Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 8
8
MORnTjnnr *f)TÐ
Fimmtudagur 14. des. 1961
Fyrirhugaðri stækkun Mennta-
skólans lokið næsta haust
VTÐ fjárlagaumræðurnar í sam-
einuðu þingi á þriðjudagskvöld
skýrði Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra frá nýjum fyrir-
ætlunum um bygging-armál
Menntaskólans í Reykjavík.
Miklar deilur tafið
framkvæmdir.
Menntamálaráðherra skýrði frá
því, að nú væru 7&0 nemendur
í skólanum og færi þeim fjölg-
andi. Skólinn hefði fyrir löngu
sprengt af sér húsnæðið, enda
búinn að vera í þessum sömu
húsakynnum í meira en öld. En
ástæðan fyrir því, hve lengi dreg
izt hefur að gjöra endurbætur,
kvað ráðherrann þá, að þegar al-
varlega kom til greina fyrir 20
árum að gera átak í þessum efn-
um, hófst. mikil deila um, hvern-
ig framkvæmdum skyldi hagað.
Sumir vildu, að frambúðarhús-
næðið yrði þar, sem Menntaskól-
inn er núna, en aðrir vildu flytja
hann frá þessum sögufróða stað
á annan og hafa þá margir staðir
komið til greina í ýmsum út-
hverfum bæjarins, svo sem í
Skerjafirði, Láugarnesi eða Hlíð-
unum. Aldrei náðist samkomulag
ADAX
ADAX er fyrirferðarlítil og lipur
til daglegrar notkunar, en mjög
öflugur mótor ræður auðveld-
lega við þyngri verkefni, enda
fylgja eða fást aukalega öll hugs-
anleg tæki, svo sem þeytarar,
hnoðarar, hakkavél, kökusprauta
möndlukvörn, ávaxta- og berja-
pressa, grænmetisskeri og raspur,
blöndunarglas o. fl.
ADAX er sterk, vönduð og falleg
og fæst í fjórum litum.
3ja ára ábyrgð.
Afborgunarskilmálar
Sendum um allt land
um. hvernig með málin skyldi
fara; forvígismenn skólans, rekt-
or og kennarar, og f jölmargir aðr
ir, sem létu sér
umhugað um
skólann, skiptust
í tvo fjandsam-
lega hópa. svo
að aldrei var
endanleg ákvörð
un tekin í ríkis-
stjórninni um
málið. — Nú
hins vegar fyrir
nokkrum dögum náðist samstaða
meðal forvígismanna skólans og
gerðu þeir einróma ályktun á
kennarafundi um byggingarmál-
in. Og þótt ríkisstjórnin hafi ekki
tekið endanlega ákvörðun um
málið, taldi ráðherrann víst, að
hún mundi fallast á þau sjón-
armið.
8 nýjar kennslustofur.
Eins og nú standa sakir, eru
10 kennslustofur í gamla skól-
anum, auk þess 2 í svonefndu
„Fjósi“. Þá stendur gamalt leik-
fimihús á skólalóðiimi svo og
bókasafnið íþaka, sem er félags-
heimili nemenda. Gert er ráð fyr
HEIVTUGASTA
HRÆRIVÉLIN
0
Oíxíllx
O. KORNERUP-HANSEN
Vegleg jólagjöf
nytsöm og varanleg
Sími 12606 — Suðurgötu 10
ÚTILJÓSASERÍUR
LITAÐAR PERUR
JÓLATRÉSERÍUR
HRINGBAKARAOFNAR
VÖFFLUJÁRN
BRAUÐRISTAR
HRÆRIVÉLAR, 3 tegundir
HRAÐSUÐUKATLAR
SAUMAVÉLAM ÓTORAR
ew /k-A n _
VESTURGÖTU Z - SÍMI 2k330
ir, að „Fjósið" og leikfimihúsið
verði rifin. en í stað þess rísi nýtt
einnar hæðar hús í svonefndum
,,parion-stíl“, sumpart á menta-
skólalóðinni og sumpart á lóð
þeirri sem er í eigu Olíufélagsins
og liggur austur af Menntaskól-
anum upp undir þær lóðir, sem
íbúðarhús við Þingholtsstræti
standa á. í þessari byggingu er
gert ráð fyrir, að verði 7 kennslu
stofur, þar af 4 rúmgóðar sér-
kennsíustofur fyrir efnafræði, eðl
isfræði, náttúrufræði og „húman
ísk“ fræði, en á þeim hefur ver-
ið mikil þörf. í tengslum við
þessa byggingu verði önnur bygg
ing reist út við Bókhlöðustíginn
þar sem hvort tveggja verði í
senn, Ieikfimihús og samkomusal
ur, en í kjallara fatageymslur og
snyrtiherbergi. Þá yrði sú
kennslustofa, sem nú er notuð
sem fatageymsla og er algjörlega
ófullnægjandi sem slík, á ný tek-
in til kennslu. Til viðbótar þeim
11 kennslustofum sem þá yrðu í
gamla skólanum, kæmu með
þessu móti 8 nýjar. en 2 missast
við það, að ,,Fjósið“ verður rifið.
