Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 23
Wiðjuöagur 14. nóv. 1961
MORCVNBLAÐIÐ
23
NATO stofnsetur „siökkvilið"
PARÍS, 13. nóv. — Lauris Nor-
stad. yfirmaöur herafla Atlants
Jiafsbandalig-sins, skýrði frá því
á þingmannafundi bandalagsins
í dag, að NATO væri nú að koma
upp höfuðstöðvum „slökkviliðs"
síns í Þýzkalandi.
Þetta lið ætti að mynda með
samstöðu landíhers, flughers og
flota, hermenn alíra bandalags
rlkjanna ættu að verða í því.
Þetta ætti að verða eins konar
slökkvilið, sem alltaf væri við-
búið Og gæti farið hvert á land
sem væri, þangað sem hættan
steðjaði að.
IMýr yfirmaður
öryggislögreglu
MOSKVU, 13. nóv. — Forsætis-
nefnd Æðsta ráðsins hefur út-
inefnt Vladimir Semitsjiasny til
íormennsku í stjórnarnefnd
jungsins fyrir öryggismál ríkis-
ins. Þetta er staða yfirmanns
öryggislögreglunnar. Semitsji-
asny tekur við henni af Alex-
ander Sjelepin, sem leystur hef-
ur verið frá embættinu til þess
að taka við öðrum störfum, eins
og segir í tilkynningu Tass-
fréttastofunnar.
Sjelepin var kjörinn ritari í
miðstjórn kommúnistaflokksins
á 22. flokksþinginu og hann
gekk einna lengst í árásunum á
Molotov og félaga á sínum tíma.
Semitsjiasny var kjörinn í mið
stjórnina á síðasta flokksþingi.
Hann varð fyrsti ritari ung-
kommúnistasamtakanna (Komso-
mol) árið 1958, fjórum árum
eftir að hann var kjörinn í mið
stjórn samtakanna.
— Ráðherrafundur
Norðurlanda
Framh. af bls. 1.
ens Finnlandsforseta í Hels-
inki — og þaðan sendi Carl
O. Bolang, fréttamaður AP-
fréttastofunnar, Mbl. sím-
skeyti á sunnudaginn um
gang mála á ráðstefnunni.
Fer það í megindráttum hér
á eftir.
if Samningsgerð verði hraðað
Forsætisráðherrar Norður-
landanna fimm kunngerðu í dag
<þ. e. sunnudag), að fyrirhugað
væri að hraða sem mest gerð
samnings um samstarf land-
anna í efnahags-, löggjafar- og
menningarmálum. Þó mótuðust
fundir ráðherranna í Hanko
mjög af umræðum um alþjóða-
mál — einkum með tilliti til
mýlegrar orðsendingar sovét-
stjórnarinnar til Finnlands-
stjórnar. — Við morgunverðar-
borðið í dag var ráðherrunum
greint frá bráðabirgðaskýrslu
finnska utanríkisráðherrans, Ahti
Karjalainens, sem komið hafði
til Moskvu daginn áður og rætt
við Gromyko, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, um orðsending-
una tii Finna hinn 30. fyrra
tnánaðar.
■jk „Ánægður," sagði Erlander.
Um . miðnætti aðfaranótt
sunnudagsins kom hraðboði frá
Moskvu til Hanko og hafði með
tferðis bráðabirgðaskýrslu Karja-
lainens um viðræður þeirra ut-
anríkisráðherranna. Var hún
tþegar afhent Miettunen, finnska
tforsætisráðherranum. Kekkonen
tforseti fékk einnig samhljóða
skilaboð frá Karjalainen. —
Talsmaður finnska utanríkisráðu
meytisins sagði, að Miettunen
heíði skýrt hinum norrænu for-
sætisráðherrum frá skilaboðun-
um í morgun — og þeir hefðu
tialdið áfram að ræða þau ó-
tformlega í miðdegisverðarboði
tforsetans. Enginn ráðherranna
vildi láta hafa neitt eftir sér
um innihald orðsendingar þess-
erar.
Þó sagði Erlander, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar: „Ég er
ánægður, bæði með þær upplýs-
tngar, sem ég hefi fengið, — og
með þennan framúrskarandi mið
degisverð.“
Miettunen lét svo um mælt,
að finnska stjórnin myndi hlýða
á persónulega skýrslu Karja-
lainens á þriðjudag (þ.e. í dag)
— og síðan ákveða, hvað frekar
yrði aðhafzt í málinu.
