Morgunblaðið - 08.09.1961, Síða 23

Morgunblaðið - 08.09.1961, Síða 23
# Föstudagur 8. sept. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 23 Fulltrúar á 14. aðalfundi Stéttarsambands bænda. Lok adalfundar Stéttarsambands bænda: Hæfileg bjartsýni, þrek og dugn- aður einkenni bændastéttarinnar — Gatnagerð Framh. af bls. 2 sagði hann, að sæju enga leið út úr beim ógöngum, sem þessi mál væru komin í, heldur legðu á- íherzlu á það eitt að koma öllum tillögum til úrbóta fyrir kattar- nef. Benti Alfreð á, að á sl. 5 ár- um hefði samtals 112 millj. kr. verið varið til gatnagerðar, eða 22.4 millj. kr. árlega, sem sam- svaraði 11.6% allra rekstursút- gjalda bsejarins. Þetta væri hærri íhlutfallstala en yfirleitt gerðist erlendis, sagði Alfreð, og þyrfti því að afla nýrra tekjustofna, ef auka ætti framlög til gatnagerð- ar. í lok ræðu sinnar gerði Alfreð grein fyrir tillögu Alþýðubanda- •lagsmanna, þar sem m. a. er far- ið fram á rannsókn á orsökum þess seinagangs, sem þeir telja á gatnagerðarframkvæmdum, lögð tii fjölgun gatnagerðarverkfræð- inga og samning áætlunar um framkvæmdir í gatnagerð o. fl. FERMETRAFJÖLDINN SKIPTIR MESTU Gunnlaugur Pétursson borgar- ritari kvað Alfreð Gíslasyni hafa láðst að geta þess í tali sínu um kostnað við gatnagerðarfram- — Utanríkisráð- herrafundur Framhald af bls. 1. fimmtu nefndar Allsherjarþings- ins (Fjárhags- Og framkvæmda- nefndarinnar). Samkvæmt boði íslenzku rík- isstjórnarinnar verður næsti fund ur utanríkisráðherra Norður- landa haldinn í Reykjavík vorið 1962. Ráðstefnuna í Kaupmanna- höfn sóttu utanríkisráðherrar allra Norðurlandanna, þ. e. Guð- mundur í. Guðmundsson frá ís- landi, Halvard Lange frá Noregi, Jens Otto Krag frá Danmörku, Ahti Karjalainen frá Finnlandi og Östen Unden frá Svíþjóð. SJALFSTÆÐISHÚSIÐ hefur vetrarstarfsemi sína nú I kvöld, föstudagskvöld. Eins og að und- anförnu verður þar „restaura- tion“ á föstudagskvöldum, laug- ardagskvöldum og sunnudags- kvöldum. A sunnudögum verða gamkomur, sem unglingum eru eetlaðar, og verður þá ekki veitt yín. Eins og áður verður húsið leigt út til samkvæma, skemmt- ana og fundahalds, bæði litli og etóri salurinn. Er þegar farið að taka á móti pöntunum, Ný hljómsveit leikur í Sjálf- iBtæðishúsinu í vetur. Hljómsveit Sverris Garðarssonar, og hinn vinsæli söngvari Sigurdór Sig- urdórsson syngur með henni. A myndinni sést hljómsveit- in. Frá vinstri talið: Sigurbjörn Ingþórsson (bassa), Jón Möller (píanó), Sverrir Garðarsson hljómsveitarstjóri (trommur), kvæmdir, að á undanförnum ár- um hefði verið unnið að gerð nýrra holræsa, sem er nauðsynleg ur hluti gatnagerðarinnar. Skýrði hann írá því, að fjárveitingar til þessara framkvæmda hefðu frá árinu 1956 aukizt úr 19.5 millj. kr. í 33 millj. kr. 1960. Borgarritari svaraði því til við fullyrðingum Alfreðs um litla malbikun gatna í bænum, að sam anburður í lengdarmetrum á mjó um götum og breiðum væri óraun hæfur. Það lægi 1 augum uppi, að breidd gatnanna hef(þ mikið að segjá. Því gæfi fermetrafjöld- inn réttari mynd en lengdar- metrafjöldinn. í lök ræðu sinnar sagði Gunn- laugur Pétursson borgarritari, að öllu þau mál, »em Alfreð Gísla- son hefði minnzt á í ræðu sinni hefðu verið í athugun hjá bæjar- yfirvöldunum Og sífellt væri leit- azt við að koma á sem mestri hagkvæmni í þessum efnum. VÍSAÐ TIL BÆJARRÁÐS Magnús Jóhannesson