Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir iokun — Erletular fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 „Maður má þakka fyrir að halda lífinu" Rætt við skipstjórann á mb. Auðbjörgu Fréttamenn Mbl. sátu fyrir skipbrotsmönnunum sex af m.b. Auðbjörgu við Vífilsstaði kl. hálf eitt í nótt, en þangað var einum þeirra ekið, og síð- an ókuni við Ólafi Ólafssyni skipstjóra til Reykjavíkur og spjöiluðum við hann á leið- inni. — Við vorum á leiðinni til Grindavíkur af veiðum, sagði Ólafur. — Dimmviðri var, mik il snjókoma og bylur, og við sáum ekki landið fyrr en við vorum komnir inn í brimgarð sem við náðum okkttr ekki út úr aftur. Bátinn bar yfir ein- hverjar grynningar. Hásjávað var en báturinn tók niðri á gTynningunum. I»etta var um klukkan átta. — Við náðum sambandi við báta í Grindavík í gegnum tal stöðina og Hrafn Sveinbjarn- arson H miðaði staðinn og leiðbeindi björgunarsveitinni þangað. Hún kom á staðinn fljótlega eftir að við vorum ’ miðaðir. 1 Gúmmíbálturinn slitnaði frá. — Okkur var ekki mjög kait þennan hálfan annan tíma, sem við vorum um borð í bátnum. Um tíuleytið vor- um við komnir heim til Guð mundar horsteinssonar að Sjónarhóli í Grindavík og fengum þar góðar viðtökur, heitt kaffi og kökur. — Við settum gúmmíbátinn út er bátinn tók fyrst niðri, en hann slitnaði strax frá og við sáum hann ekki meira. Línan. var bundin föst en hún' slitnaði. Þessi gúmmíbátur var nýkominn úr skoðun. — Við vorum ekki í hættu eftir að báturinn var kominn' yfir grynningarnar. Þar sem hann nam staðar braut lítið á honum, en mikið á meðan við vorum að komast yfir þær. liátinn fyllti af sjó, en þegar féll undan honum, tæmdist hann, þannig að hann' hlýtur að vera mikið brotinn. Hann hefur sjálfsagt farið alveg á þurrt því að það voru a. m. k. tveir eða þrír tímar í háfjöru þegar við yfirgáf-' um hann. Maður má þakka fyrir 1 — Ég hef ekki mikla von^ um að bátnum verði bjargað,! i og þeir þarna suðurfrá telja' það vonlítið. En. ég held mað-| ur megi þakka fyrir að halda, 1 lifinu. — Eg keypti bátinn 1959. ■ Þetta var ágætur bátur og sér staklega gott sjóskip. Hann • var nýkominn úr slipp eftir' standsetningu fyrir vertíðina. f Við vorum að byrja á hand- færi og þetta var fyrsti róður- inn. - Þarna fór víst mestallt ; okkar dót, föt, veiðarfæri og þess háttar, en ég ætla að fara á strandstaðinn í fyrramálið ’ með manni frá Samábyrgð 1 inni, ef hægt yrði að bjarga ’ einhverju, sagði Ólafur Ólafs- i son að lokum. Skipbrotsmennimir sex við Vífilsstaði í nótt. Talið frá vinstri: Björn Bjömsson, háseti, Garðar Jónsson matsveinn, Ólaf- Ólafsson, skipstjóri, Konráð Auðunsson, vélstjótri, Halferjmur Pétursson, háseti og Gunnar L. Jónsson háseti. Ljósm. Sv. Þ. U M klukkan átta í gær- kvöldi strandaði vélbát- urinn Auðbjörg RE 341 um einn km. austan við Hópsnesvita, skammt frá Grindavík. Sex manna áhöfn var á bátnum, og bjargaðist hún öll í land. Björgunar- sveit frá slysavarnadeildinni Þorbirni fór á strandstaðinn, en er að var komið var sýni- legt, að áhöfn bátsins var ekki hætt, þar eð hann strandaði á háflóði og fjarað hafði undan honum þannig að báturinn var fyrir innan versta