Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVWRT. 4 ÐIP Þriðjudagur 14. nóv. 1961 Tollalækkunin kjara- bót fyrir almenning sagði Gunnar Thoroddsen, fjá'?málaráðherra í ræðu á Alþingi í UPPHAFI framsöguræðu sinn- ar drap Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra á það, að hér hefði fyrst verið sett tollskrá árið 1939. Margvíslegar breytingar hefðu síðan verið gerðar á aðflutnings- gjöldum og nú væri svó komið, að á flestum að- fluttum vörum hvíldu eftirtalin gjöld: V ö r u- magnstollur . Og álag á hann, verð tollur og álag á hann. Alagið á vörumagnstoll- inn er nú 340% og verðtolhnn 80%. Innflutnings- söluskattur, sem nú er 15%, inn- flutningsgjald, sem er mismun- andi hátt eftir því, um hvaða vörutegundir er að ræða. Toll- etöðvargjald 1%, gjald í bygging arsjóð ríkisins 1% og ennfremur sérstök aðflutningsgjöjd af nokkr um vörum, svo sem innflutnings- gjald af benzini og hjólbörðum, rafmagnseftirlitsgjald og mat- vælaeftirlitsgjald. HUfizt hanida Ráðherrann sagði síðan, að síð- an núverandi ríkisstjórn tók við störfum í nóvember 1959, hefði nefnd 4 embættismanna, ráðu- neytisstjóra í fjármála- og efna- hagmálaráðuneytinu, tollstjóra og hagstofustjóra, unnið mikið Starf að endurskoðun tollskrár- innar, sem nú yrði breytt og sam in eftir hinni svkölluðu Briissel- nafnaskrá, sem flestar vestrænar þjóðir hefðu nú tekið upp. End- urskoðunin væri geysimikið verk — en vonir stæðu til að frum- varp til nýrrar tollskrár tækist að leggj'i fram fyrir haust- þingið 19b2. Samhliða endur- sköðuninm hefði síðan snemma árs 1960 verið unnið að at- hugunum á þvi mikla vanda máii, sem smyglið væri. Erfitt væri að kryffa það mál til mergjar, en með aðstoð hagstof- unnar hefðu ýmis atriði verið tek in til meðferðar í þessu sambandi Athugaður hefði verið innfltítn- ingur samkvæmt verzlunarskýnsl um nokkur undanfarin ár, sam- anburður gerður við það, sem telja mátti eðlilega vörunotkun landsmanna, tekið tillit til árlegr ar fjölgunar með þjóðinni og neyzluaukningar af þeim sökum og stuðst við margvíslegar aðrar upplýsingar m.a. um framleiðslu inðnaðarvara innanlands- Um ár- angur þessara athugana sagði ráðherrann m.a.: Ymsunr. vörum smyglað í storum stíl Það kom m.a. í ljós, strax af könnun verlunarskýrslna m' tti, sjá, að hinn iöglegi innflutningur hafði dregizt stórlega saman á vissum vörutegundum, þó að vit- að væri, að notkún þeirra vöru- tegundar væri sízt minni heldur en áður hefur verið, jafnvel held ur meiri, og án þess að aukning innlendrar framleiðslu gæti gefið hér skýringu á. Má þar nefna sem dæmi margs konar ytri fatn að, kvensokka, úr, og fjölmargt fleira, sem hér skal ekki upp telja, en margar þessara vara eru taldar í því frv., sem hér liggur fyrir. Það var því ljóst, af þessari athugun, að hér var um að ræða tugmilljónatap fyrir rík- issjóð á ári hverju miðað við það, ef innflutningur væri að öllu eða mestu löglegur á þess um vörum- Hér var ekki ein- göngu um að ræða stórfellt tap fyrir ríkissjóð í misstum tollatekjuni, heldur einnig í ýmsum greinum verulega gjaldeyrissóun, vegna þess að töluvert af þessum smyglaða varningi