Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Þriðjudngur 14. nóv. 1961 „Læstar dyr“ Eins og skýrt var frá. í blaðinu á Iaugardagrinn frumsýndi leikklúbburinn Gríma leikritiff ,,l,æstar dyr“ eftir Jean-Paul Sartre í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Önnur sýning verffur í kvöld kl. 8.30, og verffa affgöngumiffar seldir í Tjarnarbíói frá kl. 2 í dag. Myndin sýnir Kristbjörgu Kjeld og Helgu Löve í hlutverkum sínum, en affrir leikendur eru Haraldur Björnsson og Erlingur Gíslason. Fyrir sýninguna flytur Þorsteinn Ö. Stephensen ásamt leikendum formála um höfundinn og verk hans. Móðir okkar IIILDUK BJARNADÓTTIR Víðimel 31 andaðist aðfaranótt 13. b.m. á Landspítalanum. Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson Faðir okkar BJÖRN JÓNSSON Sóivallagötu 40, andaðist aðfaranóit mánudags 13. nóv. Synir hins látna Móðir mín GUÐIil'N IVARSDÓTTIR lézt í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. þ.m. Iíelga Jónsdóttir, Framnesvegi 42 VIGLUNDUR B. PÁLSSON andaðist að heimili sínu, Skúlagötu 62, 12. þ.m. — Jarðarförin auglvst siðar. Jóhanna Helgadóttir og systkini hins látna Móðir okkar SIGUBLAUG SIG URÐARDÓTTIR írá Hrútafelli andaðist í Landspítalanum 12 þ.m. Börn og tengdabörn Útför mannsins míns, föður og stjúpföður okkar DANIVALS DANIVALSSONAR kaupmanns. Hafnargötu 52, Keflavík er lézt 6. þ.m. fer frarn frá Keflavíkux-kirkju, þriðju- daginn 14. þ.m. kj. 1,30 e.h. Ólína Guðmundsdóttir og börn Minningarathöfn um elskulega móður og fósturmóður, RANNVF.IGU LUND fer fram mlðvikúdaginn 15. nóv. kl. 13,30. Lúðvíka Lund, Árni P. Lund, Grímur Lund, María Anna Lund Halldórn Óladóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konunnar minnar og fósturmóður, JÓRUNNAR GÍSLADÓTTUR Oddgeir Þórarinsson, Guðrún Eyberg. Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem hafa sýnt mér og fjöiskyldu minnl ógleymanJegan samúðar- og vinarhug við andlát og jarðarfcr eiginmanns mins ÓLAFS SIGURÐSSONAR á Helluiandi Guð blessi ykkur öll Ragnheiður Konráðsdóttir, Hellulandi Fundur um raíorku- mál Snæfellinga HELLNUM, 13. nóv. Síðastlið inn laugardag boðaði raforku- málanefnd Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til fundar að Vegamótum í Miklaholtshreppi. Á fundi þessum voru mættir raf orkumálastjóri, formaður raf- orkuráðs, fjórir þingmenn Vest- uiiandsk j örclæmis og hrepps- nefndir þeirra hreppa í sýslunni, sem ekki hafa rafmagn frá al- n. mningsrafveitum, en þeir eru átta, og sjö hreppar sýsiunnar hafa ekkert rafmagn nema frá heimilisrafstöðvum, sem eru nokkuð víða, en fullnægja hvergi nærri raforkuþörf heimilanna. Raforkumálastjóri gerði ýtar- lega grein fyrir væntanlegum raf orkuframkvæmdum í héraðinu en taldi þó ekki endanlega ákveð ið hver yrði framtíðarlausn þeixra mála fyrir Snæfellinga. Taldi raforkumálastjóri líklegt að í væntanlegri tíu ára áætlun raforkumálastjórnarinnar myndu að minsta kosti tveir hreppar sýsl unnar. Helgafellssveit og Skógar strönd, ekki fá rafmagn frá al- menningsrafveitu. Ennfremur upplýsti hann að