Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 14. nóv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Frá fundum Alþingis i gær: Frtimvarp um Seðlabanka ísiands til 2. umræðu A FUNDÍ neðri deildar í gær tókst loks aó ljúka 1. umræðu um frumvarp um Seðlabanka Is- lands og var samþykkt að vísa því til 2. umræðu og fjárhags- net’ndar. Þá voru tekin fyrir tvö írumvörp, er Einar Sigurðsson flytur, um verzlunaratvinnu og dragnótaveiðar í fiskveiðiland- helgi. Ennfremur frumvarp um efnahagsmál, er náu Framsóknar- metin flytja. A fundi etri deildar í gær, var fyrst tekiff fyrir frumvarp um Almannatryggingar og því vísað til umræðu. Þá var tekið fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar um lækkun aðílutningsgjalda á ýms- um vörum og er það frumvarp rætt annars staðar í blaðiniu. / Bréf til Fiskifélagsins Fyrsta mál á dagskrá deildar- innar var frumvarp um Seðla- banka Isiands. Eftir að því hafði vertð frestað tvívegis, var það loks tekið fyiir. I.úðvík Jósefsson (K) tók þá til máls og endurtók fyrri fullyrð- ingar sínar Varðandi aflabrögð og afurðaverð á sjávarafurðum á ár- unum 1959—1961. Taldi hann við- skiptamálaráðnerra Gylfa Þ. Gís.'ason heldur óvandaðan í mál flutningi, ekki einungis hvað for sendur og retknisaðferðir snerti, heldur gætt hann ekki einu sinni farið rétt með prósentureikning. Viðskipt.tmálaráðherra Gylfi Þ Gíslason sagði, að ekki kæmi til greina að halda áfram að þrátta um staðreynair, sem hægt væri að fá upplýsingar um. Sagðist hann stinga upp á því við Lúðvík, þar sem þeir ættu svo erfitt með að koma sér saman um afurða- verð á árunum 1959—1961, og þar sem ekki væru til skýrslur yfir það, sem birtar séu almenn- ingi, að þeir skrifuðu Fiskifélag Xslands og bæðu um skýrslu um þróun verðlags á fiskafurðum og lýsi á áruhum 1959—1961 og samanburð á verði íslenzkra sjávarafu'rða þessi ár. Síðan beiti þeir sér fyr ir því, að þessar verðlagsskýrslur verði birtar í blöðunum. Þá mundi fást úr því skorið, hvor hefði rétt fyiir sér, og þarflaust meir um það að þrátta. Að ræðu hans lokinni, var sam þykkt að Viðnöfðu nafnakalli að vísa frumvarpmu til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Oefflileg skerffing Þá var tekið fyrir frumvarp nm, að eftirfarandi ákvæð! laga um verzlunaratvinnu falli brott: „Leyfi til verzlunaratvinnu má ekki af hendi láta, nema sýslu- nefrd telji heppilegt, að verzlun sé í þeirri sveit, enda sé umsækj andi þar heimilisfastur og að hennar ó.ómi hæfur til að reka verzlunina'. Flutningsmaður Einar Sigurffs son (S) taldi þetta óeðlilega skerðingu á rétti til rekstrar á verzlunarfyrir- tæki, ef umsækj andi að öðru leyti fullnægði ákvæðum laga, enda ekki hlið- stæð ákvæði í lögum, h v a ð snerti rétt til verzlunarrekstr- ar í kaupstöðum. Fkki tóku fieiri til máls og var samþykkt að vísa málinu til 2. umræðu og ailsherjarnefndar. Dragnótatímabiliff lengt Ennfremur var tekið til um- ræðu frumvarp um, að dragnóta- veiði innan landhelgi skuli leyfð frá 1. júni til 30. nóvember í stað frá 15. júní til 31. október. Flutningsmaður Einar Sigurffs- Eon (S) sagði, að þessi lenging veiðitímans mundi að hans hyggju auka aflaverðmæti í drag nót um 30%. Eins væri sá Hmi sem nú væri ætlaður til undir- búnings dragnótaveiðum, óþarf lega langur og eins sá timi er frá þeim líður, þar til vetrarver- tíðin hefst. Þarna sé um óþarfa sóun á tíma að