Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 14. des. 1961
Anrta Pálsdóttir
— IVflinníngarorð —
FRÚ ANNA Pálsdóttir var fsedd
hinn 17. sept. 1888 að Neðra-Dal
í Biskupstungum. Foreldrar
hennar, Páll Stefánsson og Auð-
björg Runólfsdóttir, bjuggu þá
þar og var Anna yngst fjögurra
dætra þeirra. Á undan Páli höfðu
faðir hans, afi og langafi búið
að Neðra dal, hver á eftir öðrum
og er margt þekktra manna, sem
eiga ætt að rekja til þeirra
Neðra-Dals feðga.
Að því, er frú Steinunn Bjarna
son sagði mér, en hún var a’in
upp á þessum slóðum og mundi
Pál vel, var hann heppinn lækn-
ir, þótt ólærður væri með öllu.
og var sóttur víða að þeirra er-
inda, enda maður hjálpsamur og
vinsæll. Hann andaðist einungis
35 ára gamall árið 1890 og stóð
þá ekkja hans allslaus uppi með
dætur sínar fjórar, allar ungar
og Önnu eimungis tveg'gja ára.
Heimilið splundraðist og hélt Auð
björg í fyrstu tveim dætranna í
sinni umsjá en síðar Önnu einni,
öll hennar uppvaxtarár. Dvöldu
þær mæðgur fyrst að Neðra-
Dal en fluttu síðar að Auðsholti
í Biskupstungum. Þar andaðist
Auðbjörg árið 1917 hjá Vigdísi
dóttur sinni, sem lengi var þar
húsfreyja.
Hinar tvær dæturnar, Stefanía
og Jónína, voru teknar í fóstur
til frænda sinna Einars og Guð-
mundar, sem bjuggu að Hvassa-
hrauni á Vatnsleysuströnd. Jón-
ína giftist Kristni Jónssyni frá
Ánanaustum í Reykjavík og
kynntist Anna þá Bimi bróður
hans og giftust þau árið 1907.
Björn frá Ánanaustum varð
einn kunnasti .skipstjóri hérlend-
is um sína daga. Hann var skip-
stjóri á skútum, vélbát og línu-
veiðara. Margir sjómenn víðs-
vegar um land minnast enn
Björns, enda var hann prýði
stéttar sinnar. Hann var manna
vörpulegastur ásýndum, ágætur
sjómaður, fiskinn vel, laginn
stjórnandi, enda öllum velvilj-
aður.
Hjúskapur Önnu og Björns
var með afbrigðum farsæll. Þau
máttu helzt ekki hvort af hinu
sjá, þótt taka yrði því, að Björn
dveldi langdvölum frá heimilinu
vegna starfs síns. Börn þeirra
urðu þrettán og komust öll upp,
en fimm þeirra dóu á undan föð-
ur sínum, hin átta eru á lifi enn.
Látin eru: Sigurbjörg, sem gift
var Morten Ottesen, Unnur, sem
gift var Friðþjófi framkvæmda-
stjóra Þorsteinssyni, Björgvin
stýrimaður, sem giftur var Ástu
Þorkelsdóttur, Anton leikfimis-
kennari og Guðjón sjómaður. Á
lífi eru: Ásta, kona Hjartar
kaupmanns Hjartarsonar, Jón
skipstjóri, kvæntur Jenny Guð-
laugsdóttur, Hildur, ekkja Gísla
verzlunarmanns Kærnested, Páll
hafnsögumaður, kvæntur Ólöfu
Benediktsdóttur, Sigríður, kona
Bjarna Benediktssonar, Auð-
björg, sem gift var Antoni Er-
lendssyni, þau skildu samvistir.
Haraldur stórkaupmiaður, kvænt-
ur Þóru Stefánsdóttur og Valdi-
mar stýrimaður, kvæntur Stein-
unni Guðmundsdóttur. Alls eru
afkomendur þeirra Björns og
Önnu nú fimmtíu á lífi. Barna-
böm og barnabarna-börn Önnu
voru henni öll handgengin og
nutu ekki síður umihyggju henn-
ar en hennar eigin börn.
