Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 2
z MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. nóv. 1961 Cuðbjörg fékk silfurlampann Fyrsta leikkonan, sem fœr hann FELAG ísl. leikdómenda hefur ákveðið að veita silfurlampann í áx og fór fram atkvæðagreiðsla í sl. mánuði af þvi tilefni. -Sex leikdómendur greiddu atkvæði af 7 meðlimum félagsins, þar sem sá 7. hafði ekki sitarfað á sl. leikári. Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu þessi: Guðbjorg Þorbjarnardótt- ir fékk 350 stig fyrir hlutverk Eliau Gant í „Engiil horfðu heim“ eftir Tomas Wolf og hlýt- ur hún því silfurlampann. Næst- ar urðu Helga Valtýsdóttir, sem fékk 325 stig fyrir hlutverkið „Gamla konan“ í Stólunum eftir lonesco og hlutverkið frú Con- way í „Tíminn og við“ og Her- dís Þorvaldsdóttir sem fékk 250 stig fyrir hlutverkið Frk, Mon- sen í „Þjónar drottins." Guðbjörgu var afhentur silfur lampinn í gærkvöldi við hátíð- lega athöfn í Þjóðleikhússkjallar- amum. Þegar úrslit höfðu verið tilkynnt flutti Asgeir Hjartar- son, ritari félagsins ávarp, þar Bem hann minntist leikstarfa Slökkviliðsmenn iiélclu símanum og kærðu SIÐDEGIS í gær var Slökkvilið- ið kvatt inn á Langholtsveg. Er þangað kom, varð ljóst að þarna var um gabb að ræða. En slökkvniðsmenn, sem hafa orðið fynr siíkum, óþokkaskap fyrr, héldu simanum sem hringt var úr, og fengu númerið á sím- stöðinni. Kærðu þeir athæfi þetta til rannsóknarlögreglunnar. Guðbjargar og taildi upp ýmis hlutverk, þar sem hún hafði sýnt frábæra leikliistarhæfileika. Hann sagði ennfremur að þetta væri í fyrsta skipti sem leik- dómendafélagið veitti konu silf- urlampann. Brynjólfur Jóhannesson og Val ur Gíslason fluttu báðir leikkon- unni heillaóskir sínar. Brynjólf- ur sagði m.a. að hann væri stolt- ur af því að hún væri mótuð í gamla Iðnó. Og Valur þakkaði henni fyrir frábæran mótleik oft og tíðum. Félagi leiklistargagnrýnenda bættust 4 nýir styrktarmeðlimir í gær, Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, Friðjón Skarphéð- insson, forseti Sameinaðs þings, Karl Guðjónsson, alþingismaður og Karl Kristj ánsson, alþingis- maður. Ráðstefna um síldarnætur Ályktun gerð um samræmlngu þeirra AÐALFUNDUR LÍÚ hélt áfram sunnudag og fram á nótt, en var frestað til fímmtudags. Er búizt við hann hefjist aftur kl. 2 þann dag. I gær var haldin ráðstefna um síldarnætur með útvegsmönnum, skipstjórum, innflytjendum nóta efnis og netagerðarmönnum. — Ræddu þeir sameiginleg áhuga- mál og einkurn hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir að mistök væru gerð með næturn ar, þar sem þetta eru orðin svo dýr veiðarfæri. MÍR-tón!eikar SAMTÖK ÞAU, sem nefna sig „Menningartengsl íslands og Ráð stjórnarríkjanna“ efndu til tón- leika í Austurbæjarbíói á sunnu- daginn var, og komu þar fram tvær listakonur frá Ráðstjórnar- ríkjunum, söngkonan Valentina Maximova og píanóleikarinn Vera Podolskaja. Eftir því sem efnisskr. ber með sér, njóta þær virðingar og skipa háar stöður í heimalandi sínu; hin fyrrnefnda er söngvari Akademíska óperu- og ballet-leikhússins í Leningrad og auk þess „heiðraður listamað- Wr Sambands rússnesku sovétríkj anna“ hin síðarnefnda er kenn- ari við Tónlistarháskólann í Moskvu. Tónleikarnir hófust með því að