háspennulínu frá Fossárvirkjun til Breiðuvík- ur, sem upphaflega átti að leggj- ast á næsta ári, yrði ekki lögð fyrr en árið 1963. Þingmennirnir Sigurður Ágústs son og Halldór E. Sigurðsson lögðu áherzlu á að Breiðuvíkur- línan yrði lögð á næsta ári eins og ákveðið hefði verið. Eins og gefur að skilja líta íbúar hinna rafmagnslausu hreppa ekki björt um augum á framtíðina vitandi það að verða án þessara sjálf- sögðu lífsþæginda næsta áratug- inn. I fundarlok var eftirfarandi til- laga borin upp og samþykkt: „Fundur boðaður af raforku- málanefnd Snæfellsness- og Hnappadalssýslu haldinn að Vegamötum 11. nóv. til að ræða um rafmagnsmál þeirra hreppa á Snæfellsnesi, sem ekki hafa fengið rafmagn frá almennings- rafveitu, samþ. að taka undir áskorun síðasta sýslufundar til raforkuráðs um raforkufram- kvæmdir í héraðinu. Telur fundurinn mjög þýðing- aimikið að gerð verði allsherjar áætlun um rafvæðingu sveitanna svo að séð verði hvenær hver sveit megi vænta þessara eftir- sóttu Mfsgæða. Ennfremur telur fundurinn alveg óhjákvæmilegt að framkvæmdir verði hafnar í Framh. á bls. 17. VETTVANGUR Framh. af bls. 13. heldur áfram að endurfaka, að ég hafi sagt að þjóðin í heild vanmeti Kristmann verð ég einn ig að endurtaka þau ummœli mín, sem að þessu lutú í von um að Hannes verði betur fyrirkall- aður er hann les þau nú: — „Þrátt fyrir mótblásturinn hef- ur Kristmann eignazt fleiri vini en e. t. v. nokkur annar íslenzk- uir rithöfundur. Menn eru aildrei hluítlausir gagnvart honum, sum um hefúr orðið trúaraitriði að vera á móti honum, aðrir hafa sitaðið fast með honum og metiff hann umfram affra höfunda.“ Ef þetta er Hannesi torskilið ætti hann að biðja Ragnar í Smára og húskarla hans að hjálpa sér betur við að skilja og svara greinum mínum, — ekki vantar þar kertin í ljósakrón- una. Hannes telur upp í báðum greinum sínum fimm atriði sem „sanni“ að ráðamenn á íslandi hafi sýnt Kristmanni marghátt- aðan heiður. — Persónulega fæ ég ekki séð að það sé neinn sér- stakur heiður að hafa setið í stjóm A.B., skrifa í Morgunblað- ið, eða þurfa að flytja fyrir- lestra í skólum. Og hvað 9kálda- launin snertir, þá getur það tæp- lega talizt ofrausn hjá íslenzka ríkinu að veita einum þekktasta rithöfundi laindsins í fyrsta 9kipti heiðurslaun er hann stend ur á sextugu. Fimmti Mður í þessari skýrslu Hannesar er, að Kristmann hafi verið heiðrað- ur með því að fá um skeið að vinna fyrri menningarejóð. Það er skiljanlegt, að Hannes telii þetta mikla upphefð, því hann er nú sjálfur í snatti hjá þessu ágæta fyrirtæki. — Það er hins vegar mín skoðun að þjóð, sem kann að meta skáld sín, sýni það bezt méð því að gera þeim fært að stunda eingöngu list sína. 1 fyrri grein sinni gefur Hann- es í skyn að ég hafi fengið ti'l- vitnanir mínar úr erlendum 'rit- dómum um Kristmann hjá 9káld inu sjálfu. Eg beniti Hannesi á að þær eru tefenar upp úr bók sem Ragnar í Smára gaf út'. Hannes sleppir sér af vonzku, þegar hann minnist á þetta rit. Hann segir: „Víst vissi ég um þetta rit“ (þetta út af fyrir sig leyfi ég mér að draga í efa). Og Hannes heldur áfram . . . „en skil hinsvegar ekki af hverju ég hefði átt að þekkja það. — Mig hefur aldrei langað til að eiga han.n.