Morgunblaðið - 06.10.1961, Qupperneq 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. okt. 1961
Dorothy Quentin:
Þöfli aev
Skáldsaga
tíma skulum við giftast og
stjórna eyjunni vel og aldrei láta
neinn mann heyra ófrið neins
staðar.
Þakka þér fyrir, Tom, sagði
hún og steig inn í vagninn, ein-
kennilega auðmjúk í huga. Það
var skrítið að finna til auð-
mýktar í þessum ræfilslega bíl,
sem Ted Sanders hefði sam-
stundis, fleygt, aðeins vegna
þess, að svartur unglingur hafði
með kurteisi sinni minnt hana á
barnaleiki þeirra, hugsaði hún
á leiðinni, en það var nú samt
sannleikskorn í þessum barna-
leikum. Þó að André kallaði sig
bara lækni núna og væri eigandi
lítils húss í stað hallar áður,
fylgdu samt einhverjir töfxar
Tourville-nafninu. Erfðakenning-
ar og hollusta voru lífseigar á
þessum litlu afskekktu stöðum
og það var ennþá ást og virðing
í rómnum, þegar þetta barnalega
fólk nefndi „Monsieur", 'og nú
virtist hann vera farinn að bera
nafnið fyrir eigin verðleika.
Hún hallaði sér aftur í vagn-
inum, sem hossaðist yfir öll
hvörfin í veginum og hún vissi
ekki, hvort hún átti að hlæja eða
gráta. Allt sem fyrir augun bar,
var á vixl hátíðlegt og hlægilegt
.... tignarsvipurinn, sem gamla
bíltrogið bar með sér, vondi veg-
urinn og hin ótrúlega náttúru-
fegurð, allt í kring og hinn há-
tíðlegi höfuðburður hjá Tom,
þegar hann setti ullarhausinn í
stellingar....
Bíllinn skrölti gegn um lítil
þorp af stráþöktum kofum og
þyrlaði hvítum rykskýjum yfir
krakkana, sem komu hlaupandi
út til að glápa á þau fara fram
hjá. Frankie mundi vel eftir
þessum þorpum og nöfnum
þeirra. Og handan við þorpin og
akrana tók við skógurinn, sem
varð æ ágengari, en upp yfir
allt gnæfðu fjallatindarnir í
fjarska, formfagrir og hreinir,
við biáarí himininn.
Þetta var yndisfagurt landslag,
en þó taeki annað ennþá fegurra
við, þegar komið væri fyrir
Tangann, þar sem vegurinn lá
aðeins til landareigna Lauriers
og Tourville.
Þarna vottaði ekki fyrir nein-
um framförum. Hús innlendra
manna voru úr timbrj og strái
eins og þau höfðu alltaf verið.
Þetta var létt byggingarefni og
hentugt þar sem von var á felli-
byljum. Og hvað hreinlætið
snerti, þá höfðu hinir innlendu
sjóinn rétt við bæjardyrnar, og
til drykkjar íekalt og hressandi
vatnið, sem rann^ eftir hverju
gili, til sjávar. Mat var alstaðar
að fá, bæði úr sjó og í landi,
sjórinn krökur af fiski og skóg-
arnir af dýrum og fuglum, svo
að þarna áttu framfarir nútím-
ans lítið erindi. Frankie gat ekki
annað en brosað, þegar hún hugs
aði til hinna flóknu og marg-
brotnu lifnaðarhátta í Ameríku.
Það var engin furða þó að þessi
náttúrubörn hugsuðu ekki mikið
fyrir morgundeginum! Konur og
börn veifuðu til hennar, þegar
hún fór framhjá og hún veifaði
á móti. Þetta var allt svo hress-
andi og viðkunnanlegt eftir allt
óðagotið í Ameríku og hún þótt-
ist viss um, að hún yrði ekki
lengi að venjast þessum hægfara
lifnaðarháttum. Tíu árin, sem
hún hafði' verið fjarverandi,
voru þegar farin að. hverfa eins
og vondur draumur, og nú tók
veruleikinn við. Hér átti hún
heima.
Hún lokaði augunum, þegar
bíllinn beygði fyrir Tangann,
hún vildi ekki opna þau aftur
fyrr en hið dýrðlega útsýni blasti
við, til hennar eigin lands hand-
an við ána. En án þess að vita
af, lokaði hún augunum lengur
en hún hafði ætlað og varð því
hálf vonsvikin, þegar Tom kall-
aði allt í einu til hennar: Við
erum komi i, mademoiselle!
