Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 16
16
MORCVNR r 4 fí 1 Ð
Þriðjudagur 14. nóv. 1961
Ingámar Jóhannesson
fulltrúi sjötugur
VAMMLAITS maður og vítalaus
—- drengur góður og batnandi.
Þessar einkunnir fornra mann-
iífshugsjóna koma mér í hug, er
ég minnist vinar míns Jngimars
Jóhannessonar, er fullnáði í gær
sjöunda áratug ævi sinnar. Um
alllangt skeið hef ég nú haft af
honum.æði náin kynni, og aldr-
ei hefur. skugga borið á skjöld
þeirrar heiðríku manngöfgi og
hjálpfýsi við menn og mannbæt-
andi málefni, er markað hafa
feril hans svo lengi, sem ég hef
haft kynni af honum. Þvílíkra
manna er gott að minnast, og
eiga þess kost, að þakka þeim
vináttu og samstarf að framgangi
hugsjóna sinna, meðan þeir eru
ensn ofar moldar.
Því vil ég grípa tækifærið að
þakka vini mínum Ingimar Jó-
hannessyni ágset kynni og ljúfar
samverustundir á þeim merku
tímamótum ævi hans, er nú eru
nýliðin hjá. Og ég vil koma þeim
þakkarorðum á framfæri í allra
augsýn, þar eð ég veit, að þeir
eru margir, sem vilja taka undir
þakkir til hans og árnaðaróskir.
Svo margir eru þeir, sem notið
hafa góðvildar hans og starfs-
hæfni á mörgum sviðum.
Ingimar Jóhannesson er fædd-
ur að Meira-Garði í Dýrafirði
13. nóv. 1891, og voru foreldrar
hans Jóhaimes smiður á Bessa-
stöðum í Dýrafirði Guðmundsson
og kona hans Solveig Þórðar-
U mbúðapappír
20 — 40 — 57 cm. rúllur
Brauðapappír
50x80 cm. arkir 40 cm. rúllur
SmjÖrpappír
33x54 cm. arkir
Kraftpappír
100 cm. rúllur
W.C. pappír
64 rúllur í balla
FyrirlÍRgjandi
I. BRYNJÓLFSSOIM & KVARAN
dóttir. Ungur að árum missti
hann föður sinn í sjóinn, og urðu
því þau kjör hans í æsku, að
hann varð snemma fremur að
leitast við að veita stuðning móð-
ur sinni og yngri systkinum, en
láta bera sig á höndum og njóta
þeirra nægta alls, sem æsku
vorra tíma eru kunnust. Þetta
hygg ég h-afi markað allt líf hans
síðan. Hann hefur ætíð leitast
við að vera fremur veitandi á
velgerðir en þiggjandi, og þótt
ekki hafi verið úr miklum sjóð-
um fjármuna að spila, hefur hon
um lánast það 1 svo ríkum mæli,
að undrun má sæta.
Ungur brauzt hann til náms,
þótt ekki væri auðveld leiðin til
mennta á þeim tímum, og naut
fyrst handleiðslu hins ágæta
brautryðjanda íslenzkrar alþýðu
fræðslu, síra Sigtryggs á Núpi,
og lauk námi í skóla hans. Þá
gerðist hann nemandi Halldórs
Vilhjálmssonar, hins eldlega
áhugamanns, við bændaskólann
á Hvanneyri. Ekki varð þó bú-
skapur hlutskipti hans í lífinu,
því að snemma hneigðist hugur
hans að því að fræða aðra og
vinna að uppeldi vaxandi kyn-
slóðar. Stundaði hann næstu tvö
ár kennslu í heimabyggð sinni,
en hvarf síðan til sémáms í
þeirri grein og lauk kennaraprófi
frá Kennaraskólanum vorið 1920.
Gerðist síðan kennari á Eyrar-
bakka um 9 ára skeið, og kvænt-
ist þar sinni ágætu eiginkonu,
Soliveigu Guðmundsdóttur, hins
alþekkta atorkumanns og sjó-
sóknara á Háeyri, ísleifssonar.
Þaðan fhittist hann 1929 að Flúð
um í Hrunamannahreppi og gerð
ist þar skólastjóri allt til ársins
1937, er bann fluttist til Reykja-
víbur, þar sem hann hélt áfram
kennslustörfum til 1947, er hann
réðst sem fulltrúi til fræðslu-
málastjóra. og því starfi hefur
hann sýnt í senn alúð og hæfni,
og getið sér hið bezta traust bæði
nemanda sinna og starfsbræðra.
Hefur hann og átt forystu í fé'
771 sölu
fokheldar 3ja herb. íbúðir fyrir ofan Sjómanna-
skólann.
3ja, 4ra og C herb. íbúðir í Háaleitishverfi.
Glæsilegt einbýlishús í Kópavogi.
Fullgerðar íbúðir af ýmsum srærðum á ýmsum
stöðum.
Höfum kaupendur að 4ra og 5 herb. fullgerðum
íbúðum. — Háar úiborganir.
SVF.INN FINNSSON, hdl.
Málflutningur — Fasteignnsala
Laugavegi 30 — Sími 23700.
MÆLUM UPP
SETJUM UPP
RHNNIBRAUTIN-
FYRIR AMERÍSKA
UPPSETNINGU.
