Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 22
i>g
<-l£s
MORGL' NBL4ÐIÐ
■Pimmtudagur 8. febr. 1962
5 landsleikir í knattspyrnu
4 verða í Reykjavik,
á írlandi
einn
tSLENZKIR knattspyrnu-
men leika 5 landsleiki á
þessu sumri. Eru það 4 leik-
ir, sem fram fara hér heima
og einn fer fram erlendis —
það er leikur gegn írum. —
Af þessum 5 leikjum eru 4
leikir A-landsliðsins, en B-
landslið leikur einn leik,
gegn Færeyingum.
it ísland — Noregur
Stjórn Knattspyrnusambands-
ins ræddi við fréttamenn í gær
og sagðist svo frá um landsleik-
ina.
ísland mætir Noregi í lands-
leik sem fram fer í Reykjavík
9. júlí n.k. Norðmennirnir hafa
fengizt til að leika einn aukaleik
og fer hann fram 11. júlí. Norð-
mennirnir dveljast hér í 5 daga.
★ Tveir leikir við íra
í ágúst og september fara fram
tveir landsleikir við fra. Verður
annar hér heima en hinn í ír-
landi. Leikir þessir eru liðir í
Evrópukeppni landsliðs (keppni
um ,,þjóðabikarinn“). Báðir
verða að fara fram í haust þar
sem fyrstu umferð verður að
vera lokið fyrir 1. apríl 1962.
Verið er að semja u-m fyrirkomu
lag leikjanna, mótsdaga o. s. frv.
írar vilja að fslendingar leiki
fyrst ytra, en ísland á rétt á
heimaleik fyrst, þar sem ísland
var dregið á undan er dráttur
fór fram.
frarnir munu tefla fram sínu
atvinnumannaliði og hefur KSÍ
Hljóp fyrír
pubbu og
mömmu
WELLINGTON, 7. febrúar. —
Hinn nýkjömi heimsmjethafi
Peter Snell hljóp í dag „sýn
ingarhilaup“ á móti í Welling
ton. Peter ætlaði ekki að taka
þátt í keppninni, heldur hvíl-
ast. En foreldrar hans voru
komnir til mótsins, himinlif
andi yfir fyrri árangri sonar
síns. Þau höfðu aldrei fyrr
séð Peter í keppni og höfðu nú
farið 450 km vegalengd til að
komast til Wellington þar sem
mótið var.
Og Peter brást þeim ekki.
Hann breytti ætlun sinni, tók
þátt í hlaupinu og sigraði með
miklum yfirburðum á 1.49.9
mín í 800 m. Hann tók þetta
sem æfingu og blés eíkki úr
nös að hlaupimu loknu. En
pabbi hans og mamima voru
himinlifandi og stolt.
Aðgöngumiðar að
Evrópubikarnum
KSÍ hefur borizt bréf frá Evrópu
sambandinu í knattspyrnu þar
sem tilkynnt er að KSÍ geti pant-
að miða að úrslitaleik Evrópu-
bikarkeppninnar sem háður verð
ur í Amsterdam 2. maí n.k. Biður
KSÍ þá er þar yrðu á ferð og
hefðu hug á að sjá leikinn að
panta sem fyrst því lokafrestur
til pöntunar er 15. febrúar. Miðar
á völlinn kosta 3—15 hollenzkar
florinur eða um 36—180 kr. eftir
gæðum.
því þegar skrifað St. Mirren og
falað leyfi fyrir Þórólf Beok að
leika í ísl. liðinu. Svar er ókomið
Og bréfaskriftir standa yfir milli
íra og fslendinga.
fslendingar og írar hafa áður
mætzt bæði hér heima og í Dubl-
in. írar unnu báða þá leiki með
1 marks mun. En þá tefldu þeir
ekki fram sínu bezta liði. Marg-
ir atvinnumanna þeirra starfa í
Englandi og þeim munu frar nú
tefla fram. En einn síðasti lands-
leikur fra var gegn Tékkum og
þá unnu Tékkar með 7—1 — léku
sér eins og köttur að mús að
frum.
