Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 EINN daginn, þegar norðan- garrinn var sem mestur, kom Blátindur til Keflavík- ur. Hann hafði farið til Danmerkur til að sækja sér nýja vél, enda bilaði hann eftirminnilega á útleið, svo að illa horfði um sinn. Nú var Blátindur kominn aftur með nýja vél, eftir að hafa Hluti af skólanum í Lundi. Hún kom sem kokkur Skrifabi kónginum til ab fá ab læra þjálfun fatlabra og lamabra hreppt hið varsta veður í hafi, þar s Tn allir stormar steðjuðu að 1 einu, svo að þaulvönum sjómönnum þótti nóg um. Tilefni var til að fara um borð og fregna af svaðilför- um og fá eina kollu af ekta skipakaffi og svo líka í veikri von um einn íslenzk- an menningarfjanda — einn drekkanlegan bjór. — Kaffið var tii reiðu en fátt um bjór. Þeim mun forvitnilegri var kokkurinn, með svolítið fjær rænan hreim í rödd, en heimavön í lúkar, svo sem verða má um þá tegund kokka. Hún heitir Elín, dóttir Ás- mundar Friðrikssonar skip- stjóra, og eftir öll þau með- mæli sem Ásmundur og Ámi Þorsteinsson hrúguðu á kokk inn, þá eru lífcl líkindi til að gamalgóður vestfirzkur skak- kokkur eins og ég, fái pláss þar sem þeir ráða skipum. Elín Ásmundsdóttir var að koma frá námi og starfaði í Svíþjóð við þjálfun lamaðra og fatlaðra, sem er tiltölu- lega ný grein læknisfræðinn- ar, en á því sviði hefur Sví- þjóð verið forustuþjóð og eru þar nú starfandi tveir skól- ar í faginu, sem útskrifa báðir um 80 nemendur ár- lega, sem er alltof lítið fyrir Svíþjóð eina, hvað þá helzt ef talsvert heltist úr lestinni og hverfur til sinna heima- landa, eins og Elín Ásmunds- dóttir er að þessu sinni að gera. Skólar þessir eru í Lundi og Stokkhólmi og ér mjög erfitt að komast inn í þá. Þar er krafizt mjög góðs stúdentsprófs og sérlega góðr ar einkunnar í efna- og eðlis fræði, en Elín sagðist ekkert Elín Ásmundsdóttir, hafa haft nema sæmilegt „gaggarapróf" og þá voru 600 umsækjendur, svo hún tók það ráð að fornum ís- lenzkum sið að skrifa kóng- inum bréf og biðja hann ásjár, og hvort sem kóngur hefur lesið bréfið eður ei, þá hreif þessi dirfska og hún fékk skólavist og stundaði nám við Syðsvenska gymna- stik instituttet í Lundi í tvö ár. Kennsla fer þar fram í meðferð lamaðra á öllum stigum, svo og þjálfun brot- inna lima, einnig að sérhæfa fólk, sem slasazt hefur, til einhverra starfa, sem það getur leyst af hendi, með sér- stakri þjálfun, og að læra nýjar vinnuaðferðir. Að loknu námi vorið 1960 fór Elín til vinnu við hælið í Apelviken, skammt frá Gautaborg, sem er eitt stærsta hæli sinnar tegundar og rúmar um 600 sjúklinga, en gat ekki tekið á móti nema 400 vegna skorts á starfsfólki, sem voru aðeins 10 stúlkur og 4 læknar, fyrir utan eldhúss- og annað starfsfólks. Þetta hæli í Apel viken var áður berklahæli, en þeir eru nú að mestunni úr sögu í Svíþjóð, svo þessi ágæti staður er nú helgaður fötluðum og lömuðum, og þjálfun þeirra sem illa hafa orðið úti 1 slysum og þurfa að breyta um störf. Æfingahælið í ' Apelvigen, er eitt fremsta í sinni röð, búið öllum beztu tækjum til æfinga, stórri sundlaug og baðströnd, sem var notuð þegar til þess viðraði. Skýrsl ur sýna að fjölmargir fá þar bata og geta komizt aftur til starfa. Örorku- og sjúkratrygg- ingar eru mjög fullkomnar í Svíþjóð og oft er reynt að misnota það og féll það oft í okkar hlut að sannprófa það, hvort örorka væri svo mikil, sem af var látið og veit ég mörg kátleg dæmi um það þegar rangt