V:WW
VERKSMIÐJIJVERÐ
SIMI 137-4 3
L F NDARGOTU 25
UR06 SKRAUTV/ORUR
AÐAL STR/ETI. 18.
SÍIUII 16216
IWIIIUJAGRIPIR I MIKLU ÚRVALI ....
GLITKERAn/llK
SIEFUR OGULL
SEIUDUiVI
FYRIR YÐUR
HlfERT SEIUI
lagsmálum kennara, og m. a. ver
ið formaður Sambands íslenzkra
barnakennara í 8 ár. Ýms trúnð-
arstörf hafa honum einnig verið
falin á sviði uppeldismála, og
skal hér aðeins nefnt, að hann
hefur átt saeti í Barnaverndar-
ráði um fjölda ára.
Snemma fékk Ingimar mikinn
áhuga á félagsmálum, og var
framarlega í ungmenna-félags-
skapnum á sínum yngri árum.
Þá hefu-r hann og verið félagi
Góðtemplarareglunnar í 55 ár og
gegnt þar fjölda trúnaðaretarfa
M. a. veitti hann forystu tveim
leiðtoganámskeiðum, sem hald-
in voru að Jaðri, og mun flest-
um þeim, sem þar dvöldust með
honum, verða sú samvera
ógleymanleg. Við unglingastarf
reglunnar hefur. hann lagt sér-
staka alúð, og var nú fyrir
skemmstu stórgæzlumaður ungl-
ingastarfs um tveggja ára skeið.
Ýmsum öðrum göfugum hug-
sjónafélagsskap hefur hann lagt
hið traustasta lið og eru hori-
um nú fluttar fyrir það beztu
þakkir.
Margt fleira mætti nefna ai
störfum Ingimai-s, þ. á. m. rit-
störfum, en til þess gefst nú
ekki tækifæri. Hann hefur ætíð
verið reiðubúinn að veita hverju
góðu málefni lið, og ekki skor-
azt undan, er til hans hefur ver-
ið leitað, þótt h-ana sé í eðli sínu
maður hlédrægur og lítillátur.
Fjögur eru böm þeirra hjóna,
d'ugnaðar- og m annkost afólk,
eins og þau eiga kyn til.
Að lokum vil ég færa Ingimar
Jóhannessyni a'lúðlegustu þakk-
ir og ámaðaróskir mínar og allra
þeirra félagsbræðra og systra,
sem við eigum sameiginlega, og
tiðja honum, heimili hans og
venzlamönnum blessunar Guðs og
alls velfarnaðar á óförnium ævi-
dögum, sem ég óska að verði
bæði margir og bjartir.
Björa Magnússon.
ÞAÐ ERU rúmlega 40 ár frá þvl
að fundum okkar Ingimars Jó-
'hannessonar bar sarnan. Það var
í Kennaraskólanum. Hann var
nemandi í 3. befck, en ég óreglu-
legur nemandi í I. bekík. Sam-
starf okkar Ingimars hófst svo
1930. Þá var hann orðinn skóla-
stjóri Heimavistarbarnaskólans
að Flúðum í Hrunamanna'hreppi,
en ég aðstoðarmaður hjá fræðslu
málastjóra.
Að loknu kennaraprófi árið
1920 gerðist Ingimar kennari á
Eyrarba-kka og var þar til 1929,
að hann gerðist skólastjóri á
Flúðum. Þar var hann til 1937,
að hann gerðist kennari í Reykj-a
vík. Haustið 1947 tók Ingimair
við fulltrúastarf’ hér í Fræðslu-
málaskrifstofunni og hefur gegnt
því etarfi siða-r
Hivarvetna þar sem Ingimar
Jóhannesson hefur starfaS. hef-
ur hann verið með afbrigðum
vihsæll enda traustur og ráð-
hollur, vinur og félagi þeirra,
s>em hann hefur starfað með og
starfað fyrir, ætíð giaður og reif
ur á hverju sem hefur gengið.
Ingimar hefur í þeim efnum
farið eftir heilræðum Hávamála:
„Glaðu-r og reifur skyli gumna
hver“------og efast ég ekki um
að svo verði til hinztu stundar.
Skóla- og uppeldismál hafá
verið aðalhugðarefni Ingimars
um dagana og hefur Góðtempl-
arareglan notið þess í ríkum
mæli.
Ingimar Jóhannesson hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
um dagana, m. a. var hann for-
maður stéttarfélags v barnakenn-
ara í Reykjavífc í 5 ár og for-
maður stjórnar sambands ísl.
barnakennara í 7 ár. og í mörg
ár átti bann sæti í Barnavernd-
arráði Islands.
Ingimar er ljóðelskur og vel
hagmæltur. Hann hefur oft
skemmt sam-starfsfólki sí-nu og
ferðafélögum með hnyttnum
bra-g eða smellnum visum.
Um leið og ég þakka Ingimar
hjartanlega ánægjulegt og lær-
dómsrikt samstarf í 3 árabugl
flyt ég homuim hugheilar árnað-
aróskir mínar og samstarfsfóiks-
in-s í Fræðslumáíaskrifstofunni á
sjötugsafmæli hans.
Helgi Elíasson.