Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 3
P’immtudagur 8. febr. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
3
- í "C v W■ ••AVCtíA""■' w '
MpMMMfeMa
MMM4
■
I DAG fer togarinn Narfi á
veiðar við Grænland. Skip-
stjóri er Helgi Kjartansson,
þekktur Grænlandsfiskari.
Eins og kunnugt er af frétt
um, síðast í Mbl. í gær, hafa
erlendir togarar, aðallega
þýzkir, aflað vel við Græn-
land að undanförnu. Þegar lit
ið er á löndunarskýrslur frá
Þýzkalandi, kemur í ljós, að
þýzkir togarar hafa fyllt sig
á 6—11 dögum við Grænland
á sama tíma og íslenzkir tog
arar hafa fengið lélegan afla
við strendur íslands. Þetta
gildir bæði um desember- og
janúarmánuð. Því hafa marg
ir spurt: Hvers vegna veiða
íslenzkir togarar ekki við
Grænland á þessum tírna?
Mbl. fóklk mörg svör hjá
sj ómönnum og útgerðarmönn
uim við spurningunni, og æði
misjöfn. Eniginn neitaði því,
að mikill afli hetfði fengizt við
Grænland að undanfönmu, en
hinu svöruðiu menn á ýmsa
vegu, hvers vegna íslenzkir
togarar hefðu ekki leitað á
þau mið í stærri stí‘1 en raun
ber vitni. Sumir gagnrýndu
mjög, að stærri Skip skyldu
ekiki hafa notað þessi mið
meira í mánuðinum, en raun
varð á, en aðrir sögðu, að
Þjóðverjum mætti bjóða svo
margt, sem okkur væri ekki
bjóðandi. í svartasta skaman
deginu vildu menn halda sig
á hemamiðum, þar sem þeir
Ágúst
Þorvaldsson.
Narfi
Er betra að veiða við
Grænland en fsland?
Narfi fer á veiðar við Grænland i dag
þekktu allar aðstæður og auð
velt væri að leita í var ef út
af veðri brygði, Grænlands-
veiðin hefði vérið lélag fram
til skamms tíma, betra verð
femgizt erlendis fyrir íslands-
fisk, og þótt afli væri ek'ki mik
ill, hefðu togaramir geta'ð
fyílt sig með síldarfanmi. Þá
væru margir Þjóðverjar með
skuttogara á þessum miðum,
þannig að ef eittihvað gerði að
veðri, væri vandinn hægur að
hætta veiðum og gera að afl
anum neðan þilja. Hjá ökkux
væri slíkt ekiki hægt.
Annars hafa nokkrir íslenzk
ir togarar farið til veiða við
Grænland. Haukur, Þormóð-
ur goði og Böðull.
Þá halda þeir því fram, sem
telja Grænlandisveiðar á þess
úm tíma árs óæskilegar, að all
mikil ísingarhætta sé fyrir
hendi, og að þýziku togararnir
séu nýrri, sem þoli meiri veð
ur og séu útbúnir tækjum, svo
að hægt sé að flaka og hrað-
frysta um borð, ef veður ger
ast válynd. Fumdr skipstjórar
sögðu: „Það þýðir ekki að
bjóða áhöfnuinum það að sigla
undir Grænland um þetta
leyti árs, þó að Þjóðverjarn
ir fiski eitthvað þar“. Þá var
deilt um það meðal þeirra,
sem Mbl. átti tal við, hvort
betra verð fengist fyrir fisk
veiddan við Grænland eða ís-
land. íslandsfiskurinn er yfir
leitt í hærra verði, en sölur
þýzkra togara undanfarið eru
yfirleitt * hærri, vegna meira
magns, sem aflað er á skömm
um tíma. Alla vega hafa þeir
þýzku aflað betur við Græn-
land upp á síðkastið, en við
og aðrir undan Islandsströnd-
um.
Þá héldu sumir skipstjórar
því fram, að betra og jafnara
væri að veiða hér, þótt góður
og góður túr fengist undan
Grænlandi. Veðurfar væri og
vafasamara þar. Sæmilegt
fiskirí hefði verið hér um ára
mótin, en þótt veðurlaig hefði
spillzt hér, hefðu menn ekki
viljað fara á Grænlandsveið
ar, því að þar væri ekki á víis
an að róa.