Hús gömlu greifafrúarinnar
var lítinn spöl frá veginum, inn-
an við girðingu með járnhliði,
þar sem á var skjaldarmerki
ToUrville ættarinnar, en síðan
tók við alllöng akbraut yfir litla
brú á ánni. Húsið varð henni
hálfgerð vonbrigði; þetta var ný-
tízku hús, þar sem gluggarnir
sneru út að veginum, en bakhlið-
in hlaut að vita út að Lúsíufló-
anum.
Frankie þakkaði Tom, horfði á
hann snúa bílnum og fann til
einkennilegs óhugnaðar, er hún
gekk upp tréþrepin upp að garð-
dyrunum á litla húsinu með
gluggahlerunum, til þess að hitta
móður Andrés. Þessi staður var
eins og yfirgefinn og í alla staði
laus við að vera aðlaðandi, með
iokaða gluggahlerana fyrir há-
degissólinni, og einhvernveginn
óhugnanlegur. Hún sagði við
sjálfa sig, að þetta væri hlægi-
legar hugleiðingar —■ framdyrn-
ar stæðu galopnar og hún væri
nú orðin uppkomin stúlka, og
léti ekki lengur hræða sig eins
og krakka. Hún tók að velta því
fyrir sér hvernig Helena mundi
kunna við sig í svona lítilfjör-
legu húsi, eftir alla dýrðina í
höllinni, og allt í einu hafði hún
safnað í sig kjarki til að ganga
að dyrunum og hringja bjöllunni.
En áður en nokkur kom til dyra,
heyrði hún kaldranalegan mál-
róm gömlu konunnar:
Komdu inn, Francoise! Stattu
ekki þarna glápandi eins og túr-
isti!
Röddin kom úr stofu til hægri
við. forstofuna, og Frankie rétti
ósjálfrátt úr sér, gekk síðan inn
og bar höfuðið hátt. Það var
meira en hlægilegt að vera
hrædd við þennan gamla harð-
stjóra. eingöngu vegna þess, að
hún hafði á barnsaldri verið
hrædd við kerlinguna.... Þegar
hún hafði vanið augun við hálf-
rökkrið, sem þarna var inni, sá
hún gömlu greifafrúna sitjandi
í bakháum stól sem líktist há-
sæti. Hún gekk til hennar og ók
í beinaberu höndina, sem að
henni var rétt og gat aðeins stillt
sig um að beygja sig í hnjánum,
eins og hún hafði gert þegar hún
var krakki.
Velkomin heim. Franioise....
Greifafrúin starði á Frankie og
drap titlinga um leið og hún tók
mál af henni frá hvirfli til ilja,
með dómarasvip. Þetta er eins
og ég væri að sækja um stöðu
hjá henni, hugsaði Frankie, og
hana langaði mest til að hlæja.
Svo bætti Helena við, dræmt:
... .þó að ég efist nú um.’að þér
finnist Laurier nokkurt heimili
eftir öll þessi ár. Þar hafa orðið
miklar breytingar. Og svo hefur
þú líka verið í borgum, stórum,
fjölmennum borgum.
Þetta var móðir Andrés, mundi
hún allt í einu; auðvitað hefði
hún átt að beygja sig niður og
smella ástarkossi á fílabeins-
gulu kinnina. Nei, það kom
ekki til mála. Þarna var öll
gamla fjandsemin og meira til.
Helena hafði alltaf verið afbrýð-
issöm vegna sonar síns, og nú
var hún auk þess full gremju í
ekkjustandinu og yfir því að
þurfa að rýrna höllina sína.
Laurier verður alltaf heimili
mitt, frú, sagði Frankie einbeitt-
lega. Þær töluðu frönsku, enda
úótt Helena kynni bæði málin
jafn vel, auk mállýskunnar. Ég
var ekkert sérlega hrifin af stór-
borgunum.
Huh! snuggaði Helena. Þú ert
nú samt eins og tízkudrós úr
stórborg.
Frankie reyndi að brúa þetta
bil, sem sýnilega var rpilli þeirra
með því að segja. Það var fallega
gert af yður að bjóða mér að
bora....
En orðin féllu eins og flöt til
jarðar.