brimgarðinn. Óðu björgunarmenn út í Auð- björgu og hjálpuðu áhöfn- inni í land. Versta veður var Ætlaði áhöfnin í fyrstu að reyna að komast í land á gúmmíbátnum en missti hann. — Auðbjörg liggur nú flöt í fjörunni, er lítið brot- in en búast má við að lítið verði eftir af bátnum eftir daginn í dag, ef marka má veðurspána. Eigandi Auð- bjargar, sem er 26 lesta eik- arskip, smíðað í Hafnarfirði 1939, er Ólafur Ólafsson út- gerðarmaður og var hann skipstjóri á bátnum. Mbl. átti í gærkvöldi tal viS Árna Magnússon, skyttu björg- unarsveitarinnar, en hann stjórn aði björgunarleiðangrinum. — Það hittist þannig á að Tómas Þorvaldsson formaður björgunarsveitarinnar okkar inn an slysavarnadeildarinnar Þor- bjarnar, var í Reykjavík og vara Framhald á bls. 23. 270 árekstrar trá áramótum í G Æ R höfðu um 270 árekstrar í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur verið færðir í bækur umferðar- deildar rannsóknarlögregl- unnar frá áramótum og er hér um algjört met að ræða á svo skömmum tíma. — Á sama tíma í fyrra voru árekstrarnir 165. Hagstæðasti vöruskipta- jöfnuður síðan í stríðinu á strandstaðnum, vindur 7— 9 vindstig af austri og bylur. Skattgreiðend- um iækfcar Vegna breytinga þeirra, sem gerðar voru á skattalögunuim 1960, fækkaði þeim, sem greiddu tekjuskatt úr 63.496 árið 1959 í 16.643 árið 1960 eða um 46.853. Sjá nánar í frétt uim hið nýja frumvarp ríkisstjórnar- innar um tekju og eignaskatt, sem lagt var fram á Alþingi í gær. SAMKVÆMT upplýsing- um hagstofunnar varð vöruskiptajöfnuðurinn á síðasta ári aðeiris óhag- stæður um tæpar 130 millj. króna. Hefur hann aldrei verið hagstæðari síðan á stríðsárunum. Eins og kunnugt er geta utanríkisviðskiptin í heild ver- ið mjög hagstæð, þó að nokk- ur halli sé á vöruskiptajöfn- uðinum, því að af honum fást engar upplýsingar um duldar greiðslur, og verð útflutnings- afurðanna er reiknað f.o.b. en innfluttra vara á c.i.f. verði, svo að tekjur af siglinum og flugi t. d. koma ekki fram, þegar litið er á vöruskipta- jöfnuðinn Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd varð í desembermánuði sl. aðeins óhagstæður um 3,7 millj. kr. Út voru fluttar vörur fyrir kr. 399,9 milljónir en inn fluttar vörur fyrir 403,7 millj ónir. Þar aí voru skip og flug- vélar 102,7 milljónir. Á sl. ári var vöruskiptajöfn uðurinn óhagstæður um 129,9 milljónir kr. en um 813,5 millj- ónir árið 1960. Á sl. ári nam heildarverðmæti útflutnings 2879,1 milljón kr. en innflutn- ingur 3009 milljónum, og þar af voru fiutt inn skip og flug- vélar fyrir 182,9 milljónir. Ár ið 1960 varð heildarútfluning- urinn meira en 300 milljón um króna minni en í fyrra, eða sarntals 2535,1 millj. kr. og innflutningurinn varð um 340 milljónum hærri en í fyrra, eða samtals 3348,7 millj ónir. — Frá Og með ágúst- mánuði 1961 er útflutningur og innflutningur reiknaður á því gengi erlends gjaldeyris, sem gekk í gildi 4. ágúst 1961 og er það ca. 13% hærra en eldra gengið. Hinsvegar eru tölur mánaðanna jan. — júlí 1961 og tölur frá 1960 allar miðaðar við það gengi, sem gilti á tímabilinu 22. febrúar 1960 til 3. ágúst 1961. (Frá hagstofunni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.