Hvað sem þessum deilum
líður, þá finnst öllum það ó
neitanlega hart, að erlend
skip skuli fylla sig hér á
næstu slóðum, meðan íslenzk
skip fá lítinn sem engan afla
á heimomiðum. Mörg þeirra
'skipa, sem Þjóðverjar senda
til Grænlands, eru engu ný-
tízkulegri en togarar okkar,
upp og ofan. E.t.v. er ekiki
hægt að bjóða íslenzkum sjó
mönnum upp á sömu býti
og þeim þýzku, og e.t.v. eru
íslenzku miðin „öruggari“
þegar fram í sækir en hin
grænlenzku, þótt allir viður
kenni, a® þau geti orðið út-
gerðinni gullnáma annað veif
ið; en: þótt markaðsverð á
grænlenzkum fiski hafi ver
ið lakara en á hinum íslenzka,
þá hafa betri aflabrögð við
Græmland bætt það upp, þeg
ar á heildina er horft, og við
getum ekki beðið endalaust
eftir afla eða gæftum á heima
miðum. — Því ber að fagna
því, að Narfi, einn stærsti
togari okkar, skuli nú fara á
Grænlandsmið.
Sigrún Jónsdóttir
syngur í Glaumbæ
Á laugardagskvöldið er kem
ur mun hin góðkunna söng
kona, Sigrún Jónsdóttir,
koma fram í veitingahúsinu
Glaumbæ við Fríkirkjuveg,
eftir hálfs annars árs dvöl
erlendis.
Ragnar Þórðarson eigandi veit-
Jngahússins bauð blaðamönn-
um á þriðjudaginn að hitta Sig-
rúnu að máli og hlýða á söng
hennar. Sigrún hefur, sem kunn-
ugt, er dvalizt í Noregi, farið þar
víða um og sungið með norsk-
um hljómsveitum, komið fram í
útvarpi og sungið inn á hljóm-
plötur. Hún lét mjög vel yfir
dvöl sinni með frændum okkar
Norðmönnum — en er eindregið
Þeirrar skoðunar, að þeir séu
til muna ólíkari okkur Íslending-
um en gjarna er af látið — að
minnsta kosti sagði hún, að þeir
skemmtu sér með' öðrum hætti
en íslendingar.
Ragnar Þórðarson sagði blaða-
mönnum að hann hefði leitað
fyrir sér um að fá Sigrúnu heim
allt síðan Glaumbær tók til starfa
því að það hefði verið almennt
álit kunnáttumanna á sviði
skemmtisöngs, að hún væri einn
hæfasti islenzki skemmtisöng-
krafturinn sem völ væri á um
þessar mundir. — En Sigrún er
bundin samningi við upptöku-
félag í Osló og komst ekki heim
fyrr en nú, að hún fékk leyfi
um tveggja til þriggja mánaða
skeið Sigrún kvaðst mjög fegin
að geta komið heim, því að hún
ætti hér fjölskyldu sína, og væri
ákjósanlegast að geta unnið hér
heima En hún hefur miklu
betri möguleika til söngframa í
Noregi — og hærri tekjur af
söngnum.
• Gengur milli borðanna.
Söngur Sigrúnar verður með
þeim hætti, að hún syngur til
skiptis í Næturklúbbnum með
hljómsveit Jóns Páls og í mat
salnum uppi í Glaumbæ með
píanóundirleik, sem Gunnar Ax
elsson annast.
Á báðum stöðunum mun hún
ganga um milli borðanna og
kynna bæði íslenzk og erlend lög.
Gaman er að geta þess, að Sig-
rún hefur haft þann sið í Noregi
að byrja söng sinn á hverjum
stað með íslenzku lagi — undan-
farið hefur byrjunarlagið verið
„Einu sinni á Ágústkvöldi“ —
úr Delerium Bubonis. Sagði Sig-
rún, að íslenzk lög væru vin-
sæl í Noregi aðallega vegna máls
ins, sem Norðmenn hefðu alltaf
ánægju af að heyra.
