Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 14. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Eystrasalt Framh. af bls. 1. stjórnina við því að gefa í xlokkru eftir við „v.-þýzku hern aðarsinnana“ — það gæti ekki einungis grafið undan öryggi Danraerkur sjálfrar, heldur leitt til stórversnandi ástands í allri Norður-Evrópu og ógnað öryggi þjóðanna við Eystrasalt sérstak- lega. Sovétstjórnin segist ekki geta fallizt á þá röksemda- færslu, sem Danastjórn hafi beitt — að hér sé ekki um að ræða samning milli hennar og Bonnstjómarinnar, heldur standi Atlantshafsbandalagið sem heild að þessum ráðstöfunum — og því geti V.-Þjóðverjar ekki náð úrslitaáhrifum í hinni sameig- inlegu herstjórn. Segist sovét- stjórnin gefa lítið fyrir slíkar yfirlýsingar, þar sem v.-þýzki herinn sé öflugastur af herj- um Evrópuríkjanna í Atlants- hafsbandalaginu — og muni Bonn-herforingjarnir því, í krafti hins sterka, hafa úrslita- orðið í herstjórninni á Eystra- salti, hvað sem samningum líði. Það hefði sýnt sig, þrátt fyrir þá sjálfsblekkingu sumra ríkis- stjórna NATO-landanna, að þátt taka Vestur-Þýzkalands í banda laginu mundi verða til að kveða niður hernaðarandann þýzka, að „hernaðarsinnamir hefðu ein- mitt, af mikilli hugkvæmni not- að NATO sem skálkaskjól fyrir stríðsundirbúning sinn“. ★ „Nauðsynlegar varúffarráðstafanir" „Nú, þegar danska ríkis- stjórnin hefir tekið ákvörðun um að eiga aðild að hinni sam- eiginlegu herstjóm, verður ekki hjá því komizt að benda á, að Danmörk hefir tekið nýtt og mjög hættulegt skref til upp- örvunar _ fyrrverandi Hitlers- hershöfðingjum og flotaforingj- um,“ segir í orðsendingunni — og: „Danska ríkisstjórnin auð- veldar þannig vestur-þýzku hern aðarsinnunum að ná fótfestu við Eystrasalt, sem aftur veldur því, að þetta friðsamlega svæði verð ur Vettvangur styrjaldarundir- búnings. Hvort sem dönskum stjórnvöldum er það ljúft eða 'leitt, verður þessi ráðstöfun til þess að breyta Eytrasaltssvæð- inu í stökkpall til árásar á Sovétríkin og önnur friðelskandi ríki, sem fer í bága við fyrri yfirlýsingar þeirra um, að Dan- ir muni aldrei leyfa, að danskt yfirráðasvæði verði notað til að undirbúa árás á nokkurt ríki. Fyrmefndar aðgerðir ríkisstjórn arinnar spilla góðu sambándi Danmerkur og Sovétríkjanna — og setja hina hlutlausu ná- granna Danmerkur í erfiða að- stöðu.“ 1 Sovétstjórnin lýkur orðsend- ingu sinni með því að fullyrða, að ríkisstjórn Danmerkur hafi tekið á sig alvarlega ábyrgð með því að grafa undan friðinum í Norður-Evrópu og á Eystrasalts- svæðinu — og geti Sovétríkin ekki horft á það þegjandi og með hendur í skauti, heldur verði þau að grípa til „nauðsynlegra varúðarráðstafana til þess að tryggja öryggi lands síns og ‘bandamanna sinna“. — Ekki er sagt neitt um það, í hverju slíkar ráðstafanir verði fólgnar. 1» . ★ Svíar verffa elnbeittir Eins og fyrr segir, fengu flokks leiðtogar á sænska þinginu upp- lýsingar um efni sovézku orðsend ingarinnar í dag — og sænsk blöð ræða málið talsvert. Frjáls- Jynda blaðið Expressen segir m. a., að Rússar séu nú að halda áfram taugastríði sínu gegn Norð urlöndunum, sem lengst hafi gengið með Orðsendingunum til Finna nýlega. Og blaðið bætir því við, að ef Sovétstjórnin beini slíkum þvingunum að Svíum, muni hún kynnast því, að ein- beitni Svía, þegar um sé að ræða rétt þeirra