Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 AHTIGONA Sófokles: Antígona. Harm- leikur. 140 bls. Jón Gíslason þýddi úr frummálinu og rit- aði inngang um þróun leik- listar. ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavik 1961. I>AÐ telst vissulega til helztu bókmenntaviðburða ársins, að kominn er út í annað sinn á is- lenzku griskur harmleikur þýdd- ur beint úr frummálinu. Má furðu sæta. að við skulum ekki fyrr hafa eignazt á íslenzku nema einn þeirra 32 gimsteina, sem varðveitzt hafa frá hendi grísku Iharmleikaskáldanna á 5. öld fyrir Krist, og það því fremur sem íþýðing Sveinbjörns Egilssonar á kviðum Hómers kom hér út fyrir rúmum hundrað árum oj olli kaflaskiptum i íslenzkum bókmenntum. Sigfús Blöndal þýddi og gaf út „Bakkynjurnar" eftir Evrípídes fyrir mörgum ár- um. Dr. Jón Gíslason hefur ráðizt í það stórvirki að íslenzka „Antígonu“ eftir Sófokles, eitt bezta verk þessa mikla snillings, sem vart á sér jafningja í leik- bókmenntum heimsins. Þremenn ingarnir frægu frá 5. öld f. Kr., þeir Aiskýlos, Sófokles og Evrípídes, bera höfuð og herðar yfir leikskáld heimsins. og mun enginn nema Shakespeare kom- ast í hálfkvistí við þá, þar sem þeir ná hæst í list sinni. „Antígona" er í mörgu tilliti eitt ,*,alþýðl-égasta“ vérk Sófo- klesar en tæplega eins heilsteypt eða dramatískt og „Ödípús kon- ungur“, sem margir telja bezt byggða leikhúsverk allra alda. Sófokles var frábær form-snill- ingur og töfrandi skáld, en hljóð- látari og innhyerfari en skáld- bræður hans, Aiskýlos og Evríp- íd-es. Honum var ríkust í huga ráðgáta mannlífsins hin óræðu rök tilverunnar og lítt skiljanleg örlög einstaklingsins. „Antígona“ bregður upp Ijósri mynd af þeim vandamálum sem mest sóttu á Sófokles: sam-band einstaklingsins við heildina eða þjóðfélagið; átök samvizkunnar við hin opinberu boð og bönn sem menn hafa sett til að halda uppi lögum og reglu. í trúarleg- um skilningi fjallar leikritið um þá spurningu, hvort sé mannin- um mikilsverðara: að beygja sig undir vilja guðs eða hlíta lögum manna. Þá hefur leikritið einnig verið túlkað sem skírgreining á hinum djúpstæða eðlismun kynj- enna: annars vegar konan, fjöl- skyldan, trúin; hins vegar ka-rl- maðurinn. ríkið, valdið. Antígona verður fulltrúi samvizku eða eðlisávísunar, en Kreon talsmað- ur skynsemi og stjórnvizku. Það er til marks um mikilleik þessa magnaða skáldverks, að menn túlka það á ýmsa vegu, hver eftir sínum skilningi eða persónulegu þörfum og viðhorf- um. 1 því tilliti minnir það á „Hamlet". Að mínum skilningi er þunga- miðja leiksins hið síendurtekna stef grískra har-mleika: tvíræði þess sem gott er í manninum — hinn „tragíski brestur", sem oft er samfara beztu guðsgáfum. Bæði Antígona og Kreon eru heil og sönn I tryggð sinni við helgar pkyldur — bæði láta þau stjórn- ast af heitri og einlægri sannfær ingu, og bæði líða þau skipbrot fyrir sannfæringu sína. Sé það rétt, að Kreon falli á „hófleysi“ (koros) sínu og „ofmetnaðarfullu athæfi“ (hybris), á það ekki síð- ur við um Antígonu, þó málstað- ur hennar sé okkur meir að skapi og „réttari" samkvæmt því mati eem við leggjum á vilja og frelsi einstaklingsins. „Antígona“ er sígilt verk i víð- tækasta skilningi. Vandamálin eem þar eru tekin til meðferðar eru jafnnákomin okkur og þau voru Forn-Grikkjum. Er sam- vizka einstaklingsins æðri öllum mannasetningum? Eru til helgari skyldur og háleitari en þær sem þjóðfélagið og löggjafarvaldið leggja okkur á herðar? Svarið virðist vera einfalt þegar við horfum á vandamálið úr