Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUWBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. febr. 1962
☆
MÖRGUM leikur hugur á að
vita, hvað gengur á bak við
þrumuræður Castros, áróður-
inn og skrúðgöngurnar um
stræti Havana.
Hvernig er Kúba í raun og
veru undir stjórn kommún-
ista? Hvernig er ástandið?
Eru nokkur merki um upp-
reisn?
Bandaríski blaðamaðurinn
Carl Migdail er nýkominn
úr ellefu daga ferðalagi um
Kúbu. Hann fór um allt og
engin tilraun var gerð til að
Hinn forlierti línukommúnisti, Blas Roca, brosir hér framan í Fidel Castro. Margir telja
að hann sé hinn raunve rulegi einvaldur Kúbu.
Skyggnzt inn um bak-
dyrnar
Castro
Það eina, sem nóg er til af, er áróður66
99
hefta ferðir hans og hann
talaði við Kúbumenn úr öll-
um stéttum.
Flýtur á stolnum vörum
Þegar hann kom til eyjar-
innar, bjóst hann við að
stjórn Castros hefði bætt
lífskjör á eyjunni, enda þótt
persónufrelsi væri horfið. í
fyrstunni virtist honum frá-
sagnir um afturför á Kúbu
væru orðum auknar. Hann
komst brátt að öðru. Stjórn
Kúbu flýtur á stolnum vör-
um. —
Hætt hefur verið að
byggja í Havana, byltingar-
stjómin hefur komið sér
fyrir í hinum fögru bygging-
um, sem til staðar voru, og
tekið hús af öðrum þegar
með þurfti. Allar eignir,
áróðri. Fata- og skóbúðir eru
nærri tómar, nokkuð kemur
af vefnaði frá kommúnista-
löndunum, en hann er frek-
ar miðaður við rússneska vet
ur en loftslagið á Kúbu. Mat
er erfitt að fá, ávextir, græn-
meti, smjör og ostur fást að-
eins við okurverði á svörtum
markaði. í miðborg Havana
má sjá matvörur frá komm-
únistaríkjunum, t.d. rúss-
neskt kjöt í dósum. Einn
Kúbumaðurinn sagðist vera
dauðhræddur við það, það
gæti verið hrossakjöt. Annar
sagði: „Það eina sem nóg er
til af er áróður“.
sem auga lítur, nema fátækt-
in og byssur stjórnarhersins.
Nú fer öllu aftur, stolnu
vörurnar eru byrjaðar að
gefa sig og ekkert er eftir
til að taka.
Stjórnin rífur gamla bíla
til að fá varahluti. Leigubíll,
sem Migdail ferðaðist eitt
sinn í, stöðvaðist vegna þess
að viftureimin slitnaði og
bílstjórinn þurfti að fara að
leita aðra uppi. Vélarhjálm-
urinn var bundinn niður með
snæri. Göturnar í Havana
eru sleipar af olíu, hún kem-
ur úr útblástursrörum bíl-
anna og orsökin er illa
hreinsuð, rússnesk olía.
. . Stjórnin rífur gamla. bíla til að fá varahluti
. . Margir vegvísar og áletranir eru á rúss-
nesku svo jáintjaldsmennirnir komist ferða
sinna
. . Kommúnistar vilja gera skák að þjóðar-
íþrótt Kúbubúa en þeir kjósa heldur fótbolta
. . Börn frá Kúbu eru flutt í skipsförmum ausl
ur fyrir járntjald til menntunar
Iðnaðurinn illa
Iðnaðurinn er
því að engu
staddur
illa staddur,
hefur verið
Rússneskir bústjórar samyrkjubús sitja hér á garðssvölum
nýja heimilis síns á Kúbu. Annar þeirra leikur á balalaika.
Á veggnum hangir rússneski fáninn.
jafnvel sparifé, hafa verið
gerðar upptækar, einkaíbúð-
ir hafa verið teknar af eig-
endunum og fengnar herfor-
ingjum og ráðgjöfum frá
járntjaldslöndunum. Hótelin,
verksmiðjurnar, olíuhreins-
unarstöðvarnar, sykurverk-
smiðjurnar og næstum allt,
sem ennþá starfar, var
byggt af bandarískum fyrir-
tækjum og stolið af Castro.
Föt hinna bezt klæddu eru
bandarísk, sama má segja
um alla bíla og næstum allt,
hægt að halda við síðustu
þrjú árin. í sumum sykur-
verksmiðjunum hefur verið
reynt að skera varahluti út
úr tré. Einn Kúbubúi sagði:
„Þegar við vorum í sambandi
við Bandaríkin, var hægt að
fá allar vörur frá Miami
með sólarhrings fresti. Nú
verða þser að koma kringum
hálfan hnöttinn og kommún-
istaríkin kvarta undan að
þetta rugli framkvæmdir í
áætlunarbúskap þeirra. —
Margt af rússnesku tækjun-
um er líka bráðónýtt".
1 sveitunum reyndust allar
framkvæmdir langt að baki
áróðurstilkynninga Castros.
Hinar nýju framleiðslugrein-
ar, sem stjórnin hefur verið
að tala um árum saman, eru
varla byrjaðar að skjóta upp
kollinum. — Sumar fram-
kvæmdir virðast út í bláinn.