-fc íslan.d — Hollenzku
Antillueyjar
Þá er ákveðinn landsleikur
milli íslands og Hollenzku-
Antillueyja. Verður hann í
Reykjavík 16. sept. Þetta lið er
skipað þeldökkum mönnum og
verður hið fyrsta sem hér
hefur leikið. Um styrkleika
þeirra verður lítið sagt. Þeir hafa
tekið þátt i undanrásum heims-
meistarakeppni. En hingað koma
þeir við á leið frá Evrópu til
Ameríku. Dagana á undan leikn
um hér leika þeir landsleik við
Hollendinga og Dani. Þeir leika
aðeins einn leik vegna áfram-
halds ferðar þeirra.
it ísland B — Færeyjar
Loks koma svo Færeyingar
hingað og keppa við B-landslið
íslendinga. Þetta er heimboð
vegna utanferðar B-liðs okkar
1959, en þá vann ísl. liðið A-lið
Færeyja með 5—2. Þessi leikur
verður 3. ágúst.
Framhald á bls. 23.
!R vann með
— og sigraði í afmælismóti ÍSÍ
i körfuknattleik
ÍR-ingar fóru með sigur af-A-
hólmi í hátíðahöldum körfu-
knattleiks manna í tilefni af af-
mæli ÍSÍ. Sigur þeirra var að
visu mjög naumur — varð ekki
tryg’gður fyrr en í leikslok að
Þorsteinn Hallgrímsson breytti
stigatölunni 14—15 i 16—15. Mót-
berjarnir voru Ármenningar og
var þessi leikur eins spennandi
og íþróttakeppni getur orðið.
Undanúrslit.
if Undanrásir.
í mótsbyrjun flutti Bogi Þor-
steinsson formaður Körfuknatt-
leikssambandsins ávarp og
minntist ÍSÍ og körfuknattleiks-
íþróttarinnar.
Síðan hófst útsláttarkeppni fé-
laganna Fyrst mættust Stúdentar
og Körfuknattleiksfélag Reykja-
víkur. Sá leikur var harla ójafn
og höfðu KFR-menn alla yfir-
burði og sigruðu með 26 stigum
gegn 12.
Næst mættust leikmenn IKF
og KR-ingar. í þessum leik urðu
mikil átök og jöfn. Hinir ungu
leikmenn IKF komu mjög á ó-
vart og svo virtist sem KR-ing-
ar hefðu sízt búizt við mikilli
getu af þeim. KR hafði foryst-
una í byrjun leiksins en smám
saman tókst IKF mönnum, ung-
um en á köflum fallega leikandi,
að vinna upp bilið — og ná frum
kvæðinu. Baráttan varð æsispenn
andi er KR jafnaði aftur 15—15
en betri yfirvegun í leik færði
IKF-piltunum sigurinn 19—16.
Fyrst í undanúrslitum komu
svo ÍR og Ármann í spilið. Ár-
mann mœtti næst sigurvegurum
í fyrsta leiknum, KFR. Það varð
álíka burst sem KFR fékk nú og
þeir fengu notið í fyrsta leikn-
um. Ármann hafði öll tök í leikn-
um og vann yfirburðasigur
19—9.
Næst mættust ÍR og IKF. Þar
mættu IKF-menn ofjarli sínum
og ÍR vann auðsóttan sigur 24—
12. IKF gaf þó ekki þennan leik
keppnislaust og stóðu sig með
mikilli prýði framan af, og veittu
harða keppni.
★ Úrslit •
ÍR-ingar komu strax aftur á
leikvanginn og mættu nú Ár-
manni í úrslitum. Það kann að
hafa haft einhver áhrif fyrir ÍR-
inga að leika tvo leiki í röð. En
þeir náðu samt frumkvæðinu
fljótt og komust í 8—4. í hálf-
leik stóð 13—9 fyrir ÍR.
En þá upphófst spenningurinn.
Ármenningum tókst að minnka
bilið verulega og er allmjög var
á leikinn liðið að komast yfir
15—14 eftir laglega skoraða
körfu með langsendingu fram.
Hófst nú mjög spennandi keppni
liðanna og nokkur harka komst
í leikinn hvorugt liðið skoraði.
Þar kom að ÍR voru dæmd víta-
köst fyrir gróf brot. Þorsteinn
Hallgrímsson tók vxtin og skor-
aði úr báðum köstxxnum. Sýndi
það mikið öryggi hans á slíkri
örlagastund leiksins. Og vitaköst-
marki
in færðu ÍR sigur í leiknum —
og mótinu
Sigur ÍR er verðskuldaður.