var far- ið með. 1 sambandi við þetta hæli er einnig rekin útvegun á heppilegri vinnu og þægi- legum íbúðum fyrir þá sem fengið hafa nokkurn bata — hælið er á þann hátt hlekk- ur í langri keðju til hjálpar þeim sem goldið hafa af- hroð á líkamlegri heilsu sinni á einn eða annan hátt. — Hvað er svo framund- an? spyr ég kokkinn á Blá- tind. Meira kaffi, alveg nýlagað! — Annars er nú þessari harðsóttu sjóferð lokið og eft ir áramótin fer ég að vinría í æfingastöð fatlaðra og lam- aðra í Keykjavík. Ég vil gjaman taka þátt í því mikla starfi, sem þar er framund- an, því ég veit að það getur gefið góðan árangur. Ég veit að það er nauðsynlegt að byggja upp þessa starfsemi við sjúkrahúsin hér heima, en það kann að vera nokkur vantrú á þessu eins og mörgu öðru nýju en fengin reynsla í Svíþjóð staðfestir að sjúkraleikfimi og æfing- ar fatlaðra miða í rétta átt, þess vegna hlakka ég til að starfa hér heima. Vildu Svíarnir sleppa þér burtu? Nei, þeir vildu gjarnan hafa mig og ég kann vel við þá, þeir eru dálítið stirðir en ágætir inn við beinið, þeir skildu vel að ég vildi heldur starfa hér heima. Það hafa áður verið tvær íslenzkar stúlkur við nám í þessum sænsku skólum, önnur þeirra fór til Ameríkú en hin er, það ég bezt veit, starfandi í Reykjavík. Þegar ég klöngraðist upp úr Blátindi, hlæja þeir Ás- mundur og Árni að tilburð- unum og ekki frítt við að mér heyrist þeir tala um að mér veitti ekki af einhverri liðkun á limina — og satt er það, það væri hreint ekki svo vitlaust að vera eitthvað þykjast veikur, eftir að hafa talað við kokkinn á Blátind. —hsj—. Stúlka í æfingastól. Aðalfundi L.Í.Ú. lauk f fyrrinótt Sverrir Júlíusson endurkjörinn formaður í FYRRADAG hófst á ný aðal- fundur L.Í.Ú:, sem frestað var 16. f.m. Hófst fundurinn kl. 2 síð- degis,_ með því að fundarstjóri, Jón Árnason frá Akranesi setti fundinn og bauð fundarmenn vel komna. Því næst gaf hann Margeir Jóns syni, Keflavík, orðið. Rakti Mar- geir störf afurðasölunefndar og fjárhagsnefndar, sem hafa starf- eð síðan fundinum var frestað. Kvað hann starf nefndanna eink um hafa snúizt um þrennt, þ. e. aö vátryggingariðgjöld fiskiskipa flotans yrðu að fullu greidd fyrir árið 1960—1962, af útflutnings- gjaldi sjávarafurða, sem á var lagt við gengisbreytinguna 4. ágúst s. 1., að lengdur yrði láns- tími af stofnlánum í Fiskveiða- sjóði íslands í 20 ár, eins og hann var fyrir gengisbreytinguna 1960, og að lækkaðir yrðu vextir af af. urðalánavíxlum fiskvinnslufyrir- tækja, svo að þau gætu hækkað fiskverð, svo og af stofnlánum hjá Fiskveiðisjóði niður í það, sem þeir voru fyrir gengisbreyt- inguna 1960. Ennfremur að gerð- ar yrðu ráðstafanir til þess, að þeir útvegsmenni sem keypt hafa báta erlendis undanfarin ár, m.a. fyrir erlend lán, fái stuðning vegna þeirra gengisbreytinga, sem gerðar hafa verið, og hafa hækkað afborganir og vexti af ‘hinum erlendu lánum. Skýrði Margeir Jónsson frá ár angri af störfum nefndarinnar, og lagði fram svofellda tillögu frá þeim, sem samþykkt var að lokn- um umræðum: Mælir með að róðrar hefjist „Með tilliti til afgreiðslu þeirr- ar, sem nú liggur fyrir á greiðslu á vátryggingariðgjöldum fiski- skipaflotans fyrir árið 1960, 1961 og 1962, og í trausti þess, að lag- færing fáist á vaxta- og lánakjör um í samræmi við ályktanir fund arins, og í trausti þess, að Verð- lagsráð sjávarútvegsins verði komið á fót, sem ákveði fiskverð, eigi síðar en 20. janúar 1962, sem viðunandi verði talið, samþykkir aðalfundur L.