Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 12
12
MORGXJISBL AÐIÐ
Þr!ðjudf>gur 14. nóv. 1961
itstMðMfr
Cftgefandi: H.f Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Árni Ólaj sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Krigtinsson.
Ritstjóm: A.ðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
AFSTAÐAN TIL SJONVARPSINS
Augljóslega hefur það verið
Þórarni Þórarinssyni mik-
ill léttir að geta nú á ný haf-
ið sameiginlega „hugsjóna-
baráttu“ með kommúnistum,
eftir að hafa verið hrelldur
svo af helsprengjum Krús-
jeffs að hann hafi beinlínis
orðið að skamma kommún-
ista. í sunnudagsblað Tím-
ans skrifar hann af mikilli
andagift, stóran leiðara um
sjónvarp Bandaríkjamanna á
Islandi, gagnstætt því, sem
oftast hefur verið undanfar-
ið, að „ritstjórnargreinar“
þess blaðs hafa verið þing-
skjöl eða ræðukaflar með
fyrirsögnum og nokkrum nið-
urlagsorðum frá blaðinu
sjálfu.
Þórarinn Þórarinsson hef-
ur mál sitt á því, að áhrif
sjónvarps geti „jafngilt sam-
anlögðum áhrifum skóla,
blaða og útvarps“. Ekkert
smáræði sé því í húfi. Sér-
staklega sé bandarískt sjón-
varp þó skaðsamlegt. Þórar-
inn segir:
„Þar hefur gróðasjónar-
miðið borið menningarsjón-
armiðið ofurliði. Sjónvarpið
þar er fyrst og fremst. notað
til auglýsinga fyrir ýnis stór-
fyrirtæki.... Nær öllum
kemur því saman um, að
menningarleg áhrif sjón-
varpsins hafi reynzt Banda-
ríkjamönnum óheppileg".
Gallinn er bara sá á þess-
ari röksemdarfræðslu Þórar-
ins Þórarinssonar, að í sjón-
vörpum þeim, sem Banda-
ríkjamenn reka víða um
heim, utan Bandaríkjanna
sjálfra, er beinlínis bannað
að hafa auglýsingar, og
raunar á það einnig við um
þau útvörp, sem Bandaríkja-
menn reka utan heimalands
sins. En ritstjóri Tímans
sendir Bandaríkjamönnum
fleiri kveðjur og þykist nú
heldur betur hafa bætt fyrir
það að hafa orðið að skamma
Rússa að undanförnu. Hann
talar um, að hér hafi „meira
en lítið alvarlegur atburður
gerzt“. Hann segir að Banda-
ríkjamenn séu hér beinlínis
að seilast til síaukinna áhrifa.
Orðrétt segir:
„Þær óskir hafa bersýni-
lega ekki verið miðaðar við
þarfir varnarliðsmanna einna,
heldur að sjónvarpið geti náð
til meirihluta þjóðarinnar, og
varnarliðið þannig skapað
sér aukna áhrifaaðstöðu.
Undan þessum óskum eða
kröfum hefur ríkisstjómin
nú látið. Hér hefur gamla
sagan gerzt, að þegar búið er
að láta litla fingurinn er
allri hendinni hætt á eftir“.
Ekki hefðu kommúnistar
getað komizt að kjarnbetri
niðurstöðu, enda er það mála
sannast, að ritstjórnargrein
sú, sem Moskvumálgagnið
ritar um sama efni, er eins
og svipur hjá sjón við grein
Þórarins.
MENNINGIN
Oök“ Þórarins eru þau, að
íslenzk menning muni
líða undir lok, ef unnt verð-
ur að sjá sjónvarp Banda-
ríkjamanna, eða a.m.k. sé
henni hætt. Þetta sjónarmið
er kátbroslegt og ber margt
til. —
Þess er þá fyrst að gæta,
að sjónvarpstæki eru mjög
dýr og hafa auk þess þann
eiginleika að hægt er að
skrúfa fynr þau. Það er því
ekki verið að neyða „amer-
ískum sjónarmiðum og á-
róðri“, eins og þórarinn
kemst að orði, upp á einn
eða neinn. Þvert á móti er
það kostnaðarsamt að ná
sjónvarpinu og naumast
mundu aðrir gera það en
þeir, sem á því hefðu sér-
stakan áhuga.