Eins og fyrr getur. verður hið
nýja leikfimihús útbúið þannig,
að það verður jafnframt hinn
raunverulegi samkomustaður
nemenda og ekki þarf þá lengur
að nota hinn sögufræga stað, Há-
tíðarsal Menntaskólans, fyrir
samkomur og dansleiki.
Með þessu móti ætti skólinn
að geta hýst um 1000 nemendur,
miðað við að tvísett verði í all-
flestar kennslustofurnar, og gert
er ráð fyrir, að þessi stækkun
muni duga Menntaskólanum
næstu 4—5 árin a.m.k., eða jafn
lengi og reiknað er með, að
Menntaskólinn gamli verður not
hæfur sem skólahúsnæði.
Tilbúhui næsta haust.
Áætlað er, að þessar fram-
kvæmdir muni kosta 10—11
millj. króna, en í byggingarsjóði
Menntaskólans eru 7—8 millj.
króna, svo að ásamt framlagi á
fjárlögum fyrir 1962 til Mennta-
skólans, sem nemur 2 millj. kr„
þá mun það fé fara langt með að
duga. Enn fremur gat ráðherr-
ann þess. að húsameistarar hafa
fullvissað sig um, að hægt muni
að Ijúka þessum framkvæmdum
á einu sumri, sé undirbúningur
þeirra hafinn nógu snemma vors
eða seint vetrar. Því megi ætla,
að hin nýju húsakynni Mennta-
skólans verði öll tilbúin næsta
haust, en með því móti má hik-
laust telja, að vel sé séð fyrir
húsnæðisþörf Menntaskólans a.
m.k. um 4—5 ára skeið.
Loks gat ráðherrann þess, að
með þessu væri ekki nóg að gert,
jafnframt yrði að hefja undirbún
ing að byggingu nýs Mennta-
skóla. En með því að hefjast
handa þegar í stað í því skyni,
niegi gera ráð fyrir, að hinn nýi
skóli verði tilbúinn til notkunar
eftir 6—8 ár, en þá má tvímæla-
laust telja. að þörf verði fyrir
annan menntaskóla.
Borghildur Ragnarsdóttir
f DAG er til moldar borin Borg-
hildur Bagnarsdóttir, Bárugötu
40, dóttir hjónanna Magnhildar
Magnúsdóttur og Ragnars Pét-
urssonar, Bannveigarstöðum,
Álftafirði. Borghildur var fædd
25. marz 1934, hún var gift Olfer
Jean Jensen, rafvirkja héðan úr
Reykjavík.
Við Borghilduí', eða Bodda,
eins og hún var alltaf köMuð er-
um báðar úr sömu sveit og höf-
um því þekkst frá barnæsku, þó
að kynning okkar hæfist aðal-
lega eftir að við urðum viunu-
Af.s. „Cullfoss
44
fer frá Reykjavík mánudaginn 18. des. kl. 5 síðd.
til Akureyrar. Skipið hefur viðkomu á Isafirði og
Siglufirði vegna farþega.
H.f. Eimskipafélag Islands
Afgreiðsla
Afgreiðslumaður eða kona óskast eftir áramótin,
febr./marz. í karimannafataverzlun. — Til greina
getur komið sem verzlunarstjóri síðar. — Umsókn
óskast send afgr. Mbl. fyrir 20 þ.m. merkt:
„Miðbær — 199“.
