Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. febr. 1962 Þessi mynd sýnir hversu hagar til á strönd Stokksness þar sem Bandaríkjamaðurinn drukkn- aði er brimalda sogaði hann með sér. Víkin eða sprungan á myndinni er skammt frá vitanum, og hér sennilega um að ræða þá sömu, sem Ba ndaríkjamaðurinn sogaðist út um. (Ljósm. Guðmundur Ágústsson) — Alþingi Frh. af bls. 1. gjamt tillit til mismunandi að- stöðu einstaklinga. „Ef frumvarp þetta verður að lögum“, segir í greinargerðinni, „má vafalaust telja, að skatta- lögin séu eftir atvikum orðin vel viðunandi fyrir gjaldþegn- ana og að atvinnuvegirnir, að svo miklu leyti sem afkoma þeirra er háð beinum sköttum til ríkis ins, hafi nú möguleika til þess í framtíðinni að koma rekstri sínum á heilbrigðan, fjárhags- legan grundvöll. En þessar nauð synlegu breytingar, sem gerðar hafa verið, ná því aðeins til- gangi sínum, að jafnframt verði sett útsvarslög, er tryggi hóf- legar og skynsamlegar álögur bæjar- og sveitafélaga gagn- vart einstaklingum og félög- um.“ Samdi heildarlöggjöf Frumvarpið er samið af nefnd, sem fjármálaráðherra skipaði 1 janúar 1960 og áttu sæti í henni: Björn Ólafsson, fyrrver- andi ráðherra, formaður, Gísli Jónsson, alþingismaður, Jón Þorsteinsson, alþingism., Ólaf- ur Björnsson, alþingismaður, Sigurður Ingimundarson, alþing ismaður og Svavar Pálsson, endurskoðandi. Þá tók Sigtryggur Klemenz- son ráðuneytisstjóri sæti í nefnd- inni, þegar fjallað var um þá þætti frumvarpsins, sem sér- staklega vörðuðu framkvæmd skattamála. Nefndin getur þess í greinar- gerð sinni, að hún hafi talið rétt að semja heildarfrumvarp til skattalaga í stað þess að semja sundurliðaðar breytingartillögur við fyrri lög, enda hafa margar breytingar verið gerðar á skatta lögunum síðan 1954 og hér er enn um veigamiklar breytingar að ræða. Verður nú gerð nánari grein fyrir merkustu nýmælum frum Félagaskattur lækkar Eins og áður segir, lækkar tekjuskattur félaga úr 25% í 20%. Jafnframt er ákvæði um það, að öllum félögum, sem leggja í varasjóð sé heimilt að leggja í hann allt að V* af hrein um tekjum og komi það til frá- dráttar við ákvörðun tekju- skatts. Er því lag-t til að horf- ið sé frá þeirri tilhögun, að hlutafélög, sem stunda útgerð, svo og samvinnufélög, hafi hér sérstöðu, en þau hafa fengið að draga frá varasjóðstillag, sem nemur % af tekjunum. Um hinar nýju fymingar- reglur er rætt í 15. gr. Þar seg- ir: „Alla fastafjármuni skal fyrna miðað við áætlaðan endingar- tíma þeirra. Reikna skal fym- ingu sem fastan hundraðshluta af kostnaðarverði eigna, sem keyptar eru 1962 eða síðar. — Fyrningu eldri eigna skal reikna með ákveðnum hundraðs hlúta af matsverði skv. 22. gr. miðað við þann árafjölda, sem eftir er af áætluðum endingar- tíma.“ 1 22. gr. segir að fyrirtækj- um sé heimilt að láta á árun- um 1962—63 meta eignir sínar og breyta bókfærðu verði án þess að verðhækkunin sé skatt- skyld. En í athugasemdunum segir á þessa leið: „Það er nú óðum að koma í Ijós, að vegna hinnar öru verð- bólgu, sem hér hefur verið síð- ustu 10—15 árin, standa atvinnu fyrirtæki, sérstaklega iðnaðar- fyrirtæki, mjög illa að vígi vegna fyminga á vélum. Vélar, sem keyptar hafa verið fyrir 6—10 ámm og eiga nú að vera að mestu fyrndar, þurfa * að standa undir endurnýjim á vélakosti, en fymingar hafa að- eins verið reiknaðar af hinu upphaflega kostnaðarverði, sem nú er í mörgum tilfellum að- eins 1/10 hluti af því, sem nýj- ar vélar eða tæki kosta. Nauð- synlegt er að koma í veg fyr- ir að slíkt geti endurtekið sig, því að augljóst er, að mjög miklir erfiðleikar hljóta að verða á því að endurnýja véla- kost í landinu til iðnaðar og annarra þarfa, ef fyrirtækin geta ekki lagt til hliðar í fyrn- ingu þá fjárhæð, sem þarf til þess að kaupa nýjar vélar og tæki.