Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 1
24 síður
Síðari áfangi skattalagabreytinganna
tryggir atvinnurekstrinum hóflega
skattlagningu
í nýrri heildarloggfof eru
einnig nýmæli til hags-
bóta einstaklingum
I GÆR var lagt frum á Al-
þingi stjórnarfrumvarp um
tekjuskatt og eignarskatt. —
Eru þar felld inn í nýja
heildarlöggjöf um skattamál
ákvæði þau um einstaklings-
skatta, sem áður höfðu ver-
ið samþykkt, en jafnframt er
með löggjöf þessari efnt það
fyrirheit að skapa atvinnu-
rekstrinum í landinu heil-
brigð starfsskilyrði.
Helztu nýmæli laganna eru
þessi:
Vr Tekjuskattur félaga lækk
ar úr 25% í 20%.
Heimilt er að endurmeta
eldri eignir og hefja afskrift-
ir af réttu verðmæti.
-&• Heimilt er að gefa út
jöfnunarhlutabréf vegna al-
mennra verðhækkana.
Greiða má 10% arð skatt
frjálst af hlutafé eða stofnfé
í stað 8%.
Tap fyrirtækja má færa
milli 5 ára.
Gjafir til menningar-
mála, líknarstarfsemi og
kirkjufélaga verði frádrátt-
arhæfar.
Kostnaður við öflun
bóka, tímarita og áhalda til
vísindalegra og sérfræðilegra
starfa sé frádráttarhæfur.
Námsskuldir verði frá-
dráttarhæfar.
Skattfrjáls hámarkseign
hækkar úr 30 þús. kr. í 100
þús. kr.
■^r Húsgögn og persónulegir
munir séu ekki taldir til
skattskyldra eigna.
Þá eru gerðar víðtækar
breytingar á skattstjórn. —
Undirskattanefndir og yfir-
skattanefndir verði afnumd-
ar, en skattstjórar skipaðir
í stórum skattaumdæmum.
Þá verði skipaður sérstakur
ríkisskattastjóri, sem verði
formaður ríkisskattanefndar.
Málflutningur fari fram fyr-
ir ríkisskattanefnd og úr-
skurðir hennar skulu rök-
studdir.
Gert er ráð fyrir að hin
nýju lög gildi við skattlagn-
ingu fyrir síðasta ár.
Viðunandi skattheimta
I greinargerðinni fyrir frum-
varpinu, er að því vikið, að
stefnt sé að því að tryggja at-
vinnurekstrinum í landinu, ekki
síður en einstaklingum, hóflega
skattaálagningu. Tillit hefur ver
ið tekið til nauðsynjar atvinnu-
veganna að geta safnað sjóðum
til öruggs rekstrar og endur-
nýjunar. Þá hefur sköttum ver-
ið létt af lægri tekjum og á
ýmsan hátt reynt að taka sann-
Framhald á bls. 8.
Skelfilegt námuslys i Þýzkalandi’
123 menn létust
og 85 særðust
— er sprenging varð í Lutsen-
th.J námunum í Vólkingen
Saarbrúcken, V-Þýzkalandi,
7. febrúar. — (AP) —
• í MORGUN varS í
Þýzkalandi eitt mesta náma-
slys, sem orðið hefur þar í
landi um langt skeið. —
Sprenging varð í Luisenthal-
námunum í Völkingen,
skammt frá Saarbriicken.
§ Síðustu fréttir herma,
að 123 menn hafi beðið
bana og að minnsta kosti 85
særzt meira eða minna.
0 Nærri fimm hundruð
námaverkamenn voru að
vinnu niðri í námunni, sem
hefur þótt einhver hin örugg
asta að öllum úthúnaði í
Þýzkalandi — en er síðast
fréttist voru enn hátt í
hundrað manns lokaðir þar
niðri. —.
Slysið varð um fimm-leytið í
morgun (ísl. tími). Vaxð þá
mikil sprenging í námugöngum
og eldur brauzt út. Tvenn
göng, sem lágu á 500 metra dýpi
gereyðilögðust við sprengingu
og eldurinn breiddist örskjótt
út. Brunalið kom þegar á vett-
vang víðs vegar að, en margar
klukkustundir liðu, áður en
tókst að slökkva eldinn að fullu.
