Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. febr. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
15
- Castro
Framh. af bls. 10.
Skólastofurnar eru fullar
af kommúnistaáróðri. Börn
frá Kúbu eru flutt í skips-
förmum inn fyrir járntjaldið
til menntunar. Margir for-
eldrar eru orðnir fullir ör-
væntingar og hræðslu. Þegar
fréttist að ný ferð sé í vænd
um, láta þeir fullorðnu oft
börnunum eftir farseðla sína
í flóttamannaflugvélunum til
Miami, svo að börnin geti
komizt í öryggið í Bandaríkj
unum.
Skipulögð andspyrnuhreyf-
ing virðist ekki vera til, eða
þá hún hefur skriðið algjör-
lega í felur. A yfirborðinu
er ekkert, sem Castro þarf
að hafa áhyggjur af. Upp til
sveita sjást engin merki um
uppreisn. Hermenn standa
upp í háum tréturnum og
gæta akranna. Og það getur
bent til þess að einhverjir
akrar hafa verið brenndir.
En á 700 mílna ferðalagi sá
Migdail aðeins einn brunninn
sykurakur, og það hefði get-
að verið slys.
Kúbumenn segja, að skipu-
lögð andspyrna hafi horfið,
þegar innrásin misheppnað-
ist. Þar sem uppreisn borg-
aranna er ekki sennileg, er
stjórninni nú aðeins talin
stafa hætta af sjálfum hern-
um, sem enn er ekki orðinn
algerlega kommúnískur. —
En lítið er gert úr þessu,
því stjórnin er smátt og
smátt að þjálfa kommúníska
atvinnuhermenn.
Börnunum er innrættur kommúnismi strax í Ieikskólunum.
Veggurinn er skreyttur myndum af Gagarin og Castro.
Við mynd Gagarins stendur: „Velkominn Yuri Gagarin‘%
en Castro er af einhverjunt. óskiljanlegum ástæðum skrýddur
friðardúfu.
Castro ekki nothæfur
lengur
Skipta má byltingatímabil-
inu á Kúbu í tvo hluta. —-
Fyrstu 2V2 árin voru tímabil
viðvaningsstjórnar undir for-
ræði Castros. Efnahagslífið
hrundi þá nærri 1 rúst. —
Stuðningur þjpðarinnar við
byltinguna minnkaði svo, að
flestir Kúbumenn voru orðn-
ir stjórnarandstæðingar. Þá
tóku gamalreyndir kommún-
istar við. Þeir hafa trú á
sjálfum sér, vita nákvæmlega
hvað þeir vilja og hvemig
þeir ætla að koma því í fram
kvæmd. Sín á milli segja
þeir nú að Castro sé ekki
nothæfur lengur nema sem
tákn. Blas Roca er nú tal-
inn ráða mestu á Kúbu, og
hverri viku. Migdail fór aft-
ur með flugvél sem full var
af flóttamönnum. Hann
heyrði gamla konu segja við
einn af farþegunum: „Eg
græt yfir brottför þinni, en
ég lofa guð fyrir að þú
kemst.“ Flóttamennirnir fá
aðeins að taka með sér allra
nauðsynlegustu hluti. Stjórn-
in bannaf brottflutning alls
annars. Jafnvel meðan á far-
angursskoðuninni stóð, sem
stóð fimm stundir, voru hlut-
ir teknir úr töskunum. —
Stjórnin hafði breytt listan-
um yfir þá hluti, sem taka
mátti með sér, rétt eftir að
hún hafði gefið hann út.
Grátandi konur voru neydd
ar til að taka af sér hringi,
armbönd og aðra skartgripi,
sem tollverðirnir töldu að
meira væri af en leyfilegt
var. Einn faðir varð að af-
henda fötin af litlu dóttur
sinni.
Meðan á fluginu til Miami
stóð, sátu flóttamennirnir í
næstum algerri þögn. Gamall
maður, sem sat við hlið Mig-
dails, hvíslaði: „Þessi stund
er okkur erfið.“ Um leið og
flugvélin lenti í Miami,
glumdi um hana húrrahróp
og lófatak. Farþegarnir fóru
að tala og hlæja. Spennan
var horfin. Einn flóttamað-
urinn sneri sér að Migdail,
er þeir gengu í átt að flug-
stöðvárbyggingunni:
„Eg skildi eftir hluta af
fjölskyldu minni, vini mína,
starf, hús og húsbúnað, til
að geta lifað á ný eins og
mannveru sæmir.“
(Endursagt úr U.S. News
& World Report).
hann skefur ekki utan af
því, þó hann sé ekki einu
sinni meðlimur stjórnarinnar:
„Við munum fangelsa hvern
þann, sem reynir að rísa gegn
stjórninni.“ Ef til vill er
þess ekki langt að bíða að
Castro verði settur í nýja
stöðu sem aðeins fylgja met-
orð en engin völd.
2000 flýja vikulega
Á Kúbu er sagt, að helm-
ingur þjóðarinnar vildi gjarn
an flýja til Bandaríkjanna.
En erfitt er að fá vegabréf.
Fargjaldið verður að greiða
í dollurum og þá er erfitt
að fá í landi, þar sem allur
erlendur gjaldeyrir á að vera
geymdur í þjóðbankanum.
Samt fara 2000 manns í
Frá skrifstofu verksmiðju í Havana, sem ríkisstjórnin hefur
tekið frá fyrrverandi eigendum, sem voru Bandaríkjamenn.
Tækin eru ennþá amerísk, en myndirnar á veggnum og
aðrar skreytingar eru settar upp til dýrðar Rússum.