Morgunblaðið - 14.11.1961, Blaðsíða 6
6
MOR C.T’w » r 4í)fÐ
Þriðjudsgur 14. nóv. 1961
unnan sex“
Revía í sex atriðum eftir Jón Bldmann
Leikstjóri: Flosi Ólafsson
UNDANFARIN ár hefur, svo
sem kunnugt er, verið fátt um
verulega smellnar revíur hér á
leiksviðum borgarinnar og menn
saknað þeirra tíma er Emil heit-
inn Thoroddsen og félagar hans
létu frá sér fara hverja reví-
una annarri snjallari. — Með
revíunni „Sunnan sex“, eftir Jón
Blámann, sem fruimsýnd var í
Sjálfstseðishúsinu s.l. fimmtu-
dagskvöld, virðist þó nokkuð rofa
til í þessum efnum. Revían er
að mörgu leyti dável samin og
sum atriði hennar býsna skemmti
leg. — Revían gerist á vorum
tímum og fjallar að mestu um
ýmis þjóðfélagsmál, sem efst hafa
verið á baugi hér undanfarið og
þá einkum hina margræddu og
umdeildu skreiðarsölu. Við sjá-
um þarna og heyrum ýmis fyrir-
bæri í kaupsýslumálum þjóðar-
innar, sem við könnumst við, þó
að þau vitanlega séu sýnd í spé
spegli og stórlega ýkt, svo sem
venja er og vera ber í revíum.
Segja má þó að yfirleitt sé gam
anið græskulaust, þó að einstaka
hnútur fljúgi, og megináherzlan á
það lögð að vekja hlátur áhorf-
enda. Hefur það vissulega tekizt
því að það var mikið oig dátt
hlegið á frumsýningunni í Sjálf
stæðishúsinu.
Eg ætla mér ekki hér að rekja
efni revíunnar, enda væri það
að grípa fram í fyrir væntan-
legum áhorfendum hennar. Þess
skal aðeins getið að revían er
krydduð söngvum og dönsurn,
sem falla vel að efninu og lyfta
henni. Lögin hefur Magnús Ingi
marsson útsett og einnig samið
nokkur þeirra og tekizt hvort
tveggja vel. Með hlutverk hinna
þriggja ungu þokkadísa, dans-
meyjarinnar Þuríðar Auðbjargar
Ketilsdóttur, Maríu Reginvalds-
dóttur, söngkonu, og leikkonunn
ar Málfríðar Málfars, fara þær
Kristjana Magnúsdóttir, Kristin
Einarsdóttir og Anna Harðardótt
ir. Eru þær allar fríðar konur og
gæddar miklum þokka, enda
gegna þær veigamifclum hlutverk
um í sölubrejlum hinna hug-
kvæmu skreiðarframleiðenda.
Og þá er að víkja að leiksjóran
um, Flosa Ólafssyni og sem einn
ig fer þarna með eitt leikhlutverk
ið og öðrum leikendum,
Flosa hefur tekizt leikstjórnin
prýðilega, enda hefur Flosi ágæta
kímnigáfu og lætur því vel að
setja á svið gamanleiki og revíur.
Hann leikur þaran Skúla Skreið-
ar, athafnamann, sam hefur snú
ið nokkuð á skreiðarframleiðend
urna tvo, þá Jón Gunnjónsson og
Böðvar framkvæmdastjóra, að
því er snertir sölu á skreið til
Afríku. Hlutverkið er lítið og gef
ur ekki tækifæri til umtalsverðs
leiks.