kvað ræðu AG hafa verið einn reiði- lestur frá upphafi til enda. Til- laga Alþýðubandalagsmanna, sagði hann, að væri hrá og óunn- in, og því ómögulegt fyrir bæj- arstjórn að samþykkja hana í þeirri mynd, sem hún væri. Lagði Magnús því til, að henni yrði vísað til athugunar bæjarráðs. GENGIÐ Á SNIÐ VIÐ ÞÝÐINGARMIKIL MÁL Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði, að málflutningur AG í þessu máli gæfi góða mynd af málflutningi kommúnista í mál- efnum bæjarins. Hann hefði gjör samlega sniðgengið allar umræð- ur um staðreyndir málsins og lát- ið undir höfuð leggjast að ræða þýðingarmikla þætti þess, eins og t. d. holræsagerðina. Þar að auki gengi hann út frá fölskum forsendum x samanburði sínum við önnur lönd. Loks tóku þeir til máls Guð- mundur Vigfússon og stuttlega aftur Alfreð Gíslason og Magnús Jóhannesson. Viðar Alfreðsson (trompet) og Reynir Sigurðsson (víbrafón og harmóníku). Sigurdór Sigurdórsson í GÆR lauk aðalfundi Stétt- arsambands bænda að Bif- röst með því að lesin var fundargerð og formaður sam bandsins Sverrir Gíslason í Hvammi ávarpaði gesti fund- arins og þakkaði fráfarandi stjórnarnefndarmanni, en Jón Sigurðsson á Reynistað flutti kveðjuorð, er hann hverfur nú úr stjórn, sem hann hefir verið í frá stofn- un samtakanna fyrir 16 ár- um. — Aðalfundurinn lét frá sér fara 25 ályktanir frá verðlagsnefnd, framleiðslunefnd og allsherjar- nefnd auk fjárhagsáætlunar og samþykktar reikninga. Ávarp landbúnaðarráðherra í fyrrakvöld voru tillögur nefnda ræddar og afgreiddar. Þá ávarpaði Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra fundinn. Hann ræddi m.a. ýmis vanda- mál landbúnaðarins og kvað eðli legt að fundur sem þessi markaði stefnu í framfaramálum hans. Hann fagnaði því að framleiðsla Jandbúnaðarins hefði stórlega aukizt og að hann fullnægði nú neyzluþörf þjóðarinnar, þar sem flytja verður út talsvert magn af kjöt Og mjólkuraíurðum. Landbúnaðarráðherra var bjart sýnn á framtíð íslenzku þjóðar- innar en það væri ekki hægt nema landbúnaðinum vegnaði vel. Þá ræddi hann verðlagsgrund völl og nauðsyn þess að sam- komulag næðist um hann svo og löggjöf þá er verðákvörðun til bænda grundvallaðist á m. a. með verðtryggingu á útfluttum land- búnaðarvörum. Þá fagnaði hann aukinni getu bænda til áburðarkaupa og aukn- um heyfeng, sem þó væri enn víða mjög háður tíðarfarinu. Væri því eitt mesta hagsmuna- mál bænda að gera sig enn óháð- ari veðurfarinu með aukinni súg þurrkun og votheysverkun, sem þyrfti að vera á hverjum bæ. Hann ræddi ýtarlega um úr- bætur í lánastarfsemi til bænda og skýrði glöggt þau mál, m. a. bráðabl. sem gerð voru í sumar og gert er ráð fyrir að breyta hluta af lausaskuldum bænda í 20 ára lán. Undir lok ræðu sinnar kvaðst landbúnaðarráðherra vona að þessi félagssamtök mættu vera umræðuvettvangur fyrir bænda- stéttina og hagsmunamál henn- ar einvörðungu og þar yrðu látin ráða þau sjónarmið, sem bænda- stéttinni væri fyrir beztu. Að síðustu óskaði hann bændastéttinni til hamingju með það verkefni sem hún hefði að leysa og kvaðst vona að hún hefði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherre í framtíðinni hæfilega bjartsýni, þrek og dugnað til að leysa vandamál sín, en þessir eigin- leikar hefðu jafnan verið ríkast- ir í fari hennar. Ræðu ráðherra var með afbrigð um vel tekið, og létu fulltrúar í ljósi