Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 6
V -
e
MORGVmtl 4ÐJÐ
Fimmtudagur 8. febr. 1962
Sprengjur í Alsír
OAS-menn hertóku dagblað og gáfu
ut eigið áróðursrit
Algeirsborg, 6. febr.
(AP—NTB).
AIXS hafa 13 ir.enn verið vegn-
ir í Alsír í dag í mótmælaaðgerð-
um OAS manna gegn yfirlýsingu
de Gaulle forseta í gær um skjót-
an frið í Alsír. í borginni Bona
var sprengju komið fyrir um
borg. En sögulegustu aðgerðirnar ,
ir er hún sprakk. Sprengja var
sprengd í ráðhúsi Algeirsborgar
og skotið var á forstjóra útvarps
og sjónvarpsstöðva Frakka þar í
borg. En sögulegustu aðgerðirnar
urðu í borginni Oran. Þar réðust
andstæðingar de Gaulle inn í
prentsmiðju og skrifstofur dag-
blaðsins Echo d’Oran og neyddu
starfsmennina til að prenta sér-
útgáfu með árásum á stefnu de
Gaulle. Árásin á dagblaðið var
gerð aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að OAS menn
gerðu árásir á útvarpsstöð borg-
arinnar, rændu þaðan sjö tækni-
fræðingunr. og hindruðu að unnt
yrði að sjónvarpa ræðu de
Gaulle.
Prentarar við Echo d’Oran
voru að undirbúa prentun er
um 20 vopnaðir menn með svarta
klúta fyrir andlitum réðust inn
í prentsmiðjuna og neyddu þá til
að prenta um 20.000 eintök af
sérstakri OAS útgáfu. Birtist þar
m.a. löng ræða Edmonds Jou-
hauds fyrrverandi hershöfðingja
ásamt myndurn af honum og
Baoul Salan hershöfðingja leið-
toga OAS Árásarmennirnir tóku
blöðin með sér og var þeim dreift
um borgina í dag.
.. m m m m m m ^* ** +>*
iVerður hér|
jkomið upp
bílahóteli?
UMSÓKN um lóð undir bíla
hótel var lögð fyrir fund borg
arráðs s.l. fösþudag. Umsókn
in er frá Friðsteini Jónssyni
hótelstjóra á Búðum og Gísla
Sigurbjörnssyni forstjóra og
var henni vísað til samvinnu
nefndar um. skipulagsmál.
Hér er um að ræða það sem
á erlendum málum nefnist
„motel“. Eru það smálhýsi,
sem ferðalangar geta ekið að
og tekið á leigu, í stað þess að
fá sér herbergi í hótelum og
þykir vera til mikils hagræð-
is fyrir fjölskyldur á ferða-
lögum.
Blaðið spurði Gísla í gær
um þetta mál. Sagði Gísli að
þetta væri áreiðanlega eitt af
því sem koma mundi hér
sem annars staðar, og ætluðu
þeir Friðsteinn að athuga
hvort þeir gætu fengið góðan
stað undir bílahótel í útjaðri
bæjarins. I.engra væri málið
ekki komið ennþá. Allt slíkt
þyrfti langan undirbúnings-
tíma.
f frétt frá Bona í Alsír segir að
sprenging hafi orðið í skipinu
Ville de Bordeaux er það var að
létta akkerum þar í höfninni.
Sprengjan varð fjórum mönnum
að bana, þeirra á meðal konu og
átta ára barni.
Þegar sprengingin varð kom
upp eidur í lest skipsins og tók
nokkum tíma að ráða niðurlög-
um hans. Skipið átti að flytja
lögreglumenn og skyldulið þeirra
heim frá Alsír. Segja yfirvöldin
að tímasprengju hafi verið kom-
ið fyrir í bifreið. sem skipað var
um borð rétt áður en skipið átti
að halda úr höfn.
