Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 22
22
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjucfagur 14. nóv. 1961
Batamerki
hjá Ríkharði
Nýlega barst bréf frá Ríkharði
Junssyni, sem nú dvelst á sjúkra
húsi í Hellersen í Þýzkalandi.
í bréfinu segir Ríkharður
meðal annars:
„Ég er harðánægður með ár
angurinn, því enda þótt lækn-
arnir segi aS það geti tekið
nokkur ár að öðlast fullan
bata, þá hefir lömun innan
Svíar
slegnir
fótar minnkað og hún hefir
einnig minnkað örlítið utan
fótar.
Annars er ekki gott að
segja um þetta að svo stöddu,
því útlitið getur breytzt á ein
um mánuði, en eftir reynslu
þeirra hér með svipuð tilfelli,
þá tekur lækningin alltaf lang
an tíma.“
★
Ríkharður segist í bréfinu una
sér Vel í sjúkrahúsinu og sendir
öllum vinum sínum og velunnur
um, sem gerðu honum kleyft að
njóta handleiðslu þessara frá-
bæru lækna, þakkir og kveðjur.
út
SVlAR voru sigraðir. I.ið
þeirra sem varð nr. 2 í síðustu
heimsmeistarakeppni, fær nú
ekki að vera með í 16 liða úr-
slitakeppni um heimsmeistara
bikarinn. Það var Sviss sem
hreppti sætið. Mikið er búið
að berjast um sigurinn í þess
um riðli. Svíar unnu Sviss
heima í Sviþjóð í vor, en töp-
uðu á dögunum í Sviss. í
aukaleiknum sem fram fór í
Berlin á sunnudaginn, sigraði
Sviss með 2 mörkum gegn 1.
Úrslitin hafa valdið gífur-
legum vonbrigðum í Svíþjóð,
sem vonlegt er- Svíar trúðu
því og vonuðu að lið þeirra
myndi ná mjög langt í þessari
keppni sem hinni fyrri. Að
vísu fengu þeir ekki „lánaða“
alla sina beztu menn sem Ieika
með ítölskum liðum. En það
sýnir vissu þeirra með að kom
ast áfram og gerir vonbrigði
þeirra enn sárari.
Og sigur Svia blasti við i
þessum leik. 1 hálfleik stóð
1—0 fyrir Svía, en í þeim síð-
ari skoruðu Svisslendingar tví
vegis. Skoraði sami maður
bæði mörkin með skalla. Þá
list lék hann líka gegn Svíum
í leiknum sem fram fór í Sviss.
Hann hefur því „skallað Svía
út úr heimsmeistarakeppn-
inni“ eins og sumir orða það.
IR og Fram tryggöu sigur
sinn 3 síðustu stund
Góðir leikir ab Hálogalandi um helgina
ÞAÐ VAR ekki fyrr en á Síðustu
mínútu leiksins, sem Fram
tókst að ná undirtökunum og
sigra Val, en Valur kom skemmti
lega á óvart í þessum leik. eftir
að hafa fyrir stuttu tapað stórt
gegn KR. Fæstir bjuggust því
við jöfnum leik, er þeir mættu
Reykjavíkurmeisturunum Fram.
En Framarar máttu hafa sig alla
við og taka á sínum stóra 'undir
Iokin.
Valsmenn byrjuðu leikinn vel
og skoruðu tvö fyrstu mörkin
(Örn og Bergur) en Guðjón og
Karl jöfnuðu þegar fimm mínút
ur vorú liðnar. Og aftur færir
Örn Val forustuna. En nú tóku
Framarar upp hraðan leik og
tókst þrátt fyrir ágæta mark-
vörzlu Egils að ná forustunni,
sem í hálfleik var þó naum, 7:5.
Góður handknattleikur.
Með hröðum og góðum leik
færði Fram töluna í 9:5 á fyrstu
þrem mínútum síðari hálfleiks og
virtist nú einsýnt hvernig • fara
mundi. En Valsmenn voru ekki
af baki dottnir. Þeir léku rólega
og yfirvegandi, skoruðu niú hvert
markið á fætur öðru og á 9. mín.
voru leikar aftur orðnir jafnir,
9:9. Fram hafði á þessu tímabili
slakað á hraðanum og aldrei tek
I izt að brjóta niður vörn Vals-
Enska knattspyrnan
17. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar
íór fram i gær og urðu úrslit leikanna
þessi:
1. deild:
Aston Villa — Arsenal.....