Í.Ú., haldinn þriðju daginn 12. desember 1961 að mæla með því við útvegsmenn, að hafnir verði róðrar um n.k. áramót, enda hafi fyrir þann tíma tekizt samningar við sjómenn." Að kvöldfundarhléi loknu voru afgreiddar nokkrar tillögur, og fór því næst fram stjórnarkosn- ing. í stjórn voru kosnir: Formaður: Sverrir Júlíusson, Rvík. Vara- formaður, Loftur Bjarnas. Hafn- arfirði. Aðalstjórn, Bjöm Guð- mundsson, Vestmannaeyjum Va’- týr Þorsteinsson, Akureyri; Jón Árnason, Akranesi; Finnbogi Frh. á bls. 23 SIAKSTEiMAR Ýmsir gerast nú útgerðarmeiin Það vakti athygli á fram- haldsaðalfundi Landssasnbands islenzkra útvegsmanna, að þax voru mættir tveir stórhöfðingj- ar, formenn þingflokka Fram- sóknarflokksins og kommúnista, þeir Eysteinn Jónsson og Lúð- vík Jósefsson. Höfðu þeir upp á vasann umboð til að mæta sem fullgildir útvegs menn, o g v a r almenningi þó ó- kunnugt um, að þjóðarbúið hefði hagnazt mikið vegna þess afla, sem þeir félag- ar hefðu fært á land. Eysteinn Það er mál út á fundi LÍÚ af fyrir sig, að á sama tima sem formenn þess- ara tveggja þingflokka lögðu leið sina á fund útvegsmanna, var verið að ræða fjárlaga- frumvarpið á Alþingi, og hafa menn hingað til haldið, að Ey- steinn Jónsson teldi ekki hætt- andi á að vera fjarstaddur af- greiðslu fjárlaga, því að illa hlyti að fara fyrir þjóðinni, ef fjármálavizku hans nyti ekki við. Fýluferð Auðvitað blandast engum hugur um, hver tilgangur þeirra félaganna, Lúðvíks og Eysteins, hafi verið með förinni á fund LÍÚ. Þeir gerðu þar allt, sem þeir máttu, til að spilla sam- komulagi og reyna að lama og helzt eyðileggja samtök útvegs- manna, en fyrst og fremst ætl- uðu þeir sér að fá útgerðar- menn til að samþykkja, að þær bjálfalegu skoðanir, sem . þeir hver um sig hafa að undan- förnu sett fram um gengisfell- inguna, væru réttar. Þeir hafa sem sagt báðir látið sig hafa það að fullyrða, að gengisfell- ingin hefði beinlínis verið út- veginum. til tjóns, og Eysteinn hefur auk þess unnið það fræki- lega afrek að „sanna“ að 13— 24% kauphækkanir I sumar hefðu ekki meiri áhrif á rekst- ur útvegsins en sem svaraði 1%. Auðvitað afþakkaði aðal- fundur LÍÚ leiðsögn þessara ný- bökuðu útvegsmanna, svo að þeir geta væntanlega snúið sér að þingstörfum á ný, þar til þjóðin afþakkar líka störf þeirra á þeim vettvangi. Gerðardómur Lúðviks ox Karls Óneitanlega er það dálítið kyndugt, þegar kommúnistar þessa dagana eru að tala um „ósvífinn gerðardóm“ í sam- bandi við umræður um frum- varpið, sem fjallar um verð- lagningu sjávarafurða. Þannig er sem sagt mál með vexti, að á síðasta Alþingi fluttu þeir Lúðvík Jósefsson og Karl Guð- jónsson frumvarp um það, að sérstakur gerðardómur skyldi settur á stofn til að ákveða fiskverð, ef samkomulag næðist ekki. Þeir verða þess vegna að njóta þess sannmælis að hafa átt uppástunguna að gerðar- dómi í fiskverðsmálum. En þá kemur það úr hörðustu átt, þeg ar flokksmenn þeirra og blað það, sem heimskommúnisminn gefur út á íslandi, kallar þenn- an hátt á verðlagningunni hreina ósvífni og aðför að samn ingsrétti. En hins er að gæta, að þeir eru margir í kommúnista- flokknum, sem eiga um sárt að binda, síðan Moskva útnefndi Lúðvík Jósefsson sem formann þingflokks kommúnista og stjakaði Einari Olgeirssyni til hliðar. Hafa þeir því lúmskt gaman af að svívirða Lúðvík, þó óbeint sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.