Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 17
Fimmtjdagur 8. febr. 1962 MOKCVIVBLAÐIÐ 17 Nauðsynlegt að hækka lán búnaðarsjóðanna Frá umræðum á Alþingi Á FUNDI sameinaðs þings í gær var tekin fyrir þingsálykt- unartillaga Páls Þorsteinssonar og fleiri Framsóknarmanna um ihækkun lána úr byggingarsjóði sveitabæja og spunnust út af íhenni töluverðar umræður, sem ekki tókst að ljúka, áður en venjulegur fundartími deildar- innar rann út ( Páli Þorsteinsson (F) gerði jgrein fyrir tillögunni, en hún fjallar um að ríkisstjórnin hlut- ist til um, að veitt verði mun Ihærri lán úr byggingarsj óði sveitabæja til íbúðarhúsa í sveit- um en nú er gert og jafnframt verði sjóðnum séð fyrir nægi- legu fjármagni til útlána. Gat hann þess m.a., að tilgangurinn rneð starfsemi byggingarsjóðs sveitabæja sé að gera bændum ifcleift að reisa ný íbúðarhús á ábýlisjörðum sínum án þess að jþurfa að stofna til lausaskulda, sem yrðu bændum lítt viðráðan- legar og búskapnum til mikils hnekkis Sú hækkun, sem orðið hefur á byggingarlánum sé alls kostar ófullnægjandi, ef tekið er tillit til hinna stórkostlegu verð- hækkana að undanförnu. Lán úr hyggingarsjóði nemi nú í reynd ilOO þús. kr. eða um 20—30% af hyggingarkostnaði, en í lögunum sé heimild um að veita lán allt að 75% af byggingarkostnaði. Ný löggjöf í undirbúningi. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði m.a., að ævinlega hefði verið þörf á að lána meira með góðum kjörum en gert hefði verið, það væri rétt, að bænd- tir hefðu safnað lausaskuldum vegna þess, að þeir hefðu fengið of lítið út á framkvæmdir og jþví væri rökrétt að hækka hin hagstæðu lán. Með þessu sé ekki sagt, að þetta stafi af viljaleysi til þess að veita þessi lán, held- ur þvi, hve erfitt er að afla fjár í þessu skyni. Það sé kunnugt, að sjóðir Búnaðarbankans séu illa staddir, sem stafar af því að jþeim voru útveguð erlend lán, sem þeir þyrftu að bera gengis- áhættuna af. Af þessum sök um hefðu þeir orðið fyrir mikl um töpum á und anförnum árum og væru nú í greiðsluþrotum. En að því væri nú unnið innan ríkisstjórnarinn- «r að koma fótunum undir þessa sjóði, svo að þeir geti starfað með eðlilegum hætti. Hækka Iþurfi útlán úr sjóðunum og að því beri að stefna. Kvaðst ráð- herrann ekki efast um, að P. Þ. hefði viljað stefna að þessu sama marki. Þó hefðu lán úr sjóðnum verið óbreytt, eftir þá 55% hækkun sem varð á yfirfærslu- gjaldi 1958, og leiddi hún mikl- ar verðhækkanir af sér, m. a. hækkun á byggingarkostnaði, sem stafaði af því, hve erfitt var að afla fjár í því skyni. — Lánsupphæðin hefði þó hækkað, eftir að núverandi ríkisstjórn tók við, fyrst um 15 þús. kr. í 90 þús kr. og um síðustu ára- mót um 10 þús. kr. í 100 þús. kr. Hún næmi þó enn ekki nema um 25—30% af byggingarkostnaði og þyrfti því enn að hækka. — Kvaðst hann vongóður um, að ný löggjöf, sem er í undirbún- ingi hjá ríkisstjórninni, komi fót unum undir búnaðarsjóðina og geri þeim kleyft að inna sitt hlut verk af hendi. Eysteinn Jónsson (F) sagði m. a., að landbúnaðarráðherra hefði sagt, að sjóðir Búnaðarbankans væru illa leiknir vegna erlendra lána handa sjóðunum og meiri þörf hefði verið og væri á hærri lánum. — Ekki skorti vilja til að