Blackbum — Birmingham.......
Blackpool — Everton ........
Cardiff — Sheffield W.......
Chelsea — Bolton ...........
Manchester U. — Leicester ..
N. Forest — Bumley .........
Sheffield U. — Manchester City
Tottehham — Fulham .........
West Ham — W.B.A............
Wolverhampton — Ipswich ....
3:1
2:0
1:1
2:1
1:0
2:2
3:2
3:1
4:2
3:3
2:0
2. deild
Brighton — Huddersfield ....... 2:2
Bristol Rovers — Derby ........ 1:4
Bury — Swansea ................ 1:1
Chalton — Southampton (frestað)
Leeds — Leyton Orient ......... 0:0
Liverpool — Luton ............ 1:1
Norwich — Preston ............. 2:0
Rotherham — Newcastle ......... 0:0
Scunthorpe — Plymouth.......... 5:1
Stoke — Walsall ............... 2:1
Sunderland — Middlesbrough .... 2:1
í Skotlandi varð að fresta nokkrum
leikum m.a. leiknum milli Celtic og St.
Mirren. Dundee sigraði Rangers 5:1
í Glasgow.
1. deild (efstu og neðstu liðin):
Burnley ......
Everton.......
West Ham .....
Tottenham ....
16 11 1 4 48:32 23
17 9 2 6 34:21 20
17 8 4 5 40:34 20
16 9 2 5 29:25 20
Arsenal ....... 16 4 6 6 27:30 14
Birmingham .... 17 5 4 8 25:40 14
Chelsea....... 17 4 4 9 30:36 12
2. deild (efstu og neðstu liðin):
Liverpool..
Scunthorpe
Sunderland ,
Derby .....
Rotherham
17 12 3 2 44:14 27
17 9 3 5 40:29 21
17 9 3 5 33:25 21
17 9 3 5 36:31 21
16 8 4 4 33:30 20
Middlesbrough 16 5
Bristol Rovers 17 6
Preston ........ 18 4
Leeds........... 17 4
Charlton ....... 16 3
3 8 25:27 13
1 10 26:33 13
5 9 19:28 13
4 9 17:29 12
3 10 20:37 9
í 3. deild er Bournemouth efst með
29 stig. í 4. deild eru Wrexhatn osr
Aldershot efst með 27 stig.
manna. Nú tólku þeir aftur upp
hraðan leik og þá var ekki að
sökum að spyrja. Vörnin opnað-
ist og á 14. mínútu höfðu þeir
bætt stöðu sína í 13:9 og þar með
gert út um leikinn. Halldór Hall
dórsson skoraði svo síðasta mark
leikSins rétt undir lokin svo að
úrslit urðu 13:10.
Leikur þessi var frá upphafi
skemmtilegur og vel leikinn á
báða bóga. Sérstaklega var þátt
ur markvarðanna stór, en Sigur
jón í marki Fram átti mjög góð-
an leik og mikinn þátt í, að ekkþ
fór illa. Eins og áður er sagt
varði Egill einnig mjög vel í
marki Vals og tók mörg af hinum
föstu skotum Ágústs Þórs og
Ingólfs, sem hættulegastir eru
skotmanna Fram.
Valsmenn léku þennan leik
taktist mjög vel; hættu sér aldrei
út í hraða, sem þeir réðu ekki
við, en tókst hins vegar með ró-
legheitum sínum að dempa niður
leik Framara. Það hefur oft skeð,
Hér standa tveir Þróttarmcnn
utan línu. Þeim var báðum
vísað af velli í 2. mín. fyrir
gróf brot. En tilviljunin er að
þetta eru bræður, Axel og
Guðmundur Axelssynir.
Matthías Ásgeirsson ÍR brýst í
gegn. Matthías er íþróttakennari
og kom mjög á óvart með góð-
um leik í landsliðinu móti
Efterslægten.
að veikara liðið hefur náð fram
sigri með því að ráða hraðanum
Og leiða hina sterkari út í tempó,
sem þeim hentar ekiki. En í þetta
sinn „vöknuðu" Framarar í
tíma og tókst að brjóta takti'k
Valsmanna.
Mörk Fram skoruðu: Karl Ben.
4, Guðjón 3, Hilmar, Ágúst og
Ingólfur 2 hver. Mörk Vals: örn,
Bergur og Gylfi Jónsson 2 hver,
Gylfi Hjálmarsson, Geir, Hall-
dór og Sigurður Dagsson 1 hver.
