Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 4
4 MORCVNTJLAÐIÐ Þriðjudaími 14. nóv. 1961 Þ A Ð er sosem ekki aö því aö spurja, aö alltaf skal Jobbi verða fysstur til aö uppgötva sanna menníngarviðburöi, þaö er að seigja, ef listspíónerar Tímans veröa ekki á undan honum. Nú hefur Jobbi freggnað, eftir 100% áreiðanlegum heim- iláum, að Möeteri íslenzkrar túngu muni innan skamms taka til sýnínga nýtt leikrit eftir sjálfan meistarann, úng- skáldið pálmar hjálmár, tilvonandi nabblaskáld. Straung leynd kvílir yfir ebbni leiksins, en þó hefur Jobbi komizt að raun um ýmislegt í sambandi við hann og kannski getur maður með Tímanum birt úr honum glefsur, svona einsog til liðsinnis við Mösterið. Og so maður taki nú skrefið fullt út, eins og Seikspír sagði, þá mun leikritið nebbnast TROMPLEIKURINN og persónu- galleríið vera eittkvað nálœgt því sem hér segir: Frú Pressuger grasekkja úr Mývatnssveitinni. > Skjóna Pressuger (gráskjóna dóttir hennar). Grútflytjandinn (þoskhaus með meiru) Innflytjandinn (búinn að sofa á Hólnum sumarláangt). Listfrœðíngurinn. Hrautár atómskáld. Skrambi mxlljónúngur og farkennari (vandrelœrer) Grútflyjtendaynjan. Lystfrœðíngsynjan. Njóla. Fulltrúi Landans úr Sléttuhreppi. Ennfremur sýna sig á senunni þrjú pleiboj, þrjár löggur, Fulltrúi Skreiðarmats ríkisins (Offál—Skoffal) og fjöl- margir óboðnir gestir. Eins og sjá má af þessari upptálníngu er persónugalleríiö állinteressant, og ekki er að efa, að hinir Ijóngáfuðu krítík- erar okkar fá nóg að hugsa, þegar Trompleikurinn verður uppfœrður. Jobbi hitti hinsvegar skáldið og spurði um Trompleik- inn, en skáldið varöist allra frétta, sagði aðeins hægt og virðúlega: — Þetta er míkið trompll Rauðamöl Seljum mjög fína rauða- möl. Ennfremur gróft og fínt vikurgjall. Sími 50997. Permanent litanir geislapermanent, g u f u- permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18A — Sími 14146. Handrið Smíðum handrið úti og inni. Fljót afgreiðsla. Verk stæðið Laufásvegi 13 — Símar 22778 og 32090 Harpaður gólfasandur til sölu, einnig mjög góður pússningasandur. Pöntun- um veitt móttaka í síma 12551. — Ægissandur hf. Barnarúm tvær gerðir. Húsgagnavinnustofa Sighvata'. Gunnarssonar Hverfisgötu 96. Simi 10274. 1—2 trésmiðir vanir innivinnu, óskast. — Sími 23710. Húshjálp Sníð og sauma telpna- og drengjabuxur. — Skóla- vörðustíg 26, efstu hæð. Þýzkt píanó til sölu á Hofteigi 8. Bílskúr óskast til leigu. Uppl. i síma 19847. Uppsetning á púðum og klukkustrengjum. — Spejlflauel, margir litir. Vinnustofa Ólínu Jóndóttur Bjarnarstíg 7 — Sími L3196 Kalt borð og snittur Smáréttir, venjulegt kalt borð og minna og ódýrara kalt borð fyrir bridge o.fl. Sýa Þorláksson Sími 34101. Brýnsla Heimilistæki, fagskæri og fleira. — Móttaka Rakarast. Hverfisgötu 108 (geymið auglýsinguna) Ford Prefect helzt tveggja dyra óskast til niðurrifs. Má vera með ónýtt boddý. Tilboð send- ist í pósth. 3, Keflavík. Aukavinna Stúlka getur fengið vel- borgaða aukavinnu hjá gigtveikum manni. Bréf merkt: „Aukavinna — 528“ sendist Mbl. strax. Vil kaupa mótorhjól Hringið í síma 10654. í dag er þriðjudaguriniL 14. nóv. 318. dagur ársins. Árdegisflæði k.l 9:17. Síðdegisflæði kl. 21:53. Slysavarðstolan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður LR. (fyrir vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8. Sími 15030. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7. laugar- daga frá kl. 9—4 og belgidaga frá kL 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir böm og fullorðna, Uppl. i síma 16699. □ Edda 596111147 == 2. (X) Helgafeil 596111157. VI. 2. I.O.O.F. Bb. 1 = 1111114814 = E.T.l. RMB 17-11-29-HS-MT-HT-K- 21,30-VS-K-FH. Slysavarnadeildin Hraunprýði i Hafn arfirði heldur fund í kvöid ki. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg fundar- störf, skemmtiatriði, kaffi. Ungtemplarafélagið Hálogalandi held ur fund i Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 8:30. Kvenfélagið Heimaey: — Munið baz- arinn í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 2 e.h. Kvenfélagið Hrönn heidur fund að Hverfisgötu 21 í kvöld ki. 8:30. Jóla- pakkar. Farþegar úr Ingólfsferð M.s. Heklu efna til kvöldfagnaðar með myndasýn- ingú o. fl. í Tjarnarkaffi, sunnudag- inn 19. nóvember kl. 8:30 e.h. Kvenstúdentafélag íslands heldur fund í Þjóðleikhúskjallaranum, mið- vikudaginn 15. nóv. kl. 8:30 e.h. Elín Pálmadóttir, blaðamaður, segir frá jöklaferðum og sýnir Xitmyndir. Bræðrafélag Laugarnessóknar: Fund ur i kvöld kl. 20:30 í fundarsal kirkj- unnár. Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup talar á fundinum. Félag Djúpmanna: — Aðalfundur verður haldinn i Silfurtunglinu á morg un kl. 8:30 e.h. Að aðalfundinum lokn um verður spiluð félagsvist. VARÐARFÉLAGAR! Vinsamlegast gerið skil fyrir happdrættismiða sem allra fyrst. — Skyndihappdrætti Sjálf stæðisflokksins. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax, betra er en bænagjörð brennivín að morgni dags. (Eftir Pál Olafsson). Þegar prestur stígur í stól að straffa fólk fyrir syndir sín, þá er ég á háum hól að hóa saman kindum mín. (Gömul lausavísa). Yggjar sjó ég út á legg uggandi um Dvalins kugg, hyggjudugur dvínar segg, duggan þegar fer á rugg. (Ur mansöng fyrir Griðkurimu eftir Gamalíel Halldórsson og Illuga Ein- arsson)., FÆREYSKIR MÁLSHÆTTIR: Hvat skal heiðin hundur á kirkju grund? Hvönndagsskrúðir eru ikki hátíðs- prúðar. Hann er ikki óndur (= vondur), ið ilt ræðist (- -- hræðist). Ht eyga skal einki gott sjá. Tað ið illa er yrkt, verður illa kvöðið. Betri er ill hurö fyrir smottuna (= kofann) enn eingin . Eingin skal kanna sær bitan, fyrr enn hann er svölgdur. Kúrur (= sorg, áhyggjur) kemur eftir kæti, og tramin (= fjandinn) eftir marglæti (= holdfýsnir). Söfnin Listasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1:30—4 e.h. Asgnmssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1,30—4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 1,30—3,30. Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum: Opið alla virka daga kl. 13 til 19. — Laugardága kl. 13—15. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug- ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h. Hdenauer talar vsð: ... oe Gaulle ... . Kennedy JUMBO OG DREKINN + + + Teiknari J. Mora Hvað þá? Hvað á nú uð“: Júmbó, skipstjóri þetta að þýða? Ulfaspýja ætlaði ekki að trúa sínum eig in eyrum. — Átti þetta að vera eitthvert grín, eða hvað? Skilaboðin voru „undirskrif- „Drekanum“! — NNei, þér heyrðuð þetta alveg rétt, sagði þá rödd Spora á bak við galdramann- inn .... og í sömu andrá sat hann fastur í kastsnöru leyni lögreglumannsins, sem sagði valdsmannslega: — Þér eruð handtekinn, í nafni laganna! Úlfaspýja reyndi að gefa uglunni sinni merki, en hún hafði verið æfð í því a8 sækja hjálp, ef húsbóndi hennar kæmist í hættu. —« Já, uglan, sagði Spori spozkr ur á svip, — hún verður nii kyrr þarna, sem ég hefi sett hana!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.