^ Áframhaldandi viðræður
um samninginn
I Á fundi sínum með frétta-
inönnum gáfu forsætisráðherr-
emir út sameiginlega yfirlýs-
ingu, þar sem segir m. a., að
þeir séu meðmæltir beiðni Norð-
vrlandaráðs um að vinna að því
uð koma á norrænum sáttmála
tun gagnkvæmt samstarf þjóð-
anna fimm, er byggist á þeirri
samvinnu, sem þegar sé fyrir
hendi á ýmsum sviðum. í yfir-
lýsingunni er nánar greint, í
hverju þetta samstarf helzt er
fólgið — en síðan segir, að ráð-
herrarnir hafi einnig rætt nauð-
syn þess, að auka upplýsinga-
starfsemi um norræna samvinnu
utan viðkomandi landa.
Almennt hefir verið talið, að
það myndi taka allmarga mán-
uði að koma á bindandi sam-
starfssamningi Norðurlanda. En
talsmaður sænsku sendinefndar-
innar á ráðherrafundinum lét
svo um mælt, að nú væri gert
ráð fyrir því, að öllum athugun-
um hvers einstaks ríkis £ sam-
bandi við þessi mál verði lokið
nú í yfirstandandi mánuði. —
Formælandinn sagði, að sér-
fræðingar þjóðanna mundu
koma saman í Stokkhólmi í byrj
un desember til framhaldsvið-
ræðna'—- og væri gert ráð fyr-
ir, að unnt yrði að leggja end-
anlegt uppkast að samningnum
fyrir fund Norðurlandaráðs í
Helsinki, sem haldinn verður
dagana 17.—23. febrúar á næsta
ári.
ár Aðstoð við vanþróuð ríki
Á síðari degi ráðstefnu for-
sætisráðherranna var m. a. rætt
nokkuð um aukna þátttöku
Norðúrlanda í aðstoð við van-
þróuð ríki, en ein grein bráða-
birgða-samningsuppkastsins, sem
lá fyrir ráðstefnunni, fjallar um
þau efni — og sameiginleg nefnd
ríkjanna fimm hefir málið nú til
sérstákrar athugunar. — Ráð-
herrarnir ræddu nokkuð áætlun
um að senda norræna nefnd til
Afríku til athugunar á því, hvar
og með hverjum hætti Danir,
Finnar, Svíar, Norðmenn og ís-
lendingar gætu helzt orðið að
liði. — Allar Norðurlandaþjóð-
imar hafa reyndar tekið virkan
þátt í starfi Sameinuðu þjóð-
anna í Afríku.
„Menn eru þó yfirleitt þeirr-
ar skoðunar, að meira mætti
gera,“ sagði einn fulltrúanna,
„að norrænu þjóðirnar geti kom
ið enn frekar til liðs við aðra
með starfsþekkingu sinni og
tækni.“
— Vesturveldin
Framh. af bls. 1.
og lagði áherzlu á það, að Rússar
hefðu nú skotið allri heimsbyggð
inni skelk í bringu með risatil-
raunum sínum. Krúsjeff hefði
viðurkennt á flokksþinginu í
Moskvu, að tilraunirnar væru
skaðlegar mannlegu lífi, enda
væru tilraunir Rússa þær lang-
mestu, sem nokkru sinni hefðu
verið gerðar — og geislavirkni
frá þeim miklu meiri en frá öll-
um sprengingum Breta, Banda-
ríkjamanna og Frakka saman-
lögðum.
Við viljum samninga, sagði for
mæl andi u t a nrik isráðuney tisins,
við látum aldrei af tilraunum til
þess að ná samningum um þetta
mál. Við skulum setjast að samn
ingaborðinu jafnvel þó Rússar
haldi áfram að sprengja.
Sagði Norstad, að bráðlega
yrðu 25 herdeildir Atlantshafs-
bandalagsins í Evrópu miðað við
21 áður. Aukningin hefði verið
ákveðin vegna versnandi ástands
í heimismálunum.
Framskvæmdastjóri banda-
lagsins, dr. Stikker, hélt ræðu
og ræddi m.a. um Berlínarmál-
ið. Sagði að vesturveldin yrðu að
finna lausn þess, en sú lausn
mætti ekki byggjast á hinni
fölsku „friðsamlegu“ sambúð,
sem ríkt hefði að undanförnu.
Takmarkið væri friður, það yrði
að binda endi á það ástand, sem
nú væri. Enginn vissi hvað morg
undagurinn bæri í skauti sér.
V-þýzka stjórnin hetfur boðið
þingmönnum í þriggja daga kynn
isför til Berlínar að fundinum
loknum, 130 af 200 fulltrúum hafa
þekkzt boðið.
