Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 1
24 siður
Katangaher vonlaus?
\ ”
Tsjombe sendi í gær ut
lokaboðskap til hins frjálsa
heims44 — vegna yfirvofandi
ailsherjarárásar SÞ
Elisabethville, Brússel, London
og Washington, 13. desember.
TSJOMBE, forsætisráðherra
Katanga, sendi í dag „loka-
boðskap til hins frjálsa
heims“ — fyrir milligöngu
sendinefndar sinnar í Briiss-
el. Sa^ði Tsjombe, að SÞ
væru að undirbúa allsherj-
arárás í Elisabcthville „í nótt
eða á morgun'1 — og enda
þótt allir Katangamenn væru
reiðubúnir að deyja fyrir
fósturjörðina, hefðu SÞ bæði
miklu fjölmennara liði og
betur búnu á að skipa. Benti
hann á, að 20 flutningaflug-
vélar SÞ hefðu í dag flutt
Innrás
í Goa?
PANGIM, Goa, 13. des. —
Manuel de Silva, landstjórinn
í portúgölsku nýlendunni Goa
á vesturströnd Indlandsskaga
sagði í dag, að indversku her-
sveitirnair, sem eru meðfram'
hinium 280 kim löngu landa-i
mærum Goa, myndu að líkind.
um gera innrás „á næstu,
klukk ustundum“.
•—★—
Landstjórinn kvað land-
varnalið Goa viðbúið að mæta'
innrásarliðinu „í dag eða á
morgun“ — enda þótt allir
gerðu sér Ijóst, að Indverjar
hefðu miklu meira liði á að
skipa.
—■★■—
Portúgalska stjórnin hefir
veitt landstjóra sínum fullt
vald til að gera allar þær ráð-,
stafanir, sem 'hann telur nauð-
synlegar til varnar nýlend-,
unni. Er nú þegar byrjað að
flytja konur og böm á brott,
í öryggisskyni — og til þess að'
veita Iandvarnaliðinu seí "
mest athafnafrelsL
nær 2.000 manna liðsauka til
Katanga. — „Á morgun fær
heimurinn sennilega að vita,
hvernig Katangamenn börð-
ust — til sigurs, eða dauða,“
sagði Tsjombe.
Talsmaður SÞ í L,eopoldville
staðfesti í dag, að ein stórsveit
Eþíópíuhermanna hefði verið
flutt þaðan til Elisabethville í
dag — og að hluti annarrar stór
sveitar Eþíópiumanna í Kivu-
héraði yrði einnig fluttur þang-
að hið bráðasta. Með þessum
liðsauka munu SÞ hafa um
4.500 manna her í og við Elisa-
bethville — en Katangahermenn
í borginni eru taldir nálægt
2.000. I dag og sl. nótt hafa
sprengjuflugvélar SÞ haft sig
mikið í frammi og valdið stór-
tjóni á ýmsum byggingum, sér
í lagi verksmiðjum og iðjuver-
um í og nálægt Elisabethville.
Það var tilkynnt í aðalstöðv-
um SÞ í New York í dag, að
Framhald á bls. 23.
Mikilvœgt
samkomul ag
NEW YORK, 13. des. (AP) n. k. og skili áliti til Alls-
Góðar heimildir hér segja, herjarþingsins 1. júní.
að sá hafi orðið árangur — ★ —
af einkaviðræðum banda- Fréttamenn spurðu Ad-
rískra og rússneskra full- lai Stevenson, aðalfulltrúa
trúa hjá Sameinuðu þjóð- Bandaríkjanna hjá SÞ um
unum að undanförnu, að málið. Staðfesti hann nán-
fram verði lögð í kvöld í ast fréttina, er hann sagð-
stjórnmálanefndinni sam- 4st vona, að sameiginleg
eiginleg tillaga þessara ályktunartillaga Sovétríkj
ríkja, þess efnis að fela anna og Bandaríkjanna
Allsherjarþinginu að kjósa um afvopnun yrði lögð
nefnd 18 ríkja til að fjalla fram „í kvöld — ef guð
um afvopnunarsamninga lofar“. — Fréttamenn telja
— og setjist nefndin á rök þetta samkomulag allmik-
stóla eigi síðar en 31. marz ilvægt.
