Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. des. 1961 JltomimM&Mli CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Úlaj sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SVIK CASTROS Úg hef verið undir áhrif-^ um marxismans allt frá skólaárum mínum“, sagði Fiedel Castro, einvaldur Kúbu, í ræðu sem hann flutti ekki alls fyrir löngu. Síðan lýsti hann því yfir, að hann hefði óbilandi trú á gildi marxismans. „Ég hef alltaf talið að hann væri hin rétta þjóðfélagskenning .... Ég er marx-leninisti og mun verða marx-leninisti meðan ég lifi“. Ræðu þessa flutti Castro 2. desember sl. og tók hún fimm klukkustundir, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Vert er að hafa það til hliðsjónar fyrr- nefndum ummælum hans, að allan tímann sem hann var skæruliðaforingi reyndi hann að afla sér stuðnings meðal Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða og hafði ekkir við að fullyrða, að hann væri ekki kommúnisti. Nú þykist hann vera orðinn nógu fastur í sessi til að geta lýst því yfir, 'að hann hafi komizt til valda á Kúbu með svikum. 1 orðum Castros 2. desem- ber sl. felst það, að hann hafi svikið kommúnismann inn á kúbönsku þjóðina. Að- ferð hans er mjög lærdóms- rík, ekki sízt fyrir okkur, sem þurfum að horfast í augu við þá staðreynd, að hér eru svokallaðir vinstri menn, sem hafa farið eins að og Castro og lýst því yfir í tíma og ótíma að þeir séu ekki kommúnistar, en mundu, ef þeir næðu töglum og högldum, flytja Island aust- ur fyrir járntjaldið, eins og Castro hefur gert við sitt föðurland. Jafnframt sýna þessi orð Castros okkur enn einu sinni, að kommúnisma verður ekki komið á í neinu landi nema með svikum eða ofbeldi. í frjálsum kosning- um er kommúnisminn dauða dæmdur. Það sýnir annars trúna á ágæti kommúnismans, að leiðtogar hans skuli ekki þora að viðurkenna, að þeir séu kommúnistar meðan þeir eru ekki fastir í sessi. — Castro vissi, að hann mundi aldrei njóta\ neinnar samúð- ar kúbönsku þjóðarinnar, meðan á skæruhemaði hans gegn Batista stóð, ef hann gengi hreint til verks og skýrði Kúbumönnum af- dráttarlaust frá því, að hann væri boðberi kommúnismans og hygðist koma á kommún- ísku þjóðskipulagi í landi sínu. Hann vissi sem var, að menn hefðu þá jafnvel kosið gerræði Batista fram yfir ofbeldi kommúnismans, vit- andi að skylt er skeggið hökunni. Castro vissi, að Kúbumenn höfðu engan á- huga á því að fara úr ösk- unni í eldinn, en því miður hefur ódrengskapur hans valdið því, að kúbanska þjóð in hefur nú um stundarsakir hafnað í eldinum. Við skulum samt vera þess minnug, að kommún- isminn gengur hjá eins og hver önnur plága. Þó honum takist að fjötra þjóðir, kem- ur sá dagur að þær rísa upp og krefjast síns réttar; þær rísa upp og krefjast þess þjóðskipulags, sem þær héldu að Castro mundi koma á, áður en hann kast- aði grímunni og varpaði þjóð sinni í bjarnarhramm- inn. — HLUTLEYSIS- STEFNAN DAUÐ C|á kafli í ræðu Castros, sem ^ f jallaði um hlutleysis- stefnuna var einnig hinn at- hyglisverðasti. Castro sagði meðal annars: „Það er ekki til neinn millivegur milli sósíalisma og heimsvaldastefnunnar. — Hver sá, sem reynir að fylgJ3 einhverri þriðju stefnu, er í raun og veru að hjálpa heimsvaldasinnum“. Þannig afneitar Castro hlutleysisstefnunni og segir, að ekki sé hægt að horfa að- gerðarlaus á þau átök, sem nú eigi sér stað í heiminum milli hinna tveggja