Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. des.' 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 ,« ÞANN 12. þessa mánaðar var 250 ára afmæli Skúla Magnús- sonar. Fyrir 50 árum á 200 ■ ára afmæli hans tóku nokkrir menn sig saman um að reisa bautastein eftir hann í Viðey fyrir forgöngu Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar. Steinnin er frá' Hrepphólum og sótti Eggert Briem hánn þang- að. Frá bautasteininum segir í fsafold 13. des. 1911 og er sögð þar saga hans, sem er all merk. Verður stiklað á þeirri frá- sögn hér. Steinninn er þráðbeinn blá grýtisdrangur 5 álnir og 15 þumlungar að lengd, fimm- strendur, mjög reglulegur, fletirnir þó dálítið misbreiðir um 6—8 þumlungar. Hann befur svo lengi, sem menn muna verið ásamt öðr um líkum dröngum í stéttar- brún fyrir framan bæjarhúsin í Hrepphólum. Eru þeir stéin ar allir bersýnilega fluttiir heim að bænum ú Hólafjalli, MENN 06 = MALEFN/= þar sem slíkt drangberg er enn og hefur sú saga gengið mann fram af manni þar í sveitinni, að séra Jón Egilsson, er þar var prestur á síðasta fjórðungi 16. aldar, og bjó þar, hafi heimflutt stéttarsteina þessa og gert úr þeim bæjarstéttina. Elzta og áreiðanlegasta sögn in um viðureign séra Jóns við steindrangana mun vera í Prestaævum Jóns prests Hall dórssonar í Hítardal, föður Finns biskups, en lík og hún er þar finnst hún og í ættar- tölubókum Jóns sýslumanns Espólíns Og að sumu nokkru frábrugðin í kirkjusögu Finns biskups. Séra Jón Helgason segir svo frá: „Hann var að losa stóra drangsteina í fjall inu fyrir ofan Hóla, festist hönd hans á þremur eða fjór um fingrum milli steinanna. Var þar fastur tvö dægur eða meira, til þess stórir járnkarl ar og önnur verkfæri fengust úr Skálholti til að losa hann; missti síðan þá fingur sem millum bjarganna voru. Með- an hann var fastur þar orkti hann eitt raunakvæði hvers upphaf og nokkur erindi ég heyrða af gömlu fólki þá ég var á ungdómsárum mínum í Miðfelli í Ytri-Hrepp. Hérum anno 1663“. Munnmælin segja, að séra Jón hafi einmitt orðið undir þessum steini, sem nú er orð- inn bautaisteinn Skúla fógeta en vitanlega er ekki vissa nein fyrir að slíkt sé. Hitt má telja mjög líklegt, ^ð Jón hafi látið þann stein heim flytja til Hrepphóla. Þó var það ekki sögusagnar innar vegna sem steinn þessi var valinn fyrir bautastein heldur vegna þess hve heppi legur hann var til þess fallinn í alla staði, einkennilegur og mun óvíða eiga sinn líka. Bautasteinn Skúla fógeta í Viðey. — (Ljósm. fengin að láni hjá Skjala- og Minjasafni Bvk) Sextugsafmæli á í dag frú Sig- ríður Sveinsdóttir, Laugarfossi á Mýrum. í dag eiga fimmtíu ára hjú- skaparafmæli hjónin Konráðina Pétursdóttir og Guðmundur Þór- arinsson, Klapparstíg 9A. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú Mattína Sig- urðardóttir og Sigurjón Kristjáns son. Heimili þeirra er að Skeiða- vogi 153. (Ljósm.: Studio Guð- mundar, Garðastræti ). í dag verða gefin saman af séra Þorsteini Björnssyni, Guðrún Ey- berg og Sæmundur Árnason, prentari. Heimili þeirra er að Urðabraut 4. Þau verða stödd á Brekkulæk 1, í dag. Laugardaginn 9. des. voru gef- in saman í hjónaband af séra Garðari Þorsteinssyni, ungfrú Sig ríður Magnúsdóttir, Álfaskeiði 27 og Sveinbjörn Guðbjarnason, bankaritari. Heimili ungu hjón- anna verður að Njálsgötu 87. Nýlega hafa opnberað trúlofun sína ungfrú Stella Jóhannesdótt- ir, skrifstofumær, Melhaga 9, og Donald Ingólfsson, ljósmyndari, Skólagerði 42, Kópavogi. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ragnhildur Arnórsdóttir, Þórsgötu 2, Reykja vík og Haukur Leósson, Oddeyr- argötu 5, Akureyri. Laugardaginn 2. des. voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Helga Þorsteinsdóttir frá Trað- arholti, Stokkseyri og Guðmund- ur Sigurðsson frá Fáskrúðsfirði. Heimili þeirra er á Grundarstíg 2. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína Þórunn Pétursdóttir, Miðtúni 62 og Jónas Aðalsteíns- son, Langholtsvegi 176. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er á leið til Rvikur. — Dettifoes fer frá Hamborg í dag til Rvikur. — Fjallfoss er á leið til Kalmar. — Goða- foss fer frá N.Y. á morgun til Rvíkur. — Gullfoss er í Rvík. — Lagarfoss fór frá Gdynia í gær til Kaupmh. — Reykjafoss fór frá Lysekil i gær til Gautaborgar. — Selfoss er á leið til N.Y. —- Tröilafoss fór frá Patreksfirði í gærkvöldi til Rvíkur. — Tungufoss er I Reykjavík. H.f. Jöklar: — Drangjökull er á leið til Reykjavíkur. — Langjökull er í Cuxihaven. — Vatnajökuil er á leið til Grimsby. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er væntanleg i dag til Hauge- sund. — Askja er á leið tU London. Skipadeild SÍS: — Hvassafeli er i Reykjavík. — Arnarfell er I Kristian- sands. — Jökulfell fer frá Hornafirði í dag tU Rvikur. — Dísarfell er vænt- anlegt til Hamborgar í dag. — Litla- fell er á leið til Rvíkur frá Austfj. — Helgafell er á leið til Akureyrar frá Norðfirði. — HamrafeU er á leið til Batumi. Loftleiðir h.f.: — Fimmtudaginn 14. desember er Snorri Sturluson vænt- anlegur frá N.Y. kl. 08:00. Fer tU Óslóar, Gautaborgar, Kaupmh. og Ham borgar kl. 09:30. Flugfélag íslands h.f.: — MiIlUanda- flug: Hrímfaxi er væntanlegur kl. 16:10 í dag frá Kaupmh. og Glasg. Flugvélin fer til sömu staða kl. 08:30 í fyrramál- ið. — Innanlandsflug í dag: Til Ak- ureyrar (2), Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. — Á morgun: Til Akureyrar (2), Fagurhóls mýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Mæðan bindur miltisrann, minnkar yndis skerfur; eins og vindur ánægjan oft í skyndi hverfur. (Gömul lausavísa). Sólin upp frá sjónarhring sendir geisla bjarta, en mig svífur allt um kring angurs dimman svarta. ' (Eftir séra Jörgen Kröyer á Helgastööum). Mörgum manni bjargar björg, björgin hressir alla, en að sækja björg í björg björgulegt cr varla. • (Gömul orðaleiksvísa). Beri maður létta lund, linast rauna-tetur; eigi hann bágt i(m eina stund, aðra gengur betur. (Eftir Jón Sigurðsson, Dalasýslumann). ■ Stóð við vota staupalá, stért afbrot hef hlotið; ég hef brotið hausinn á og heilaslotið brotið. Baldvin skáldi orti, þegar hann ftatt fuliur á höfuðíö). m 3ja hcrbergja íbúð óskast strax. Má vera í < kjallara. — Ársfyrirfram- v greiðsla. Uppl. í síma . 32753. Sængur Endurnýjum gömlr sæng- urnar, eigum dún og fiður- held ver. Seljum æðar- ! dúns- og gæsadúnssængur. ' Dún- og fiðurhreinsunin í Kirkjuteig 29. Sími 53301. * Til sölu 1 sófi, 2 stólar (útskorið danskt) lítið notað, 4 borð- “ stofustólar, 1 borð ljóst . birki. Gjafvirði vegna rým !, ingar. Húsgagnaverzlunin Laugavegi 68 (um sundið). SMÍÐUM HANDBIÐ Vélsmiðja Eysteins Leifssonar Laugavegi 171. Sími 18662. Til sölu Bendix þvottavél að Hraun teig 23, 2. h. t. v: Til sölu Elna saumavél kr. 2500,-, Johnson bónvél kr. 500,-, Kenwood hrærivél kr. 600,- Grá jakkaföt á 14—16 ára kr. 1000,- Sörlaskjól 36 vesturendi. Milliveggjaplötur úr vikurgjalli, 5 cm, 7 cm, 10 cm. Verzlið þar, sem verðið er hag&tæðast. — Sendum heim. Brunasteypan hf. Sími 35785. IIHUGIB áð borið saman að útbreiðslu tr langtum ódýrara að auglýsa Morgunblaðinu, en ðörum hlöðum. — UIMGLING vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FJÓLIGÖTU Ferðafélag Islands heldur aðalfund að Café Höll, uppi, þriðjudaginn 19. des. 1961 kl. 20,30 Dagskrá samkvæmt félagslögum Stjórnin Utgerðarmenn og skipstjórar Erum kaupendur að fiski á komandi vetrarvertíð. Seljum ís, beitu og önnumst aðra fyrirgreiðslu. Þeir, sem hug hafa á viðskiptum og leggja vilja upp fisk hjá Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykja- víkur, eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band> við framkvæmdarstjóra Bæjarútge»ðarinnar hið fyrsta. Bæjarútgerð Reykjavíkur Frá mafsveina- og veifingaþjónaskólanum Seirvna kennslutímabil matsveina- og veitingaþjóna- skólans hefst í januarbyrjun 1962. Innritun fer fram í skrifstofu skólans 14. og 15. þ.m. kl. 2—4 síðd. Skólastjórinn Ú tiljósaseríur samþykktar af rafmagnseftirliti ríkisins Mislitar perur og seríuperur Klapparstíg 27 — Sími 22580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.