leysingja, sem þeim ánetjast. Kommúnistum er það full- ljóst, að ísland getur ekki orðið hlutlaust í hernaðar- átökum. Þeir leggja megin- áherzlu á að gera það varn- arlaust, til að veikja varnar- kerfi lýðræð'isþjóðanna, en þó auðvitað fyrst og fremst í þeim tilgangi að geta sjálfir á fyrsta degi átaka náð hér fótfestu og aðstöðu fyrirhinn mikla kafbátaflota sinn. Þetta mættu þeir menn gjarnan hafa hugfast, sem í sjálfu sér eru andvígir komm únistísku ofbeldi, en þjóna þó heimsyfirráðastefnu komm únismans, ýmist með hlut- leysi eða með því að láta beinlínis nota sig í þágu of- beldisins. ÞÁTTUR ÞÓRARINS CÍÐAR í þessari sömu grein, ^ fagnar hið rússneska blað yfir stjórnmálaályktun Fram sóknarflokksins og skrifum Tímans og segir orðrétt: „Tíminn, málgagn Fram- sóknarflokksins, krefst þess, að aftur verði horfið til þess ástands, sem var 1949—50, þegar ísland var meðlimur í NATO en hafði engan amer- ískan her. Þessi ályktun hinnar ráð- andi deildar annars stærsta stjórnmálaflokks íslands er alvarlegt áfall fyrir þá, sem hlynntir eru dvöl ameríska hersins.“ Rússar tala þannig opin- skátt um það, að afstaða Framsóknarflokksins sé „al- Varlegt áfall“ fyrir hinar vestrænu lýðræðisþjóðir. — Skýrar er ekki hægt að lýsa hlutverki Framsóknarflokks- ins á íslandi. Það miðarbein- línis að því að styrkja að- stöðu Rússa. Ekki er því að furfta þótt Þórarinn Þórarinsson sé í há- vegum hafður fyrit austan tjald og títt boðinn í heim- sóknir þangað. Hann er rétti- lega talinn dyggasti þjónn kommúnista, vegna þess að hlutverk hans er að veikja samstöðu lýðræðisaflanna á íslandi og opna kommúnist- um þannig dyr til áhrifa. Ein af aðferðum Tímans er sú að líkja stjórnarfari á ís- landi við ofbeldisverk komm- únista í Austur-Þýzkalandi og sérstaklega Austur-Berlín. Tíminn hefur margsinnis tal- ið, að stjórnarfar hér á landi væri svipað og þar austur frá og þannig viljað leggja áherzlu á að við þyrftum ekki að óttast kommúnistisk yfirráð. Það yrðu ekki mikl- ar breytingar frá því, sem nú er. „SAMÁBYRGÐ OG GAGN- KVÆMUR SKILNINGUR" ¥¥ÉR í blaðinu hefur einnig ** verið greint frá því, að Framsóknarflokkurinn hafi sent formann Sambands ungra Framsóknarmanna og ritara ungra Framsóknar- manna í Reykjavík á þing í Moskvu, sem haldið var með kommúnistískum ungmenn- um víða að úr heiminum. Hin ir kommúnistísku fyrirsvars- menn þessa þings lýsa því sem „fundi friðelskandi æsku, sem óskar að treysta samábyrgð sína, bæta gagn- kvæman skilning og marg- falda átök sín í þágu glæsts FYRSTU myndirnar af vetr- artízkunni bera þess órækt vitni ,að búizt er við köld- um vetri í París að þessu sinnL — Sýningarstúlkurnar hafa aldrei verið dúðaðar eins kyrfilega. Ullin í kjólun- um er í þykkara lagi, yfir- hafnirnar eru fóðraðar og bryddaðar skinnum, og þeim fylgja loðhúfur eða hettur. Um nýju tízkuna má ann- ars það segja í stuttu máli, að kjólfaldurinn hefur síkkað mn svo sem eina tommu frá vortízkunni síðustu. Ermarn- ar hafa og lengst og þrengst Dragt frá Dior, sem ber öll einkenni vetrartízkunnar. Dragtin er laus í mittið og pilsið keilumyndað — sem sagt þægileg og ungfrúar- leg. Athygli skal vakin á derhúfunni og hálsklútnum, sem fylgir dragtinni. sigurs ....“ Framsóknarflokkurinn tek- ur þannig opinskátt þátt í því að „treysta samábyrgð sína“ með heimskommúnism- anum og sendir fulltrúa sinn til þess að „bæta gagnkvæm- an skilning og margfalda á- tök“ í þágu áforma heims- kommúnismans. Það er sannarlega engin furða, þótt lýðræðússinnaðir Framsóknarmenn spyrji nú, hvert sé verið að leiða flokk þeirra. Því miður er ekki hægt að gera ráð fyrir að leiðtogar Framsóknarflokks- ins séu þeir skynskiptingar, að þeir geri sér ekki grein fyrir hættum þeim, sem því eru samfara að ánetjast kommúnisma. Af þeim sök- um virðist augljóst, að ekki geti annað orðið til bjargar Framsóknarflokknum en að hinir óbreyttu flokksmenn hafi manndóm í sér til að skipta um forystu og fela hana mönnum, sem vilja vinna að framgangi lýðræð- ishugsjóna en ekki vera á mála hjá kommúnismanum. Appelsínugul ullarkápa frá Coma með samlitu kögri á liett- unni (t.v.) Svart- og hvítyrjóttur tweed-frakki frá Heim (t.h.) 1 ’ Pf |H g •3 (u vv> '•■,-•■ •••■ • V ■>' og ná fram á úlnlið. Línan er næst þvi að vera keilu- laga. Að öðru leyti gefa með- fylgjandi myndir mönnum hugmynd um, hvernig tízkan veturinn 1961—62 verður. Hettufrakki frá Dior með kögri, upplagður klæðnaður í kaldri og næðingssamri veðráttu. 3 Þröngur samkvæmlskjóll frá Dior. Empire-línan skýtur aftur upp kollinum, með þeirri breytingu þó, með barmurinn sýnist flat- arl. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.