Þegar Helena hafði lofað þögn-
inni að vara nógu lengi til þess
að vera vandræðaleg, sagði hún
hvasst: Við bjuggumst við þér
klukkutíma fyrr.... en ég sé, að
þú ert farin að líkjast henni
móður þinni með óstundvísina
ekki síður en í útliti. Louise var
hræðilega kærulaus. Við höfum
gest hérna, sem hlakkar til að
sjá þig.
Einhver kom hljóðlausum
skrefum út úr rökkrinu í hinum
enda löngu stofunnar, feimnis-
lega og stanzaði við stól gömlu
konunnar. Frankie fannst rétt
eins og afturganga hefði birzt,
þegar hún sá þessa stúlku með
ílanga. fílabeinsgula andlitið und
ir hrafnsvörtu hárinu, og svart-
klædda frá hvirfli til ilja. Henni
varð bilt við, því að hún hafði
haldið, að þær Helena væru
þarna einar. Augun í stúlkunni
voru sviplaus eins og svartir
steinar og hún horfði að mestu
niður fyrir sig.
Þetta er Simone Fauvaux,
Francoise, — hún er elskuð
frænka min. Ég er viss um,
Simone, að ungfrú Laurier finnst
dauflegt hJr heima eftir að hafa
verið í Ameríku, og verður fegin
að hafa einhvern ungan félags-
skap.
Stúlkan tautaði á vandlega
framborinni ensku: Það gleður
mig svo að hitta þig, Francoise.
Ég vona, að við verðum vinir
meðan þú ert í Laurier — og svo
fann hún, að hún tók í beinlausa
hönd með einkennilegu sam-
blandi af ógeði og hræðslu. En
hvað var svo sem að hræðast við
þessa óframfærnu stúlkukind,
svona feimna? Hún hafði aldrei
heyrt neitt frændfólk með ættar-
nafninu Fauvaux, en það var
ekkert að marka, því að Tour-
ville-ættin átti allan fjöldann af
allskonar skyldfólki í Frkklandi,
Ég vona, að ég verði í Laurier
til frambúðar, sagði Frankie og
var háværari en hún hafði ætlað
sér. Það var næstum eins og ein-
hver ögrun.
Þá verðurðu hér fram yfir
brúðkaupið, sagði greifafrúin í
silkimjúkum tón, og nú leyndi
sér ekki sigurhrósið í hryssings-
legu röddinni. Simone og André
ætla að gifta sig eftir þrjá mán-
uði. Það hefur engin formleg op-
inberun verið enn, af því að
blessað barnið er í sorg. En ég
er bax-a að segja þér það af því
að þið André eruð gðmul leik-
systkin. Þú ert næstum ein af
fjölskyldunni.
Og nú horfðu þær báðar á
hana, gamla, illilega konan með
-hvössu augun og þessi læpulega
stúlka, sem stóð bak við stólinn
hennar. Frankie fannst þetta lík-
ast skrautsýningu, óeðlilegt,
grimmilegt og óhugnanlegt.
Hann hefði nú getað sagt henni
þetta sjálfur!
Þögla, skuggalega stofan var
allt í einu full óhugnaðar, sem
var fyllilega eðlilegur; þarna
var ást og hatur, afbrýðisemi og
gremja. Snöggega fannst Frankie
eins og gólfið gengi í bylgjum
undir fótum hennar, og henni
varð óglatt. Það gat ekki verið
satt, að André ætlaði að giftast
þessari beinlausu, skuggalegu
stúlku með kuldalegu, harð-
neskjulegu augun og þessa íæpu-
legu framkomu! Ekki André....
stolti draumaprinsinn hennar,
sem var svo uppstökkur en samt
svo meðaumkunaramur, þegar
sjúkir og sorgmæddir voru ann-
arsvegar og með þennan hroka,
sem varð svo hæglega að
hlátri....
Til hamingju, sagði hún glað-
lega og hló án þess að vita að
hverju, nema ef það skyldi vera
kaldhæðni örlaganna. Þá verð-
um við raunverulega eins og ein
fjölskylda, Simone, af því að
André var alltaf eins og bróðir
minn, þegar ég var lítil.
Þá verðum við eins og systur,
sagði Simone fleðulega og
kyssti hana á báðar kinnar.
Þetta voru uppgerðarkossar —
J údasarkossar.
III.