ánægju sína yfir komu hans á fundinn. Stjórnarkjörið Síðasta verk fundarins í fyrra- kvöld var kosning stjórnar og var hún endurkjörin nema kvað Bjarni Halldórsson frá Uppsölum í Skagafirði var kjörinn í stað Jóns Sigurðssonar á Reynisstað. Stjórnina skipa nú: Sverrir Gíslason, Hvammi, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi, Páll Metúsalemsson Refstað, Bjarni Halldórsson, Uppsölum og Bjarni Bjarnason, LaugarvatnL í varastjórn voru kjörnir Sig- urður Snorrason, Ólafur Bjarna- son, Jóhannes Davíðsson, Sveinn Einarsson og Gunnar Guðbjarts- son. Endurskoðendur voru endur- kjörnir Einar Halldórsson og Hannes Jónsson. Við fundarslit í gær þakkaði Sverrir Gíslason Jóni Sigurðs- syni ágætt samstarf, drengskap og vináttu. Þá þakkaði hann og Steingrími Steinþórssyni, búnað armálastjóra, gott lið við Stétt- arsambandið en hann hafði á fundinum getið þess að þetta kynni að vera síðasti aðalfund- urinn, sem hann sæti sem bún- aðarmálastjóri. Einnig þakkaði Sverrir forseta ASÍ hlý orð í garð sambandsins. Þá bauð hann og hinn nýja stjórnarnefnd armann velkominn í stjórnina. Trúin á Iandið Jón Sigurðsson á Reynisstað ávarpaði fundinn og þakkaði vináttu fulltrúa og gott sam- starf. Kvaðst hann ekki hætta vegna ósáttar við einn eða neinn, heldur færðist nú elli yfir sig og hann fýsti að eyða síðustu árunum til annara hugðarefna. Hann bað menn að lokum að missa ekki sjónir af því að fleira væri íslenzkum bændum til fram dráttar en hagsmunabaráttan ein, þótt aldrei mætti missa sjónar af henni. Trúin á land- ið og kærleikurinn til átthag- anna væri það afl sem bindi menn traustustum böndum við sveit sína. Lauk þar með 14. aðalfundi Stéttarsambands bænda. — Norræn list Framh. af bls. 24. 75, eins og áður er sagt. Danir senda verk 5 málara, 4 mynd- höggvara og 3 svartlistarmanna. Finnar verk 8 málara, 5 mynd- höggvara og 6 svartlistarmanna. Norðmenn verk 7 málara, 4 mynd höggvara og 5 svartlistarmanna og Svíar 6 málara, 5 myndhöggv- ara og 6 svartlistarmenn. Af ís- lenzkum listamönnum eiga 7 mál- arar verk á sýningunni, 4 mynd- höggvarar, en aðeins einn svart- listarmaður. Norræna listbandalagið kapp- kostar yfirleitt að taka á sýning- ar sínar sem mest af verkum efni legra yngri listamanna, i þeim tilgangi að stuðla að því að list- in færist örlítið fram á við. Öll verkin á sýningunni eru því eft- ir núlifandi málara, utan verk tveggja, sem eru nýlátnir, enda öll unnin á árunum 1951—1961. Mörg þeirra eru til sölu. Aðalfundur bandalagsins í sambandi við sýninguna eru hingað komnir 13 listamenn frá Norðurlöndum og koma 3 í við- bót, en á sunnudag heldur Nor- ræna listbandalagið aðalfund sinn hér í Reykjavík, þar sem rædd verða málefni þess og leiðir til eflingar. Einnig er hér kominn blaða- maður frá Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn, vegna sýningar innar, og von á tveimur finnsk- um blaðamönnum. í gær sýndi sýningarnefnd og fulltrúar hinna erlendu lista- manna fréttamönnum sýninguna í Þj óðminj asafninu. Hafði Jan Zibrandtsen, safnstjóri, orð fyrir Dönunum, Hakon Stenstadvold, listmálari Norðmönnunum, Tage Hedqvist, listmálari Svíunum og Ake Hellman, listmálari Finnun- um, og Hjörleifur Sigurósson fs- lendingunum. Ráðning á gátu dagsins: Lóð. Sjálístæ ðish úsið opnar í kvöld Ný hljómsveit leikur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.