greiða úr lánsfjárþörfinni en erfitt að afla fjár í því skyni. En þess verði að gæta, að á þeim árum, sem ráð- herrann hafi átt við, hafi allt fjármagn í landinu verið haft í umferð og gengið eins langt í því og menn töldu fært, að Seðlabankinn endur- keypti afurðalán. Til þess hafi meira segja verið gripið að fá fjármagn að láni erlendis til við- bótar og þar á meðal handa land búnaðinum í gegnum sjóði Bún- arbankans. — Þetta kalli land- búnaðarráðherra nánast hneyksli. — Kannski hann hafi viljað lána bændunum í erlendum gjaldeyri Og láta bændur endurgreiða lán- in eins og þau nú væru orðin, eða kannski hann hafi ekki viljað taka þessi erlendu lán, eða kannski á hann við, að það hefði átt að taka eitthvert annað fé og hvaða fé þá, spurði þingmaður- inn. — Sagði hann enn fremur, að enginn gæti sagt, að á undan- förnum árum hefði ekki verið tjaldað öilu sem til var og allt fé verið fullkomlega í umferð. — Nú hins vegar væri búið að að taka verulegan hluta af fjár- magnsmynduninni úr umferð og festa í Seðlabankanum, en bæði sé eðlilegt og heilbrigt að spari- fjáraukninginn sé lánuð út. — Það séu því möguleikar til að leysa lánsfjárþörfina, ef menn vilja. Hlutur sjóðanna ekki réttur. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvaddi sér aftur hljóðs og sagði m.a., að hann byggist ekki við að þurfa að taka það fram, að hann vildi ekki lána bændum rr.eð gengisáhættu og teldi, að landbúnaðurinn hefði ekki fengið of mikið af lánum. Benti hann á, að hefði E.J., sem var fjármálaráðherra, er sjóðir Búnaðarbankans fengu hin er- lendu lán, tekið lánin í nafni ríkissjóðs og síðan endurlánað Búnaðarbankanum þau í íslenzk- um krónum, þá væri ekki um það að ræða núna, að botninn væri úr Ræktunarsjóði og Bygg- ingarsjóði sveitabæja. Hann hefði td. ekkert um það hugsað, að rétta hlut sjóðahna, er 55% hækkun á yfirfærslugjaldi var lögfest 1958 og sjóðirnir sköð- uðust um marga tugi millj. kr. af þeim sökum, þótt hann hins vegar léti flokksbræður sína flytja frumvarp um 160 millj. kr. gengistap. í því skyni að rétta sjóðina við nú, vegna þess að hann er ekki í ríkisstjórn. En það var vitanlega höfuðskylda fjármálaráðherra að stuðla að því að búnaðarsjóðirnir fengju sem mest innlent fé til ráðstöfun ar eins og núverandi ríkisatj. hef ur gert um tveggja ára skeið, og ef það dugði ekki að útvega þá erlend lán í nafni ríkisstjórnar- innar, eins og áður er sagt, eða haga því svo til, að aðrir atvinnu vegir, sem gengisáhættuna gátu borið, notuðu erlendu lánin. Arfur vinstri stjórnarinnar. Þá vék ráðherrann að þeim ummælum E. J. að fyrr meir hefði ekki veitt af, að allt fjármagnið væri í umferð — Benti hann á, að ástæðan fyrir því, hve spari- fjáraukningin í landinu var lít- il á dögum vinstri stjórnarinnar, hefði verið sú, að almenningur hafði ekki traust á ríkisstjórn- inni. — Það hefði hins vegar breytzt, sparifjáraukningin hef- ur aukizt í tíð núverandi ríkis- stjórnar og tekizt hefur að koma upp verulegum gjaldeyrisvara- sjóði. E.J. hefur skrifað mikið um, að 300 millj kr. séu bundnar í Seðlabankanum. — En þetta fé, sem er óeytt og alltaf er hægt að grípa til aukinna útlána í þágu atvinnuveganna. — Þá benti ráðherrann á, að aukinn