Frankie óskaði sér, að hún
væri ein og gæti skundað út úr
þessu skuggalega húsi, þar sem
gamla konan hafði sýnt henni
þetta banatilræði. Hún vildi geta
hlaupið út í skóginn, eins og elt
dýr, og verið þar ein, til að jafna
sig eftir þetta áfall. Hún, sem
aBtltvarpiö
Föstudagur 6. október
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón
leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón
leikar. — 10:00 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25
Fréttir, tilk. og tónl.).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku. — Tón
leikar.
13:50 Afmælishátíð Háskóla Islands
(útv. frá háskólabíói): Ræðu flyt
ur rektor háskólans, próf. Ar-
mann Snævarr. — Avörp flytja
forseti Islands, menntamálaráð-
herra, borgarstj. í Reykjavík
og forseti Þjóðræknisfél. Islend-
inga í Vesturheimi. — Kveðjur
flytja foi*seti Vísindafél. Islend*
inga, varaform. Bandalags há-
skólamanna, form. Stúdentafél.
Reykjavíkur, form. Stúdentaráðs
háskólans og fulltrúar erlendra
háskóla. — Blandaður kór, I>uríð-
ur Pálsdóttir, Arni Jónsson og
’ Sinfóníuhljómsveit Islands flytja
kantötu við háskólaljóð Davíðs
Stefánssonar og fleira eftir Pál
Isólfsson; höf. stj. — Rektor þakk
ar. — Sunginn þjóðsöngurinn.
16:30 Veðurfregnir.
18:30 Tónleikar: iÞjóðlög frá ýmsum
löndum.
18:50 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Konsert I A-dúr fyrir
selló og strengjasveit eftir Tairt-
ini (I Musici leika).
20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
20:45 Operettulög: Anneliese Rothen-
berger og Rudolf Schock syngja
lög úr ,,Betlistúdentinn“ eftir
Millöcker og ,,Boccaccio“ eftir
Suppé.
21:00 Upplestur: Steindór Hjörleifsson
leikari les ljóð eftir Jón úr Vör.
21:10 Píanótónleikar: Clara Haskil leik
ur. —
a) Tvær sónötur í Es-dúr og h-
moll eftir Scarlatti.
b) Sónatína fyrir píanó eftir
Ravel.
21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux-
inn“ eftir Kristmann Guðmunds-
son; XVI. (Höfundur les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eftir
Arthur Omre; XVIII; (Ingólfur
Kristjánsson rithöfundur).
22:30 I léttum tón:
a) Rússneskt kvennatríó leikur á
bandúra og syngur.
b) „Hammond" Olsen leikur á
bíóorgel lög eftir Foster.
23:00 Dagskrárlok.
Uaugardagur 7. októbei
8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob
Jónsson. — 8:05 Tónleikar. —
8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar.
10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilk.).
12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
13:50 Afmælishátíð Háskóla Islands:
Háskólahátíðin 1961 (útv. frá
háskólabíói),
Dr. Sigurður Nordal prófessor
flytur erindi. — Lýst doktors-
kjöri. — Söngvararnir Guð-
mundur Jónsson og Kristina
Hallsson syngja íslenzk lög. —
Háskólarektor ávarpar nýstú-
denta.
16:30 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ung
linga (Jón Pálsson).
18:55 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: „Sylvla'*. danrasýn-
ingarlög eftir Delibes. (Hljóm-
sveitin Philharmonia leikur; Roto
ei^rt Irving stj.),
20:20 Leikrit: „Víst ertu skáld, Krist«p
6fer!“ eftir Bjöm-Erik Höjer, 1
þýðingu Þorsteins O. Stephen-
sens. — Leikstjóri: Helgi Skúla*
son.
20:50 Meistaramir Mozart og Weber:
a) Operuaríur eftir Mozairt
(Erich Kunz syngur).
b) Fagottkonsert eftir Weber
(Karel Bidlo og tékkneska
fílharmoníusveitin leika: Kurt
Redel stjórnar).
21:20 Uþplestur: „Alltaf að tapa“.
smásaga eftir Einar H. Kvaran
(Brynjólfur Jóhannesson leik-
ari).
22:00 Fréttir og veðurfreguir. *s
22:00 Danslög
24:00 Dagskrárlok
ý/7
a
r
í
ú
á
— Hvar skyldi Sirrí vera?
I Komdu Andy, við skulum íinna j
I hana! I
Hvað þá? .... Andy stefnir
beint í skóeareldinn! ■
/