Björgunarstarfið var miklum
erfiðleikum bundið, því að víða
hrimdi úr öðrum göngum og
stíflaði þau á mörgum stöðum.
Hjálpfúsar hendur
hvaðanæva að
Öllum verzlunum og skrifstof-
um var lokað í Saarbrúcken, svo
að starfsfólkið gæti tekið þátt í
björgunarstarfinu. Bandarískir
hermenn, er hafa æfingastöð í
nágrenninu, voru þegar sendir
á vettvang með 14 sjúkrabif-
reiðar og fjöldamörg súrefnis-
tæki. Einnig komu aðstoðar-
menn frá námahéraðinu Merle-
bach í Frakklandi og sjúkra-
bifreiðar frá öllum nærliggj-
andi þýzkum bæjum. Þyrlur
voru notaðar til þess að flytja
í sjúkrahús þá, sem mest voru
særðir.
Ættingjar og vinir námaverka
manna hópuðust að námimni og
biðu þar í allan dag, kvíðnir og
örvæntingarfullir. Meðal þeirra,
sem lokuðust niðri í námunni,
voru margir ungir piltar, sem
voru þar að læra námastörf. —
Fulltrúar yfirvaldanna fylgdust
vandlega með björgunarstarfinu.
Útvarpsstöðin í Saarbrúcken af-
lýsti skemmtidagskrám og á öll-
um opinberum byggingum
blöktu fánar í hólfa stöng.
Þetta slys er meðal hinna
Framhald á bls. 2.
Verðirnir
gleymdu
íöngunum
Katmandu, Nepal,
7. febrúar. — (AP) —
ÓTTINN mikli, sem greip
um sig í Austurlöndum
vegna væntanlegs dóms-
dags á mánudag sl. olli
því meðal annars, að tveir
menn voru drepnir í Nepal
og 75 menn, sem verið
höfðu í fangelsi, ganga nú
lausir og liðugir.
Fangaverðir í borginni
Palpa í Vestur-Nepal voru
svo önnum kafnir við að
undirbúa ferð sína á fund
himnaföðurins, að þeir
gleymdu föngunum — sem
gripu tækifærið og struku
úr fangelsinu. Á flóttan-
um voru tveir fanganna
skotnir, nærri þrjátíu náð-
ust aftur en samkvæmt
nýjustu fregnum frá Palpa
leika hinir lausum hala.
ÞESSA mynd frá námaslysinu
í Þýzkalandi fékk Morgunblað
ið símsenda í gærkveldi. Hún
sýnir hvar aðstandendur'
námuverkamannanna bíða
'þögulir meðan slökkviliðs-
menn og björgunarmenn berj
ast við að ná þeim úr eldin-
um í nálmunni.
Á námuklukkunni sést, að
myndin hefur verið tekin kl.
10:15 eftir þýzkum tíma.
Krúsjeff í orlofi
Moskvu, 7. febrúar
(NTB—Reuter)
TASS-fréttastofan tilkynnti í
dag, að Krúsjeff forsætisráð-
herra sé um þessar mundir f
orlofi við Svartahafið.
Réttorhöld vegno
töku „Santu
Marín“
Lissabon, 7. febrúar. — (AP)
1 DAG hófust í Lissabon réttar-
höld í máli mannanna, sem
komu við sögu í „Santa Maria“-
málinu svonefnda, þ.e.a.s. þeirra
Henrique Galvao og 23 félaga
hans.
Allir hinir ákærðu eru fjar-
verandi — en ákærurnar eru
fyrir morð, rán, morðtilraunir
og morðhótanir. Fjörutíu vitni
verða leidd í málinu, en aðal-
vitnið er skipstjóri Santa Maria,
Simœs Maia, sem lýsti þvífyrir
réttinum í dag hvemig hann
hefði verið neyddur til þess að
gefa stjórn skipsins í hendur
uppreisnarmönnum.