er eriendis keypt í smásölu og því greidd að ó- þörfu smásöluálagning, sem á mörgum vörum er mjög há í öðrum löndum og miklu hærri heldur en hér, í stað þess að ef þessar sömu vörur væru keyptar af löglegum leiðum og fluttar inn af innflutnings- fyrirtækjum, mundu þær keyptar að sjálfsögðu með miklu hagkvæmari kjörum og mætti m.a. komast hjá hinni erlendu smásöluálagningu. — Hér var því um hvort tveggja að ræða, stórfellt tap fyrir ríkissjóð og óþarfa gjaldeyris eyðslu. Orsakir smyglsins Þessu næst vék ráðherrann nokkuð að því, hverjar mundu meginorsakir smyglsins. Ætla mættí, að þær væru ýmsar, en ekki hvað sízt hin háu aðflutn- ingsgjöld, t. d. væri talið, að eftir að innflutningsgjaldið var lögleitt í árslok 1956 hefði ólög- legur innfluiningur á þeim vör- um ýmsum, sem það tók til, auk- izt stórlega. I heild væru aðflutn ingsgjöld nú svo há hér, að slíks mundi vart dæmi annars staðar í vestrænum löndum. Einnig hefðu verzlunarhöftin haft sína þýðingu, svo Og margtalið gengi, uppbótakerfið, gj aldeyrisfríðindi o. fl. Ohjákvæmilegt væri að ráð- ast til atíögu gegn smyglinu — og þyldi það enga bið. — Það er svo hér eins og líka annars staðar, sagði fjármálaráð- heria síðan. — að ef aðflutnings- gjóid ganga úr hófi fram, skapar það andsnúið almenningsálit. Af- ieiöingin verður virðingarleysi fyrir lögunum og almenn við- leitni til að komast hjá greiðslu gjaldanna. Þau skapa einnig at- vinnusmygiurum mikla gróða- von Til þess að reyna að ráða bót eða a. m. k. að draga veru- lega úr hinum ólöglega inn- flutningi, tel ég, að verði að fara tvær leiðir samtímis. Önn- ur er sii að lækka aðflutnings- gjöld á ýmsum þeim vörum, sem vitað er, að flytjast í stór- um stíl ólöglega til landsins — og samt.ímis þessu að herða tollgæzlu og tolleftirlit. Sagði ráðherrann, að á mörg- um vörum væru aðflutningsgjöld 200 og 300% og hæst mundu þau komast upp í 344% á einstaka vörutegund. Ekki væri því nóg að herða aðeins tolleftirlitið heldur hefði reynslan erlendis yfirleitt sýnt, að það tvennt, sem nefnt hefði verið, yrði að hald- ast í hendur Bitnar ekki á íslenzkum iðnaði Með frunivarpinu væri gert ráð fyrir verulegri lækkun aðflutningsgjoldi á háollavör- um, þ. e. a. s. vörum, sem væru orðr.ir yfir 100% heildar- gjöid. Gat ráðherrann þess sér- star:lega í sambandi við lækkan- irnar, að sérstaklega hefði verið haft í huga, að þær kæmu ekki hart niður 'á íslenzkum iðnaði, sem reyniar nyti mjög misjafnr- ar verndar. Þeirri reglu hefði annars veiið fylgt við samningu frumvarpsjns, að þar sem full- unnin vara væri með 100% heild- argjöldum væru aðflutningsgjöld- in af hráefn; til samskonar vöru 90% — eða 10% lægri. Með þessu væri þó engu slegið föstu um það, hvei ætú að vera framtíðar- reglan um hlutfallið milli þessa tvenns. Mundi það atriði og af- staðan til iðnaðarins í heild verða teKÍn ti! nánari athugunar við framhaldsundirbúning nýju tollskrárinnar. I sambandi við lækkanir á aðflutningsgjöldum af fuliunnum vórum, sem einnig væru framleiddar hér á landi, hefði nú \ erið leitast eftir föng- um við að lækka um leið aðflutn- ingsgjöldin af viðkomandi hrá- efni