Borðbúnaður
Við flytjum inn þessar fallegu gerðir:
H E L G E :
Ronosil-eðalstál
N I Z Z A
Eðalstál
V I D A R :
Silfurplett, EPNS
Nýjar sendingar komnar
Síðustu sendingar fyrir jól
Silfursmiðir — Úrsmiðir
Hðn Glpmuntisson
Skar(9ripaverzlun
,Fagur gripur er æ til yndis"
félagar. Bodda var góður vinnu-
félagi, alltaí glaðvær og -kemmti
leg í samstarfi. og ekki síður góð
og skemimtileg vinkona utan
vinnutímans. Bodda var hjálp-
fús og ákaflega trygg og reynd-
ist öllum vel, sem hún gat oruið
að liði. Hið' snögglega fráfall
hennar sló mig ,og okkur öll,
sem unnum með henni djúpum
harmi. Það er svo erfitt að átta
sig á því, þegar samstarfsfólk
manns, sem hefur unnið með
manni daginn áður, er allt í einu
skyndilegia horfið af sviðinu. Bg
vil þakka Boddu fyrir allar
ánægjustundimar, sem við höf-
um átt saman, bæði við vinnu og
utan hennar, minninguna um
þær mun ég geyma til æviloka,
Að síðustu vil ég í nafni vinnu-
félaga Boddu votta eftirlifandi
eiginmanni hennar, foreldrum
hehnar og systkinum dýpstu
samúð.
Fjóla.
Aikvæðngreiðsía
um fjórlögin
Á FUNDI sameinaðs þings I
gær var atkvæðagreiðsla um fjár
lagafrumvarpið við 2. umræðu.
Atkvæðagreiðslan fór svo í stuttu
máli, að breytingartillögur fjár-
veitingarnefndar allrar eða meiri
lilúta hennar voru samþykktar,
en aðrar tillögur ýmist felldar
eða tebnar aftur til 3. umræðu.
Þá var og samiþykkt að vísa
þingsályktunartillöau um gufu-
•veitu frá Krísuvík og um kvik-
myndun íslenzkra starfshátta til
fjárveitingarnefndar, og tillögu
um 8 stunda vinnudag verkafólks
til allsherjarnefndar.
Fjölbreytt
jólablað Fálkans
JÓLABLAÐ Fálkans er komið út
og er það stærra og veglegra en
nokkru sinni fyrr. Blaðið er alla
68 síður að stærð með litprent-
aðri kápumynd, sem Sigurjón
Jóhannsson hefur teiknað. At
efni blaðsins má nefna: Jól til
sjós eftir Svein Sæmundsson,
blaðafulltrúa, Stúlkan frá Sól-
heimum, frásögn af harmleik frá
17. öld eftir Sigurð Ólason, lög-
fræðing, Sigið í Þjófaholu, greín
og myndir af leiðangri, sem fimm
ungir piltar fóru á vegum Fálk-
ans til þess að kanna fyrstip
manna Þjc Alftafirði, —
5 konur, þær Maria Maack, Ragn
heiður Hafstein, Elinborg Lárus-
dóttir, Gunnfríður Jónsdóttir og
Helga Guðbjartsdóttir segja frá
erfiðum og minnisstæðum jólum,
Jólin heima nefnist frósögn eftir
hina kunnu skáldkonu, Sigfrid
Boo. Þrjár smásögur eru í blað-
inu, ný smásaga eftir Baldar
Óskarsson, blaðamanna, smásag-
an Bergsveinn Olsen og jómfrú
Soffía eftir Johan Falkberget og
loks Gráklædda konan eftir Mar-
grethe Hold. Fjölmargt annað er
í heftinu, svo sem kvennaþáttur
með uppskriftum að jólamatnum
og jólasælgætinu, barnaþáttur
með jólasögu, jólasveinavísu og
ýmsum getraunum og þrautum,
Dagur Anns skrifar skopþátt um
jólin og loks er tveggja síðna
jólakrossgáta með þrennum verð
launum.