Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudugur 14. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þ.öglaey 40 Skáldsaga að hugsuninni, en siðan kom hún illa við hana. André var svo næm ur á sumum sviðum og jafnframt svo blindur á öðrum. Hann hafði ekki tekið eftir því, hvað þessi stúika var sólgin í peninga, en þeir voru það eina, sem gátu fengið hana til að sýna af sér nokkurt - erulegt lífsmark. Það þurfti ekki annað en nefna pen- inga, þá var eins og hún lifnaði við. Við skulum fara öll saman, sagði hún og andvarpaði ofurlít- ið af gremju. Þessi koma Sim- one hingað nú hafði gert allt mál ið miklu flóknara. Það gæti orð- ið erfitt að verða nokkurs vísari um Garcia, þegar Simone var við stödd, og hún yrði áreiðanlega kyrr þangað til kvikmyndafólkið kæmi frá vinnunni. Þá getum við fengið te, sagði hún. Móðir mín var írsk, svo að ég hef aldrei getað sleppt því að drekka te á vissum tímum. Garcia sem gat ekki þolað te, samþykkti brosandi. Það gæti ver ið skemmtilegt hugsaði hann, að ávinna sér vináttu og aðdáun unnustu þessa stolta Frafcka. — Það gæti verið svolítil uppbót fyrir þessar smánarlegu móttök- ur í gærkvöldi, sem hann hafði enn ekki jafnað sig eftir. Eftir þetta var eins og rás við burðanna kæmi af sjálfu sér, O" án þess að Frankie þyrfti nærri að koma. Garcia kom í heimsókn til Laurier síðdegis á næstum hverjum degi og stóð svo lengi við, að ekki varð hjá því komizt að bjóða honum í kvöldmat. Svo ætlaði hann, að eigin sögn að endurgjaida þetta með boði í sam kvæmi um borð í Esperanza, fyr ir alla, sem þiggja vildu, kvöldið áður en kvikmyndafólkið ætlaði að leggja af stað með Eydrottn- ingunni. Ég verð að kveðja ykkur al- menniiega, vinir mínir, sagði hann hlæjandi, svo að þið gleym ið ekki Þögluey, fyrst um sinn! Óþolandi andstyggðar skepna! tautaði Rex í hálfurn hljóðum, en hinir tautuðu einhver þakkar orð. Kvikmyndafólkið var alvant auðmönnum með skemmtiskip, bæði í leik og veruleik, og varð því ekkert yfir sig hrifið af Garcia Mendoza. Þvert á móti hafði koma hans raskað þeirri ró, sem hingað til hafði ríkt í Laurier, enda hékk hann alltaf utan í Frankie og það var greini legt, að hann var að reyna að tæla hana til að selja sér eignina. Hann lagði það ekkert í lágina og brosti aðeins við þeim snupr- um, sem hann varð fyrir. Hver maður hefur sitt verð, sagði hann, og einhvern daginn kemur Frankie fram með sitt verð. Og ef út í það er farið, þá gæti hún alrei gert það úr staðn um, sem ég gæti. Hversvegna sparkarðu honum ekki út? spurði Rex Frankie, eitt kvöldið, þegar Gracia hafði skrölt af stað í jeppanum. Eða á ég kannske að gera það fyrir Þig? Nei, ég hef mínar ástæður. Ég vil gjarna vita, hversu langt hann gengur.. svaraði Frankie hlæjandi Þú þarft ekki að hugsa um mig, Rex. Ég bjarga mér sjálf. Það er vel mælt, en farðu samt varlega. Og Sol endurtók þessa aðvörun, þegar þau Frankie voru ein. — Farðu varlega, barn. Ég veit al- veg, hvað þú ert að reyna að gera, en kallar eins og Mendoza eru hættulegir. I.áttu lögregluna um þetta. Hún svaraði með ákafa: Hvern ig getur lögreglan nokkurntíma nokkuð gert, ef fórnardýr þeirra keppast við að þegja? Vertu allt af einhversstaðar nærri mér í þessu samkvæmi, Sol, það er síð asti möguleikinn til að komast að einhverju. Garcia segist munu fara héðan rétt á eftir Eydrottn- ingunni. Og svo sagði hún Sol af lokuðu káetunum og aðvörun Andrés. En hann veit bara ekki, að ég tek þær alvarlega. Hann hefur beinlínis sent Simone til að gæta mín! Það efast ég um, svaraði litli Pólverjinn og ótti var í svipnum. Þessi kvenmaður ætlar sjálf að gera þér einhverja bölvun. Húp kemur af eigin vilja og löngun. Hún er alltaf á eftir Mendoza, eins og hann hafi töfrað hana. Hún er ekki trú hr. André, og heldur ekki þér, og yfirleitt engu nema eigin hagsmunum. Ég veit, að hún hleypur alltaf heim til sín með hinar og þtssar sögur um mig og hefur alltaf gert, sagði Frankie hægt. Nú, en annars gerir nú víst minnst til héðan af, hvað André heldur um mig. Þegar ég er farin, fær hann Laurier fyrir sjúkrahús, svo að hann þarf ekki meira um mig að hugsa. . Henni varð hugsað til alis þess, sem séra Filippus hafði sagt og þætti við, dræmt: Ég get ekki framar gert neitt fyrir hann nema það að losa hann við Francoise Laurier fyrir fullt og allt. Þú