Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. des. 1961 ----------------^ Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÖINN Skdldsaga 20 ^-----------------J Hann hristi höfuðið. En það gerði ég, sagði ég. Hún sýndi mér skartgripina sína, sem hún á heilt safn af og geymir í gamalli handtösku undir rúminu sínu. Hún breiddi úr þeim og beimtaði að ég skyldi velja mér einhvern gripinn. Ég valdi þann minnsta, sem ég sá, það var lítil nsela með túrkis og peilum. En þá kom í ljós, að þetta var reynd- ar dýrasti gripurinn í öllu safn- inu, svo að ég fékk hana ekki. Hann hló og ég með honum. Já, hún er nú svona sagði hann. Það er henni kvöl að skiljast við minnsta hlut úr eign sinni. Ég leit framan í hann. Nú þeg- ar roðinn eftir sundið var horf- inn úr andlitinu, ®á ég, að það var fölt og þreytulegt. Ég sagði: Fórstu þá alls ekki í rúmið í nótt? Ekki fyrr en klukkair fimm, játaði hann. Þessvegna sleppti ég morgunverðinum og sníkti þetta kaffi hjá frú West. Þú hlýtur að vera alveg upp- gefinn. Ég var það. Brosið á honum var svo hlýtt, að sem snöggvast sýndist hann alls ekki þreyttur. En nú er ég það ekki lengur. Það er engin lækning til betri við sálarþreytu en kappsund við hafmeyjar. Ég spurði varlega: Og komstu í gegn um allt, sem þú ætlaðir að lesa? Ekki alveg, því er nú fjandans verr. Ég verð að fara núna og reyna að ljúka við það, en r.enni því bara alls ekki. Ég vildi held- ur vera hér kyrr hjá- þér. En þér er óhætt svolitla stund a«n. Ég sneri úlnliðnum á hon- um og leit á úrið hans. Klukkan er ekki orðin ellefu. En meðan ég var að segja þetta sendi liann mér vandræða- bros og stóð upp. Ég lá við fætur hans og var gripin einhverjum snöggum vonbrigðum. Hann laut niður og strauk kinnina á mér. Já, svei mér ef ég nenni að fara. Já, en eru þessar déskotans dagbækur hans Danny svona á- ríðandi? Því miður eru þær það víst.. fjandinn hirði þær! Er það af því að það sé fjárvon í þeim? spurði ég. Tjaa....jú, sumpart það. En aðallega er ég hræddur um, að Edvina rífi þær af mér þegar minnst varir og mér er illa við að hætta við hálfkarað verk. Hann laut niður og tók upp yfirhöfnina sína. Ætlar þú að verða kyrr? Já. það væri réttast. Svolitla stund. En þú verður að lofa mér því að synda ekki út ein. Það eru fallaskipti núna og þetta er við- sjál strönd fyrir ókunnuga jafn- vel vel synda. Ég lofa því. Ég ætla bara að liggja í letinni. Allt í einu beygði hann sig niður, svo að andlitin á okkur voru í sömu hæð og sagði blíð- lega: Vertu ekki reið, Charlotte, ég hef enga löngun til að fara. Ég er ekki reið. Hvaða ástæðu hefurðu til að halda það? Hann sneri höfðinu á mér svo að ég varð að horfa beint í augu hans. Víst ertu það. .svolítið. Hann sleppti takinu. Og það er gott... .fyrir mig. Af því að mér þykir vænt um, að þér skuli ekki vera sama um það. Bros hans var svo viðkvæmt, að ég fann roðann koma upp í kinnar mínar. Ég vil vera hjá þér. Brosið var nú horfið og ég ©PIB CSPENHAGEN iViO \ss<}f .................. — Guffi sé Iof aff þessi flugferff er á. enda — slysalaust. COSPER. sá, að vöðvarnir undir hörundi þans stríkkuðu. En ég get það ekki. Ég verð að klára þetta fyr- ir hádegisverð. Mig vantar ekki nema tvær klukkustundir enn. Viltu gefa mér þær Charlotte? Ég brosti til hans. Gott og vel. Grafðu þig þá á kaf í þessar dagbækur. Ég vona, að þær geri þig ríkan, en ég er nú samt ekki viss um, að ég kaupi eintak af þeiih. Mér finnst Danny eitthvað svo ógeðslegt r. Það var hann sannarlega líka. Ég hafði talað í léttum tón en röddin í honum var áhyggjufull og ég flýtti mér að segja. Það liggur eitthvað þungt á þér er það ekki? Nei, svaraði hann. Við skulum heldur segja, að áður en Edvina hrifsar af mér dagbækurnar, vil ég vita, hverju ég hef tapað. Hann snerti hönd mína og var farinn. Ég horfði á hann fara yfir brúna og byrja að leggja á brekk una. Ég vildi vita allt um hann og af því að hann hafði ekki sýnt mér þann trúnað að segja mér hvaða ótti hafði rekið hann aftur í dagbækurnar, var ég móðguð. En ég var nógu skynsöm til að gera gys að þessari móðgun minní og að stundu liðinni var vellíðanin. sem, ég átti að þakka þessari útiveru með Mark, komin aftur. Ég færði mig um se,t og horfði nú út að Sjávarhóli. Ég stóð upp og gekk þangað í átt- ina. Það var eins og húsið drægi mig til sin. Nú gat ég séð það allt — litlu