“(Hannes á við bæklinginn). Sjálfsagt hefur Krstmann lagt fram þá ritdóma, sem um hann hafá verið 9krifaðir — flestir rithöfundar safna ritd'ómum — en hér skiptir auðvitað það eitt máli hverjir skrifa ritdómana; og hvað í þeim stendur en ekki hitt, hver hefur safnað þeim saman. Skal ég svo ekki hafa fleiri orð um hina lágkúrulegu árás Hannesar á afmæMsgrein- ina um Kristmann Guðmunds- son, en raus Hannesar um Krist- mann minni á sperrinig hunda- þúfunnar í kvæði Steingríms: Hundaþúfan hreykti kaimb hróðug mjög með þurradramb. Skamma tók hún fremdar fjall „Fáðu skömm þú ljóti. karl!“, Fjallið þagði, það ég skil ‘þekkti ei að hún var tiil. Undir niðri virðist Hannes hafa skilið hvílík dómadags- þvæla allt tal hans um Krist- mann Guðmundsson er og þess vegna reynir hann í síðari grein sinni að fara út í állt aðra sálma. Hin nýju umræðuefni, sem Hannes fitjar uppá eru deilunni um Kristmann alveg óviðkom- andi. Hann fer aillt í einu að tala um kjördæmamálið, — kýmar á Indlandi, — hvor okkar sé ríkari og hvor hafi komizt betur áfram í Mfinu, — skáldin Asmund Jóns- son og Stjein Steinar, — ímyndað listamannafélag, sem 'hann telur mig meðMm í, — félagsmálaskóla Framsóknarflokksins — og tæt- ir loks sundur eitt ljóða minna! Ekkert af þeesu tel ég málinu viðkomandi. En þar sem Hannes gerir eitt ljóða minna að um- ræðuefni langar mig til að leið- rétta helztu missagnir bans í sam bandi við það, og rangan skilning hans á kvæðinu. Eins vildi ég að það birtist hér Mka eins og ég orti það, en ekki aðeins í útgáfu Hannesar! Þetta kvæði er í Októberljóff- um og nefnist Skáldiff. Það fjallar ekki um mig eins og Hannes full- yrðir, heldur um skáldið al- mennt, hið íslenzka skáld, íátæfet á veraldarvisu, skáld, sem á sér ljóðadísina eina að „unnustu og vini.“ — Það er eintal skáldsins við ljóðadísina og er þannig: SKÁLDH). Uthýst var mér, vina mín. 1 landi kuldans kveðið hef ég, og kvæðabrot mín smá því gef ég. En úthýst var mér, vina min, og verðlaust pund í jörðu gref ég. ' Bikar skálds er brothætt gler. Burt með hann, kvað fjöld-ans dómur. En hrota minna endurómur s>vo undarlega hjartað sker, er söngur dags, er syngur aldrei meir, á sólarlagsins rauðu vörum deyr. Kom þú héðan, hjarta mitt, _ þangað burt, er sorgin sefur, og söngUr tregans þagnað hefur. Kom þú héðan, hjarta mitt, hús ei land mitt skáldi gefur. Veröld okkar vina mín, vakir út við draumsins strendur, þar sem hvorfei styrjöld stendur né stjarna failskra vona sikín,' en söngur dags, er syngur aldrei meir, á 9Ólarlagsins rauðu vörum deyr. Hannes segir uar. kvæðið: „Það leynir sér varla að það er all- þjáður maður sem á pennanum heldur. Síðasta Ijóðlínan geymir viðkvæmt einkiamál skáldsins og félaga hans að því er virðist. Var Gunnar farinn að gera sér vonir um íbúðarhús sem þakklætisvott frá alþingi fyrir list hans.