“ Jöfnunarhlutabréf in I 7. gr. er rætt um annað mik- ilvægt nýmæli, úthlutun jöfnun- arhlutabréfa. í athugasemdum við þá grein segir: „Breyting er gerð undir D-lið um það, að úthlutun jöfnunar- hlutabréfa. sem ekki hefur í för með sér breytta eignarhlutdeild hluthafa í hlutafélagi og miðast við almenna verðhækkun frá út- gáfu hlutabréfa. skuli ekki telj- ast til skattskyldra tekna hlut- hafans, enda sé samanlagt nafn- verð jöfnunarhlutabréfanna, mið að við hlutafé félagsins, ekki hærra en svarar til almennrar verðhækkunar frá stofnun hluta- félags eða frá innborgun hluta- fjár. Víðast hvar er nú heimilað, að hlutafélög gefi út jöfnunarhluta- bréf tii hluthafa, án þess að það sé talið skattskylt hjá félaginu eða hluthöfum. Að sjálfsögðu byggist sú úthlutun á því, að verðmæti sé til fyrir henni í sjóðum félagsins eða öðrum eign- um umfram skráð hlutafé, þegar úthlutun fer fram. Með þessu móti er ekki verið að gefa hlut- höfum nokkur verðmæti. Sér- hver hluthafi á nákvæmlega jafn mikinn hlut í fyrirtækinu eftir sem áður. Eini munurinn er sá, að eignum félagsins er skipt nið- ur á fleiri bréf. Samanlagt verð- mæti hlutabréfanna eftir hækk- unina er jafnmikið og verðmæti þeirra fyrir hækkunina. Raun- hæft verðmæti hvers einasta bréfs hefur því lækkað. Fái hlut- hafinn hærri arðsúthlutun á bréf sín en áður, eru þær tekj- ur skattskyldar. Samkvæmt 9. gr. skattalaganna telst ekki til tekna sá eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreið- anda hækka í verði. Þetta er gild regla um allar eignir skattþegns, fasteignir, bifreiðar, skrautmuni o. s. frv., nema um eign í hluta- félagi. Þótt eign í hlutafélagi hækki í verði, er öll ráðstöfun á slíkri eign skattskyld, nema um sé að ræða sölu á hlutabréf- um. Hluthafinn getur því ekki á nokkurn hátt notið verðhækkun- ar, sem verður á hlutareigninni, nema með því að ganga úr fé- laginu að nokkru eða öllu leyti. Sú breyting, sem hér er gerð er að visu takmörkunum bundin en hún á að bæta að nokkru úr þessu misrétti og vega á móti rýrnun, sem áratuga verðbólga hefur valdið. Rétt þótti að ákveða, að ekki mætti gefa út jöfnunarhlutabréf á þá eign, sem bundin er í skattfrjálsum vara- sjóði, og ekki gefa út jöfnunaiv hlutabréf fyrir verðmætum, sem verið hafa í eign félagsins skem- ur en 3 ár. Önnur breyting á 7. gr. lag- anna er sú, að síðasta málsgrein e-liðar er felld burt, en sú máls- grein hljóðar svo: ,,Nú er eign önnur en fasteign, skip og flug- vél, sem verið hefur í eign skatt- greiðenda í 3 ár eða lengur og fyrning hefur verið reiknuð af, seld hærra verði heldur en nem- ur óafskrifuðum hluta hennar, og skal þá það, sem umfram er, teljast skattskyidar tekjur, þó ekki hærri fjárhæð en nemur öllum veittum fyrningarafskrift- um. Skiptast tekjur þessar við útreikninga skatts á jafnmörg ár aftur í tímann og afskriftirnar hafa farið fram á, þó ekki fleiri en 10 ár. Skatturinn greiðist í einu lagi.