pianóleikarinn lék Prelúdíu eftir Kabalévskí og Ungverska rapsó- díu nr. 6 eftir Liszt- ( í efnis- skránni stðu „Sex ungverskar rapsódíur", og leizt sumum ekki á blikuna). Listakonan flutti þessi verk með skörungsskap og xnyndugleik. Meginþungi efnisskrárinnar hvíldi á herðum söngkonunnar Valentínu Maximovu. Rödd henn air er koloratur-sópran en ovenju þróttmikil af slíkri rödd að vera og hefir á sér dramatískan blæ, þar sem það á við. Viðfangsefn- um sínum, sem voru mjög sundur leit og ósamstæð, gerði hún hin ALÞINCIS Efri deild Alþingis þriðjudaginn 14. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Almannatryggingar, frv. — 3. umr. 2. Jarðgöng á þjóðvegum, frv. — 2. umr. Neðri deild Alþingis þirðjudaginn 14. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Skemmtanaskattsviðauki 1962, frv. — 2. umr. 2. Ferðaskrifstofa rík- isins, frv. — 1. umr. 3. Landsútsvör, frv. — 1. umr. 4. Áburðarverksmiðja, frv. — 1. umr. beztu skil, sumum þeirra svo að eftirminnilegt mun verða. J. Þ. Vinningur LISSABON, 13. nóvember — Kjörsókn varð mun meiri í Por.tú gal í þingkosningunum á sunnu- daginn en menn höfðu búizt við og er það alm. talinn töluverð ur sigur fyrir Salazar. Stjórnar- andstæðingar drógu sína fram- bjóðendur til baka og hvöttu menn til að sækja ekki kjörstað þar eð sitjórnin beitti órétti. Kjör sókn varð milli 65 og 76 af hundr aði, samkvæmt opinberum tölum- A fundinum höfðu framsögu Jón Héðinsson, útgerðarmaður og Kristinn Jónsson, netagerðar maður. Auk þess mætti danskur verkfræðingur, Hans Larsen, sem ræddi um gerviefnin, er notuð eru í síldarnæturnar. Tal aði hann um uppbyggingu og eig inleika þessara efna og meðferð og uppsetningu nóta úr slíkum efnum. Var erindið hið fróðleg asta. Ráðstefnunni lauk kl. 6. Var Ben Bella sveltir sig PARÍS, 13. nóv. — Alsírski uppreisnarforinginn Moham- med Ben Bella var í kvöld fluttur í sjúkrahús þar eð hann hefur fastað í 12 daga og er orðinn mjög máttfar- inn. Með föstu sinni mótmæl- ir Ben Bella fangelsissetu sinni, krefst þess að verða látinn laus og veitt heimild til að taka þátt í viðræðum Frakka og uppreisnarmanna í Alsír. Að öðrum kosti ætlar hann að svelta sig í hel. — Með Ben Bella voru tveir fé- lagar hans fluttir í sjúkra- hús, allir fastandi — og ófús- ir til að fara til sjúkrahúss- ins. gerð ályktun um samræmingu á síldarnótum og samþybkt að kjósa 5 manna nefnd til að at- huga með hverjum hætti því yrði komið í framkvæmd. Ekið á dren Kó o p a v o g í IG kl. 13,55 var ek -<t;. Kvartaö yfir djörfu flugi KÓPAVOGSBÚAR, þeir, sem búa fremst á Digranesinu, fylgj- ast vel með flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Ekki vegna þess að þar sé meira um áhuga- sama flugmálamenn en annars staðar í Kópavogi, heldur hins, að flugvélar, sem lenda til norð- urs og þær, sem fara á loft til suðurs af Iengstu flugbraut vall- arins, þeirri sem liggur út í Skerjafjörð, fljúga yfirleitt lágt yfir Digranesið. Flugbrautin er í beinni stefnu á nesið og skammt er frá brautarendanum yfir í fjör una hinum megin fjarðarins. Þar er því oft æði mikill hávaði. Skömmu eftir hádegi á sunnu dag þótti íbúum á nesinu óvenju djarflega flogið yfir hús þeirra- Þeir, sem til sáu, urðu hræddir — og héldu að eitthvað