“ — Eins og fyrr segir og allir nema Hannes skilja er kvæðið alls ekki um mig sjálfan, heldur hið ís- lenzka skáld, sem venjulega hef- ur verið úthýst. Hannes þarf ekki nema í sitt eigið byggðarlag. Hvernig fór um stórskáld Skaga- fjarðar, Bólu Hjálmar sem lézt í beitarhúsum, eins og Hannies hef ur einhvers staðar heyrf, og veit náttúrlega betur en alilir aðrir, og Stephan G. sem einnig var út- hýst og varð sakir fátæktar að hrökklast úr landi. Þetta hefur verið síendurtekin reynsla hins íelenzka skálds, — jafnvel Jón- asar Hallgrímesonar. En Hannes heldur vaðlli sínum áfram og segir: ,,Hús ei land mitt skálldi glefur,“ hlýtur að vena frekari skilgreining þess, um hvers konar úthýsingu sé að ræða.“ Noirænudeildin getur sannarlega verð stolt af Hannesi! Og til að sanna enn betur lær- dóm sinn og smekkvísi og hinn næma Ski'lning á Ijóðagerð held- ur Hannes áfram. „— Ef þetta er rangt skýrt hjá mér, merki orða lagið „að gefa ekki hús“ sama og úthýsa á mæltu máM, ætti sýslungi minn (ekki skoðamabróð ir?) Jakob Benediktsson að sjá .svo um, að Gunnar Dai komist þó alla vega inn í hina stóru og vænitanlegu orðabók tungunnar, úr því hann komst ekki undir þak á hinu langþráða gjafahúsi." Mér þykir leitt að hafa orðið til þess, að Hannes skuili berstrípa innræti sitt á þennan hátt. Allt virðist myrkri hulið, tilfinning jafnt og 9ki'lningur. Eins og áður er sagt er kvæðið um skáldið almennt, hið íslenzka skáld. Allt venjuilegt fólk á auðvelt með að skilja og skýra setninguna „hús ei land mitt skáldi gefur" og sumir meira að 9egja tvígildi hennar, þótt þeirri merkingu, sem Hannes er að biðja vin sinn Jakob Benediktsson að troða inix í orðabókina sé alveg sleppt! — Og hvers vegna ættu skáld ekki að eiga sér þak yfir höfuðið eins og annað fólk? Hannes ætti sízt að amast við slíku. — 1 öðru lagi þarf það hús, sem þjóð reisir skáldi ekki nauðsynlega að vera úr tré eða steini. Þessi ljóðlína vísar jafnt til hins andlega og veraldlega húss skáldsins. Hannes gortar af því í grem sinni að hann tilheyri hinum við urkenndu skáldum. Það má ved vera, að „Hvað er svo gott sem glaðra vina fundur" og annar ámóta kveðiskapur sé það bezta, sem ort hefur verið á Islandi. — Hannes telur það sannanlegt, þar sem engin ská’ldskapur hérlendis hafi verið verðlaunaður meira. Lí'kt og söngpían laglausa I Strompleik Laxnesa, viiH Hannes ekki skilja, að Mammon verff- launar ekki skáldskan. heldur 'þjónustu við þá sem völdin bafa, og að haillarhlið þessa konungs er svo lágreist, að inn um það fer enginn öðruvisi en skríðandL Penimgar gera engan að „löggilt- um listamanni.“ Og sönigpró- fessoravottorði frá Kristjánl Karlssyni er haldlauet að veifa. Þetta er nú einu sinni hans atvinna. sem honum eir boreað fyrir. Hannes virðist enn ekki skiilja að frami hans sem skálds hefur aldrei verið annað en menn i ngarpól itfek samþ. fram kvæmd af þeirri kilíku, sem reynt hefur að einoka islenzkit mennimgarlíf allt frá 1940. En þá sögu verð ég rúmsims vegna að geyma tiil næstu greinar. Gunnar Dal. Mál þetta er útrætt hér í Vett- vangi ritstij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.