Dæmi:
• Stjórnin lagði rándýr-
an 80 km langan veg
inn í Zapata-mýrina. Hún
átti að verða ríkisforðabúr
Kúbu. Þegar því var lok-
ið uppgötvaðist að vatnið
var of salt til að rækta í
því rís. I yfirbreiðslu-
skyni var mýrin gerð að
ferðamannasvæði.
• Ibúðabyggingar stjórn-
arinnar, sem mikið hefur
verið gortað af, reyndust
þéttar skúraþyrpingar, sem
ekki veita íbúunum einu
sinni viðunandi húsaskjól.
Sykuruppskeran
stórminnkar
Mikill skortur er á verka-
mönnum á sykurekrunum og
á síðasta ári voru þær
skemmdar af völdum sjálf-
boðaliða, sem ekki kunnu til
verka. Uppskeran í ár verð-
ur 500 þúsund tonnum minni
en áætlað var, og gæði syk-
ursins hafa versnað. Undir
mynd Castros á götuauglýs-
ingum stendur: „Byltingin
tryggir þjóðinni sex undir-
stöðuatriði: föt, skó, mat,
lyf, menntun og skemmtan-
ir“. Stjórnin hefur aðeins
uppfyllt tvö síðustu loforðin
og hvorutveggja samanstend-
ur aðallega af kommúnískum
Af honum er nóg, og hann
verður rauðari með hverjum
deginum. Á veggjum sjást
áletranir með kínverskum
slagorðum og kúbanska þjóð-
in er hyllt sem marx-lenin-
istar.
Kommúnistarnir farnir
að sýna andlitið
Eftir þriggja ára grímu-
ball, eru kommúnistarnir,
sem stjórna Kúbu, loksins
famir að sýna andlitið.
Havana er svo full af
tæknifræðingum og ráðgjöf-
um frá kommúnistalöndun-
um, að margir vegvísar og
áletranir eru á rússnesku, svo
að þeir komist um borgina.
Kúbumenn eru orðnir svo
vanir járntjaldsmönnunum,
Námsmönnum á Kúbu er kennt af kennurum, sem hlotið
hafa kommúníska menntun, í skólastofum sem þaktar eru
áróðursspjöldum. Mörg börn eru send inn fyrir járntjaldið
til að-fá sérstaka fræðslu.
að þeir sem tóku eftir að
Migdail var útlendingur,
ávörpuðu hann oft sem „fé-
laga Rússa“ eða „félaga
Tékka“.
Stóru hótelin eru þéttselin
Rússum, Pólverjum, Austur-
Þjóðverjum, Kínverjum, Búlg
örum og Ungverjum að helzt
má líkja við kommúnistaráð-
stefnu í Moskvu.
Og hvað segja nú venju-
legir Kúbumenn um allt
þetta? Verkamaður í Havana
segir: „Rússarnir eru nú eng-
ar ófreskjur. Þeir geta meira
en ég. Margir þeirra kunna
spænsku og ég kann ekki
rússnesku.“
Iðnaðarmaður segir: „Komm
únistarnir hafa það betra en
hinir nokkurn tíma höfðu.
En ungversku og búlgörsku
verkfræðingarnir koma frá
vanþróuðum löndum ogkunn
átta þeirra er ónóg fyrir okk
ur. Hvernig eiga þeir að
hjálpa okkur, þegar atvinnu-
lífið hjá okkur er lengra á
veg komið heldur en hjá
þeim.“
Gamall maður sagði:
„Kommúnistarnir eru að
reyna að gera skák að þjóð-
aríþrótt okkar. Það gengur
illa. Við viljum heldur fót-
bolta.“
Þjóðin enn létt í lund
Þó að Kúba sé nú greini-
lega orðið kommúnískt lög-
regluríki, er þjóðin ennþá
létt í lund.
Amerísk dansmúsík heyrist
um allt, jafnvel á stjórnar-
skrifstofunum. Kúbumenn
taka sporið um leið og þeir
heyra danslag, eins og þeir
hafa alltaf gert. Meira að
segja hermennirnir, sem
skoða farangur á flugvellin-
um ,taka nokkur spor, þegar
músik heyrist í hátölurunum.
— Einn stjórnarstarfsmaður
sagði til skýringar: „Við
gamla fólkið erum of bundið
vestrænum siðum til að
breyta til. En það verður
hægt að innræta unglingun-
um annan smekk með tím-
anum.“
Og það er ekki látið sitja
við orðin tóm.
Kommúnistaáróður
Unglingar eru fluttir þús-
undum saman til Havana úr
öðrum héruðum landsins til
að læra að verja byltinguna.
Þeir fá vopn og einkennis-
búninga, Stjanað er við þá á
alla lund og þeim sagt að
þeir séu von framtíðarinnar.
Hótelið, sem Migdail bjó í,
veitti stöðugt hundruðum
barna gistingu. Þau yngstu
voru innan við tíu ára. For-
salurinn var alltaf fullur af
drengjum og stúlkum að
skoða kommúnískar mynd-
ir og hlusta á kommúnista-
fyrirlestra. •
Framhald á bls. 15.