Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 24
Fréttasímar M b 1. — eftir lokun — Innlendar fréttir: 2-24-84 Erler.dar fréttir: 2-24-85 Vettvangur Sjá bls. 13 258. tbl. — Þriðjudagur 14. nóvember 1961 16 ára drengur örendur í skurði við samkomuhúsið Freyvang í Eyjafirði AKUREYRI, 13. nóv. — Skömmu fyrir kl. 11.30 í gærdasr fannst maður lige.iandi í skurði norðan við heimkeyrsluna að samkomu- húsinu að Freyvangi í Eyjafirði. Var lögreglunni á Akureyri heg ar gert aðvart oe fór lögreglu- maður begar á vettvang með sjúkrabifreið, ásamt héraðslækni. Þegar beir komu á staðinn, reynd ist maðurinn vera örendur, enda höfðu beir er fyrst komu að manninum ekki fundið neitt lífs- mark með honum. Maðurinn reyndist vera Ingvar Þórólfsson, Molotov MOSKVU, 13. nóv. — Molotov hefur nú verið gerður flokksræk ur, er hann hefur áfrýjað til mið stjórnar komm únlstaí'lokksius. nú tll heimilis að Brekkugötu hér í bæ, en lögheimili mun hann eiga að Drápuhlið 35 Reykjavík. Hann var 16 ára að aldri og nemandi í matreiðslu. Skurðurinn bar sem líkið fannst er töluvert djúpur. og með fláum köntum og lítilsháttar vatn seitlaði í botni skurðsins. Dauðaorsök ókunn. Rannsókn út af atburði þess- Uim stóð yfir alian daiginn í gær og hofur sú mnnisókn ekki leitt neiitt í Ijós er bent gæti til að nein átök hefðu átt sér stað, er rekja miegi dauðsfallið til né held ur að urn drnlkknun hafi verið Ttð ræða. Endanleg skýrsla um krufn ingu liggur ekki fyrir. Ingvar var á dansleik frammi á Freyvangi á laugardagskvöld og mun hafa orðið viðskila við félaga sína einhvern tíma um kvöldið. Ljót umferðarslysa- saga í oktöbermánuði EITT dauðaslys varð í október- mánuðí, 11 börn urðu fyrir bif- reiðum, 7 karlmenn og 1 kona. 4 hjólreiðamenn, 5 farbegar í bif reiðum og 2 ökumenn bifreiða slösuðust. Svona Htur skýrsla lögreglunnar út um slysin í mán uðinum. 21 sinni var ekið á mann Iausa bifreið og 11 sinnum á ná- læga hluti- 190 umferðarslys. Umferðarslys í októbermánuði voru alls 190 talsins, en í sama mánuði í fyrra 153. í skýrslu sem lögreglan hefur látið gera kemur fram að flest þeirra eða 20% hafa orðið vegna þess að umferðarréttur var ekki virtur, 12,5% vegna þess að óvarlega var ekið aftur á bak, 12% vegna þess að of stutt bil var milli bíla, 11% vegna þess að aðal- brautarréttur var ekki virtur, 10,5% vegna ölvunar við akstur, nærri 6% vegna bilunar á bif- reið og rúmlega 6% vegna þess að ranglega var beygt, ógætileg- ur framúrakstur olli líka nærri 6% slysanna, rúm 4% slysanna urðu fyrir að ógætilega var ek- ið frá gangstétt og 3.5% orsök- Hlutleysis- stefnan rœdd á umrœðu- fundi Heimdallar HEIMDALLUR F.U.S. efnir til umræðufundar félagsmanna í kvöld kl. 8.30 í húsi V.R. í Von- arstræti 4. Umíræðuefnið nefnist Hiutleysisstefnan og verður frum mælandi Birgir Isl. Gunnarsson, lögfræðingur. A s.l. vetri efndi Heimdallur til nokkurra umræðufunda félags manna, þar sem alþjóðamál voru tekin til uimræðu. Fyrirhugað er að halda þeirri starfsemi áfram í vetur og er þetta fyrsti fundur- inn í þeim flokki. uðust af gáleysi, 2,5% af því bifreið var rangíega lagt, 2% vegna ölvunar við akstur og önnur 2% vegna rangrar stað- setningar á akbraut, 1% vegna þrengsla og 1% vegna þess að mannlaus bifreið rennur, Þetta eru orsakimar fyrir hinum tíðu bifreiðaslysum í mánuðinum. Askja liggur niörl - og sækir sig á miili A SUNNUDAGINN^ flaug Sig- urffur Þórarinsson ásamt fleirum inn yfir Öskju í flugvél frá flug málastjórninni. Var heiðskírt veður og gott útsýni. Sagði Sig- urður, að þaðan væru sömu fréttir og áður, gosið minnkaði stöðugt. Hefði aðeins einn gígur verið í gangi, miðgígurinn, og kraumaði myndarlega í honum, en ekki spýtti hann þó hraun- leðjunni nema rétt upp úr op- inu. Sagði Sigurður, að hann virtist vera að Iokast, þó væri ómögulegt að segja nema hann sprengdi sig upp úr aftur, ef neðri göngin lokuðust. Gígurinn sá er hringlaga, og ekkert skarð i hann, eins og áður var. — Hraunið kom út undan honum nokkru neðan við opið og breidd ist út ofan á gamla hrauninu, en lítið rennsli var á því. Síðan rann álma eins og hálfgert inni í helli, og teygði sig nokk- uð Iangt niður eftir hrauninu. Engar breytingar voru á gufu- hverunum uppi við gíginn og engar nýjar sprungur, Engin merki sáust um manna- ferðir innfrá, enda leit ekki út fyrir gott færi, því talsverður snjór var. Eldbjarmar sjást frá Kópaskeri. Um kl. 10 á sunnudagskvöldið Stórkostleg jarfl- spjöll af skriðum 3 jaröir af 6 í Rauðasandi stórskemmast PATREKSFIRDI. 