Skömmu fyrir hádegi var
sprengja sprengd í ráðhúsinu í
Algeirsborg. Flest starfsfólk var
þegar farið úr húsinu til há-
degisverðar og varð ekkert mann
tjón af spréngingunni. Fyrr í dag
hófu OAS menn skothríð á bif-
reið Jean Oudinot forstjóra út-
varps og sjónvarpsstöðva Frakka
í Algeirsborg. Forstjórinn særð-
ist, en bifreiðastjóri hans lét líf-
ið.
Talsmenn frönsku stjórnarinn-
ar í Alsír sögðu í dag að fransk-
ur herflokkur hafi umkringt og
handtekið 40 manna skæruliða-
sveit í Austur Alsír. Voru skæru-
liðarnir klæddir sérstökum ein-
kennisbúningum með merkjum
OAS samtakanna.
Þyrla skotin
niður
SAIGON, Suður-Vietnam,
6. febrúar (AP). — Skýrt var
frá því í Saig’ön í dag að Viet
Oong kómmúnistar hafi Skot
ið á bandarískar þyrlur, sem
voru í liðsflutningium fyrir
stjómina í Suður-Vietnam.
Ein þyrlanna hrapaði og kom
upp eldur í • henni, en tvær
aðrar urðu fyrir Skotum. —
Enginn rnaður fórst og er það
talið ganga kraftaveirki næst.
Málaferli um orða-
lag auglýsinga
NÝLEGA hefur fallið dómur í
máli tveggja fyrirtækja um það,
hvort hægt væri að öðlast einka-
rétt á orðinu „vöruval“ í auglýs-
ingum.
Árið 1955 tóku verzlanir í
Vesturven að auglýsa sameigin-
lega undir vígorðinu: „Vöruval
í Vesturveri“. Árið 1958 fór kjör-
búð Sambandsins að auglýsa með
svofelldum orðum: „Vöruval á
öllum hæðum. S.Í.S. Austur-
stræti".
Á árirtu 1961 höfðaði Vesturver
svo mál á hendur S.Í.S., þar sem
fyrrnefndí aðilinn taldi, að kjör-
orð S.Í.S. væri stuldur á vígorði
Vesturvers, eða a.m.k. á hug-
myndinni, sem að baki lægi.
Einnig var því haldið fram, að
orðið „vöruval“ væri nýtt af
nálinni, sem ekki hefði verið not-
að fyrr en á árinu 1955.
Borgardómari vildi ekki fall-
ast á þá skoðun, að Vesturver
hefði fengið einkarétt á notkun
orðsins „vöruval“. Það hefði
verið notað í 40—50 ár í auglýs-
ingum (sbr. t.d. hið gamla kjör-
orð: „Vöruval hjá Lilliendahl").
Þá kom einnig til greina tóm-
læti hjá Vesturveri, þar eð mál
var ekki höfðað fyrr en þremur
árum eftir að S.Í.S. var farið að
nota vígorð sitt.
Plútó — Plúdó — Lúdó
Þá hefur ekki alls fyrir löngu
fallið dómur hjá borgardómara
um svipað efni. Eins og skýrt
hefur verið frá í Mbl. áður, höfð-
aði Plútó hf, sem er merkjagerð,
mál gegn Plúdó sextettinum.
Taldi fyrrnefnda fyrirtækið, að
nafn sextettsins, sem var yngra
en fyrra nafnið, væri of líkt
nafni merkjagerðarinnar. Hljóm-
sveitin hefur síðan borið nafnið
Lúdó sextettinn. Málaferlunum
lyktaði þannig hjá borgardóm-
ara, að hljómsveitinni var talið
óheimilt að nota nafnið framveg-
is. Orðin væru lík eða eins 1
framburði víðsist hvar á landinu,
skrifuð á svipaðan hátt, og gæfu
ekki neina vísbendingu til sér-
staks atvinnureksturs. Mál þetta
er nú komið fyrir Hæstarétt.