til að ráða málum sín um sjálfir, sé a. m. k. ekki minni en Dana. Eichmann dæmdur a morgun Nýjar kosning í Ástralíu? ar Ákærandinn hefir krafizt dauðarefsingar Jerúsdlem, 13. des. — (AP) — RÉTTUR var settur í máli Adolfs Eichmanns í 110. sinn síðdegis í dag. Flutti þá hinn opinberi ákærandi, Gideon Hausner, harðorða ræðu af miklum tilfinningahita — og krafðist skilyrðislaust tfauða refsingar yfir sakborningi. Kvað hann enga aðra refs- ingu hæfa þeim manni, sem „dag eftir dag og ár eftir ár hafði staðið í fylkingar- brjósti um útrýmingu Gyð- inga — og gert það af stakri grimmd og miskunnarleysi, og af heitri sanníæringu“. ★ „Ég er ekki ófreskja", sagffi Eichmann Að ræðu ákærandans lokinni talaði Eichmann sjálfur til dóm- aranna (hann hafði setið hreyf- ingarlaus undir hinni hörðu ræðu — og, að því er virtist, án — Brimnes Framhald af bls. 24. jánssyni og kynnti honum athuga semdirnar. Hann skilaði síðan svörum við athugasemd'unum, en ekki var talið, að þau væru nægi- lega greinagóð. Þessu næst tók skilanefnd til meðferðar athuga- semdirnar og úriskurðaði minni háttar atriði, tók að því loknu saman bréf til fjármálaráðuneyt- isins, dags. 3. des. 1960, þar sem skýrt er frá nekkrum þeirra atriða, sem nefndin taldi sér ekki fært að úrskurða. En jafnframt lét hún fara fram allsherjar end- urskoðun á öllum launaútreikn- ingum útgerðarinnar og greiddi þær kröfur, sem staðreyndar urðu. Þegar þessu verki var að mestu lokið, sendi nefndin fjár- málaráðuneytinu bréf dags. 25. marz ásamt bráðabirgðauppgjöri og benti á, að ne/ndin teldi sig ekki geta frekar að málinu unnið, að svo stöddu. í ma; og ágúst s.l. ritaði Axel Kristjánsson bréf. þar sem upplýst var um tvö atriði, sem skilanefnddn hafði sérstak- lega bent á í bréfi sínu til fjár- málaráðuneytisins, 3. des 1960. Síðan segir í athugasemdunum, að óumdeilanlegar skuldir Axels Kristjánssonar nemi 121.448 PG kr., en óúrskurðuð atriði. sem ekki hefur verið gerð næg grein fyrir, nemi 416.995.55 kr., en talið sé að þar komi til frádráttar þrír liðir, sem möguleiki sé á, að úr- j skurðist Axel í vil, og nema þeir 17.610.18 kr. I Þá segir, að þess sé að geta, að Axel Kristjánsson hafi í lok okt. 1960 lagt am ýmsa reikninga frá firmanu Gerexim í Bremer- haven, að ' _:phæð 88.821.54., enn fremur aðra reikninga löngu síð- ar, „en ekki sýnist ástæða til að fjölyrða frekar um þá, en auð- vitað koma þeir til athugunar og afgreiðslu við framhald málsins.“ Loks segir í athugasemdunum: „Yfirskoðunarmenn álíta, að ekki sé viðunaadi, að þessu máli sé ehki ráll^ t. lykta, svo fljótt sem verða má *g það rannsakað til fulls." í svörum ráðherra við athuga- semdum yfirskoðunarmanna Al- þingis segir orðrétt: „Ráðuneytið hefur fullan hug á því að reiknis skilum þessarar útgerðar Ijúki sem allra fyrst. Hefur ríkis- enduirskoðanda verið falið málið og vinnur hann nú að því að upp- lýsa þau atriði, sem enn eru óljós eða eigi hafa verið skýrð á full- nægjandi hátt, ®g leggur ráðu- neytið áherzlu á, að þeirri rann- sókn sé hraðað svo sem verða 1 xná.