“ Engin endurgreiðslu- kvöð er á fyrningum af fasteign- um, skipum eða flugvélum. og er því ekki sanngjarnt eða eðlilegt, að iðnrekstur eða önnur atvinnu- fyrirtæki endurgreiði fyrningu á vélum og öðrum tækjum, sem rekstrinum eru nauðsynleg. Þess ar eignir skattgreiðanda eiga því að njóta sömu fríðinda vegna fyrninga eins og aðrar eignir . hans. Gert er ráð fyrir, að ofan- grein breyting gildi um eigna- sölu, sem fram hefur farið á ár- inu 1961." Tap má færa milli 5 ára Sérstakt ákvæði er um það, að heimild til að færa tap milli 5 ára verki aftur fyrir sig. Um það segir í greinargerðinni: „Öll sanngirni mælir með því, að þeir, sem verða fyrir tap- rekstri fái að draga tapið frá tekjum á hæfilega löngum tíma, eftir því sem ástæður leyfa, en heimildin er þó bundin við 5 ára tímabil. Eðlilegt þykir,. að þessi breyting nái til taprekstrar, sem félög og einstaklingar hafa orð- ið að þola s.l. fimm ár, ef tapið hefur ekki enn verið unnið upp. Þess vegna er svo fyrir mælt í ákvæði til bráðatoirgða, að þeir skattgreiðendur, sem hafa orðið fyrir tapi vegna atvinnurekstrar síns s.l. 5 ár fyrir gildistöku laga þessara og ekki hafa unnið upp tapið. megi færa það milli 5 ára, þangað til tapið er að fullu greitt.“ GjafÍT til líknarn’.ila í 12. gr. laganna er bætt við tveim liðum, sem frádráttarhæf- ir eru, áður en skattur er lagður á tekjur. Eru það einstakar gjaf- ir til menningarmála, viður- kenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga, þó ekki yfir 10% af skattskyldum tekjum gefenda, enda sé hver gjöf ekki undir 300 kr. Fjármálaráðherra setji í reglugerð nánari ákvörðun um, hvaða málaflokkar og stofnanir falli undir þetta ákvæði. Hins- vegar er svo kostnaður við öflun bóka, tímarita og ábalda til vís- indalegra og sérfræðilegra starfa, enda sé þessi kostnaðarliður studdur fullnægjandi gögnum. Þá er í lögunum ákvæði um, að afborganir námsskulda megi draga frá tekjum næstu 5 ára eftir að námi er lokið, enda sé til þeirra stofnað eftir 20 ára ald- ur. Þá eru einnig mjög veigamikil ákvæði um breytt fyrirkomulag skattaálagningar og skattheimtu. Skattanefndir lagðar niður Um það segir m. a. í greinar- gerðinni: „Samkvæmt núgildandi lögum er tekju- og eignarskattur ákveð- inn af skattanefndum í hreppum og skattanefndum eða skatt- stjórg í kaupstöðum. Eru undirskattanefndir nú 219 að tölu og í hverri 3 menn. eða samtals 657 menn, en skattstjór- ar eru nú 10 í kaupstöðum. Hér er lagt til. að þessu kerfi verði gerbreytt: Landinu sé skipt í 8 skattumdæmi og í hverju þeirra verði einn skattstjóri, sem fer þar með skattálagningu og leys- ir af hólmi skattanefndir þær, sem nú fara með þessi störf. Með þessu á m a. að vinnast tvennt: Nokkur lækkun útgjalda og meira samræmi um skattaálagn- ingu og betra eftirlit með fram- tölum. Samkvæmt fjárlögum 1960 er kostnaður við undirskattanefnd- ir, yfirskattanefndir og skattstof ur utan Reykjavíkur áætlaðar rúml. 3 millj. kr. Samkv. frv. er gert ráð fyrir, að skattstjórum fækki um 2 frá því, sem nú er. Á hinn bóginn verður að gera ráð fyrir einhverri fjölgun starfs liðs hjá skattstjórum utan Reykjavíkur, er umdæmin stækka, og þóknun til umboðs- manna skattstjóra, sbr. 28. gr. frv. Þegar allt þetta er virt svo og það, að gert er ráð fyrir, að núverandi yfirskattanefndir, 24 að tölu, verði einnig lagðar nið- ur og skattstjórar taki við störf- um þeirra, þá fer ekki hjá því, að hér verði um talsverðan sparnað að ræða. Það leikur ekki á tveim tung- um, að skattstjórar með æfðu starfsliði munu ná miklu