ræða, sem ekki verði séð að hafi neinn tilgang. Ekki tóku fleiri til máls og var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. Lækkun vaxta Loks var te-kið fyrir frumvarp um efnahagsmál, er níu Fram- sóknarmenn eru flutningsmenn að. Eysteinn Jónsson (F) sagði, að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að vextir yrðu færðir í það horf, sem þeir voru í, áður en efna- hagsráðstafanir ríkisst j órnarinn- ar voru gerðar. Þá verði ríkis- stjórnin einnig að hætta að láta frysta í Seðla- bankanum hluta af sparifjáraukn ingunni, svo að útlánamöguleik- ar mundu aukast sem þvi næmi. Ekki tóku fleiri til máls og var frumvarpinu vísað til 2. um- ræðu og fjarhagsnefndar. I efri deild var tekið til 2. umræðu írumvarp um hækkun á bótum aimannatrygginga, en því hafði verið vísað til heil- brigðis- og feiagsmálanefndar. Auffur Auffuns (S) framsögu- maður nefndar- arinnar sagði, að frumvarpið fjall aði um hækun á bótum almanna- trygginga vegna kauphækkan- anna í sumar. Nefndin hefði samþykkt að mæla með því óbreyttu, en Karl Kristjánsson hefði verið fjarver- andi. Karl Kristjánsson (F) tók næst ur til máls og sagðist frumvarp inu samþykkur. Ekki tóku fleiri til máls og var samþykkt að vísa frumvarpinu til 3. umræðu. Minnmgarlundui Hnlldórs skólnstjórn Vilhjólmssonnr — Greinargerff frá forstöffu- ■efnd — 30. sept. 1961. — VORIÐ 1958 samþykktu nem- endur Halldórs skólastjóra Vil- hjálmssonar að Hyanneyri að semja við Skógrækt ríkisins um landsvæði að Skálpastöðum í Skorradal og planta í það barr- trjám. Skyldi það vera minn- ingarlundur um Halldór skóla- stjóra Vilhjálmsson og bera nafn hans. Fjársöfnun var hafin í þessu skyni meðal nemenda Halldórs og frá þessu skýrt í blöðum og útvarpi. Söfnuninni er nú lokið og plantað hefur verið í 12 hektara á afmörkuðu svæði í landi Skálpastaða. Áletr aður stuðlabergsdrangur hefur verið settur á reitinn og við veginn verður sett merkjahlið, þar sem neðri jaðar plöntunar- svæðisins liggur að, svo að veg- farendur sjái hvar minningar- lundurinn er. Yfirlitsreikningur er þannig: %%%%%%%%%%4iHi Bridge SÍÐASTA spilakvöld í tvímenn- ingskeppninni verður næstkom- andi þriðjudagskvöld, stigafjöldi eftir fjórar umferðir hjá 16 efstu er nú þessi: 1. Jón—Bjarni 1003. 2. Jón—Ingólfur 979. 3. Jón—Þorsteinn 969. 4. Böðvar—Jens 935. 5. Dagbjört—Kristján 932. 6. Ingibjörg—Sigvaldi 910. 7. Halldór—Kristján 891. 8. Magnús—Ásmundur 889. 9. Þórarinn—Magnús -888. 10. Kristín—Daníel 888. 11. Kristín—Hafliði 881. 12. Ámundi—Benóný 879. 13. Þórarinn—Þorsteinn 853. 14. Árni—Björn 850. 15. Tómas—Bergsveinn 848. 16. Guðni—Sigmundur 847. Sveitarkeppnin hefst 21. nóv. Þeir sem ætla að spila í sveitar- keppninni þurfa að láta vita um það á þriðjudagskvöldið 14. þessa mánaðar. Tekjur: kr. 1. Innkomið frá 239 mönnum 81.800.00 2. Leifar af söfnun frá 1954 563.34 3. Vaxtatekjur 1.374.58 Samtals kr. 83.737.82 Gjöld: kr. 1. Greitt Skógrækt ríkisins 78.055.82 2. Greitt fyrir stuðla- bergsdrang og merkjahlið 3.314.90 3. Greitt f. innheimtu burðargjöld o.fl. .. 