byggingarkostnaður og hækkað verðlag sé afleiðing af því, sem gerðist í tíð vinstri stjórnarinn- ar og gengisskráningin sem gerð var 1960, var nauðsynleg vegna þess að krónan var fallin, þegar vinstri stjórnin fór frá. Eysteinn Jónsson minnist aldrei á, að hækka beri gengi krónunnar -og engum dettur held ur í hug, að hann legði til að það verði hækkað, þótt hann sett- ist aftur í ríkisstjórn. En það staðfestir, að gengið sé rétt skráð að áliti E.J. í dag og er því allt hjal Framsóknarmanna í aðra átt úr lausu lofti gripið. — E.J. þarf ekki að halda það, að hann geri sig vinsælli hjá bænd- um með því að grafa undan gengi krónunnar, eins og gert hefði verið með hinum óraunhæfu verkföllum og óraunhæfu kaup- kröfum á síðasta ári. — Margur Eins og undanfarin 40 ár seljum og útvegum vér byggingavörur allskonar og verkfœri í umboössölu’ heildsölu og smásölu Ludvig Storr & Co. Laugavegi 15. Símar: 2-40-30 — 1-16-20: 2 línur og 13333 spyr í dag, hvar við værum stadd ir f járhagslega, ef stefnuleysi vinstri stjórnarinnar hefði stað- ið lengur. — Menn viti að nauð- synlegt var að spyrna við fótum og rétta af þá skekkju, sem orð- in var í fjármálum og atvinnu- málum þjóðarinnar og menn vita einnig, að sízt er traust að leita hjá þeim, sem stökkva frá borði, þegar verst stendur á. — Sjóðirnir vanmegnugir. Jóhann Hafstein (S) sagði m. a., að blandazt hefði inn í um- ræðurnar, hvernig komið væri fyrir sjóðum landþúnaðarins og hve vanmagnugir og gjaldþrota þeir eru orðnir — Kvað hann nú unnið að því innan ríkisstjórnar- innar að koma þeim á heilbrigð- an grundvöll og kvaðst hann vona að frá því yrði gengið á þessu þingi. Þá kvaðst hann fagna þeirri yfirlýsingu E.J., að nú sé nóg fé fyrir hendi til að bjarga gjaldþrota sjóðum land- búnaðarins frá tíð vinstri stjórn- arinnar og þá viðurkenningu, sem í því felist. Með 55% hækk- un yfirfærslugjaldsins 1958 hefðu þessir sjóðir orð ið fyrir gengis- tapi, sem nam tugum milljóna króna, og urðu þeir með því vanmegnugir að leysa það hlut- verk, sem þeim var ætlað að leysa. — Þá án undandráttar gera ráðstafanir til að bjarga sjóðunum, en það var látið undir höfuð leggjast. Færði hann síðan rök að því, að bændur ættu erfiðara með að bera gengisáhættuna en t.d. báta- útvegurinn sagðist hann þó ielja, þegar þurfti og að að þeir ættu að bera hana a8 einhverju leyti Þá gat ræðumaður þess, að margt af þeim erfiðleikum sem við ættum nú við að stríða staf- aði af því, að okkur hefði skort eðlilega yfirstjórn peningamála- anna og hefðu þeir, er nú sitja í ríkisstj., áttað sig á þessu og haft þor til, að gera þjóðinni grein fyrir því. — Með þessu sagðist hann ekki fella neina sértaka sök á hendur E.J. við eigum allir sök á þessu, sem staðið höfum að ríkisstjórnufn. — Þegar núver- ar.di ríkisstjórn tók við, voru bankarnir komnir í algjör greiðsluþrot erlendis. — Var þá Seðlabankanum falið að byggja upp hæfilegan gjaldeyrisvarasjóð úr engu og minna en það, þar sem bankarnir voru búnir að nota yfirdráttarheimildir sínar til fulls. — Hafði þá verið gripið til þess að festa hluta sparifjár- aukningarinnar til að minnka eftirspurnina og með því móti hefði tekizt að koma upp nokk- uð gildum gjaldeyrisvarasjóði. Kvað