Björn hafði lengstum sæmileg-
ar tekjur eftir því, sem þá tíðk-
aðist, en nærri má geta, að öllu
hefur þurft að halda til skila til
framfærslu hins fjölmenna heim-
ilis. Reyndi þá mjög á forsjá og
dug Önnu, enda vann hún ætíð
myrkranna í milli og vandi
börnin á að leggja sitt til, jafn-
skjótt og þau komust á legg.Veitti
og ekki af, því að margir dróg-
ust að heimiliniu. Hjónin voru
bæði ættrækin og hélt Anna til
hins síðasta náí.um tengslum við
fjölda skyldmenna þeirra víðs-
vegar. Aðrir vinir voru margir,
ekki sízt skipverjar Björns, og
ekki fækkaði gestum þegar böm-
in uxu upp. Mátti segja, að heim-
ilið væri löngum „opið hús“
fyrir alla þá, sem að garði bar.
Frú Anna og Björn bjuggu
fyrst í Ánanaustum, föðurleifð
Bjöms, og voru ætíð kennd við
þann stað, en síðar að Sólvalla-
götu 57. Þar dó Björn 9. ágúst
1946, hafði fengið heilablóðfall,
er þau Anna voru í sumardvöl
að Svignaskarði. Hann hafði
verið heilsuveill um nokkurra
ára bil og því látið' af sjó-
mennsku.
Eftir lát Björns bjó Anna hjá
börnum sínum, lengst af hjá
Auðbjörgu. Heilsa Önnu var ekki
góð hin síðari ár, einkum þjáði
hana fótaveiki og þurfti hún
þess vegna oft og lengi að dvelja
á sjúkrahúsum, oftast á Landa-
kotsspítala en öðru hvoru að
sumarlagi var hún á heilsuhæli
Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði. Starfslöngunin var
þó óskert. Þrátt fyrir langvar-
andi lasleika leitaði hún ætíð eft-
ir því að mega hlaupa undir
bagga með því barna sinna, sem
hún taldi hverju sinni helst
aðstoðar þurfa. Þegar því var
ekki til að dreifa, vildi hún sjá
um sig sjálf og réði sig t. d. á
síðasta sumri til starfa norður
að Hólum, til að njóta sumar-
• Hliómburðurinn
í Háskólabíói
Arkitektamir Gunnlaugur
Halldórsson og Guðmundur
Kr. Kristinsson skrifa eftir-
farandi athugasemd:
Vegna greinar dr. Abra-
hams, í dálkúm yðar, um
hljómburð í samkomuhúsi há
skólans, langar okkur að biðja
yður fyrir nokkur orð um mál
ið.
Kvikmyndahús eiga að vera
mjög „dauð“ hvað hljómburð
snertir — endurhljómurinn er
á filmunni og nær eyranu
beint frá hátölurunum án veru
legrar þátttöku salarins.
Hljómleikasalur á að vera
„lifandi". með miklu lengri
endurhljómstíma — og þó
helzt mismunandi löngum,
svo hæfi mismunandi tónverk
dvalar í sveit. Var ekki laust við,
að sumum fyndist sem þeirri ósk
hetfði mátt fullnægja með öðr-
um hætti, en Anna fór eigin
ferða og hafði mikla ánægju af
dvöl sinni norður þar.
Snemma í október tók hún
sjúkdóm þann, er leiddi hana til
dauða og andaðist hún á Landa-
kotsspítala hinn 6. desember.
Frú Anna Pálsdóttir var
glæsileg kona á að líta og ekki
siðri í raun. Henni gafst lítill
tími til umsvifa utan heimilis,
enda heimiliskær. Hún var þó
ætið kirkjurækin og einlæg trú-
kona. í trú sína sótti hún stöð-
ugt styrk á langri æfi. Æska
hennar var örðug og ekki hefur
verið áhyggjulaust að koma upp
þrettán börnum, með eiginmann-
inn og oft marga syni á sjó í mis-
jöfnum veðrúm. Þrír þeirra
drukknuðu á mánaðarbili um
áramótin 1943—44, tvær dætur
dóu í blóma lífsins og manrii sin-
um varð hún á bak- að sjá
fimmtán árum áður en hún
sjálf hynfi héðan. Engu að síð-
ur var Anna gæfukona. Hún
hafði fyrir löngu lært, að í líf-
inu skiftast á skin og skúrir og
tók því sem að höndum bar
með jafnaðargeði, gladdist með
glöðum og reyndi að létta und-
ir með hinum. Öllum lagði hún
gott íil og naut þess vegna hlý-
hugar fjölmargra vina og ástar
og virðiugar allra afkomenda og
vandamanna.
Framámenn Háskóla íslands
töldu nauðsynlegt að leysa
þetta verkefni jafnhliða og
þeir reistu kvikmyndahús til
tekjuöflunar, og meta flestir
tónlistarmenn þetta framlag
að verðleikum.
Þrjú mikílsverð atriði þarf
að framkvæma svo hinum
„dauða“ kvikmyndasal verði
breytt í „lifandi" hljómleika-
sal með alllöngum endur-
hljómstíma. Þau eru:
1) Sýningartjaldinu. sem er
200 ferm. að stærð, er komið
fyrir efst í sviðsturni bygging
arinnar, og lokar þá botn
tjaldsins efri hluta .turnsins að
verulegu leyti.
2) Hliðarveggjum er breytt
þannig, að þeir endurkasta
hljóðbylgjunum í stað þess að
gleypa þær.
3) Bakveggur salarins (and
spænis sviði) er þakinn ofnu
Hjálparbeiðni
HJÓN með þrjú börn eru mjög
illa stödd. Maðurinn veiktist
fyrripart sumars sem leið og er
enn sjúkur og sömuleiðis er
konan það heilsutæp að hún er
ekki fær til neinnar erfiðisvinnu.
Nú er heimilið bjargarsnautt og
væri bæði fagurt og gott ef ein-
hverjir vildu rétta hér hjálpar-
hönd fyrir jólin.
Tekið er við samskotum á af-
gieiðslu blaðsins.
Þorsteinn Björnsson,
fríkirkjuprestur.
Samningsréttur
opinberra
starfsmanna
NÝLEGA var í Kaupmannahöfn
undirritaður samningur milli
Flugfélags íslands annars vegar
Og Norræna námufélagsins hins
vegar um loftflutninga milli
Meistaravíkur í Grænlandi og
Reykjavíkur.
Norræna námufélagið hefur
sem kunnugt er, mikil umsvif
í Meistaravík, blý- og zink-
vinnslu og þar í nágrenni hafa
nýlega fundizt fágætir og verð
mætir málmar í jörðu.
Þessi samningur, er sá þriðji
sem nú er í gildi milli Flugfélags
íslands og erlendra aðila um flug
til Grænands. Hinir eru við Kon-
unglegu Grænlandsverzlunina
um ískönnunarflug og við Græn-
landsfly A/S um flugferðir milli
Kulsuk og Syðri-Straumfjarðar.
Um jólin verða tvær flugáhafn
ir Flugfélags fslands i Græn-
landi við skyldustörf, önnur í
Narssarssuaq og hin í Syðri-
Straumfirði.
• Seúl, 7. des. — AP
Fjórtán Kóreubúar fórust í
í gærkvöldi, er strætisvagn ók
fram af klettabrún. Sextíu far-
þegar voru með vagninum.
klæði við kvikmyndasýningar,
en það er fjarlægt svo fram
kemur steinveggur á hljóm-
leikum.
• Allt verður að vera
rétt framkvæmt
Öll þessi atriði verða að
vera rétt framkvæmd. þó
mest ríði á 1. atriði.
Með því að hafa sýningar-
tjaldið miðja vegu, eins og
igert var að boði dr. Abrahams
þrátt fyrir aðvaranir, voru
hljómskilyrði salarins eyði-
lögð — alls ekki boðleg, svo
ekki sé minnzt á hina furðu
legu ráðstöfun frá fagurfræði
legu sjónarmiði.