betri árangri í störfum en nienn, sem verða að vinna slík störf í hjá- verkum, en sú hefur raunin orð- ið á um skattanefndirnar. Er þó á engan hátt verið að vanmeta störf þeirra, þótt á þetta sé bent, heldur einungis drepið á • stað- reynd, sem hlaut að verða afleið- ing af kerfinu sjálfu og því, hvernig að nefndunum var búið. — Er ekki neinr. vafi á því, að sú breyting. hér er lagt til að gerð vei-ði mun hafa í för með sér bætta og réttlátari skatt heimtu. Lagt er til, að skipting landsins í skattumdæmi falli saman við núverandi kjördæmi. í fljótu bragði mætti ætla, að með þessu móti væru umdæmin of stór og því ofviða einum marni að fara með skattálagningu í svo víð- lendu umdæmi. Þegar nánar er að gáð, ætti ekki að þurfa að óttast, að svo sé, og kemur þar ýmislegt til. Er þar fyrst að nefna gerbreytingu þá, sem orðið hef- ur á samgöngumálum landsins síðustu áratugi. Þótt vitanlega sé nauðsynlegt að yfirfara öll fram- töl, þá hefur sú breyting, er 1960 var gerð á skattalögunum, haft í för með sér, að þeim, sem gjalda tekjuskatt. fækkar stór- lega. Samkvæmt skýrslum var tala gjaldenda 1959 á öllu land- inu 63496, en á árinu 1960 ein- ungis 16643. Tala tekjuskattsgjaldenda á ár inu 1960 skiptist þannig á skatt- umdæmi þau, sem lagt er til. að upp verði tekin skv. 28. gr. frv.: 1. Reykjavík ...........9127 2. Vesturlandsumdæmi . 987 3. Vestfjarðaumdæmi .. 628 4. Norðurlandsumdæmi vestra ............... 496 5. Norðurlandsumdæmi eystra .............. 1117 6. Austurlandsumdæmi . 573 7. Suðurlandsumdæmi .. 1325 8. Reykjanesumdæmi .. 2390 Þá kynni því að vera haldið fram, að erfitt sé um samband við skattstjóra í svo víðlendum umdæmum. Því er til að svara, Þetta er bandaríski sjóliðinn, sem drukknaði á Stokksnesi á mánudaginn, er brimalda sogaði hann út. Hann var að- eins tvítugur að aldri, ó- kvæntur, og hét Allen Franc- is Chase, frá Michigan City í Indíana. — Hefur hann ekk* fundizt þrátt fyrir leit. að skv. 30 gr. c gert ráð fyrir því, að skattstjór. hafi umboðs- mann í hverju sveitarfélagi í umdæmi sínu. og verður hann tengiliður milli skattþegna og skattstjóra og lætur í té hvers konar upplýsingar, er skattstjóra kunna að vera nauðsynlegar um hagi manna í því sveitarfélagi. — Enn xremur geta skattþegnar komið á framfæri við skattstjóra um hendur umboðsmanns hverj- um þeim athugasemdum og upp- lýsingum, sem peir kunna að óska. Ekki hefur þótt rétt að rig- binda skiptingu landsins í skatt- umdæmi við kjördæmin, og er því ráðherra í mgr. 28. gr. veitt heimild til frávika, ef sérstaklega stendur á. Ákvæði er um það, að skatt- stjórar skuli hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskipta fræði, séu löggiltir endurskoð- endur eða hafa aflað sér sér- menntunar á skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Þó má víkja frá þessu ákvæði, ef mað- ur hefur áður gegnt skattstjóra- starfi. Sömu skilyrðum verður ríkisskattstjóri að uppfylla. "Skattstjórar skulu eins og áð- ur hafa heimild til þess að krefjast nánari skýringa á fram tali ef það er óglöggt eða tor- tryggilegt. En sú breyting er gerð, að skattstjóra er skylt að senda ríkisskattstjóra skýrslu um málið, ef hann gerir breyt- ingu á framtali gjaldanda, því að rétt þykir að ríkisskattstjóri eigi þess kost að fjalla um slík mál, þar sem verulega kann að hafa borið á milli skattþegns og skattstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.