ólíku afla; enginn millivegur sé til milli sósíalisma og heims- valdastefnunnar, eins og hann kemst að orði sam- kvæmt rússneskri fyrirmynd. Það er rétt hjá Castro að hlutleysisstefnan hefur geng- ið sér til húðar. Átökin eru um það, hvort heimurinn skuli lúta kommúnisma eða ekki. Hver einasti maður, hver einasta þjóð, sem ekki vill, að heimurinn verði kommúnismanum að bráð, hver einasti Islendingur, sem vill ekki að land hans verði ofbeldinu að bráð, verður að skipa sér í fylkingu gegn kommúnismanum, með lýð- ræðinu. Hálfvelgja gagnvart kommúnisma gæti orðið okk ur að fjörtjóni. í stað þess að fara að dæmi Castros og skipa okkur í fylkingu með ofbeldinu, skulum við standa fast um lýðræðið og halda vörð um það frelsi, sem Síbreytilegt „andlit“ Afríku FRELSISÞRÁ og sjálfstæðis- vitund þjóða hinnar „svörtu heimsálfu“, Afríku, hefur rækilega vaknað á undan- förnum árum — og hefur þróunin í þessum efnum ver- ið svo ör, að segja má, að kortagerðarmenn hafi varla haft við að breyta Afríku- kortinu eftir því sem ný- lendurnar hafa fengið sjálf- stæði. Við birtum nú hér nýjasta Afríkukortið, sem borizt hefur til blaðsins, ásamt stuttri grein eftir Col- in Legum, sérfræðing „Ob- Belgíu (á vegum Sameinuðu þjóðanna), Ruanda og Urundi (íb. 4,5 millj.), sem sennilega hljóta sjálfstæði saman á næsta ári, ef tekst að setja niður deil- ur þær, sem undanfarið hafa valdið vandræðaástandi í kon- ungdæminu Ruanda. — ★ — Um framtíð þriggja land- svæða í Mið-Afríku — Norður- Ródesíu, Suður-Ródesíu og Njassalands, sem mynda Mið- Afríkusambandið svonefnda — verður fjallað á ráðstefnu, sem fyrirhugað er að halda fyrir lok næsta árs. — ★ — f>á eru enn ótalin tvö hinna ★ Þrír ríkjahópar Á liðnu ári hafa hin sjálf- stæðu Afríkuríki gengið saman í þrjá (laust-tengda) ríkjahópa — og í tveim þeirra eru sömu ríkin að nokkru leyti. — Casa- blanca-ríkin svonefndu eru nú þessi: Arabíska sambandslýð- veldið, Marokkó, Ghana, Guinea og Mali — en auk þess telst útlagastjóm Alsírmanna aðili að Casablanca-ríkjunum. Brazzaville-ríkin eru annar hópurinn til (fyrrum nýlendur Frakklands). Þau eru: Mauri- tania, Senegal, Chad, Dahomey, Nígería, Efri-Volta, Fílabeins- ströndin (Ivory Coast), Gabon, Mið-Afríkulýðveldið (má ekki rugla saman við Mið-Afríku- sambandið, sem áður var á minnzt), Cameroun, Madagasc- ar og Kongólýðveldið (fyrrum Franska Kongó, en ríkjaheildin er kennd við höfuðborg þess, Brazzaville). — Öll Brazzaville- ríkin eru einnig aðilar að Mon- rovia-sambandinu, sem kennt er við höfuðborg Líberíu. Hin ríkin eru, auk Líberíu: Nígería, Sierra Leone, Libya, Eþíópía, Túnis, Togo og Somalía. — Það eru aðeins Súdan, Kongó (áður Belgíska Kongó) og Sambanós- 500 1000 1500 3 5 INDEPENDENT 1961 Þannig lítur hið „pólitíska landakort“ Afríku út í dag. Nokkur ríki hljóta að líkindum sjá.lfstæði á næsta ári — svo að búast má við, að Afríka komi enn mikið við heimsfréttirnar árið 1962. servers“ í Afríkumálum. — Legum farast svo orð: ★ Helmingur rikjanna nú sjálfstæður Þegar Tanganyika hlaut fullt sjálfstæði, hinn 9. þ. m., urðu sjálfstæð ríki Afríku 29 talsins — en við lok heims- styrjaldarinnar síðari voru að- eins þrjú sjálfstæð ríki í Afríku. — Þetta er svo að segja réttur helmingur allra af- markaðra landsvæða Afríku (ef eyjamar eru með taldar). En aðeins níu hinna 28 landanna eru nokkuð fjölmenn — hin eru öll minni háttar, og