Og þannig gekk það fyrir sig:
0:2, 2:2, 2:3, 3:3, 5:3, 5:4, 6:4, 6:5,
7:5. — Hálfleikur. — 0:5, 9:9, 13:9,
13:10.
Óheppnir Ármenningar.
Leikur Víkings og Armanns
var sannkallaður bardagi frá upp
hafi til enda. Liðin skiptust á um
forustuna allan leikinn og aldrei
var munurinn meiri en tvö mörk
á hvorn veg. I heildina léku Ar-
menningar betur, en sjálfum sér
geta þeir kennt um að láta einn
mann, Jóhann Gíslason skora í
gegn um vörn sína hvorki meira
né minna en 8 mörk. Þetta var
þeim mun meira áberandi þar
sem Jóhann skoraði 6 þessara
marka í fyrri hálfleik, sem lauk
Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR
' var „maður kvöldsins“ á
sunnudag. Á síðustu min leiks
ÍR og Þróttar breytti hann
stöðunni úr 7 : 9 í 14 : 9. fyrir
ÍR. Og leiknum lauk með
15:10. — Ljósmyndir tók
Sveinn Þormóðs.
7:6 fyrir Víking. Vissulega er
þetta vel af sér vikið hjá Jó-
hanni og á engan hátt verið að
draga úr afreki hans, en í meist-
araflokki karla er nokkuð langt
gengið, þegar einn og sami maður
inn gerir svona mörg mörk í röð
og flest með náikvæmlega eins
skotlagi. Eina mark Víkings I
þessum hálfleik, sem ekki var
skorað af Jóhanni Gíslasyni,
gerði Björn Kristjánsson úr víta-
kasti. Segir þetta í sjálfu sér
nokkuð mikið um leik Víkings.
Hann var í þetta sinn mjög ein-
hliða og fábreytilegur, lítil hreyf
ing á leikmönnum og sendingar
á línu, þær fá sem kömu, voru
illa framkvæmdar og ekkert
varð úr.
Armenningar léku aftur á móti
betur úti á vellinum og sýndui
meiri fjölbreytni í leik, en einnig
hjá þeim voru línusendingar ó-
nákvæmar og fálmkenndar. Með
þéttari vörn hefði Armann þó
átt að vinna þennan leik með
nokkurra marka mun. Ofan á
þennan klaufaskap Armenninga
bættist svo óheppni, er eitt mark
þeirra var dæmt af þeim af ó-
skiljanlegum orsökum, Ingvar
skoraði, en markið var einhverra
hluta vegna dæmt af, þó með
þeim hætti, að ekki var fram-
kvæmt aukakast, heldur átti
mark knöttinn. Markvörður Vífe
ings var ekki seinn á sér að senda
knöttinn fram til Jóhanns sem
skoraði samstupdir hjá Armanni.
Þarna fékk Ármann á sig mark
í stað þess að skora mark, eins
og réttara hefði verið.
En hvað um það; Víkingar
sigruðu með eins marks mun
(12:11) og er þetta annar leikur
Armanns í mótinu með sömu úr
slitum; þeir töpuðu fyrir ÍR með
sömu markatölu.
Mörk Víkings skoruðu: Jó-
hann 8, Björn Bjarnason, Björn
Kristjánsson, Pétur og Sigurður
Óli, 1 hver.
Mörk Armanns: Hans og Hörð-
ur 3 hvor, Arni 2, Kristinn, Sig-
urður og Stefán 1 hver.
Svona gekk leikurinn fyrir sig:
0:1, 1:1, 2:2, 3:3, 4:4, 4:6 7:6. —
Hálfleikur. — 7:7, 10:7, 10:10,
12:10, 12:11.
Þróttur ógnar ÍR.
ÍR virðist ætla að ganga illa I
öllum sínum leikjum í þessu
mótL Nú mættu þeir veikasta
andstæðingnum, Þrótti, en lengi
vel leit svo út, sem Þróttur mundi
sigra, en það hefði nú verið saga
til næstu bæja, að ÍR með sína
stóru karla, Gunnlaug, Hermann
og Matthías, hefði tapað fyrir
neðsta liðinu í mótinu. En það
er nú einu sinni svona, að lið,
sem lélegan markvörð hefur, get
ur átt á hættu að tapa hvenær
sem er og hversu sterkar skyttur
sem það annars hefur.
Flest Skot Þróttara lágu í neti
Framh. á bls. 23.