Norska skipið Finoi Germa að taka fyrsta
í Hafnarfirði.
vikurfarminn
Fyrsti vikurfarmurinn til
útflutnings lestaður
Á SUNNUDAGINN hófst lestun
á fyrsta farminum af vikri, sem
fluttur verður frá Hafnarfirði
til Þýzkalands. Er það norskt
skip, Finn Germa, 1400 lestir að
stærð, sem mun nú taka yfir
1000 Iestir af vikri. Var í gær unn
ið að því að skipa út við nýju
uppfyllinguna í norðanverðri
höfninni, en félag vörubílaeig-
enda í Hafnarfirði hefur tekið að
sér að flytja efnið úr Óbrynnis-
hólum í skipið.
Skipið flytur vikurinn síðan til
Lubeok, en þar munu vefksmiðj
ur vinna úr honum byggingar-
efni, á vegum Þjóðverjans Fried-
rioh Carl Lúders, er hefur gert
samninga við Hafnarfjarðarbæ
um mikinn útflutning á vikri í
framtíðinni.
Þessi fyrsti farmur er væntan
lega upphafið að milklum vikur-
útflutningi. í samningum sikuld-
bindur kaupandinn sig til að
greiða sem svarar 50 þús. lestir
á ári, þó hann flytji ekki út svo
mikið magn, en það atriði kemur
ekki í framkvæmd fyrr en á
næsta ári. Nægt magn er af
vikri og mun hafa verið talað um
að flytja út allt upp í 100 þús.
lestir á ári.
í sarmbandi við vikurútflutn-
inginn gerði hafnarsjóður upp-
fyllingu innan við syðri hafnar-
— Tollalækkun
Frh. af bls. 1
erlendis, án þess að greiða af
þeim aðflutningsgjöld, ef vörur
þessar hafa verið taldar til einka
þarfa og um lítið magn að ræða
hverju sinni“.
Ekki nóg að efla tollgæzlu
í greinargerðinni segir síðan:
„Þegar litið er til þess, að ár-
lega munu koma til landsins um
30—40 þúsund farþegar og áhafn
armeðlimir, verður hér um veru
legt magn að ræða í heild og
stafar það ekki sízt af þvd, að
ýmsar vörur, sem almennt eru í
farangri manna, svo sem fatnað
ur, hefur verið mun hagkvæm-
ara að kaupa erlendis en hér á
landi. Má búast við, að eitthvað
dragi úr þessum kaupum vegna
þeirrar verðlækkunar, sem leiðir
af þessu frv.
Nú er ■ eðlilegt, að spurt sé,
hvað hér sé hægt að gera til
úrbóta. Bkki leikur á tveim tung
um, að orsök þessa ófremdar-
ástands er fyrst og fremst sú,
hve aðflutningsgjöld hér á landi
eru orðin há og þar af leiðandi,
hve ábatasamt það er, ef haegt
er að koma vöru inn í landið án
greiðslu þessara gjalda. Er verð
munur á vöru, sem lögboðin
gjöld eru greidd af, og hinni,
sem smyglað er til landsis, svo
mikill, að jafnvel þótt smyglvara
sé keypt í smásölu erlendis er
um verulegan ágóða að ræða.
Það er því augljóst mál, að ör-
uggasta leiðin til þess að vinna
bug á þessum ósóma er að
minnka þennan verðmismun, og
þar með ágóðavon smyglarans.
Þetta er einfaldast að gera með
því að lækka aðflutningsgjöld á
þeim vörum, sem gjaldhæstar eru
og því talin mest hætta á að
reynt sé að koma til landsins, án
þess að tollar séu af þeim greidd
ir.
Einhver kynni að spyrja, hvort
ekki bæri fyrst og fremst að efla
og bæta tollgæzluna og hindra
með þeim hætti, að brotin væru
gildandi lög og fyrirmæli um
þetta efni. Þessu er því til að
svara, að vitanlega er sjálfsagt að
efla tollgæzluna svo sem framast
er unnt, enda stöðugt unnið að
því. En hversu öflug sem tollgæzl
an er, þá er henni fengið von-
laust verk í hendur við þær að-
stæður sem nú eru í þessum mál
um hér á landi. Það er reynsla
allra þjóða, að smygl verður
ekki upprætt ef það gefur mik-
ið í aðra hönd, þótt því fylgi mik
il áhætta. Sama mun raunin
verða hér“.
Yfir 100% tollur
Fjármálaráðherra hefur því um
nokkurt skeið látið framkvæma
rækilega athugun á þessum mál
um í því skyni, að valdir væru
úr tollskránni ýmsir flokikar há
tollavara og lækkuð á þeim að-
flutningsgjöld. Eru tillögur þær,
sem fram koma í þessu frv., nið
urstaða þeirrar athugunar. Vöru
flokkar þeir, sem frv. tekur til,
eru fyrst og fremst miðaðir við
þær vörur, sem talið er að flutt
ar séu ólöglega til landsins, eða
ferðamenn og áhafnir skipa og
flugvéla sækist eftir að kaupa
erlendis. En auk þess hefur þótt
rétt að lækka aðflutningsgjöld
á nokkrum öðrum vörum, sem
teljast til nauðsynja, bera nú
heildaraðtflutningsgjöld hærri
en 100%. Það er að sjálf-
sögðu mikið álitamál, hversu
mikil gjaldlækkun þurfi að vera
svo verulegs árangurs sé að
vænta af ráðstöfunum eins og
þeim, sem hér er lagt til, að
gerðar verði.