Jón Gunnjónsson, forstjóra
skreiðarsamtakanna leikur Karl
Sigurðsson, en með hlutverk fé-
laga hans, Böðvars, fer Baldur
Hólmgeirsson. Eru þeir félagar
Mngnús Jóhannesson endur-
kjörinn formnður Óðins
AÐALFUNDUR Málfundafélags-
Ihs Öðins var haldinn í Sjálfstæð
ishúsinu s.l. sunnudag. Fundur-
inn var fjölmennur og mikill á-
hugi ríkjandi hjá félagsmönnum
á því að efla samtökin. Á fund-
inum gengu 30 nýir félagar í Óð
íusson, Guðmundur Sigurjóns-
son, Gestur Sigurjónsson, Stefán
Gunnlaugsson, Sigurður Gunnars
son. Endurskoðendur Friðbjörn
Agnarsson, Hróbjartur Lútersson
og til vara Gunnar Sigurðsson.
Frá vinstri: Baldur Hólmgeirsson, Kristjana Magnúsdóttir og
Kari Sigurðsson í hlutverkum.
í miklum vanda staddir út af
skreiðarsölunni til Afríku og
grípa því til hinna mestu ör-
þrifaráða til þess að fá hina
blökku fiskimálaráðherra til að
bíta á krókinn og eru þá hinar
þrjár þokfcadísir beitan. Báðir
leika þeir Karl og Baldur fjör-
lega og yfirleitt vel, en Baldur
þó betur, enda er hann orðinn all
vanur leiksviðinu. — Aðalbjörgu
frelsaða sál, sem kemur allmikið
við sögu og á stundum sín „veiku
augnablik", leikur Guðrún Step-
hensen. Er gerfi hennar mjög
gott, og hún fer prýðilega með
hlutverk sitt. En skemmtilegast
ur af öllu þessu skemmtilega
fólki er þó Karl Guðmundsson í
persónu Eilífs miðils. Miðill þessi
er svo mergjaður að það talar
ekki í gegnum hann aðeins fram-
liðið fólk, heldur bráðlifandi og
er þá ekki að Karli að spyrja,
enda vakti hann mikinn hlátur
áhorfenda. Haraldur Einarsson og
Nína Sveinsdóttir, leika hina
svörtu viðskiptamálaráðherra,
vel eftir því, sem efni standa til.
Sönglagatextarnir eu misjafn-
ir að gæðum. Leiktjöld Haf-
steins Austmanns eru vel gerð
og falla vel við leikinn.
Enginn vafi er á því að þeir,
sem sjá þessa revíu munu
skemmta sér ágætlega.
Nýtt
þvotta-
tæki
fyrir bíla
í FYRRADAG var blaðamönnum
bcðið að skoða nýtt þvottatæki
fyrir bifreiðar sem Edward
Proppé hefir flutt til landsins.
Edward hefir hinsvegar viðgerðir
á eldsney.tislokum að aðalstarfi.
Tækið hefir verið sett upp í bón
stöðinni hjá Olíuverzlun íslands
h.f. á Klöpp við Skúlagötu.
Tæki þetta er fyrst og fremst
frábrugðið þeim aðferðum, sem
áður hafa verið notaðar við bíla-
þvott, þarna er hægt að sápu-
þvo bílinn með rennandi vatni
þ.e. sápufrauðið myndast um leið
og vatnið rennur gegnum tækið.
Tæki þetta nefnist Listergent-
hreinsir. Sérstök hreinsifroða er
sett í tækið og er hún að útliti
líkust sápu og endast tvö lítil
stykki til 8 st. þvottar. Við tæk-
io eru svo tengdir burstar af mia
munandi gerðum, einnig er sett-
ur „spíss“ á tækið og er þá hægt
að sprauta vatninu og froðunni
af mun meiri krafti. Er þetta
sérlegg heppilegt þegar þvo skal
þá hluta bifreiðarinnar, sem ekki
er hægt að koma bursta að. iCalt
vatn er nægilegt við þvottinn.