hefði orð ið að, flugvélin væri að steypast til jarðar. Svo var þó ekki sem sem betur fer, en lágt mun hún hafa verið yfir húsþökunum. — Þetta var lítil tveggja hreyfla Piper Apach flugvél frá Þyt. Hringdu nokkrir Kópavogsbú- ar til flugumferðarstjórnarinnar og kvörtuðu. Arnór Hjálmarsson yfirflugumferðastjóri, tjáði blað- inu í gær, að umrædd flugvél hefði verið í kennsluflugi. Kenn arinn, einn af flugmönnum Flug félagsins, hefði látið nemandann spreyta sig á „ímyndaðri hreyfil bilun“. Hafði það í för með sér dýfu eftir flugtakið og mun vél- in hafa farið lágt yfir Kópavog, samkvæmt kvörtunum. Málið verður sent Loftferðaeftirliti rík- isins til athlugunar, sagði Arnór. Þess skal að lokum getið, að flugmenn eiga að halda sig í 1000 feta hæð yfir öllum hindrunum- Að sjálfsögðu er undanskilin eðli leg lækkun á flughæð við flug- velli, þ.e.a.s. við lendingu og flug tak. I GÆRDAG kl. 13,55 var ekið á dreng a Kópavogsbrautinni á móts við húsið nr. 59. Fólksbif- reið kom eftir veginum og kveðst bilstjórinn hafa séð drenginn að leik í grjótni-ð. Hemlaði hann þá lítiliega, en rétt á eftir sá hann hvar drengurinn kom hlaupandi út á göluna, en gat ekki forðað slysinu. Lrengurinn er þriggja ára gamall, heitir Jón Sigfússon. Hann var fluttur á Slysavarðstof- una, og síðan á Landakot, en mun ekki hafa verið talinn alvarlega slasaður. Frumsýningin á Læstum ilyrum LEIKRITIÐ „Læstar dyr“ eftir Jean Paul Sartres var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Undirtektir áhorfenda voru mjög góðar og voru leikend ur og leikstjóri kallaðir fram 7 sinnum. önnur sýning verður í kvöld kl. 8:30. Mynd úr leikritinu er birt á öðrum stað í blaðinu. Skemmtileg afmælisgjöf EINS og skýrt hefur verið frá-J hér í blaðinu, átti veitingahús | ið Klúbburinn eins árs afmæli l s.l. sunnudag. Til að gera sér T dagamun ákváðu eigendur að I bjóða fötluðum og lömuðum börnum til hádegisverðar. — Hljómsveit Klúbhsins lék fyr ir börnin og svo kom Baldur og Konni og skemmtu þeim. Að skemmtuninni lokinni af hentu forráðamenn Klúbbsins Styrktarfélagi lamaðra og fatl aðra kr- 10.000,— að gjöf. Myndin sýnir nokkur barn- anna við borðhaldið. Fá Rússar undan- þágu í norskri landhelgi? OSLÓ, 13. nóv. — 1 dag hófust viðræður Rússa og Norðmanna um fikveiðilandhelgina og óskir Rússa um að fá að veiða innan hennar, milli 12 og 6 mílna. — Norðmenn munu ekki hafa neitt á móti því að veita slíka und- anþágu ef Rússar leyfa Norð- mönnum að veiða á ákveðnum svæðum innan rússnesku land- helginnar. Búizt er við, að við- ræðurnar standi 2—3 daga. Bíll ók á Ijósastaur tvær stúlkur meiddust U M kl. hálftvö á sunnudags- nótt ók bifreið á ljósastaur fyr- ir framan bækistöðvar rann- sóknarlögreglunnar við Tjarnar- götu. Lenti framstuðarlnn á staurnum, sem féll við höggið og skemmdist bíllinn talsvert. Tvær stúlkur voru í bílnum, auk bílstjóra. Lenti önnur, Pá- lína G. Ólafsdóttir, á framrúð- una og skarst á augabrúnum og augnalokum, en hin, Hólmfríð- ur Snæbjörnsdóttir, meiddist á öxlinni. Ökumaðurinn slapp lítið eða ekkert meiddur. Síðdegis á laugardag var einnig ekið á ljósastaur við Hringbraut. Ökumaður meiddist lítilsháttar, og bíllinn varð fyrit skemmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.