Morgunblaðið - 23.01.1962, Side 6

Morgunblaðið - 23.01.1962, Side 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð ÞriSjudagur 23. jan. Í962 í G Æ R brá fréttamaður blaðsins sér út á Hjálp- ræðisher og ræddi skamma stund við frú Láru Bjarna dóttur, sem varð að flýja heimili sitt með 7 börn er kviknaði í sL laugardag í Bústaðahverfi 2. Heimilis- faðirinn, Snorri Agnars- son, sjómaður, var fjarver andi, en hann stundar sjó- inn frá Vestmannaeyjum. Börnin voru ókyrr og skap- ið ekki í sem bezta lagi er við kvöddum dyra á herbergi 312 á Hjálpræðishemum þar sem frú Lára bjó í gær með fjórum af börnum sínum. — ★ — — Þau eru ekki vön að dúsa inni allan daginn og þess vegna eru þau í slæmu skapi, sagði frú Lára. En þeir hjá bænum eru nú að reyna að útvega okkur íbúð. Við höfð- um von um íbúð á Berg- staðastræti í dag, en ég veit ekki hvernig þetta gengur. Við vonum allt það bezta. Við spyrjum frú Láru um : hvernig þetta atvikaðist. — Á laugardagsmorguninn fórum við fremur seint á fætur, en ég var búin að fara fram í eldhús fyrir kl. 10 og kveikja upp í olíukyntri miðstöðvareldavél, sem við höfðum. Á eftir fór ég inn í svefnherbergi til þess að Frú Lára Bjarnadóttir með fjögur barna sinna. Hún situr með óskírðan tveggja ára, þá kemur Agnar Róbert. síðan Lilja Hafdís og loks Sigrún Ósk. Karl, Valgerður og óskírður 10 mánaða voru hjá vinafólki, er m.yn din var tekin. — Ljósm. Sv. Þorm. á Hjalpræðisherinn klæða börnin. Húsaskipun er þannig að fyrst er komið inn í ytri forstofu, en síðan í innri forstofu og hurð er eng in milli hennar og eldhúss- ins. Þaf inn af var svefnher- bergið. Er ég hafði verið skamma stund inni í svefn- herberginu, heyrði ég spreng ingu frammi og þegar ég gáði að var eldhúsið alelda og eldgusurnar stóðu fram í innri forstofuna. Útgönguleið in var því lokuð fyrir okk- ur. — — ★ — — Ofsaleg hræðsla greip okkur öll og við hugsuðum ekki um annað en komast út. Yngsti drengurinn okk- ar er 10 mánaða og ég var ekki farin að klæða hann. Við opnuðum gluggann, en hann er nokkuð stór og þar komumst við út í flýti. Ég fór út seinust og slapp á öðrum skónum. — Elzti drengurinn okkar, 8 ára, var kominn út er eld- urinn kom upp og var hann við dyrnar eða í fremri for- stofunni. Hann hljóp strax til nágrannanna, sem hringdu á slökkviliðið. — Við tókum ekkert með okkur út, því flýtirinn og fumið var svo mikið. — ★ — — Þrjú barnanna eru nú hjá venzlafólki og kunningj- um, Kari 8 ára, sem gerði vart um eldinn, Valgerður 12 ára og óskírður 10 mánaða, sem er hjá bróður mínum og konu hans. Hin eru hér, ó- skírður 2ja ára, Agnar Róbert 4ra ára, Lilja Hafdís 6 ára og Sigrún Ósk 10 ára. — Skemmdirnar urðu mikl ar, en þó hefir ekki enn unnizt tími til að athuga þær til fulls. Allt er ónýtt í eld- húsihu og á geymslulofti, sem þar var uppi yfir og einnig mun mikið skemmt í innri forstofunni. í öðrum herbergj um er flest eða allt meira og minna skemmt af reyk og vatni. Innbúið var vátryggt, en lágt. — ★ — — Já, við náðum í pabba, en ekki fyrr en á laugar- dagskvöldið. Hingað komum við klukkan 6 um kvöldið, en það gekk illa að útvega okk- ur herbergi. Við vorum búin að búa þarna 1 6 ár. Nágrannarnir brugðust vel við í þessum vanda. Við vonum að úr þessu rætist fyrir okkur hið fyrsta. Krakkarnir eru svo óróleg héma. Þau þurfa að komast út. I i I atrriYi' ‘i*~*T~i^f~i*i*rrn~ Lokaðir inni í bæjarhúsinu AKRANESI, 22 jan. — Almenn- ingssalerni er enn ekki komið í Akranesbæ, en til þess að bæta ögn úr þessu hafa menn leyfi til þess að skjótast inn á náðhúsið 1 bæjarhúsinu. Svo bar við s.l. laugard., að smiðir voru að koma einhverju í lag þarna uppi í hús inu. Er þeir voru búnir kl. 3:30 fóru þeir sína leið og aflæstu úti dyrunum. Víkur