“ þess að hrærast hið minnsta). Eichmann sagði fastmæltur: „Ég er ekki sú ófreskja, sem ráða má af lýsingum þeim, er fram hafa komið í réttinum. En ég verð að líða fyrir aðra og axla þá byrði, sem örlögin hafa á mig lagt“. Gestapoforinginn endurtók síð an í stuttu máli fyrri yfirlýsing- ar sínar um, að hann hefði að- eins verið verkfæri risavaxinnar ríkisvélar nazista. „Sekt mín er í því fólgin, að ég framkvæmdi þær fyrirskipanir, sem mér voru gefnar“, sagði hann. ý Búizt viff dauffadómi Dómararnir hlýddu á ræffu Eichmanns, sem hann flutti af skrifuðu handriti, til enda. Síðan lýsti dómsformaffur, Moshe Landau, því yfir, aff dómur yrffi kveffinn upp árdegis á föstudag. Fréttamenn, sem voru í réttar- salnum í dag, eru yfirleitt sam- mála um, aff Eichmann hljóti dauffadóm. Hann gaf ótvírætt til kynna í dag, aff hann mundi áfrýja slíkum dómi — en hins vegar ekki biffja forsetann, um náffun, sem hann gæti gert, ef hæstiréttur ncitaffi aff taka áfrýj- unina til greina. —★— Verjandi Eichmanns, Robert — Katanga Frh. af bls. 1 U Thant framkvæmdastjóri hefði afhent brezka fulltrúanum Sir Patrick Dean yfirlýsingu þess efnis, að SÞ drægju til baka beiðni sína til brezku stjórnar- innar um sprengjur í hinar ind- versku Canberra-sprengjuflug- vélar, sem beitt er í bardögun- um í Katanga. Loforð brezku stjórnarinnar um að afhenda umbeðnar sprengjur hefir orðið mikið hitamál í Bretlandi, sem kunnugt er. — Orðsending þessi var afhent Dean í gær, en efni hennar ekki kunngert fyrr en nú, í sama mund og kunnugt varð um formlega orðsendingu brezku stjórnarinnar til fram- kvæmdastjórans, þar sem þess er krafizt, að SÞ geri þegar í stað ráðstafanir til að koma á vopnahléi í Katanga — og vinni að því, að þeir Tsjombe og Adoula, forsætisráðherra í Leo- poldville, hittist hið fyrsta til að gera út um deilumálin. Nokkrir þeirra þingmanna Ihaldsflokksins, sem harðast gagnrýndu þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að láta í té flug- vélasprengjur þær, sem fyrr var getið, lögðu í dag fram tillögu á þingi um, að Bretland hætti framlögum til aðgerða SÞ í Kongó (um 80.000 pund á viku), ef ekki verði sinnt áskorunun- um um tafarlaust vopnahlé í Katanga. — Litlar Hkur eru tald ar á því, að þessi tillaga fái hljómgrunn í þinginu. Ekki eru taldar neinar Hkur til, að áskorun Breta um vopna- hlé verði tekin til greina — en U Thant hefir sennilega talið rétt, að róa Breta nokkuð með því að falla frá beiðninni um sprengjurnar. — Bandaríkja- stjórn gaf greinilega vísbend- ingu um það' í dag, að hún studdi ekki tillöguna um vopna- hlé nú. — George Ball, vara- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lét svo um mælt í Was- hington, að stjórn sín óskaði eftir vopnahléi „eins fljótt og unnt er“. En Ball tók fram, að fyrst yrðu SÞ að ná „lágmarks- tilgangi“ sínum með aðgerðun- um í Katanga, eins og hann komst að orði. Þá mundi Banda- ríkjastjórn vissulega vinna að tafarlausu vopnahléi. Verffur hann hengdur ? Servatius, hélt einnig ræðu í dag og skoraði á dómarana að sýna miskunn. — Eichmann hefði aldrei drepið einn einasta Gyð- ing af eigin hvötum. (Hlátur kvað við í réttarsainum við þessi orð verjandans). - L.Í.