og með sérstöku ákvæði í frumvarpmu væru gerðar ráðstaf anir til að tryggja það, að að- flutningsgjöld af efnivöru yrði ekki óeðlileg í samanburði við gjöld af fullunninni vöru. Megin flokkar þen ra vara, sem um ræddi í frumvarpinu, sagði ráð- herrann að væru annars vegar innfluttar vörur, sem alls kki væru framleiödar hér á landi, en sem talið væri, að smyglað væri inn í verulegu magni, og hins vegar innfluttar vörur, sem einnig væru framleiddar hér. Auk þess væru teknar upp í frumvarp ið nokkrar vörur, sem ekki væri talið að fluttar væru inn í stór- um stíl óteglega, en ástæða hefði þótt til að lækka aðflutnings- gjöldin á. Veldur ekki tekjumissi Þá sagði ráðherrann, að sú spurning risi að sjálfsögðu: Þolir ríkissjóður þann tekjumissi, sem mundi leiða al þessari tollalækk- un? Eg hef iátið reikna það út, að ef innflutningur á þeim vör- um, sem frv. tekur til, yrði óbreyttur á næsta ári, frá því sem hann var 1960, mundi tekju tap ríkissjóðs vera 46 milljónir króna. Þetta er miðað við það, að þetta frv. hefði engin áhrif til þess að draga úr hinum ólöglega innflutningi. Hins vegar miðar þettá frv. að því, að aðrar þær aðgerðir, sem í undirbúningi eru, varðandi bætt tollaeftirlit Og toll- skoðun í þá átt, að verulega dragi úr smyglinu Og löglegur inn- flutningur þessara vara aukizt stórlega. Þetta frv. er því ekki byggt á þeirn hugsun að ríkis- sjóður tapi tekjum við samþykkt þess, heldur að ríkissjóður verði fyrir engu tapi, ef þessar ráðstaf- anir ná smum tilgangi. Megin sjór.armið.ð er það að breyta svo því ástandi, sem nú er um inn- flutning þessara vörutegunda, að ríkissjóður verði ekki fyrir neinu tapi, þrátt fyrir hinar miklu tolla lækkanir, sem hér er stungið uppá. Aukin tollgæzla Þá sagði ráðherrann, að hafinn væri undirbúningur að endurskoð un á löggjöf um tollheimtu og tolléftirlit og einnig að margvís- legum umbótum í framkvæmd og skipulagi þessara mála, því að auðvitað verði jafnframt tolla- lækkuninni að gera ákveðnar.ráð stafanir til að styrkja eftirlitið, tollgæzluna, til að vinna _bug á smyglinu. Sagði nann að eftirtaldar leiðir kæmu sérstakiega til athugunar: Aukið eflirlit með flutningi á ótollafgreiddum vörum innan- lands. Hingað til hafa engar hömlur verið á því, að skipafélög eða aðrir farmflytjendur hafi getað skilað af sér vörum á hvaða höfn sem er, ef þeir hafa þar aðeins skráða afgreiðslu. Um hitt hefur ekki verið sinnt, , hvort nokkur aðstaða hefur verið til tolleítirlits með vörunum á við- korhandi höfn. Vöruskoðun hvar vetna þarf að auka. I sambandi við tollmeðferð á verzlunarvör- um er til athugunar að herða ábyrgð vörueigenda á efni inn- flutningsyfirlýsinga og þeirra skjala, sem. lögð eru fram henni til staðfesúngar. I lögum er nú heimild til að merkja vörur við tollafgreiðsiu til að auðkenna þær frá ólögiegum varningi, sem kynni að vera á markaðinum. Þessu hefur dálítið verið beitt, en bað er athugandi hvort ekki er ráðlegt að auka þessar aðgerðir til þess að geta betur fylgzt með þessum máium. Það er nú of lítil aðstaða til að gera verðsam- anburð á sðfluttum vörum við tollé’fgreiðslu eða staðreyna sann