nú sögunni til snyrtiherbergj anna Þar höfðu þrír 13—14 ára drengir leitað athvarfs. Fóru þeir sér að engu óðslega og þeg- ar þeir höfðu speglað sig og greitt vel og vandlega ætluðu þeir rakleitt út, en urðu alvar- lega hvumsa við að koma að lok uðum dyrunum, og ekki bætt úr skák þegar jafnaldrar þeirra úti á sléttunni fóru að gefa þeim langt nef og segja. „Uss, ja svei, teknir til fanga í sjálfu ráðhús- inu“. En þetta leystist allt með prýði er Hálfdán bæjarstjóri kom gangandi með bros á vör Og opnaði dyrnar. — Oddur. • Skautasvellið ónothæft Miðbæingur skrifar: Aldrei fyrr hafa reykvísk börn átt þvílíkan skautaút- búnað sem nú, stúlkur á upp- reimuðum hvítum skautastíg- vélum Og strákar á ís-hockey cða hlaupa- og listskautum þjóta um frosna Tjörnina hvenær sem færi gefst. Flest- ir myndu nú ætla að það sé ærið oft þessa dagana, sem Tjörnin hefur verið svo til botnfrosin, en svo er þó ekki. Svellið er svo rykugt og ójafnt að þar er næstum ógerningur að iðka þessa fögru og hollu íþrótt á því. Unglingar á strjálingi reyna að notfæra sér einstaka blett á svellinu, sem þeim lízt ekki svo bölvanlega á, en gefast svo brátt upp við fyrirtækið, og hverfa á sjoppurnar til að fá sér kók og aðra hressingu. í Reykjavík, með Tjörnina í hjarta hennar, eru aðstæður óvenju vel fallnar til að iðka skautaíþrótt vetrarmán- uðina. í öðrum borgum kosta yfirvölin til þess stórfé að unga kynslóðin geti iðkað svo holla og skemmtilega íþrótt, en hér mundi ekki þurfa nema lítinn tilkostnað Og æskulýður Reykjavíkur, sem fólk er alltaf að skamma fyr- ir sjoppuhangs og bíóferðir myndi streyma niður á Tjörn- ina, til að vera þar í heilsu- samlegum leikjum. • Þarf lagfæringar Hér áður fyrr meðan borg- in var aðeins smáborg hjá því sem hún er nú, var séð til þess að gott skautasvell væri þeg ar Tjörnin var á annað borð lögð traustum ísi, en það var meira gert, æskulýður kreppu áranna á lélegum skautum, skrúfuðum Og skældum, fékk lýsingu á skautasvell sitt og glymjandi dansmúsik. Margir eru þeir sem nú eru orðnir fullorðnir sem minnast með þakklæti þeirra stunda þegar gáskinn og hlátasköllin glumdu um skautasvellið á Reyk j a v í kur t j örn. Má ekki stuðla að því að þetta fái að gerast á ný, að við fáum að sjá hópa af reyk- vískum æskulýð skemmta sér á síðkvöldum á skautum í stað þess að hanga á sjoppum, drekkandi ropvatn þindar- laust Og jóðlandi tyggigúmmf, Væri til of mikils ætlast að hafizt sé handa til úrbóta á þessu máli, sem enginn ágrein ingur getur orðið um, áður en veturinn er liðinn. • Ekið á moldarbing SvO er hér annað aðsent bréf, frá Hlíðarbúa: í blaðinu sl. föstudag var skýrt frá því að maður hefði ékið á moldarbing á Löngu- hlíðinni og er af því tilefni fólk beðið um að aka varlega mót sól, meðan hún er lágt á lofti. Sú aðvörun er auðvitað lofs verð og hefði mátt koma án áþreifanlegs tilefnis. Sólin verður þar sem hún vill vera og hana flytjum við ekki úr stað, bó einhvern tíma verði kannski hægt að fara í kringum hana. En hvað um moldarbinginn, sem reyndar er nú grjótharður malarbing- ur? Er hægt að flytja hann úr stað eða fara í kringum hann? Það er ekki hægt að fara í kringum hann, því hann nær frá göngubrún út á miðja götu og meira að segja á vinstri helmingi göt- unnar, þegar ekið er suður eftir henni. En það er þó hægt að aka framhjá honum með lagi, en þá þarf bara að varast annan bing, sem er framundan og nær þvert yfir götuna. Mér er kunnugt um að fleiri bílar hafa lent í þess um torfærum, sem þarna hafa verið síðan löngu fyrir jól. Það er því áreiðanlega kom- inn tími til þess að lagfæra þessar tálmanir, áður en slys hljótast af, eða stórskemmdir á farartækum verða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.