2.367.10 Samtals kr. 83.737.82 Söfnunarlisti og öll önnur plögg varðandi þessa söfnun hafa verið afhent Þjóðskjala- safninu til varðveizlu. Þar geta þeir, sem vilja kynnt sér málið nánar, fengið að sjá skjölin. Framkvæmdanefndina skipuðu þessir: Magnús Kristjánsson, garðyrkjumaður, formaður, Ingi mar Jóhannesson, fulltrúi, ritari, Gunnlaugur Ólafsson, skrifstofu stjóri, gjaldkeri, Halldór Jóns- son frá Arngerðareyri og Kristó- fer Grímsson, héraðsráðunautur. - Alþingi Framh. af bls. 8. arástand, sem ríkir í þessum mál um, og þjóðinni sannast sagna til vansæmdar. Fyrir almenning er þetta frumvarp að sjálfsögðu nokkur kjarabót, því að þó ekki gangi nema sumar af þessum vör- um inn á vísitöluna þá ætla ég, sagði ráðherrann, að sérhver fjölskylda noti eitthvað af þeim vörum, sem frumvarpj^ fjallar um. Og þetta frumvarp er flutt og þessar ráðstafanir gerðar í trausti þess, að með þeim takizt að draga úr hinum ólöglega inn flutningi og beina honum inn á brautir laga og heiðarleika. Alfreff Gislason (K) sagði, að þótt vörutegundirnar væru allar í flokki hátollavara, þá væri þar bæði um að ræða nauðsynjavör- ur, svo sem kvenfatnað ýmiss konar, og aðrar vörur, sem engin ástæða væri til að lækka tolla á eins og reykjapípur Og kveikj arar Hins vegar bæri að fagna lækkun aðflutningsgjalda, því að sjálfsögðu hefði það vörulækkun ------------- í för með sér og hefði fjármála ráðherra nefnt fróðlegt dæmi þess. Þá sagði hann að ríkis- stjórnin hefði ekki gert þetta til að bæta kjör almennings, held ur til að bæta að stöðu ríkissjóðs gagnvart smygl- urum. Taidi hann, að frumvarpið myndi trauðla ná þeim tilgangi sínum, að minnka smygl, heldur beina því inn á aðrar brautir. Eina ráðið til að koma í veg fyrir það væii að herða á toll- eftiriiti. Næstur tók til mál Björn Jóns- son (K). Tók hann mjög í sama streng og Aifreð, en taldi þó, að tollalækkunm mundi ekki hafa kjarabætur í íör með sér, heldur yrði hún einungis til að auka verzlunargróðann, þar eð álagn- ing vörunnar mundi hækka að sama skapi og tollarnir lækkuðu. Frekari tollalækkun Bjartmar Guðmundsson (S) lét í ljósi vantrú á, að tollalækkun þessi yrði til að draga verulega úr smygli. Þó kunni hún ein- hverju að örka sem hliðarráðstöf. un, en aðalatriðið væri að auka á eftirliti og þyngja viðurlög. Þa sagði hann, að því bæri að fagna, að boðað væri að endur- skoða tohskrána. Jafnframt taldi hann, að meðal þeirra vöru- tegunda, er lækka ættu innflutn- ingsgjöld a væri margt nauðsynja vara og þess vegna væri sú lækkun æski- leg. Hins vegar taldi hann, að ýmsar ekki síð- ur þarfar vörur hefðu orðið út u n d a n , sem ekki væri síður þörf á að lækka tolla á. Nefndi hann í því sam- bandi sérstaklega heyvinnuvélar. Sagðist hann helzt vilja, að inn flutningsgjöld á þeim, eins og t. d. dráttai vélum, féllu alveg niður. Nauðsynjavörur Olafur Jóhannesson (F) sagðl, að frumvarp i þessa átt kæmi ekki fram vonum fyrr. Að því leyti sem það leiddi til lækkunar á aðflutningsgjöldum, leiddi það að sjálfsögðu til kjarabóta. O g þótt hér væri ekki um brýn- ustu nauðsynjar að ræða, þá væru þetta vörur, sem menn almennt teld u nauðsyn- legt að komast yfir. Að því 1 e y t i kvaðst hann ekki gera litið úr lækkuninni. Hins vegar væru margar, aðrar vörur, sem einnig gæti verið full þörf á, að lækka aðflutningsgjöld á, og tók hann sérstaklega undir orð Bjartmars um dráttarvélar í því sambandi. Þetta væri þó ekki nema önnur hliðin á máiinu, sagði hann. Við alla lækkun á tekjum ríkissjóðs vrði að hafa í huga að lækka út- gjöldin til samræmis, annars yrði að afla texna á annan hátt. Það yrði því að fara með allri gát í þessu cfm. Þá tók hann undir, að beinni leið til ’að koma í veg fyrir sm.Vjgl, hefði