Skutu fé-
laga sinn
BERLÍN, 13. des (AP) — Ó-
nafngreindur Berlínarbúl
skýrði frá því í dag, að hann
hefði séð austurþýzka lög-
reglumenn skjóta einn félaga
sinn, sem reyndi að komast
vestur yfir borgarmörkin. —
Vitnið sagði. að lögreglumað-
urinn, sem var klæddur ein-
kennisbúningi, hefði skyndi-
lega tekið á rás frá félögum
sínum og ætlað að hlaupa
vestur yfir mörkin, þegar hin
ir voru niðursoknir í samræð
ur. Lögreglumennirnir tóku
hins vegar eftir flóttamannin-
um — og skutu hann umsvifa
laust niður. — Vitnið sagði, að
líkið hefði verið flutt á brott
í sjúkrabíl að vörmu spori.
■:r, ^
Utanríkisráðherra
til Parísar
UTANRÍKISRÁÐHERRA fór s.l.
mánudagsmorgun flugleiðis til
Parísar til þess að sitja ráðherra
fund Atlantshafsbandalagsins, en
slíkir fundir hafa verið haldnir
um þetta leyti undanfarin ár.
orðsendíngu til Dana:
„Eystrasalt veröur stökk-
pallur til árásar*
— á Sovétrikin „og önnur
elskandi riki"
frið-
Kaupmannahöfn, 13. des.
efni hennar.
★ „Hernaðar- og hefndaröfl“
í upphafi segir, að sovét-
stjómin hafi hvað eftir annað
varað Dani við þeirri hættu
sem stafi af vaxandi veldi Vest-
ur-Þýzkalands, þar sem uppi
vaði „hernaðar- og hefndaröfl",
sem áður hafi valdið mörgum
Evrópuþjóðum, þ.á.m. Ðönum,
miklu tjóni og hörmungum. —
Sovétstjómin hafi, í anda ná-
grannavináttu, varað dönsku
Framhald á bls. 23.
Krúsjeff vœndur um
vinskap við Bandaríkin!
TIRANA, Albaníu, 13. des. (NTB/
AFP). — Hin opinbera fréttastofa
Albaníu segir, að almenningur í
landinu harmi slit sovétstjórnar-
innar á stjórnmálasambandi ríkj-
anna. Er þessum aðgerðum lýst
sem „nýrri sönnun fyrir þeirri
and-marxísku stefnu, sem Krú-
ejeff og skósveinar hans aðhyllt-
ust“.
Þá sakar flokksmálgagnið
„Zeri og Polollit" Krúsjeff og
tengdason hans Alexei Adshubei,
um að vera hliðholla Bandaríkj-
unum — og er því til sönnunar,
vísað til viðtals Adshubei við
Kennedy forseta, sem birtist í
Izvestia, málgagni sovézka komm
únistaflokksins, á dögunum.
— (NTB) —
DANSKA stjórnin hefir birt
efni orðsendingar sovét-
stjórnarinnar, sem danska
sendiherranum í Moskvu var
afhent í gær. — Jens Otto
Krag, utanríkisráðherra,
greindi í meginatriðum frá
efni orðsendingarinnar á ráð
herrafundi Atlantshafsbanda
lagsins í París í dag — og
formenn sænskú þingflokk-
anna fengu einnig að vita
Eins og kvisaðist þegar í
gær, mótmælir sovétstjórnin
eindregið skipun sameigin-
legrar herstjórnar Danmerk-
ur og Vestur-Þýzkalands á
Eystrasaltssvæðinu — og lýs-
ir því yfir, að þar með sé
hinum vestur-þýzku hernað-
arsinnum veittur stökkpallur
til árásar á Sovétríkin, eins
og m. a. segir í orðsending-
unni.
Neðanjarð-
arsprengja
WASHINGTON, 13. des. —
Bandaríska kjarnorkunefndin
upplýsti í dag, að enn ein kjarna
sprengja hefði verið sprengd neð
anjarðar í Nevadaeyðimörkinni.
Er þetta 6. kjarnasprenging
Bandaríkjamanna, sem kjarnorku
nefndin hefir tilkynnt síðan til-
raunir hófust, í sept. sl.