• Skemmtanir fyrir unglinga.
Ragnar sagði lítillega frá ýms-
um breytingum sem fyrirhugað-
ar eru á Glaumbæ og Nætur-
Framh. á bls. 23
STAKSTEIljAR
Ágúst skammtar flautir
Eftir móðuharðindin, sem upp-
hófust í efri deild í ársbyrjun
1960, er nú svo komið í Árnes-
sýslu, að fólk er farið að lifa á
flautum, ef líf
skyldi kalla, þ.e.
a.s. froðu, sem
er hvítleit að lit,
búin til úr mjólk
urlögg með
flautaþyrli, eða
svo skilja menn
Ágúst Þorvaíds-
son í ramma-
grein í Tíman-
um sl. laugar-
dag, en Ágúst
er allra manna kunnugastur þar
eystra. Froða þessi er tómur vind
ur, nern.a lítil lýsa af mjólk, sem
gefur litinn.
Sumir halda að ástand þetta á
Flóabússvæðinu hafi skapazt með
þeim hætti, að mikill hluti af
kúaeigninni hafi dáið af ófeiti
vegna harðindanna undanfarin
tvö ár. En mjólk er þarna allra
manna Iíf og atvinna, allt frá>
Ingólfsfjalli austur fyrir Mýrdal.
Framsóknarþingmaðurinn er að
vonum óánæg'ður með ríkisstjórn
ina yfir meðferð hennar á kjós-
endum. Af því tilefni varð þessi
visa til:
Illa er haldið allt hans fólk
eftir skort og þrautir,
austur í Flóa engin mjólk
— Ágúst skammtar flautir !
„Hið íslenzka íhald“
Visir birtir í fyrradag forystu-
grein um Framsóknarflokkinn,
er hann nefnir „Flokk fortíðar-
innar“. Er þar m.a. komizt að
orði á þessa leið:
»í dag er Framsóknarflokkur-
inn hið íslenzka íhald. í fjármál-
um er hrópað á villkenningar
þær, sem Eysteinn hélt að væru
góðar og gildar, er hann kom úr
Samvinnuskólanum. Gegn at-
vinnufrelsi er hatrammlega bar-
izt og ágæti einkasalanna til skýj
anna hafið. í utanríkismálum
ríkir eilífur sálklofningur.
Hvergi sjást já.kvæð framfara-
mál. Flokkurinn horfir blindur
um öxl.“
Ekki er þessi lýsing falleg, en
hún er engu að síður sönn.
Verkamannaflokkinn
vantar blað
Brezki Verkam.annaflokkurinn
er um þessar mundir báglega á
vegi staddur. Aðalmálgagn hans,
Daily Herald, komst ekki alls
fyrir löngu í hendur blaðalirings,
sem er mjög andsnúinn stefnu
brezkra jafnaðarmanna. Fyrir
nokkrum dögum henti það einn-
ig, að Daily Herald birti á for-
síðu harða árásargrein á Gait-
skell formann Verkamanna-
flokksins. Gaitskell krafðist þess
að fá tækifæri til þess að svara
grein þessari á forsíðu blaðsins
þegar í stað, og var orðið við
þeirri ósk hans. En Verkamanna-
flokkurinn gerir sér nú Ijóst, að
það getur naumast treyst lengur
á stuðning þessa blaðs. Eykur
það enn á vandræði flokksins,
sem voru ærin fyrir. Harðvítug-
ar deilur hafa lengi staðið innan
hans um afstöðuna til þjóðnýting
arinnar og hafa hægri ir.enn yfir-
Ieitt orðið þar ofan á. Verka-
mannaflokkurinn hefur í stórum
dráttum horfið frá kreddum
sósíalismans. Svipað hefur gerzt
í Vestur-Þýzkalandi. Þar sáu
jafnaðarmenn, að flokkur þeirra
var að koðna niður vegna fast-
heldni við þjóðnýtinguna og aðr-
ar gamlar og úreltar kennisetn-
ingar.