hæfi- legri fjarlægð, en það getur vaf- izt fyrir okkur þegar við erum í návígi við það, þegar við lifum við aðstæður sem heimta hættu- legt uppgjör, eins og t.d. í ein- ræðisríki. Hið kunna franska leikskáld Jean Anouilh samdi eitt þekkt- asta verk sitt, „Antígónu", upp Dr. Jón Gíslason. úr samnefndu leikriti Sófokles- ar og notaði sömu persónur. Leik ritið var sýnt í París í lok seinni heimsstyrjaldar, meðan Þjóðverj ar hersátu borgina, og vakti feikna athygli. Með óverulegum -breytingum á verki Sófoklesar tókst Anouilh að blekkja ritskoð un nazista og beina þeirri spurn- ingu til landa sinna, hvort ein- staklingnum bæri að rísa gegn harðstjórninni og ganga í dauð- ann fyrir sannfæringu sína. ef nauðsyn krefði, eins og Antígóna gerði. í leiknum er spurningunni ekki svarað afdráttarlaust ját- andi, enda hefði það verið ó- kleift eins og á stóð, en svarið svífur yfir verkinu í heild. Anouilh fjallar jafnframt ui.i efni Sófoklesar með nýjum hætti, því hann stefnir hugsjónum og afdráttarlausri hollustu æskunn- ar gegn makræði og uppgjöf eldri kynslóðarinnar. Það sem kemur nútímamönn- um kannski hvað helzt á óvart í snilldarverki Sófoklesár er hin ógleymanlega persónusköpun. — Allar persónur leiksins, allt frá Antígonu og Kreon niður í varð- manninn, eru skýrt mótaðir ein- staklingar. ísmena í hugleysi sínu og veikgeðja tryggð við systur sína, Hemon í ást sinni til unn- ustunnar og máttleysi gagnvart hörðum föður, Evrýdíka í hjálp- arleysi sínu og mþðurást, Teires- ías spámaður í miskunnarlausum stranglei-k guðs útvalda. Eins og allir grískir harmleik- ar var „Antígona“ skrifuð í bundnu máli sem erfitt mundi að endurskapa á öðrum tungum, svo nokkur mynd væri á. Dr. Jón Gíslason hefur tekið þann kost flestra nútímaþýðenda að snúa leiknum á óbundið mál, enda verður hann þannig þjálli og meðfærilegri á leiksviði. Hins vegar hefur hann þýtt verkið á talsvert hátíðlega íslenzku, sem mér finnst fara illa á, þó ég geri mér Ijóst að með því vill hann reyna að varðveita eitthvað af hugblæ og reisn hins forna frum- texta. Þetta sjónarmið felli ég mig ekki við, því þýðingin hlýt- ur að vera ætluð nútíðarfólki og ættj þá að vera sem næst því tungutaki sem við notum dag- Xega. Á þettá ekki hvað sízt við um leikrit, sem er fyrst og fremst ætlað leikendum til flutnings á sviði. Bókmálsþýðingar á leikrit- um eru að mínu viti út í hött, ekki sízt þegar um slík snil-ldar- verk leiksviðsins er að ræða. (Það gegnir kannski öðru máli um „leikrit“ sem engin tök eru á að sviðsetja). Mér þykir t.d. hjákátlegt að nota sífellt fleir- tölumyndimar „vér“ og „oss“, „þér“ og „yður“ í samræðum per sónanna, einkanlega þegar venju legt mælt mál er notað í ýmsum öðrum samböndum. Leikritið hefði hvorki týnt reisn sinni né skáldskapargildi, þó farið hefði verið nær daglegu máli. og vil ég í því sambandi minna á Shakespeareþýðingar Helga Hálf danarsonar, sem verið gætu fyrir mynd allra þýðenda klassískra verka. Hitt er sjálfsagt að játa, að þýðingin er ljós og yfirleitt þjál, hvergi beinar smekkleysur. Dr. Jón Gí-slason hefur samið greinargóðar og þarfar skýringar við leikritið. og varpg þær ljósi á mörg torskilin eða vafasöm at- riði. Er þá að geta um inngang bók arinnar, sem er ýtarlegur (64 bls) og mjög gagnlegur þeim sem vita vilja deili á þróun grísku harmleikanna til loka blóma- skeiðsins. Höfundur rekur á ljós- an og skilmerkilegan hátt upp- tök harmleikanna og þróun fram til loka 5.' aldar f. Kr., bendir á rætur þeirra 1 trúarathöfnum, skýrir merkingu þeirra