Listergent hreinsarinn er tal-
inn hafa þá kosti að með honuia
er fljótlegra að þvo bílinn og
þvotturinn verður betri en tíðk-
ast hefir.
in. Fundarstjóri var Egill Hjörv
ar og fundarritari Erlingur Gísla
son,-
Formaður félagsins, Magnús
Jóhannesson, flutti skýrslu stjórn
arinnar og kom greinilega fram
i henni, að félagið hafði rekið um
fangsmikla starfsemi á árinu. —
Gjaldkerinn, Stefán Hannesson,
skýrði reikningana og voru þeir
samþykktir samhljóða.
Meðal þeirra sem tóku til máls
á fundinum voru: Guðjón Hans-
son, Guðmundur Hjörleifsson,
Halldór Briem, Erlingur Gísla-
son og Stefán Hannesson.
í stjórn félagsips voru kjörnir:
Magnús Jóhannesson formaður
og meðstjórnendur Jón Kristjáns
son, Pétur Sigurðsson, Pétur
Hannesson, Erlingur Gíslason, Jó
hann Sigurðsson og Valdimar
Ketilsson. Til vara Gunnar Júl-
• Ekki hissa
— ———
Þessa vísu orti Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur. Til
eínið er vísa Egils Jónassonar
í Mbl. fyrir skömmu.
Vist er Askja
engirm vesalingur,
einnig mun hún vita
hvað hún syngur.
Hitt er ekki að undra,
fyrst hún springur,
að. hún skuli vera
Þingeyingur.
• Konan á myndinni
I laugardagsblaðinu birti ég
í þessum dálkum mynd af
konu x ísienzkum búningi sem
komin er á safn gamalla
mynda í Bergen og bað safnið
„Bergens Tidene“ um að aug-
lýsa eftir einhyerjum, sem
vissi hver konan er.
Nú er málið upplýst. Konan
á myndinm er Helga Guð-
brandscóttir, kona Böðýars
Þorvaidssonar á Akranesi og
móðir Haraldar Böðvarssonar
og þeirra systkina. Myndin
mun vera tekin um eða fyrir
1890. Þá siglu þau hjónin til
Bergen Þórunn systir Helgu
var gift norskum manni og
búsett í Bergen og mun Helga
háfa verið í heimsókn hjá
henni. Þórunn dó í fyrravet-
ur, en á tvö börn úti í Noregi.
Helga systir hennar dó 1944.
• Gott erindi
Hjá roér liggur örðið heil-
mikið af tilmælum um að
koma hugmyndum, hrósi eða
lasti um óiíkustþ hluti á fram
færi.
Hér kom t. d. maður Og hrós
aði mjög erindi Björns O.
Björnssonar í útvarpinu fyrir
rúmri vik. Taldi hann að þess
háttar erindi þyrfti fólk ein-
mitt að heyra nú á dögum,
Fyrirlesarmn hefði flutt sitt
mál af hjartans sannfæringu
og frá kristilegu sjónarmiði
hefði honum talazt betur en
heyrzt hefði í útvarpinu fyrr
í stuttu exúndi. Vildi hann mæl
ast tii þess að erindið yrði
endurtekið.
• Barnagæzla í bíó
Þá hringdi maður, sem
vildi korna á framfæri spurn-
ingu hvOrt ekki væri hægt áð
koma á barnagæzlu í ein-
hverju bíóinu, eins og hann
vissi til að sums staðar væri
gert, t. d. í Noregi. Þar væri
barna gætt meðan á einni sýn-
ingu á hverri mynd stæði eða
1 sinni í viku og það auglýst.
Nú þegar erfiðleikar eru að
fá noltkra hjálp, og ung hjón
verða oft á fara á víxl í bíó
eða sk-ppa því alveg vegna
barnafostruleysis, þá væri mik
ið hagræði í slíku. Stingur
hann sérstaklega upp á að
koma slíku fyrir í Háskóla-
bíóinu, þar sem mikið gólf-
rými er í anddyrinu.
Erlendis er víða barna-
bæzla í stórum verzlunarhús-
um, en ekki veit ég hvort það
hefur verið reynt hér, enda
varla svo stórar verzlanir.