trébrúna yfir gilið, og einskonar sumarhús hérnamegin við hana, en lengst í burtu, álíka hátt og strompurinn á húsinu sást á þak, sem líklega var á bílskúr. Ég gekk yfir grasið, og sneri svo eftir hellulagaða stígnum, sem lá að aðaldyrunum. Ég lyfti dyra hamrinum, sem var ljónshausr-og hélt honum í hendinni. Tarrand majór var í Wellmouth, hafði Lísa sagt mér. Og hinn íbúinn var heyrnarlaus. Ég lét hamarinn síga hljóð- laust og færði mig til að líta inn um næsta glugga. Skinið á rúð- una gerði það að verkum, að ég sá lítið annað en mitt eigið and- lit. En rétt begar ég ætlaði að færa mig frá. stanzaði ég snögg- lega. Ýtuglugginn var opinn um svo sem tvo þumlunga.'Fingur mínir FALLEGAR amerískar úlpur á mjög hagstæðu verði. Tilvalin jólagjöf fyrir dótturina TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN Rauðarárstíg I Sími 15077 JÓLATRESSERIUR JÓLATRÉSSERÍURNAK sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hefír komið í ljós að vegna mis- jafnrar spennu sem venjulega er um jólin endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venjulegar 16 ijósa. Mislitar seríuperur kr: 5,— Blubble light Austurstræti 14 perur kr: 16,— Sími 11687 * Xr >f GEISLI GEIMFARI >f X- >(-• ■— Sennilega er Gar læknir ein- — Það tæki tíma að koma hlust- mitt nú að ræða við B^rtu Colby hinum megin við þennan vegg! unartækjum fyrir. Þessi lofíioki gæti komið að gagni.... Gar læknis hafa sameiginlegar sval- ir! Ef við.... — Ég skil þig, Lúsí frænka! snertu mjúka gluggakistuna fyr* ir innan; þar var pappírshnífur úr kopar, fíll úr fílabeini og reykjarpípa. Ég greip um haus- inn á henni, eins og ósjálfrátt. Hann var heitur. Ég kippti að mér fingrunum og datt í hug hvort það væri ekki bara sner.ting mín, sem hefði hitað hann. Ég leit aftur fyrir mig, en snerti svo tóbakið í hausnum_ og kipti fljótt að mér hendinni. Það var heitt og ennþá glóð í því. Einhver hafði lagít pípuna frá sér fyrir örskammri stundu. En þá var eins og ég fyndi á mér, að einhver væri að njósna um mig og ég leit upp í glugg- ann á hæðinni fyrir ofan. Manns- hönd kom út fyrir gluggatjaldið, en þeg-.r ég færði mig frá. til þess að sjá betur, hvarf hún samstundis, og ekkert sást nema tvær gluggatjaldalengjurnar. sem héngu fyrir glugganum. V. v Þegar ég stóð þarna við opinn gluggann á Sjávarhóli og rétti út höndina til þess að athuga píp- una betur, heyrði ég óp, ör- skammt frá mér. Sflíltvarpiö. Fimmtudagur 14. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20.00 Um erfðafræði; IV. þáttur: Gen og erfðir (Dr. Sturla Friðriks- son). 20:15 Léttir kvöldtónleikar: a) Cesare Siepi syngur ítölsilc lög. b) Tékkneska fílharmoníusveitin leikur ballettsvítuna „Fegurð- ardísirnar sjö“ eftir Kara Kara- jev; Nyazy stjórnar. 20:45 Skáldið Hannes Hafstein (dag- skrá hljóðrituð í Háskólabíói fyrra sunnudag): a) Tómas Guðmundsson skáld flytur erindi. b) Ævar R. Kvaran og Hjörtur Pálsson lesa kvæði. c) Róbert Arnfinnsson les úr ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson. d) Kristinn Hallsson og félagar úr Fóstbræðrum syngja. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjar upp liðna tíð; VI: Um George Marshall (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). 22:30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey- land og Högni Jónsson). 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 15. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. —• Tónleikar. — 16:00 Veðurfregnir, — Tónleikar. — 17:00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 „í>á riðu hetjur um héruð“: Ingimar Jóhannesson segir frá Gunnlaugi ormstungu. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; VII: Jussi Björling syngur. 20:55 Upplestur: Páll H. Jónsson frá Laugum les úr þýðingum sínum á ljóðum eftir Else Bartholdy, 21:10 íslenzk tónlist: Píanósónata eft- ir Hallgrím Helgason (Jórunn Viðar leikur). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XXXV. (Höfundur les), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Nýjar vörur og úreltar (Sveinn Ásgeirsson hagfræðing- ur). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- tónlist frá hljómleikum brezku útvarpshljómsveitarinnar. Stjórn andi: Sir Malcolm Sargent. Ein- söngvari: Joan Hammond. Ein- leikari á píanó: Shura Cher- kassky. 23:20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.