Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUN BL'AÐIÐ
Fímmtudagur 8. febr. 1962
Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Axni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
GEYSIMIKIL SPARI-
FJÁRA UKNING
17ins og skýrt var frá hér í
blaðinu í gær, varð geysi
mikil sparifjáraukning á sL
ári, eða nær 550 millj. kr.
Sýnir þróun þessi, svo að
ekki verður um villzt, vax-
andi traust manna á íslenzka
gjaldmiðlinum. Og að sjálf-
sögðu eiga hinir háu vextir
sinn þátt í sparifjáraukning-
unni.
Þegar rætt var um spari-
fjáraukningtma 1960, höfðu
stjórnarandstæðingar mörg
orð um það, að engin aukn-
ing hefði orðið á veltiinn-
lánum. Varð þá til ný fræði-
kenning að eysteinskum
hætti um það, að veltiinnlán
hefðu meginþýðingu. Síðasta
ár fór svo, að veltiinnlán
jukust um 235 millj. Er því
líklegt, að kenningin um
veltiinnlánin verði lögð á
hilluna, því að samkvæmt
henni væri sparifjáraukning-
in síðasta ár 785 milljónir.
Um útlán bankanna er
þess að geta, að þau hækk-
uðu á árinu um 637 millj.
kr. Þar af eru 288 milljónir
lán stofnlánadeildarinnar til
sjávarútvegsins til að treysta
fjárhagsgrundvöll hans eftir
afnám uppbótakerfisins og
þess sukks og óreiðu, sem
því var samfara. Útlána-
aukningin á árinu 1960 hafði
aftur á móti orðið 298 millj.
Af þessum tölum sést, að
haldlítill er sá áróður Fram-
sóknarmanna, að Viðreisnar-
stjórnin hafi sérstaka ánægju
af því að hindra eðlileg út-
lán. En hitt er rétt, að
stjórnarvöldin og yfirstjórn
bankamála eru staðráðin í að
fyrirbyggja nýja verðbólgu-
þróun á íslandi. Og þess
vegna er ekki látið í umferð
fé langt umfram sparifjár-
aukninguna.
BÆTT GJALD-
EYRISSTAÐA
Sama ánægjulega þróunin
hefur orðið að því er
gjaldeyrisstöðuna varðar. —
Hún hefur á sl. ári batnað
um 400 milljónir króna. —
Gjaldeyriseign bankanna var
í ársbyrjun 127 millj. miðað
við núverandi gengi, en í árs
lokin var hún 527 milljónir.
Auðvitað væri fásinna að
halda því fram, að stórfelld
aukning sparifjár og söfnun
mikilla gjaldeyrisvarasjóða
tækist án þess að menn
legðu eitthvað á sig. — Er
þetta að sínu leyti sambæri-
legt við það, að sá maður,
sem leggur fyrir hluta tekna
sinna, hlýtur eitthvað að
draga úr eyðslu.
Þjóðin hefur verið reiðu-
búin til að snúa af braut ó-
reiðu í fjármálum. — Hún
hafði trú á því, að viðreisn-
arráðstafanimar mundu tak-
ast, þótt jafnvel þeir bjart-
sýnustu gerðu naumast ráð
fyrir svo skjótum og góðum
árangri, sem nú er orðið
ljóst, að þegar hefur náðst.
Hin bætta gjaldeyrisstaða
og sparifjáraukningin er að
sjálfsögðu grundvöllur fyrir
þeim stórfelldu framkvæmd-
um, sem á næsta leiti eru,
og í þær er hægt að ráðast á
traustum fjárhagsgrundvelli.
Er því ekki að furða, þótt
þeir menn séu hjáróma, sem
í dag tala um samdrátt,
kreppu og jafnvel móðu-
harðindi af manna völdum.
VANDAMÁL
TOGARANNA
Ijótt hagur manna sé nú
góður hér á landi, full
atvinna og mikil gróska í at-
vinnuvegunum almennt, þá
er því ekki að leyna að ein
grein á við mikla erfiðleika
að stríða, þ.e.a.s. togaraút-
gerðin. Loftur Bjarnason, út-
gerðarmaður, gerði grein
fyrir þeim vandamálum hér
í blaðinu í gær.
Hann benti á, að á árunum
1951—1958 hefðu togararnir
verið látnir búa við allt ann-
að gengi en bátaflotinn. Hef-
ur nú verið reiknað út, hve
mikilli fjárhæð það tjón
næmi, sem togaraútgerðin
beið af þessum sökum, og
segir Loftur það vera hvorki
meira né minna en 5,6 millj.