verið að herða á toligæslunni. Ekki kvöadu fleiri sér hljóðs og var samþykkt að vísa frum- varpinu til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar. J>». III *-.W - (J... - k;j Sitff Afmælishátíð landgönguliðs flotans á Keftavíkurilugvelli S.L. FÖSTUDAG var haldin árs- hátíð landgönguliðs Bandaríkska flotans á Keflavíkurflugvelli. Er þetta 186. afmæli landgönguliðs ins, sem jafnan er haldið hátíð- legt í hverri flotadeild, en var nú í fyrsta skipti hér. Blaðið spurðist fyrir um há- tíð þessa hjá lögreglustjóraem- bættinu á Keflavíkurflugvelli, þar eð fregnir höfðu borizt um að barnungar stúlkur hefðu verið á þessari skemmtun og sumar neit að að fara heim að henni lokinni. Þorgeir Þorsteinsson, fulltrúi lög- reglustjóra, skýrði svo frá, að í tilefni afmælishátíðarinnar hefðu landgönguliðarnir fengið leyfi til að bjóða íslenzkum gestum, kvenfólki og karlmönnum. Meðal gestanna voru 28 stúlk- ur, sem gefið var upp nafn á og f;»ðingardagur og var enginn þeirra yngri en 18 ára. Skemmt- unin fór svo fram og stóð til kl. 1 um nóttina, án þess að lögregl an hefði nein afskipti þar af. Þegar bíllinn, sem átti að aka gestum í bæinn, kl. 1, var kom- inn, steig m.a. upp í hann ein stúlka mjög ölvuð og braut hún bílrúðuna. Varð lögreglan að fjar lægja hana og var hún geymd í fangageymslu um nóttina. Kom í Ijós, að hún var ekki meðal þeirra sem höfðu fengið leyfi til að sækja skemmtunina, en hafði einhvern veginn verið smyglað inn. Bíllinn ók í bæinn með gest- ina, og bárust lögreglunni engar aðrar kvartanir úr þeirri átt og heldur ekki varð vart við neinar stúlkur á flugvellinum þá nótt eða daginií eftir. En á laugardagskvöldið varð vart við tvær stúlkur, sem ekki höfðu leyfi til að vera inni á flugvellinum, og var þeím vísað út. Þær voru ekki úr hópi þeirra sem höfðu verið á árshátíð flot ans. Rauða-kross nám- skeið í lífgun lokið ALLS tóku 82 konur og karlar þátt í námskeiði Rauða kross- ins, sem hófst \í síðastliðnum mánuði. Lögð var áherzla á að kenna blástursaðferðina, en einn ig almenn atriði í hjáíp í við- lögum. Bókin Hjálp í viðlögum var notuð á námskeiðinu. — í henni er nýr kafli um blásturs- aðferðina. —• Allir þátttakendur fengu að reyna aðferðina verk- lega á líkani því, sem Rauði krossinn á. Kennari námskeiðs- ins var Jón Oddgeir Jónsson, sem fyrst kenndi blástursað- ferðina hér á landi 1959 og fékk þá lánaða kvikmynd frá Banda- ríkjunum, sem sýnir gildi blást- ursaðferðarinnar og dæmi úr daglega lífinu. Rauði kross Is- lands hefur keypt þessa mynd, sem er notuð á öllum námskeið- um þess félags. — Fundur Framh. af bls. 14. öllum héruðum þó vegalagnir séu meiri en 1 km. á milli bæja .til jafnaðar, og teknir fyrir ákveðn ir áfangar í hverju héraði árlega. Fundurinn telur lausn þessara mála eitt mesta hagsmunamál sveitanna til að tryggja framtíðar byggð í öllu landinu og að á eng an hátt megi gera upp á milli héraða við skiptingu þess fjár, sem til þeirra framkvæmda er varið af hálfu þjóðfélagsins hverju sinni. Af þessu tilefni skor ar fundurinn á alþingismenn hér- aðsins að vinna að því á Alþingi að veitt verði nægjanlegt fé til þessara framkvæmda og að tryggja nægjanlega raforku fyrir héraðið." Að lokum bauð sýslumaður öll um til kaffidrykkju í boði sýslu- nefndar. — K. K. Laghentur maður Vanur rafsuðu óskast. Neon Sími 36000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.