Vissulega hefði verið æskilegt
að geta gengið feti framar en lagt
er til í frv., en hér hefur m.a. orð
ið að taka tillit til þess, hver
áhrif lækkunin hefur á aðstöðu
innlendra iðngreina, sem árum
saman hafa búið við þá miklu
vernd, sem hinar háu álögur hatfa
veitt.
Þess er vænzt, að ríkissjóður
verði ekki fyrir tekjutapi, þótt
aðtflutningsgjöld séu lækikuð svo
sem lagt er til í frv. þessu. Má
telja víst, að lækkunin stuðli að
því að meira komi af vörum þess
um á löglegan hátt til landsins
og vegi þannig upp þá lækkun,
sem gerð er á gjaldtöxtunum.
Rétt hefur þótt að takmarka
gildistíma væntanlegrar lagasetn
ingar, þannig að hún gildi til árs
loka 1962, enda er búizt við,
að þá verði lokið þeirri heildar-
endurskoðun tollskrárinnar. sem
1 nú er unhið að“.
garðinn í Hafnarfirði, til að auð
velda þennan útflutning, en inn-
an við þann hafnargarð mun
þýzki aðilinn ætla að gera hafn
armannvirki, til notkunar við
vikurútflutninginn.
Þessar upplýsingar fékk blaðið
hjá bæjarstjóranum í Hafnar-
firði, Stefáni Gunnlaugssyni. —
Bkki kvað Stefán ákveðið hve-
nær eða hvernig næsti farm-ur
færi.
— /jb róttir
Frarnh. af bls. 22.
IR, en aftur á móti urðu ÍRingar
að vanda til skota sinna, þar sem
Guðmundur Gústafsson í marki
Þróttar er mjög snjall og varði
af stakri prýði.
Þó að leikur þessi væri jafn,
var hann ekki að sama skapi
skepptilegur og meirihluta lei-ks
ins sást fátt, sem gaman var á
að horfa. En þegar nokkuð var
liðið á síðari hálfleik og staðan
var 9:7 fyrir Þrótt, kom katfli,
sem áhorfendur munu lengi minn
ast. A tveim m-ínútum skoraði
Gunnlaugur Hjálmarsson 4 mörk,
hvert öðru fallegra og snéri þar
með leiknum við á einni svip-
stund-u. Nú stóðu leikar 11:9 fyr
ir ÍR og úthald Þróttar virtist
þrotið. Þeir réðu ekkert við Gu-nn
laug, þegar hann komst í þenn
an ham og Guðmundur í mark-
inu fékk engum vörnum við kom
ið. Hermann bætti svo við fallegu
marki, og til að leggja frekari
áherzlu á sigurinn, skoraði Gunn
laugur tvö mörk til viðbótar.
Leiknu-m lauk svo með fimm
martka mun, 15:10. Þennan -sigur
getur ÍR þakkað stjörnu sinni,
Gunnlaugi, sem sýndi þegar mest
reið á, hversu geysisterkur og
hættulegur hann getur verið. En
vörn IR má bera saman bækur
sínar. Þó að markvörðurinn sé
lélegur, á hann ekki alla sök-
ina. Staðsetningar varnarinnar er
ekki góð og mörg auðvarin skot
fara í gegn um hana óhindrað.
Mörk IR skoruðu: Gunnlaugur
9, Hermann 3, Matthías, Þorgeir
og Gunnar 1 hver. Mörk Þróttar:
Guðmundur Axelsson 3, Haukur
og Grétar 2 hvor, Þórður, Axel
Og Gunnar 1 hver.
Svona féllu mörkin til: 1:0 1:1,
2:2, 3:3, 4:4, 5:5, 5:7, 6:7. — Hálf
leikur. — 6:8, 7:8, 7:9, 13:9, 13:10.
A undan karlaleikjunum fór
fram leikur í mfl. kvenna og sigr
aði KR Þrótt með 9:5 (4:1 í háltf
leik). Kormákr.
Bifvélavirkjar
fresta
uppsogn
SÍÐASTL. fimmtudag var fund-
ur í Fél. bifvélavirkja. Kom á
fundinum fram tillaga um að
segja upp kaupsamningum. Var
j samþykkt önnur tillaga um að
'fresta uppsögn með meirihluta
I greiddra atkvæða.