leiksgildi þeirra upplýsinga, sem gefnar eru um innkaupsverð og tollverð vöru. A þessu þarf að verða breyting. Fylgjast með vörumarkaðinum Þá gat ráðherrann þess, að auknar samgöngur á seinustu ar- um, hefðu valdið því, að eldri aðferðir við toH-eftirlit h-efðu reynzt ófullnægjandi. Hefðu því v-erið stofnaðar sérstakar eftir- litsd-eildir, sem fylgjast eig-a með framboðin-u á markaðin-um og reyna að rekja smyglið og toll- afbrotin út frá dreifingunni inn- an land-s. Hefðu þessar sveitir gefið mjög góða rau-n og til at- hugunar að taka þær upp hér. Þá taldi ráðherrann, að aðstað- an væri óviðunandi ti-1 tollgæslu í Reykjavíkurhöfn. Þa-r þyrfti að koma upp tollstöð eða skemm-u, svo að u-nnt yrði að taka þa-ngað inn allar vörur, strax þegar skip kæmi. Um nokkurra ára skeið hefði verið lagt sérstakt gjald toll stöðVargjald, » innfluttar vörur og lagt í sjóð. I þeim sjóði væru nú 20 mil’j. svo fjárskortur ætti ekki að hamla því, að hægt sé að ráða-st í nauðsynleg-ar aðg-erð- ir. Skilar sér margfaldlega. Ymsum breytingum, sagði ráð- herrann, verður ekki komið á án nokkurs aukins kostn-aðar og talsvert róttækra breytin-ga á nú- verandi starfshátfcum, en það er trú mín að sá kostnaður, sem kann *að verða nauðsynl-egur til að koma í framkvæmd betra og raunhæfara tolleftirliti en nú er, m-uni skila sér m-argfaldlega i a-ukn-um ríkistekjum og bættri aðstöðu fyrir heilbrigt a-thafna- og viðskiptalif í la-ndinu. Ráðherrann sagði, að ríkisstj. vænti þess, að frumvarpið fengi góðar undirtektir bæði á Alþingi og hjá öllum alm-enningi í land- inu. Það v-a-rði sæmd okkar íslend i-nga að unnt sé að uppræta með sem beztuim árangri það ófremd- Framh. á bls. 17. Tizkusynmg Á SUNNUDAGINN var hald- in tízkusýning í Lídó. Voru sýndar kápur, kjólar og dragt ir frá Feldinum og Eygló, en Svavá Þorbjarnardóttir stjórn aði sýningunni. Sex stúlkur er hlotið hafa tilsögn í Tízk-u- skólanum sýndu en kynnir var Svavar Gests- Sýningunni var mjög vel tekið og var hvert rúm skipað í húsinu. Var ekki annað að sjá en þessi nýjung sem Konráð Guðmundsson framkv.stj. Lídó á hugmynd að hafi fallið mjög vel í geð og calypso gestunum, sem kunnu vel að meta þessa ágætu sýningu. Sýningardömurnar voru — Kri-stín Johansen Sif Huld, Helga Árnadóttir, Edda Ólafs- dóttir, Elsa Stefánsdóttir og Guðrún B j arnadóttir. Þær fóru þrjár ferðir um salinn og sýndu alls 10 kápur, 9 kjóla, 1 dragt og kjóldragt. Allur var fatnaðurinn sér- lega glæsilegur og sýndi vel hina nýjustu tízku og einnig -skemmtileg og frumleg tilvik frá henni. Var fatnaðurinn og sýningin ölil fyrirtækjunum til sóma- í kjölfar tízkusýningarinnar fylgdi svo skemmtiatriði húss iriis, Calypsosöngur þriggja Vestur-Indíumanna. Atriðið er mjög frábrugðið öðrum skemmtiatriðum sem hér hafa verið á boðstólnum. Af mikilli leikni fá blökkumennirnir sér stæða tónlist með slætti á tunnubotna. Þeir isýna og at- riði — að dansa undir lága hástökksrá, sem stillt er lægst 40 cm frá gólfi. Vekur það at- riði mikla ánægju. Upphaf þess atriðis er sótt í erfiða frelsisbaráttu blökkumanna- þræla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.