Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. nóv. 1961 WORGllNBLAÐIÐ 15 Frú Anna Kl. Jónsson ANNA María Kl. Jónsson, ekkja Klemensar Jónssonar landritara og síðar ráðherra, var til mold- ar borin í gær, 13. nóvember. Hún lézt aðfaranótt 8. nóvember eftir stutt veikindi. Frú Anna var fædd 1. júní 1879 á Akureyri, yngsta dóttir hjónanna Hendriks og Önnu Cathrine Schiöth. Þau voru dönsk og komu hingað til lands árið 1868. Hann var bakara- meistari og tók við forstöðu torauðgerðarhúss Hoepfner-verzl- unar á Akureyri. Því starfi gegndi hann í 30 ár, og var síð- ar jafnframt póstmeistari á Ak- ureyri og gjaldkeri Sparisjóðs Akureyrar. Síðustu starfsár sín var hann gjaldkeri útibús ís- landsbanka þar. Hann var hinn nýtasti maður og hún merk kona og skörungur mikill. Átti hún m.a. frumkvæði að lysti- garðinum á Akureyri og vann við hann öllum stundum meðan heilsan leýfði. Þau hjón tóku ástfóstri við ísland og vildu hvergi annars staðar búa, og var heimili þeirra annálað fyrir myndárbrag. Árið 1902 giftist Anna Jó- hanni Vigfússyni, verzlunar- stjóra, en missti hann eftir þriggja ára sambúð. Þau voru barnlaus. Seinni maður hennar var Klemens Jónsson, þáverandi landritari. Þau giftu sig 16. okt. 1908 og settu bú í Tjarnargötu 22 í Reykjavík. Þar var heimili þeirra alla þeirra búskapartíð, og þegar hún lézt, var hún kom- in þangað .aftur eftir margra ára búsetu erlendis. Ég átti því láni að fagna að tengjast þessu heimili þegar á barnsaldri svo sterkum böndum, að á uppvaxtarárum mínum leit ég á Jþað sem mitt annað heim- ili. A þeim árum var meiri glæsibragur yfir heimilunum við Tjarnargötu en nokkurri ánnarri götu hér í bæ. í svo til hverju húsi var húsbóndasætið skipað einhverjum af helztu embættis- mönnum þjóðarinnar, jafnt í ver aldlegum sem andlegum efnum. Þar var meiri reisn yfir öllu en almennt gerðist. Hér voru á ferð sannir fulltrúar hinnar gömlu embættismannastéttar. — Þótt tímamir breytist og ménn- irnir með, þá hygg ég, að mörg- um sé svipað farið og mér að telja, að eigi hefði sakað, þótt meira eimdi eftir af þeim eigin- leikum, sem áður prýddu þessa Stétt. Það leyndist engum, sem þekkti til, að hjónaband þeirra frú Önnu og Klemensar var óvenju farsælt, og áttu þau bæði þar jafnan hlut að. Frú Anna bjó yfir þeim kostum, sem prýða mega góða húsmóður. Hún var i senn virðuleg og glaðleg í fasi og búin þeim hæfileika að láta fólki líða vel í návist sinni. Mjög var gest- kvæmt á heimili þeirra alla tíð, og margir tignir gestir áttu þangað leið. Bæði heima og annars staðar, við skyldustörf og við hlið manns síns var hún sér og landi sínu til sóma, og þegar heilsa hans bilaði kom enn betur i ljós, hvílík stoð og stytta hún var honum. Hann andaðist 20. júlí 1930, nærri 68 ára gamall, en hún var þá 51 árs. Þau hjón eignuðust tvö börn, son og dóttur. Sonurinn er Agn- ar Klemens Jónsson, fýrrum sendiherra í London og París og nú ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins. Kona hans er ... ,...J|j Ólöf Bjarnadóttir Jónssonar vígslubiskups. Hitt bamið var stúlka, Alma Valborg, sem dó 1919 á 9. aldursári. Eftir lát manns síns helgaði frú Anna syni sínum alla krafta. Athugasemd AÐ GEFNU tiiefni skal það tekið fram, að rnisskilnings gætir í skrifum blaða þann 9. og 10. þ.m. í sambandi við fyrirtækið Hall- dcr Jónsson h.f. Þar segir, að þjónusta sú, er fyrirtækið hyggst veita viðskipta vinum sínum hafi ekki tíðkazt áður hér a iandi. Staðhæfing þessi er, eins og viðskiptavinum okkar er kunn- ugt, alröng, þar sem Pétur Snæ- land h f. hefur veitt þessa sömu þjonustu, að skera og sníða svamp til húsgagnaframleiðslu o. fl. (gúmmí í 10 ár og plast á