13. nóv. — Stórrigning af suðri hefur verið hér í allan dag. Milli kl. 3 og 4 féllu skriður á 3 bæi á Rauða- sandi og urðu bændurnir þrír fyrir miklu tjóni á jörðum sín- um, en okki varð neitt að fólki og fénaði. Stkkar, sem er næst yzta hyggða jörðin á Rauðasandi, varð fyrir verulegum skemmdum af tveim ur skriðum, er féllu beggja vegna við íbúðarhús og skepnuhúsin og einnig á vatnsból. Skriðurnar féllu háðar innan túns. Skriðan stanzaði við gripahúsin. A Gröf, sem er næsta jörð við Bakka, féllu þrjár skriður á tún ið og tók af vatnsból, en hús sakaði ekki. Kirkjuhvammur, sem er næsta jörð fyrir innan Saurbæ, varð fyrir verulegu tjóni. Féllu þar þrjór skriður, tvær utan túns og ein innan. Stöðvaðist hún, er hún hafði runnið fast að peningshúsum jarð arinnar Og hlóðst þar upp. — Sagði bóndinn, Ivar Ivarsson, kaupfélagsstjóri, að meiri skriðu föllum myndi hann ekki eftir. 1941 voru að vísu nokkur skriðu föll og voru þau fleiri en ekki svipað því eins stór Og þessi, enda jfninna tjón af. Skaði þeirra bændanna, Ölafs Lárussonar á Stökkum, Þorvald ar Bjarnasonar í Gröf og ívars Ivarssonar í Kirkjuhvammi er því tilfinnanlegt. Skriður skemma vegi. Vegir hafa spillzt stórkostlega. Skriða hefir fallið í Kleifum, sem veldur því að Barðastranda vegur er ófær. Skriður hafa og Camall maður fannst látinn I NÓTT var gamals mnnns, Bjöms Jónssonar á Sólvíullagötu 40 saknað, en hann hafði ekki komið heim til sín úr kvöldgöngu í gærkvöldi. I morgun fannst hann svo lótinn hjá Litla Asi á Seltjarnarnesi. Bjöm var 77 ára gamall. fallið á Skápadalshlíð og víðar og er vegur því ófær frá Patreks firði til Örlyggshafnar og Rauða- sands. Ennfremur hefur mikið grjóthrun verið úr Hafnarmúla, sem er innan við örlyigshöfða. — Ttrausti Þessa mynd tók Árnl Stefáins son úr flugvél á sunnudaginn. Sýnir hún nýja öskjuhraunið | í Öskjuopinu. — Talsve-rður snjór er innfrá. Hraunið breið | ist nú lítið út, þykknar aðeins. | fóru menn á Kópaskeri svo aS sjá mikla rauða eldbjarma í stefnu á Öskju. Sögðu þeirfrétta ritara blaðsins á Akureyri svo frá í gær, að eldbjarmamir hafi verið mismunandi háir og hafi þeir sézt á lofti allt þar til menn gengu til náða, þeir síð» ustu á fyrsta tímanum um nótfc. ina. Var bjart veður og skyggni sérlega gott þetta kvöld, en þa3 er í fyrsta skipti sem eldbjarm- ar sjást frá Kópaskeri í átt að Öskju. Hvað sagði Cromyko? Helsingfors, 13. nóvember. KARJALAINEN, utanríkis- ráðherra Finna, flutti finnsku stjórninni í dag skýrslu um viðræðurnar við Gromyko, sem fóru fram í Moskvu á laugardaginn. Fékk Karja- lainen þar að vita hvers Rússar krefjast í rauninni með orðsendingu sinni til Finna um sameiginleg hags- munamál til varnar gegn Vest ur-Þýzkalandi. — Síðar hélt Karjalainen fund með leið- togum á þingi og átti einka- fund með Kekkonen forseta og Miettunen forsætisráð- herra. Engar upplýsingar hafa fengizt enn um niður- stöður viðræðnanna við t Gromyko. Síldarbátarnir komu með 7 7 jb ús. fn. I FYRRINÓTT var allgóður afli hjá síldveiðibátunum við Faxá- flóa, og í gær komu 38 bátar að landi með 11 þús. tunnur. Fanney er nú komin í síldar- leitina. í fyrrakvöld lóðaði hún á síld 18 sjómílur út af Önd- verðarnesi og þar héldu bátarn- ir sig í síld í fyrrinótt. í gærkvöldi var komið leið- indaveður á miðunum og hafði ekki frétzt að btáarnir væru að veiðum er blaðið fór í prentun. 20 þús. tunnur komnar í land á Akranesi Frót.taritari blaðsins á Akra- nesi símaði í gærkvöld, að síld« arstöðvarnar á Akranesi væru nú búnar að hraðfrysta og salta á þessu hausti samtals 20.800 tunnur síldar, salta í 13.300 tn. og hraðfrysta í 7.500 tn. ÞangaS komu í gær 12 bátar með 3.700 tunnur. Aflahæstur var Höfr- ungur II með 600 tunnur, Anna með 450, Höfrungur og aðrir með minna. Fréttaritarinn í Sandgerði sím aði að þangað hefðu komið 4 bátar með 824 tunnur og afla- hæstur hefði verið Víðir með 323 tunnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.