Það er rétt að fyrirhugaður
endurvarpsskermur er ókom-
inn. Hljómburðurinn án
skermsins, reyndist mun betri
Sagtui af Ester
Costello
í íslenzkri þýðingu
KOMIN er út Sagan af Ester
Gostello eftir Nicholas Monsarr-
at. Ester var fögur og saklaus
stúika, en óafvitandi handbendi
ósvífins þorpara. í æsku varð
hún fyrir því áfalli að missa sjón,
heyrn og mál. Hún naut góðrar
umönnunar frá Belle Bannister,
en eiginmaður hennar var af
allt öðru sauðahúsi. Um það fjall
ar sagan. Ungur blaðamaður kem
ur svo til sögunnar og verður
hann áslíanginn af Ester.
Óli Hermannsson hefur þýtt
söguna. Hún er 200 bls. að stærð.
Útgefandi ar skemmtisagnaútgáf-
an. Kvikmynd hefur verið gerð
eftir sögunni.
Aðalfundur Mynd-
listarskólans
AÐALFUNDUR Myndlistaskól-
ans í Reykjavík var haldinn laug-
ardaginn 25. nóv. í húsakynnum
skólans (Ásmundarsal). í stjórn
voru kjörnir Sæmundur Sigurðs-
son formaður, Ragnar Kjartans-
son varaformaður, Jón G. Árna-
son ritari, Þorkell Gíslason gjald
keri og Páll J. Pálsson meðstjórn
andi.
Undanfarin 10 ár hefur Einar
Halldórsson verið framkvæmda-
stjóri skólans en lætur nú af
störfum og við tekur Páll J. Páls-
son.
Skólinn átti 15 ára afmæli á
þessu ári og í tilefni þess var
haldin sýning í húsakynnum skól
ans.
Starfsemi skólans á undanförn
um árum hefur gengið vel. Þess
má geta að á sl. ári var aðsókn
að pllum deildum sú mesta sera
verið hefur.
Nú í haust hófst kennsla 1. okt.,
í kvölddeildum. Þær skiptast í
höggmyndadeild, kennari Ás-
mundur Sveinsson, mólaradeild,
kennari Hafsteinn Austmann,
byrjunar teiknideild, kennarar
Hafsteinn Austmann og Ragnar
Kjartansson og framhaldsdeild,
en ætlað var. Endurskoða þarf
því gerð skermsins, ef ná á
bezta árangri — það verður
hins vegar ekki gert án und-
angenginna mælinga og út-
reikninga sérfræðings þess, er
hér á hlut að máli.
Sama máli gegnir um smá
breytingar og lagfæringar á
hljómburðinum sem jafnan
eru framkVæmdar að feng-
inni nokkurri reynslu — og á
grundvelli mælinga og til-
rauna.
Slíkar athuganir, og fram-
kvæmdir þeirra, taka að sjálf-
sögðu nokkurn tíma og er ekki
unnt að segja fyrir um hve-
nær -þeim muni lokið.
Áhugi yðar .hr. Velvakandl
er lofsverður, eins og vöku-
manni sæmir, en ekki getum
við varizt þeirri hugsun, að
betur hefði þjónað sannleik-
anum að draga samtímis frara
vitnisburð þeirra dr. Páls Is-
ólfssonar og Árna Kristjáns-
sonar um hljómburð salarins
(þá var sama hljómsveitin en
að vísu annar kór) en hann
er að finna í blaði yðar 7. ökt.
síðastliðinn.
Gunnlaugui’ Halldórsson
Guðm. Kr. Kristinsson.
• Kveðið til „veður
ráis“
Egill Jónsson á Húsavík
„kveður til veður PáLs“, sem
kveðið hefur um öskju í þess-
um dálkum:
Askja þagnar þegar Krúsjeff
springur,
þrumurödd í háloftunum syng
ur.
Vitund hreikirm fettir sína
fingur,
fronta og laegða himingeima-
fræðinguir.