Ekki er vafi á að ÍR og Ar-
mann eiga beztu lið landsins nú
og þessi keppni milli þeirra var
Norðmaður og
Walesbúi dæma
leiki Islendinga
EINS og sagt er frá á öðr-
um stað leika íslendingar
og írar tvo landsleiki og
eru þeir liður í keppninni
um „þjóðabikarinn". Ákveð
ið var xxm leið og dregið
var urn það hvaða lönd léku
samaii, hvaða dómarar yrðu
á leiknum Leik íslands og
írlands hér heima dæmir
Norðmaður, en leikinn úti
dæmir dómari frá Wales.
5
Gúðmundur Þorst. ÍR og Birg/
ir kljást. Lárus horfir á enl
Þorst. Hallgrímsson bíður aðj
baki.
(Ljósm. Sveinn Þormóðss.)(
mjög jöfn og spennandi. Ár-
mannsliðið er í framför en ÍR-
liðið heldur sínum styrk og nýt-
xxr meiri reynslu og skemmti-
legri tilþrif sjást vart en hj'á
þeim Þorsteini, Hólmsteini og
Guðmundi. Leikurinn er tilvilj-
anakenndari hjá Ármenningum
en Birgir ber þar hæst svo og
Davíð.
Ingó f
hringinn
Á M O R G U N mætast
þeir í hnefaleikakeppni Inge
mar Johannsson fyrrum heims-
meistari og brezki þungavigtar-
kappinn Joe Bygraves. Keppnin
fer fram í Gautaborg og verður
10 lotur.
Blaðamenn spurðu Bygraves að
því í dag, hvort hann teldi Ingi
mar í jafn góðri þjálfun og þá er
hann vann heimsmeistaratitil
sinn. Bygraves svaraði og glotti
leikurinn á morgun svarar
þeirri spumingu".
Deilt um 4,882
stangarstökkið
ALLMIKLAR deilur eru nú upp
risnar vegxia afreks Bandaríkja-
mannsins John Uelses í stangar-
stökki, en hann stökk innanhúss
s.l. laugardag 4.882 m. Er það
hæsta stangarstökk sem stokkið
hefur verið, en verður ekki stað-
Jest sem heimsmet þar sem það
n > fpM~inri' r r**n — - - • • -
Sömu brautir — en engir
titlar
Heimsmeistarmótinu í alpa
greinum skíðaiþrótta var af-
lýst, en allt var tilbúið fyrir
mótið, þó A-Þjóðverjar fengju
ekki vegabréfsáritun til Frakk
landis og skíðasambandið yrði
að aflýsa mótinu af þeim sök
En mót verður haldið þar
eigi að síður og verða allir
beztu skíðamenn heims meðal
þátttakenda. Keppt verður í
þeim sömu brautum og heims
meistarakeppnin skyldi fara
fram í og starfsmenn flestir
þeir sömu. Aðeins skortir á
að heimsmeistaratitlar fylgja
ekki verðlaunapeningunum.
Mótið hefst 10. febiúar með
undankeppni í svigi karia og
síðan verður daglega keppt
til 18. febrúar en þá iýkur
mótinu með bruni karia. —
Dagskráin er hin sama og upp
haflega var ákveðin.
er sett inni.
Uelses notaði nýja gerð stanga,
sem framleiddar eru úr „fieberg-
lass“ eða trefljagleri.
Telja menn að stöng úr slíku
efni sé mjög hagstæð þeim er
stekkur Og gefi honum aukna
hæð með þeirri sveiflu og
spennu sem stöngin tekur.
Talsmaður alþjóða frjálsíþrótta
sambandsins sagði, að ef hér
hefði verið um utanhússafrek að
ræða og afrekið sem slíkt komið
til kasta alþjóðasambandsins til
staðfestingar sem met, þá hefði
málið ekki fengið afgreiðslu fyrr
en rannsókn væri lokið.
Næsta þing alþjóðasambands-
ins myndi taka þetta mál til með
ferðar og myndi toekninefnd sam
bandsins hafa rannsakað þessa
gerð stanga fyrir þann tíma.
Meðan yrðu sambönd hvers lands
að ákveða sjálf hvort þau tækju
gild met sett með slíkum stön-g-
um.