framtíð þeirra hlýtur að verulegu leyti að verða háð því, hvernig mál næstu nágranna skipast. — ★ — Af hinum níu mikilvægari löndum, sem nú bíða sjálf- stæðis, verður víst ekki um það deilt, að Alsír telst hið mikil- vægasta (rúmar 10 milljónir íbúa). En flestir telja, að Alsír- styrjöldin sé nú komin á loka- stig — og raunar e. t. v. um leið hið hættulegasta. Almennt er gert ráð fyrir því, að styrj- öldinni verði lokið (og sjálf- stæði þá á næstu grösum) fyrir lok næsta árs. — ★ — Brezka vemdargæzlulandinu Uganda (6,5 millj. íbúa) hefur verið heitið sjálfstæði í júlí nk. Kenya (6,5 millj) hefur einnig fengið fyrirheit um sjálfstæði — og verður það væntanlega fyrir árslok 1962. Nákvæmari tímasetning veltúr á úrslitum stjórnarskrárviðræðnanna, sem eiga að fara fram í febrúar nk. Af lendum Breta í Austur- Afríku eru þá aðeins ótaldar eyjamar Zanzibar og Pemba (300.000 íbúar), en sjálfstæðis- mál þeirra hljóta að verða í nánum tengslum við Kenya. — ★ — Nágrannar fyrrtaldra land- svæða eru tvö gæzlusvæði heimskommúnisminn ætlar með grimmd og svikum að svipta okkur. Ef við skipum okkur fast um frelsi og rétt- læti, ef við verðum trú hug- sjónum Atlantshafsbandalags ins, hugsjónum vestræns lýð- ræðis, leggjum við á vogar- skálina það litla lóð, sem ráðið gæti úrslitum í átök- unum milli góðs og ills. meiri háttar landa: Portúgölsku nýlendurnar Angola og Mozam- bique — hin fyrrnefnda á vest- urströnd, en hin siðarnefnda á áusturströnd Afríku. Angola hefur rúmlega 4,5 milljónir íbúa, en Mozambique 6,1 millj. — Hingað til hefur Portúgal ekki viljað ræða um sjálfstæði til handa þessum nýiendum sínum. Á FUNDI í stjórnarnefnd Flóttamannahjálpar S.Þ., sem haldinn var í nóvember, dró utanríkisráðherra lýðveldis- ins Tógó, Paulin Freitas. at- hygli fundarmanna að flótta- mannavandamálinu í Iandi sínu. Lýðveldið Tógó, sem er í Vestur-Afríku. hefur 70 km strandlengju og teygir sig kringum. 700 km norður frá ströndinni. Það liggur að Ghana i vestri og Dahomey í austri. íbúatalan er hálf önn- ur milljón, og er íbúunum ójafnt dreift yfir 53.000 fer- kílómetra landrými lýðveldis- ins. —★— TógóJbúar komust fyrst í kynni við flóttamannavanda- málið árið 1956, þegar hópur flóttamanna kom yfir landa- mærin frá Ghana. Þeir voru tiltölulega fáir og sköpuðu engin brýn vandamál. Arið ríki Suður-Afríku, sem ekki eru í neinum þessara samtaka. - ★ — Búizt er við, að ráðstefna verði haldin í Lagos, höfuðborg Nígeríu síðari hluta næsta mán- aðar, í því skyni að reyna að koma á víðtækara sambandi Afríkuríkja. 1958 fcomu rúmlega 6000 Tógó menn til Tógó frá Fílabeins- ströndinni vegna kynþátta- misréttis. Þeir voru flestir skrifstofufólk og smákaup- rnenn. Stjórnin í Tógó varð þá að horfast í augu við fyrsta alvarlega flóttamannavanda. mál sitt, og leiddi það til marg víslegra félagslegra vand- kvæða. —★— A liðnu ári hefur svo verið mikill og stöðugur straumur flóttamanna frá Ghána, sagði utanríkisráðherrann, og linnir honum ekki. Þetta hefur vald ið mjög miklum erfiðleikum og skapað vandamál, sem stjórninni í Tógó veitist erfitt að leysa af sjálfsdáðum. Eins og stendur hafa 5.565 þessara flóttamanna fengið bráða- birgða-húsaskjól á svæðum, sem þegar voru raunar full- setin — og þar sem möguleik- arnir á fastri búsetu eru hverf andi litlir. Flóttaiuannavandainál í Tdgó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.