sagðir mér það fyrir löngu, Sol. En þá vissi ég ekkert um bréf in hans til þín og heldur ekki um heimsókn hans til mömmu þinn- ar í New York, svaraði Sol hugsi, og nú á ég þá ósk heitasta að losa hann við ungfrú Fauvaux. Ég hef einhvern grun hérna — hann benti á ennið á sér — að hún sé í einhverju leynimakki við Men dozt. Finnst þér það ekki vit- laust? Jæja, það er nú svona samt, að ég get ekki losað mig við þetta hugboð. Já, en hvaða makk gæti hún átt við Garcia? Frankie hló gleði snauðum hlátri. Nei, það er bara peningalyktin, sem hún er að renna á, Sol. Það er allt og sumt. Þegar þið eruð öll farin héðan kemst hún í ró aftur. Og hún bætti við með ósjálfráðri gremju: Þá leggur hún alla krafta sína í æfingar undir greifafrúarhlut- verkið, skaltu sanna. Engu að síður þótti henni nóg um, hvernig Garcia viðraði sig upp við frönsku stúlkuna. Hún var wú að geta sér þess til, að hann væri að reyna að jafna reikningana við André fyrir mót tökurnar kvöldið góða, en hana óaði við því, sem ske kynni, þeg ar André sæi, hvernig hún hékk utan í honum og hverju orði sém hann sagði og hve náið samband þeirra var orðið. Garcia þóttist vera frístundamálari og bað leyf is til að mála nokkrar myndir frá Lautier, og þá brást varla, að Simone væri sezt hjá málara- grindinni hans og saumaði þegj- andi, spyrjandi um allt hugsan- legt viðvíkjandi gistihúsunum, hlustandi og brosandi sínu helgi myndabrosi. Svo loks fór Garcia að mála hana sjálfa í kvenlegum stellingum, eftir því, sem hún hafði bezt vit á. Frankie hafði haft orð á þessu | við Simone, hálffeimin en þó tals vert enbeittlega, því að þessi nýja framkoma stúlkunnar fannst henni dularfull og tortryggileg, og nú fann hún til annars konar óróa en áður, af því að þetta, sem Sol haði sagt um hana var ekki nem- satt: hún var undirförul og engum trygg nema sjálfri sér og sínum eigin hagsmunum. Og fyrr eða síðar mundi André uppgötva sannleikann um þetta og verða þá í annað sini. fyrir vonbrigð- um af konum, sem hann elskaði. En við þessu gat Frankie bókstaf lega ekkert gert. Slíkt sem þetta varð karlmaðurinn að uppgötva sjálfur og hjálparlaust. Ég fyrir lít hana og er afbrýðissöm gegn henni og er þessvegna síðasta manneskjan til að meta hana rétt, hugsaði Frankie og reyndi að vera sanngjörn. En samt reyndi hún að stöðva þetta áður en í ó- efni kæmist. Simohe, ég held þú ættir ekki að vera að koma hingað meðan Garcia gerir það, sagði hún blátt áfram. André mundi ekki kæra sig um, að þú hittir hann á hverj um degi •— og það getur komið honum í klaufalega aðstöðu, ef,t- ir móttökurnar hjá henni mömmu hans, þegar Garcia kom forðum. Já, en André bað mig um þetta sjálfur! hafði Simone svarað með sakleysingjabrosi. Mér skilst, að Garcia hafi ekki sem bezt orð á sér hér á eyjunum, enda þótt mér finnist hann ágætur o . við- kunnanlegur. Og svo bætti hún við, með fullorðinssvipnum sín- um: André finnst betra, að þú hafir einhverja þér eldri hérna, meðan hann er hér. Þá getur fólk ekki sagt neitt. Guð minn góður! hafði Fran- kie sagt í hálf um hljóðum og þaut síðan út í hesthúsið og lagði sjálf á Celestine. Síðan reið hún nið- ur í fjöruna við Kuru, þar sem var löng sandfjara, sem var ágæt is skeiðvöllur. Frankie þóttist hafa þörf á hreinu lofti. Miklu hreinu lofti! Þegar Garcia hitti Simone í Laurier, setti hann upp hæga, letilega brosið sitt og tók til við málninguna Þjónpstufólkið hef- ur augu á hverjum fingri, sagði hann, ekki sízt þessi Claudette. Maður vefður að láta sjást, að málverkinu miði eitthvað áfram. Hvar er Frankie? Hún fór út að riða — bálvond! Simone kom sér fyrir á stein- bekknum og laut fram yfir handavinnuna sína neð engla- brosi. Hún ráðlagði mér að halda mig frá Laurier, meðan þú værir hérna, af því að André rrvndi ekki verða neitt hrifinn af kunn- ingsskap okkar. Betur ef satt væri! Garcia brosti snöggvast og tók að ham- ast með pensilinn. Hann var hreint ekki lakur málari, að minnsta kosti var myndin mjög lík. Þessi góði læknir hefði gott af að einhver tæki svolítið ofan í við hann, og ég ætla að reyna að koma því í kring, aó ég geti gefið honum þessa mynd í brúð- kaupsgjöf. Æ, nei! sagði stúlkan biðjandi. Ég er aö gera það sem ég get til að hjálpa þér, en ég vil ekki móðga hann. Hann er tilvonandi maðurinn minn. Garcia hopaði á hæl, horfði