og til- gang, ræðir hina ýmsu þætti þeirra og þá nýbreytni sem hver áðurnefndra þremenninga kom á framfæri í verkum sínum. Er öll þessi saga rakin af auð- særri þekkingu og flest sem máli skiptir tekið til umræðu nema eitt meginatriði, sem aðeins er tæpt á, en ekki rætt nánar. Höf- undur segir á bls. 50: „Meira að segja fáum vér jafnvel hugboð um, að ósigur hetjunnar sé með einhverjum hætti hinn mesti sig- ur. Þess vegna skiljumst vér við harmlei-kinn styrkari í huga og trúaðri á göfgi mannsins." Hér hefði verið þörf fyllri skýringar á því grundvallarhugtaki harm- leikanna sem Grikkir nefndu „kaþarsis" og lauslega mætti kal-la „hreinsun" eða „hreinsandi áhrif“ harmleiksins. Það er út- breiddur misskilningur, að harm leikarnir séu bölsýnisverk sem leggi áherzlu á hið nei-kvæða eða vonlausa í mannlífinu. Þvert á móti felst í þeim mikil og sterk lífsjátning — þeir lyfta áhorfend um til ferskrar skynjunar á stór fengleik og óbilandi krafti lífs- ins. Með því að taka þátt í því sem fram fer á leiksviðinu fær áhorfandinn sérkennilega útrás, hann lifir örlög persónanna, „hreinsast", verður stærri og heilli mannesfeija eftir en áður. Þetta er staðreynd sem flestir áhorfendur harmleika hafa reynt, staðreynd sem slær botninn úr þeirri kenningu að svokallaðar „bjartsýnisbókmenntir" þar sem allt endar í lukkunnar velstandi séu göfgandi og heilsusa-mlegar. Því er öfugt farið, af því slíkar „bókmenntir" eru byggðar á blekkinigum og lygi. „Antígona“ Sófoklesar var flutt í Ríkisútvarpinu snemma á árinu 1959, og munu þannig ein- Ndvemberbréf frá Gísla Brynjólfssyni heySkapur á sól- HEIMASANJJI. Hvernig gekk heyskapurinn á Sólheimasandi í sumar? spurði ég Ásgeir hreppstjóra í Fram- nesi, þegar ég hitti hann á dög- unum á leiðinni að sunnan. Hann gekk ágætlega eins og náttúrlega slátturinn yfirleitt, sagði Ásgeir. Ræktunin á sandin u-m var aðallega slegin síðast í júlí og fyrst í ágúst. Þá var hey skapartíðin upp á það allra bezta, svo að heyið verkaðist með af- brigðum vel. Þegar heyið er orð ið þurrt er því ýtt saman í all- stóra bólstra, svo er þvi ekið heim þegar henta þykir. Þegar ég hitti Ásgeir, skömmu eftir veturnætur, voru þrír bændur af fimm, sem þarna eiga tún, búnir að.taka heim allt sitt hey. Aðra vantar hlöðurúm. Það er ekki gott að segja um hve heymagnið er mikið af sandinu-m í allt, segir Ásgeir að lok-um, en ekki þætti mér ótrú legt, að það væri hátt á annað þúsund hestar. UMBÆTUR Á SfÐUNNAR PÓSTVESENI. Að áliðnum Skaftáreldasumr- inu 1783 fékk srv Jón Steingríms- son bréf frá biskupnum í Skál- holti. Honum fannst það hafa verið all-lengi á leiðinni „og fer það illa“ segir sr. Jón, „þá magt- áliggjandi bréf liggja svo lengi, og er því miður, að póstvesenið hér á landi, er þeir hafa látist vera að erfiða svo upp á, kemst ei í stand“. Ekki tel ég að við Skaftfelling ar höfum þurft að kvarta við póstvesenið um fram annað fólk í dreifbýlinu. Póstferðir eru tíð ár hingað að Klaustri árið um kring, sérstaklega að sumrinu. Svo er pósturinn vikulega borinn út um sveitirnar. En nú á þetta að komast í enn-þá betra „stand“. Hér er mjólkurbíllinn á ferðinni, daglega eða annanhvern dag, og nú er ætlast til að hann leysi af hólmi hina gömlu pósta. Bréf og blöð í allar sveitirnar milli sanda, nema Álftaver, verða les in sundur á Klaustri, og svo verð ur þeim dreift á alla mjólkur- palla, þar sem póstvesenið hefur sett upp litla, fagurrauða járn- kassa, sem ljóma i skammdegis- sólinni. — Um næstu áramót á þessi nýja skipan að komast á. NÝ RAFSTÖÐ. Á s.l. ári bætist ein ný rafstöð við í þessari miiklu rafmagns- sýslu. Enn hef ég ebki séð þess getið í fréttum. Það fer því ekki illa á að sagt sé frá þessum nýja Ijósgjafa í þessum skammdegis- pistli. Þessi rafstöð er á Hruna á Brunasandi, þeirri flatlendu sveit, þar sem maður þarf helzt að hafa hallamál til að finna nokkra mis- hæð. Hvernig má þá fá þar fall hæð til að framleiða raforku? Eystri álma Eldhraunsins ligg ur fram á Brunasand. Undan hrauninu, koma margir lækir. Hraunið og sandurinn hafa síað úr þeim allan leir, svo að silfur tærir falla þeir fram á flatneskj una. Milli bæjanna Teygingalæks og Hruna kom þrír lækir undan hraunbrúninni. Þeir heita: Innri og Fremri Sandalækur og Litli- lækur. Nú voru þeir allir sam- einaðir í eitt og gerð af þeim uppi staða við veginn, sem liggur þarna meðfram hrauninu. En hvernig var nú hægt að fá fall hæð þarna á s. a. s. marflötum sandinum? * Sófokles. hverjir kannast við verkið af vör um íslenzkra leikara, en það er fyrir löngu kominn tími til að Þjóðleikhúsið taki grískan harm leik til sýningar, svo sem til að koma íslenzkum leikhúsgestum í lífrænt samband við upphaf vest- rænnar leikmenntar. Virðist mér „Antígona ‘ einmitt tilvalið upp- haf slíkrar nýbreytni — að sjálf sögðu með lagfæringum á text- anum. Af eigin reynslu er mér kunnugt um, að verkið er mjög leikrænt; mér gafst tækifæri til að leika í því smáhlutverk í New York fyrir nokkrum árum, og verður mér sú reynsla jafnan minnisstæð, ebki sízt vegna þess hve vel áhorfendur tóku sýninjr unum. Frágangur á þessari bók er mjög til fyrirmyndar þegarí frá eru taldar nokkrar prentvillur. Hún er prýdd 40 ljósmyndum, sem flytja „með sér nokkúrn and blæ hinnar fornu menningar, sem snilldarverkið „Antígona" er sprottið af“, eins og höfundur keihst að orði í eftirmála. , Sigurður A. Magnússon. Um 50 metrum austan við uppi stöðulónið var rafstöðin reist. Þar var grafinn skurður og nær hann ca. 600 m austur á sand- inn. Er skurður þessi hið mesta mannvirki, þvi að hann varð að vera allt að 20 m. víður til þess að fá hann nægilega djúpan. Mun hann hafa kostað um 20 þús. kr. Við enda hans er svo rafstöðin byggð og fæst þar 2,5 m fallhæð. Aðrennslisrörin úr lón inu að stöðinni eru ca. 50 m að lengd og víddin % m. Stöðin framleiðir 6 kw. og mun hafa kostað um 220 þús kr., þegar öll vinna heimamanna er talin. Si-g- fús H. Vigfússön rafvirki og bóndi á Geirlandi annaðist upp setningu. Ber allt verkið glögg an vott um verkhyggni hans og vandvirkni. Eigandi stöðvarinnar er Einar J. Anesson, bóndi á Hruna. Nú eru þeir horfnir Innri- og Fremri-sandlækir og Litli-lækur, sem áður liðuðust eins og silf urstrengir milli gróinna bakka í hraunkrikanum á Brunasandi. Nú eru þeir bara venjulegt vatn, sem seitlar eftir beinum skurði austur sandinn. En heima á Hruna Ijóma rafljósin og ylur- inn breiðist um allan bæinn. — G. Br, Leiðrétting LEIÐINLEGT línubrengl varð i minningargrein um Hólmfríði Júlíusdóttur í blaðinu i gær, og raskaði það setningaskipun á tveimur stöðum. Réttar eru setn- ingarnar þannig: „Hólmfríður var fædd að Tjarnar-Garðshorni (nú Laugahlíð) í Svarfaðar- dal.... “ og „Þeir sem þekktu hana minnast þess einnig hve blíð og mild hún var og hve ástrík móðir og amma. Hinir fjölmörgu sveitungar hennar, frændur og vinir víðsvegar á landin-u, minnast og sakna gest- risni hennar og gjafmildi, því að hún mátti ekkert aumt sjá án þess að rétta hjálparhönd og bæta úr eftir efnum og ástæð- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.