á hvern einasta togara. Það
segir sig auðvitað sjálft, að
togaraútgerðin væri færari
um að standa sjálf undir
tímabundnum skakkaföllum,
ef hún hefði ekki verið svo
hart Ieikin af þessum sökum.
Við þetta tjón bætist svo
það, að öll beztu fiskimiðin
hafa nú verið friðuð fyrir
togveiðum. Má því segja að
ekki sé óeðlileg sú krafa tog-
araútgerðarinnar, að hún fái
það tjón bætt, einkum þegar
hliðsjón er höfð af því, að
afli hefur einnig brugðizt á
fjarlægum miðum. Heildar-
afli togaranna hefur minnk-
að um 61% síðan 1958, svo
að segja má að um algjört
aflaleysisár hafi verið að
ræða 1961.
Að sjálfsögðu gera menn
sér vonir um, að aflabrögð
togaranna batni. Aflaleysis-
ár hafa áður komið, bæði
hjá togaraútgerð og báta-
flota. Af þeim sökum væri
óráðlegt að láta togaraút-
gerðina verða gjaldþrota,
jafnvel þótt menn vildu
neita þeim rökum, að hún
ætti réttmæta heimtingu á
bótum. Getur því varla hjá
því farið, að menn samein-
ist um að bjarga hag togara-
flotans með einhverjum
hætti, enda er gert ráð fyr.
ir, að ríkisstjómin leggi
fram tillögur sínar í því efni
innan skamms.
Eitt margra minnistr.erkja um Stalín í Gori sýnir hann í einkennisklæðum stúdenta.
Minningin litír enn
ANNARS 'STAÐAR eru
styttur hans brotnar nið-
ur og myndir fjarlægðar,
en í borginni Gori í Ge-
orgíu, þar sem Stalín
fæddist er hvorttveggja
enn á sínum stað og Ge-
orgíubúar ræða um hann
með undarlegu samblandi
af kærleika og hatri.
í>rír mánuðir eru liðnir frá
því að 22. flokksþing komrn-
únista lýsti því yfir opinber-
lega að Stalin hafi verið geð-
veikur fiöldamorðingi. Og
þeir, sem vildu halda áfram
persónudýrkun á Stalín voru
bannlýstir sem skemmdar-
verkamenn gegn kommúnism-
anum. 'í kjólfar þessara yfir-
lýsinga íylgdi herferð gegn
minnistnerkjum um Stalín í
Sovétríkjunum. Styttur voru
brotnar mður, myndir fjar-
iægðar og lík einvaldsins flutt
úr grafhýsinu til Kremlmúrs-
ins. Borgii og bæir, götur og
íorg,' sem hétu í höfuð Stalíns,
fengu ny nöfn.
En í Georgíu hófst þessi her
ferð ekxi. í flestum opinber-
um skrifstofum í Georgíu
hanga myndir af Stalín við
hlið mynda af Lenin og
Krúsjeff. Og Stalín er til sýn-
is í skr iðgörðum, á götum, í
heimilum, gistihúsum, veit-
ingahúsum, verzlunum og sam
komuhúsum.
Georgíubúar eru afar þjóð-
ræknir Og hreyknir af fornri
menningu sinni. Og tregða
þeirra við að snúa baki við
Stalín á sér rót í sögu aldar-
innar áður en Stalín fæddist
í Gori 21. des. 1879.
Georgía liggur að verzlun-
arleiðum Svarta hafsins og
varð hvað eftir annað fyrir
innrásum nágrannaþjóðanna.
Árið 1783, eftir að höfuðborg
Georgíu hafði 40 sinnum ver-
ið hernumin, samdi Irakli II.
Rússar. sem fóru með völd í
Georgíu þar til Georgíubúinn
Stalin tók við stjórn í Kreml-
in árið 1924. Stalin virtist
ekki bera neinn kærleika í
brjósti l.il ættjarðar sinnar og
fyrirskipaði miskunnarlausar
hreinsanir þar til að losna við
þá leiðtoga, er vildu meira
sjálfstæði innan Sovétríkj-
anna.
En framkoma Stalíns gagn-
vart Georgíu virðist hafa haft
Bronzstytta af einvaldinum fyrir framan ráðhúsið í Gorl.
konungur landsins um sam-
einingu þess við rússneska
keisaraveldið. Gerði hann
þetta í varnarskyni til að
hindra frekari innrásir í land
sitt.
Eftir lát Irakli II. voru það
lítil áhrif á flesta landsmenn.
Hinsvegar er sagan um Georg-
íubúann, sem ríkti í höll
rússnesku keisaranna Orðin
þeim þjóðarmetnaður.
(Seymour Topping
í N.Y. Times).