ann- að ár). Pétur Snæland h.f. Illa gengur st jórn- armyndun í Tyrklandi Ankara, 10. nóv. GURSEL forseti hefur farið fram á það við formann lýðveldis- flokksins, Ismet Inönu, að hann taki að sér stjórnarmyndun. Vonlaust er, að lýðveldisflokkur- inn hljóti traust þingsins þar eð hann hefur aðeins 173 sæti af 450 á þingi. Hins vegar er þetta stærsti fíokkurinn. Flokkarnir hafa enn ekki náð samkomulagi um myndun stjórnar og er senni- legt, að næst komi röðin að næst stærsta flokknum, réttlæt- isfiokknum, að reyna stjórnar- myndun. sína og veitti forstöðu sameigin- legu heimili, þar til hann kvænt ist 1944. Hef ég ekki þekkt inni- legra ’samband móður og sonar. Eftir að hann kvæntist dvaldi hún á heimili þeirra hjóna, lengstum erlendis, fyrst í Lon- don, en síðar í París, þar til fjölskyldan fluttist heim í janú- ar í ár. Er mér kunnugt um, að allan þann tíma reyndist frú Ólöf henni sem hin bezta dóttir. Auk þriggja sonarbarna, sem hafa verið yndi hennar og gleði síðustu árin, hefur hún látið sér mjög annt um börn stjúp- dóttur sinnar, Önnu Klemens- dóttur, sem alltaf hafa kallað hana ömmu. Nokkur síðustu sumrin, sem frú Anna lifði, dvaldist hún í Kaupmannahöfn í hópi frænd- fólks og kunningja. Mun sá staður hafa átt ríkari tök í huga hennar en nokkur annar að Reykjavík frátalinni. Kom hún að þessu sinni heim þaðan í september, ung í anda og glöð í bragði, og kenndi sér einskis meins. Frú Aiyia Kl. Jónsson var gæfukona, sem lét mótlæti ekki á síg fá til lengdar, én varðveitti meðfædda glaðvserð og naut þess að vera til, þar til dauðinn barði að dyrum. Hún hélt starfsorku sinni því nær óskertri til æviloka og kom það vel heim við þann ríka þátt í eðli hennar að vilja heldur vera veitandi en þiggjandi. Hún var ósérhlífin og hjálpsöm, grandvör í tali og vildi öllum vel.' Þegar fundum okkar bar saman nú í haust, fór hún mörg um orðum um það, hve lífið hefði verið sér gott og hve allir hefðu verið sér góðir. Skyldi skýringin ekki vera sú, að hún átti þann næsta fágæta eigin- leika að laða fram það bezta í öðrum. Slíkri konu er gott að hafa kynnzt. Ó. P. Hjaltested. íbúðir til sölu á Fálkagötu 21 eru til sölu, tvær 4ra herb. íbúðir á sömu hæð. Ein stór stofa og 3 svefnherbergi. — Enn fremuv 2ja heib. íbúð í kjaliara. — íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk með öllu múihúðuðu úti og inni Teikmng á skrifstofunni. Austurstvæti 14. 111. hæð —r- Sími 14120 Viltu selja? Frímerki Erum kaupendur að nokkrum þúsund settum ,af: Evrópumerki 1961 $ 2 10 pr. sett Hollandshjálp 1953 $ 1,50 pr. sett. Laxafrímerki 5 kr. $ 0.30 pr. stk. Merkin verða öll að vera í heilurn örkum. Vinsamlegast sendið tilboð merkt: „Briefmarken/Bonds — 7531“, til afgr. Mbl. fyrir miðvikudakskvöld 15. þ.m. Herbergi — Húshjálp Herbergi með húsgögnum ásamt, snyrtiherbergi með sturtu til leigu gegn húshjálp ki. 9—1, virka daga og barnagæzlu 1 kvöld í viku. — Laun kr. 1000.— Skólabraut 21, SelHarnarnési, vinstri dyr. ■ .: .y . y. /jwtójc' zw r) . ‘ í? Y .......... j £;■■■:•:■:■:•:•:■••:••■•■■• • ••■• .:■:•:•:•:•• .s .•.•.••. o / ’> o #0 Það ótrúlega, en sanna llfooltte hreinsar, mýkir og skírir liti efn- isins. á 2—3 mínútum. __ Ein teskeið i 2 1. af köldu vatni. Woolite þvær bezt ullarfatnað Útsölustaðir • heqhmi Bankastræti 7 svo emstætt tækifæri ganga yaur jjr greipum Virmingarnir eru 2 glæsilegar TAUNUS * Miðar fást í happdrættisbifreiðunum Station fjölskyrdubifreiðar af nýjustu sjáifum austast i Austurstræti (við ®g fullkomnustu gerð. Útvegsbankann). —. Verðnvæti 369 þús. kr. — Þeir kosta aðeins 100 krónur. KALPIÐ MIÐA STRAX! Dregið á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.