þingmaðurinn spariféð í sínu fulla gildi og að það hefði tekið þátt í að byggja upp gjald- eyrisstöðuna út á við. Eysteinn Jónsson (F) tók aftur til máls og taldi m.a., að það mætti ráða af orðum I.J. og J.H. að óvíst væri, hvernig með bún- aðarsjóðina hefði farið, ef Sjálf- stæðismenn hefðu verið við stjórn, en þeim væri í lófa lagið að kippa þessum málum í lag, ef þeir vildu. — Þá taldi hann ó- eðlilegt og óhugsandi að halda 300 millj. kr. til lengdar í Seðla- bankanum og sagði, að það mundi síður en svo verða til þess, að gjaldeyrisstaðan út á við versnaði, þótt fé þessu yrði var- ið til útlána. Rannsakoð sé hvort reist skuli lýsisherzluverksntiðja Á FUNDI sameinaðs þings í gær var frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1960 samþykkt við 2. umræðu og því vísað til 3. um- ræðu. Þá var og tekin fyrir þings ályktunarlillaga frá Birni Páls- syni og fleiri franvsóknarmönai- um um að athugað verði, hvort tímabært sé að reisa lýsisherzlu- verksmiðju. Erfiðleikum bundið Björn Pálsson (F) gerði grein fyrir tillögunni Og gat þess m. a., að í lögum frá 1942 standi, að ríkið reisi verksmiðju til herzlu síldarlýsis, þegar rannsóknir sýni, að það sé tímabært. Kvað hann nauðsynlegt að hafa í huga í þessu sambandi, að lýsisherzla er talsverðum erfiðleikum bund in frá tæknilegu sjónarmiði og erfitt að fá upplýsingar frá öðr- um löndum um þær aðferðir, er bezt henti til þess að gera lýsið sem útgengilegast. Kunni því að koma í ljós, að gera þurfi sér- stakar tilraunir hér, áður en ráð- izt sé í lýsisherzlu í stórum stíl, og sé þá mikilsvert, að ekki drag- izt að hefja slíkar tilraunir. Einnig kvað hann nauðsynlegt að leita fyrir sér um markaði ytra, og þá einkum í Austur-Evrópu, þar sem minni líkur séu til, að unnt muni að þrengja sér inn á markaði í Vestur-Evrópu vegna einokunar Unilever. Þá beindi hann því til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um að ná sam- komulagi við þær þjóðir, sem framleiða lýsi, um að ekki sé undirboðið látlaust á heimsmark aðinum. Vitnaði hann til þess, að slíku samkomulagi hafi verið náð við mjölframleiðendur, þar á meðal Perú. Afstaða smáþjóðanna batnað Einar Olgeirsson (K) tók næst- ur til máls og kvað það ánægju- legt, að á ný skuli komin fram tillaga um lýsisherzluverksmiðju, en hafinn hafi verið undirbúning ur að slíkri verksmiðju á dögum nýsköpunarstjórnarinnar. Kvað hann þetta svið eitt af þeim erfið ustu til að gerast iðnaðarþjóð á, m. a. vegna þess, að Unilever hringurinn hefði einokað allar iýsisherzluverksmiðjur í Vestur, Mið og Norður Evrópu og því bezt að gera sér alveg ljóst, að við verðum að vera undir það búin að heyja harða baráttu. Aufc þess megum við vara okkur mjög á tækninm, hún sé svo hröð, að við getum staðið, fyrr en við vitum af uppi með úrelt tæki, en þó hafi aðstaða smáþjóðanna í því efni mjög batnað vegna tæknihjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var samþykkt að vísa tillög- unni til allsherjarnefndar. PÍPIR Svartar og galvaniseraðar væntanlegar í lok þessa mánaðar Tökurn við pöntunum Vinsamlegast endurnýið eldrí pantanir. I5ELGI MAGNIJSSON & CO. Hafnarstræti 19 — Sími 1-31-84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.