Ú Framh. af bls. 3. Guðmimdsson, Gerðum; Sveinn Benediktsson, Rvík; Ólafur Tr. Einarsson, Hafnarf.; Jónas Jóns- son, Rvík; Hafstéinn Bergþórss., Reykjavík. Varastjórn, Margeir Jónsson, Keflavík; Ágúst Flygenring, Hafn arfirði; Jón Árm. Héðinsson, Húsavík; Tómas Þorvaldisson, Grindaivik; Andrés Pétursson, Akureyri; Jón Axel Pétursson, Rvík; Óiafur H. Jóhsson, Rvík; Ingvar Vilhjálmsson, Rvík. í Verðlagsráð L. f. Ú. voru kosnir: Formaður, Sigurður Pétursson, Rvík. Aðalráð, Jón Árm. Héðinsson, Húsavík; Þorvarður Ólafeson, Grindavík; Ólafur Tr. Einarsson, Hafnanfirði; Þorsteinn Arnalds, Reykjavík. Vararáð, Bjöm Guðmundsson, Vestmannaeyjum; Ölver Guð- mundsson, Neskaupstað; Mattihí- as Bjarnason, ísafirði; Sæmund- ur Auðunsson, Reykjavík; Ragn- ar Thorsteinsson, Reykjavik. Ályktana fundarins mun getið náinar síðar í fréttum blaðsins. MELBOURNE, 13. des. (AP) Ekki eru enn kunn fulinaffarúr- slit áströlsku þingko ;ninganna 7. þ.m., en svo mikið er víst, aff mjög verður mjótt á munun- um um þingfylgi stjórnarflokk- anna og andstöffunnar. Virffist geta svo fariff, aff hvor affilinn fái 62 þingmt.nin i fulltrúadeildinni. Menzies forsætisráffherra lét svo um mælt í dag, aff þótt ríkis- stjórnin ícngi ekki nema einum fulltrúa fleira mundi hún halda áfram — en aff öffrum kosti yrffi sennilega efnt til nýrra kosnánga í Ástralíu innan skamms. —Eé úr fönn Framhaiá af bls. 24. hvem einasta dag, sem veður hefir leyft frá því óveðrið skall á. Næst bæjum var búið að smala fyrir hretið og það sem fundizt hefir er því langt frá bæjum flest. Komin góff jörff fyrir fé \ Veður er nú gott hér á Fjöll- um, lítilsháttar frost en bjart. Hláka hefir gengið að undan- förnu og er komin góð jörð fyr- ir fé, færi er gott þótt ekki sé enn bílfært á snjó. Mývetningar hafa verið að leita á öræfunum hjá sér og hafa síðan um helgi fundið þar alls um 100 kindur og var kom- ið með 70 þeirra niður í sveit í fyrradag. Þrjátíu fundust svo I gær. Mývetningar telja að þá hafi vantað um 200 fjár er þeir fóru í seinni leitina um síðustu helgi og mun því vanta um 100 fjár ennþá. Auk þess mun enn vanta 30—40 kindur úr Búr- fellshrauni. Skríffur sjálft úr fönn Fimm kindur fundu Mývetn- ingar í fönn. Einnig sáu þeir allmikið af bælum þar sem kindur höfðu legið í fönninni en sjálfar getað kraflað sig upp þeg ar hlánaði. Heimtur eru því mik ið að lagast hjá Mývetningum. — Víkingur. GAMLA BÍÓ: Beizlaðu skap þitt. MYND ÞESSI, sem tekin er í litum og Cinema-scope, gerist í Bandaríkjunum skömmu eftir lok þrælastríðsins. Sinclair- bræðumir, Stev og Tony stunda natugriparækt á litlum búgarði í Kiowadalnum. Steve er eldri og hefur orðið að sjá um upp- eldi Tonys, «ftir að foreldrar þeirra dóu. Bræðurnir eru ólíikir mjög að skapferli. Steve er stiHt- ur maður, góðviljaður og sann- gjam i samskiptum sínum við alla, en Tony ofsafenginn og ófyrirleitinn og mikið fyrir að sýna að hann sé einn heljarmik- ill karl. Ekki dregur það úr sýndarmennzku hans og ofstopa, Iað hann kemur með á heimilið unga og fríða stúlku Joan Blake, sem hann hafði kynnst á einni knæpunni í kaupstaðnum og trú j lofast samstundis. Er nú um að gera að sýna henni að hann sé enginn aukvisi. Leiðir þetta til þess, að Tony vinnur hvert óhappaverkið eftir annað, veg- . ur menn og eirir engu. Við þetta fjarlægist Joan hann, en dáir því meir hinn ágæta bróður ’hans. Lýkur sögu Tonys á þann hátt, sem til var stofnað . . . Mynd þessi er efnismikil, 'átökin hörð og spennan eftir því. Leikurinn er einnig mjög góður, einkum þeirra John Cassavetes í hlutverki Tonys og Róberts Taylors er fer með hlutverk Steve’s. Vegna jarSarfarar verffa skrifstofu okkar lokaffar frá hádegi í dag. GUNNAR GUÐJÓNSSON skipamiðlari S. ÁRNASON & CO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.