á myndina, ’ hallafft undir flatt og varirnar kipruðust saman í hljóð lausu blístri. Svo sagðl hann kæruleysislega. Það er engin á- stæða til að fara að giftast þeim oddborgara strax. Þú getur átt peninga sjálf — ef þú ert heppin í spilum. Hvað mikla peninga? sagði hún hægt hvíslandi, rétt eins og hún stæði á öndinni. Garcia hló og sýndi hvítar tennurnar. Hann hafði sérlega gaman af ágirnd þessarar stúlku, sem ætlaði að eiga greifann. Ef Frankie hefði tíunda hlutann a£ þ’íirri ágirnd, væri Laurier þegar sama sem í vasa hans. Hann nefndi einhverja upp- hæð, næstum með fyrirlitningu, en þegar brá fyrir glampa í aug- um Simone og hendurnar, sem héldu á handavinnunni tóku að skjálfa. ÍHUtvarpiö Þriðjudagur 14. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jósef Jónsson. — 8:05 Morgunleikcimi. Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 'tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og iilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. Tón- leikar — 17:00 Fréttir). 18:00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt- ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 „Kysstu mig, Kata": Kathryn Grayson, Howard Keel o. fl. syngja lög úr þessum söngleik Cole Porters. 20:15 Framhaldsleikritið ,,Hulin augu4* eftir Philip Levene, í þýðingu Þórðar Harðarsonar; 4. þáttur: Silfurtjaldið. — Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Leikendur: Róbert Am finnsson, Haraldur Björnsson. Indriði Waage, Helga Valtýs- dóttir, Nína Sveinsdóttir, Gísli Halldórsson, Ævar R. Kvaran, Guðmundur Pálsson, Jóhanna Norðfjörð og Baldvin Haíldórs- son. 20:50 Finnsk tónlist: Tvö tónverk við texta úr Kalevala-ljóðum (Anita Válkki, Hannu Heikkilá og karla kórinn Laulu-Miehet syngja með Borgarhljómsveitinni í Helsinki; Jussi Jalas stj.). a) „Sköpun heimsins" eftir Sib- elius. b) ,,í iðrum Vipunens" eftir Uuno Klami. 21:15 Ný ríki í Suðurálfu; I. erindi: — Hitabelti, nýlendur, samveldi (Eiríkur Sigurbergsson viðskipta fræðingur). 21:40 Tónleikar: Leonid Kogan leikur á fiðlu mazúrka í a-moll eftir Ysaye og slavneskan dans nr. 3 3 eftir*Dvorák-Kreisler. 21:50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnar (Dr. Róbert A. Ottósson söng- málastjóri). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 15. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jósef Jónsson. — 8:05 Morgunleikfimi. Valdimar Örnólfsson *>g Magnús Pétursson. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 0:20 Tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar,- 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og ♦ilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. Tón- leikar — 17:00 Fréttir). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Agra“ eftir Aimée Sommer- felt; VIII. (Sigurlaug Björnsdótt- ir). — 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt- ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Jan August leikur suð ræn lög á píanó. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eiríks saga rauða; III. — sögulok. (Dr, Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður). b) íslenzk þjóðlög: Anna Þór- hallsdóttir syngur og leikur undir á langspil. c) Viðtalsþáttur: Stefán Jónsson talar við tvo Þingeyringa, Guð mund Sigurðsson og Sigurð Jóhannsson, um amerísku lúðuveiðarana við ísland um aldamótin. d) Hallgrímur Jónasson kennart flytur síðari hluta frásögu- þáttar síns: Dagar við Veiði- vötn. 21:45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jönsson cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Pell og purpuri** eftir May Edginton; fyrri hluti, (Þýðandinn, Andrés Kirstjáns- son ritstjóri les). 22:35 Næturhljómleikar: Fró tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands 1 Háskólabíói 9. þ.m. Stjórnandi Jindrich Rohan. — Sinfónía I d-moll eftir César Franok- 23:10 Dagskrárlok — Það eru ekki allir, sem fara í farartæki. _ fMPER_ brúðkaupsferðina á eigin >f >f * GEISLI GEIMFARI >f >f >f — Þetta Methusalems-mál er ó- tköp leiðinlegt, Páll. Þú gætir nú falið mér „glottandi-gas“-málið! — Nei, Geisli. Þú verður að sjá um Methusalem og Gar lækni. .Og 'héðan í frá ert þú Roger Fox .... Mundu það! Meðal annarra orða, Geisli, þetta fórnarlamb Gar læknis dó glottandi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.