Næst er þess að gæta, að
kappsamlega er unnið að því
að fullkomna sjónvarpssend-
ingar þannig, að þær nái sem
víðast um heim, eins og út-
varpssendingar gera nú. —
Mundu þeir merin talin mikil
viðundur i frjálsum ríkjum,
sem reyndu að hindra að
hægt væri að taka á móti
sjónvarpssendingum erlendis
frá. Slíkur hugsunarháttur er
hvergi í hávegum hafður
nema fyrir austan tjald og
líklega hefur Þórarinn Þór-
arinsson kynnzt honum þar
á ferðum sínum.
En hin „amerísku áhrif“
eru víðtækari. Hér er t.d.
sýndur fjöldi kvikmynda,
sem allur almenningur getur
leyft sér að sjá. Ef banna
ætti móttöku sjónvarps, ætti
að sjálfsögðu líka að banna
sýningu amerískra mynda.
Þar við bætist svo að fjöld-
inn allur af amerískum bók-
um er fluttur til landsins og
mönnum leyfist óhindrað að
lesa þær. Væri ekki rétt að
banna þær líka, svo að ekki
sé nú talað um amerísku
blöðin?
Og loks er svo ameríska
tónlistin, allur djassinn og
létta mússíkin. Þórarinn Þór-
arinsson á sæti í útvarpsráði
og ætti að beita sér fyrir því
að banna ameríska tónlist í
útvarpinu, einkum þegar á-
ákveðið er að lengja útvarps-
tímann, svo að meira berist
í SAMBANDI við hátíðahöld
á degi Sameinuðu þjóð'anna
var haldin alþjóðleg sýning
á listmunum frá ýmsum lönd
um í Karachi, Pakistan. ís-
Iand átti þarna deild, þar sem
sýndir voru íslenzkir silfur-
landsmönnum til eyrna af ó-
sómanum.
Staðreynd er það að menn-
ingarleg samskipti við aðrar
þjóðir eru íslenzkri menn-
ingu í senn holl hvatning og
nauðsynlegt aðhald. Hvað
sem þröngsýnismenn a borð
við ritstjóra Tímans segja,
stendur íslenzk menning nú
með meiri blóma en oftast
áður. Þjóð sem stendur á
jafngömlum merg og íslenzk
menning er óttast ekki holl og,
eðlileg samskipti við um-
heiminn.
munir og Helgafells-prent-
myndir af verkum eftir
Kristínu Jónsdóttur og Jón
Stefánsson. — Frú Barbara,
kona ívars Guðmundssonar,
ritstjóra, sem nú er forstjóri
Upplýsingaskrifstofu Samein-
ISLAND OG
VÍNLAND
fAanskir og norskir aðilar
** deila nú um það, hver
heiður eigi af því að hafa
fundið fornleifar, sem talið
er að sanni sagnir um fund
Vínlands. Mál þetta er að
vísu allt nokkuð á huldu enn.
Samt sem áður virðist full
ástæða til að fylgjast vel með
framvindu þess.
Úr því að Danir og Norð-
menn keppast um heiðurinn,
því skyldu íslendingar þá
uðu þjóðanna í Pakistan, sá
um sýninguna, sem haldin
var á vegum kvenfélagssam-
bands Pakistans og alþjóð-
lega kvennaklúbbsins í Kar-
achi. —
ekki reyna að leggja eitthvað
af mörkum og eiga beinan
þátt í því að kanna til hlítar,
hvort hér séu fundnar þær
sannanir, sem beðið hefur
verið eftir. Það er varla
vanzalaust að láta mál þetta
alveg afskiptalaust.
Stjórnarvöldin ættu form-
lega að fela kunnáttumönn-
um að kynna sér allar hliðar
málsins, þótt það kynni að
kosta nokkurt fé og jafnvel
að standa undir kostnaði
þeirra við utanfarir í þeim
tilgangi.
A.m.k. 60 manns fórust þegar. ingaskipinu Klan Keith út af ir sprenginguna. Sjö eða átta af
sprenging varð í skozka flutn- Túnisströnd í sl. viku. Óveður áhöfninni var bjargað.
I var og sökk skipið skömmu eft-