Þá má minnast á þriðja málið,
PORTÚGALSKA strandferða-
.skipið Lumane strandaði ný-
lega við ósa Bons Sinais fljóts-
ins í Quelimane í Portúgölsku
Austur Afriku. Á myndinni
sést einn af yfirmönnum:
skipsins vaða í land fáklædd-
ur með einn farþeganna á öxl
en í baksýn ajást aðrir af
áhöfninni og farþegar vaða íj
land. Alls voru 38 manns p
skipinu er það strandaði og <
komust allir heilu og höldnuj
i land. — Skammt frá slys-j
staðnum strandaði í fyrra ann j
að portúgalskt skip, Save.,
Kom upp eldur í því og fórust j
þá um 300 m.anns.
sem er nú hjá borgardómara, og
ekki hefur enn verið dæmt í. Eins
og kunnugt er, hefur Bókabúð
Lárusar Blöndal um langa hríð
auglýst þannig: „Sé bókin aug-
lýst, þá fæst hún í Bókabúð Lár-
usar Blöndal. Bókabúð Lárusar
Blöndal".
Síðar tók Bókabúð Norðra að
auglýsa svo: „Auglýst bók er
ávallt til. Bókabúð Norðra".
Höfðaði Lárus Blöndal bóksali
mál á hendur Bókabúð Norðra
vegna þessarar auglýsingar, sem
hann telur augljósa stælingu á
sinni auglýsingu. — Mál þetta
hefur enn ekki verið dæmt, eins
og fyrr segir, en vænta má dóms
innan skamms.
• Skemmilegt
skaðaverk
Velvakanda hefur borizt
þessi vísnabálkur frá cx. Fjall
ar hann um atburð, sem ný-
lega var sagt frá hér í blaðinu.
Fyrirsögn vísnanna er: „Eitt
skemmilegt skaðaverk".
Reykjavík heitir herleg borg
með hallir stórar og fögur
torg,
ýmislegt fæst til yndis þar
oftlega sem að rómað var.
Ganga sjást oft um götur þar
glæstar meyjar og sniðugar,
svo er þar líka seggjafjöld,
sjómenn, þingmenn og
yfirvöld.
Verður þá oft er varir sízt
að voðinn í mörgu gervi býst
lúrandi víða á leyndum stað.
— Leiðinlegt er að hugsa
um það.
Eitt sinn að morgni eðla fljóð
erinda sinna laust við móð
angurlaus út á götu gekk,
grunaði varla nokkurn hrekk.
Sem hún í fullu sakleysi
sínu erindi gegnandi
geiglaust í huga göfugt fljóð
götuna í frómum þönkum
tróð,
helltist á vífið helliskúr
•heiðskíru lofti komin úr,
geysilega með gruggugt bað.
— Gaman var sízt að reyna
það.
Greip fyrir vitin fögur frú
freklega stóð á öndu nú,
af henni baðið lak um lóð.
— lyktaði illa þetta flóð.
Auðargrund lá við öngviti
eftir það skaðlegt tilræði,
eins var in fríða laukalind
af lútinum stæka nærri blind.
Þurrkaði í snatri augum úr
eftirstöðvar af vondri skúr,
það fyrsta er sá, þá fékk
hún magn,
var furtur er hélt um
næturgagn.
Vomur þessi, með vondan sið,
vildi afsaka tilræðið:
Sitt væri hraklegt húsnæðið
helzt því vantaði klósettið.
Nú yrði eftir næturdúr
náttpottinum að skvetta úr,
aldrei fyrr hefði orðið slys
þó iðkaði um morgna þetta
glys.
Sagði þá herleg hringagná:
Hlandi fólkið að skvetta á
teldi dandifólk dónasið.
á dóminum yrði varla bið.
Frúin svo vitur færði rök
að fanturinn varð að bæta
sök:
Brúðar kápu og klæðnaðinn
kostaði hrelldur ræfillinn.
Frúin þá hress í huganum
herlegum fagnar sigrinum.
Hefir og frétzt að halur klúr
helli varlega koppnum úr.
cx